Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. 5 Fréttir Stórfundur EFTA og EB hefst í Lúxemborg: Blaðran gæti sprungið Þegar þjóöin vaknar upp að morgni þjóöhátíöardagsins 17. júní og gerir sig klára fyrir fagnaðarlæti, pylsur og blöðrur kemur Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra ís- lendinga, til Lúxemborgar til aö mæta til leiks á einhvenum mikilvægasta fundi í utanríkismálum íslendinga til þessa. Þetta er fundur utanríkisráð- herra EFTA og Evrópubandalagsins um evrópska efnahagssvæöið sem hefst á þriöjudaginn, 18. júní. Á þessum fundi í Lúxemborg á að setja lokapunktinn í samningana um hiö sameiginiega efnahagssvæöi svo aö hægt verði að skrifa undir meö pomp og prakt í Salzburg í Austurríki í þarnæstu viku, 24. júní. Hvellspringur blaðran? Kannski fer fyrir fundinum eins og hjá svo mörgum á þjóðhátíðardag- inn: blaöran springur. Spurningin er hvort Evrópubandalagið er tilbúið aö veita íslendingum tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir á mörkuöum bandalagsins án þess aö viö þurfum aö veita Evrópubandalaginu veiði- heimildir hér við land í staöinn. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt að íslendingar gefi aldrei eftir varðandi kröfu Evrópubandalagsins um veiöiheimildir í íslenskri land- helgi. Um þetta snýst fundurinn fyrir okkur íslendinga. íslendingar ganga út úr viðræðunum ef Evrópubanda- lagið viöurkennir ekki sérstöðu okk- ar í sjávarútvegsmálum og þá tökum við ekki þátt í evrópska efnahags- svæðinu. Jón Baldvin sagði í viðtali við DV, eftir fund hans með mörgum utan- ríkisráðherrum Evrópubandalags- ins sem sóttu fund NATO, að hann liti á það sem fimmtíu-fimmtíu möguleika á að árangur næðist á fundinum í Lúxemborg varöandi sjávarútvegsmál okkar íslendinga. Hann sagði um kröfu Spánverja um veiðiheimildir: „Það sem ég sagði utanríkisráöherrum Evrópubanda- lagsins hér á fundinum í Kaup- mannahöfn var að ef Spánverjar í nefndinni færu sínu fram, án þess að pólitískt væri tekið í taumana, þá færi þetta allt í vitleysu í Lúxem- borg.“ Markaður fyrir markað Viðræður EFTA og Evrópubanda- lagsins ganga í stuttu máli út á að EFTA-ríkin vilja tollfrjálsan aðgang aö innri mörkuöum Evrópubanda- lagsins gegn því aö bandalagið fái tollfrjálsan aðgang aö mörkuðum EFTA. Þetta er hugmyndin markað- ur fyrir markað. Það sem flækir málið fyrir okkur íslendinga er að Evrópubandalagið hefur í viðræðunum teygt sig úr fyr- ir línuna markaö fyrir markað og gert kröfu um veiðiheimildir við ís- land. í þessu felst að það vill bæði koma inn á markaðinn en líka nýta náttúruauðlindir landsins. Samningarnir um evrópska efna- hagssvæðið snúast um fjögur atriði: viðskipti meö vörur og þjónustu, vinnuafl, dómstóla og síðan önnur mál, eins og samskipti ríkjanna á sviði menntamála og þess háttar. Lítil viðbót Það sjónarmið hefur komið fram undanfarnar vikur að ekki sé eftir svo miklu að slægjast fyrir okkur íslendinga í þessum viðræðum að fáránlegt sé að ræða einu sinni möguleikann á veiðiheimildum við Fréttaljós Jón G. Hauksson ísland til að fá tollaivilnanir fyrir fiskinn á mörkuðum Evrópu. fðnaðarvörur njóta tollfrjáls að- gangs. Unnin fryst fiskflök njóta þeg- ar tollfrjáls aögangs að mörkuðum bandalagsins. Vandamálið er hins vegar fyrst og fremst varðandi salt- fiskinn, sem er með 13 prósent toli, og hluta af ferska fiskinum sem er með 15 prósent toll. Maí-fundurinn í Brussel Síðasti fundur utanríkisráðherra EFTA og Evrópubandalagsins var haldinn t Brussel manudaginn 13. maí. Hann þótt árangursríkur og Jón Baldvin utanríkisráðherra sagði eftir hann við DV að náðst hefði umtals- verður árangur varðandi mörg þeirra ágreiningsmála sem voru óleyst fyrir fundinn. Á fundinum í Brussel kom ekki fram formlegt tilboð frá Evrópu- bandalaginu i sjávarútvegsmálum. Það sem eftir stendur af ágreinings- málunum fyrir fundinn í Lúxemborg er það sem Jón Baldvin hefur kallað hina vanheilögu þrenningu: fisk, iandbúnað og sjóð. Til að ná heildar- lausn verða allar þjóðir að ná jafn- vægi á þessum þremur sviðum í samningnum. EFTA í samfloti? Eftir fundinn í Brussel í maí virtist sem samstaðan innan EFTA-ríkja væri að bresta. í millitíðinni héldu EFTA-ráðherrar hins vegar mikil- vægan fund í Vín föstudaginn 24. maí. Davíð Oddsson forsætisráö- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sóttu fundinn af hálfu íslendinga og sögðu þeir að EFTA-ríkin stæðu mjög fast með okkur í viðhorfunum til sjávarafurð- anna. Samflotið væri því í fullum gangi. Þrátt fyrir samflot EFTÁ-ríkjanna á fundinum í Lúxemborg er framtíð EFTA óljós. Austurríki hefur þegar sótt um aðild að Evrópubandalaginu. Svíar eru einnig á leiðinni inn og svo virðist líka með Norðmenn og Finna. Þá eru íslendingar og Svasslendingar eftir. Suzuki Swift Sedan M I N N I • Fullkomnasti mengunar- útbúnaður sem völ er á • Aflmikill - bein innspýting VI • Lipur í akstri • Beinskiptur/sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I á 100 km • Til afgreiðslu strax. Verð frá 878.000 kr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 685100 M N U N lý sýn til náttúru, sögu og sérkenna landsins ÍSLANDSHANDBÓKIN er tvö bindi, rúmlega 1000 blaðsíður. Efni bókarinnar er skipt eftir sýslum. í upphafi hvers kafla er sýslukort, sérstaklega teiknað fyrir bókina. / A sýslukortunum eru sýndir allir vegir og þeir staðir sem fjallað er um í texta. Öllum helstu hálendisleiðum er lýst í bókinni og hverri þeirra fylgir leiðarkort. 1300 litmyndir prýða verkið. Þetta eru myndir # af sögustöðum, náttúrufyrirbærum og minjum. 1 \ ^ \ \ j Bækurnar eru í fallegri og haganlega gerðri 1 öskju sem ver þær gegn hnjaski. ' | sssJSartSj— ‘IS »»»*• 1 srsstf ORLYGUR Síðumúla 11 - Sími: 68 48 66 ..(Of *#*&*%%»*« tSi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.