Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 5
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. 5 Fréttir Stórfundur EFTA og EB hefst í Lúxemborg: Blaðran gæti sprungið Þegar þjóöin vaknar upp að morgni þjóöhátíöardagsins 17. júní og gerir sig klára fyrir fagnaðarlæti, pylsur og blöðrur kemur Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra ís- lendinga, til Lúxemborgar til aö mæta til leiks á einhvenum mikilvægasta fundi í utanríkismálum íslendinga til þessa. Þetta er fundur utanríkisráð- herra EFTA og Evrópubandalagsins um evrópska efnahagssvæöið sem hefst á þriöjudaginn, 18. júní. Á þessum fundi í Lúxemborg á að setja lokapunktinn í samningana um hiö sameiginiega efnahagssvæöi svo aö hægt verði að skrifa undir meö pomp og prakt í Salzburg í Austurríki í þarnæstu viku, 24. júní. Hvellspringur blaðran? Kannski fer fyrir fundinum eins og hjá svo mörgum á þjóðhátíðardag- inn: blaöran springur. Spurningin er hvort Evrópubandalagið er tilbúið aö veita íslendingum tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir á mörkuöum bandalagsins án þess aö viö þurfum aö veita Evrópubandalaginu veiði- heimildir hér við land í staöinn. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt að íslendingar gefi aldrei eftir varðandi kröfu Evrópubandalagsins um veiöiheimildir í íslenskri land- helgi. Um þetta snýst fundurinn fyrir okkur íslendinga. íslendingar ganga út úr viðræðunum ef Evrópubanda- lagið viöurkennir ekki sérstöðu okk- ar í sjávarútvegsmálum og þá tökum við ekki þátt í evrópska efnahags- svæðinu. Jón Baldvin sagði í viðtali við DV, eftir fund hans með mörgum utan- ríkisráðherrum Evrópubandalags- ins sem sóttu fund NATO, að hann liti á það sem fimmtíu-fimmtíu möguleika á að árangur næðist á fundinum í Lúxemborg varöandi sjávarútvegsmál okkar íslendinga. Hann sagði um kröfu Spánverja um veiðiheimildir: „Það sem ég sagði utanríkisráöherrum Evrópubanda- lagsins hér á fundinum í Kaup- mannahöfn var að ef Spánverjar í nefndinni færu sínu fram, án þess að pólitískt væri tekið í taumana, þá færi þetta allt í vitleysu í Lúxem- borg.“ Markaður fyrir markað Viðræður EFTA og Evrópubanda- lagsins ganga í stuttu máli út á að EFTA-ríkin vilja tollfrjálsan aðgang aö innri mörkuöum Evrópubanda- lagsins gegn því aö bandalagið fái tollfrjálsan aðgang aö mörkuðum EFTA. Þetta er hugmyndin markað- ur fyrir markað. Það sem flækir málið fyrir okkur íslendinga er að Evrópubandalagið hefur í viðræðunum teygt sig úr fyr- ir línuna markaö fyrir markað og gert kröfu um veiðiheimildir við ís- land. í þessu felst að það vill bæði koma inn á markaðinn en líka nýta náttúruauðlindir landsins. Samningarnir um evrópska efna- hagssvæðið snúast um fjögur atriði: viðskipti meö vörur og þjónustu, vinnuafl, dómstóla og síðan önnur mál, eins og samskipti ríkjanna á sviði menntamála og þess háttar. Lítil viðbót Það sjónarmið hefur komið fram undanfarnar vikur að ekki sé eftir svo miklu að slægjast fyrir okkur íslendinga í þessum viðræðum að fáránlegt sé að ræða einu sinni möguleikann á veiðiheimildum við Fréttaljós Jón G. Hauksson ísland til að fá tollaivilnanir fyrir fiskinn á mörkuðum Evrópu. fðnaðarvörur njóta tollfrjáls að- gangs. Unnin fryst fiskflök njóta þeg- ar tollfrjáls aögangs að mörkuðum bandalagsins. Vandamálið er hins vegar fyrst og fremst varðandi salt- fiskinn, sem er með 13 prósent toli, og hluta af ferska fiskinum sem er með 15 prósent toll. Maí-fundurinn í Brussel Síðasti fundur utanríkisráðherra EFTA og Evrópubandalagsins var haldinn t Brussel manudaginn 13. maí. Hann þótt árangursríkur og Jón Baldvin utanríkisráðherra sagði eftir hann við DV að náðst hefði umtals- verður árangur varðandi mörg þeirra ágreiningsmála sem voru óleyst fyrir fundinn. Á fundinum í Brussel kom ekki fram formlegt tilboð frá Evrópu- bandalaginu i sjávarútvegsmálum. Það sem eftir stendur af ágreinings- málunum fyrir fundinn í Lúxemborg er það sem Jón Baldvin hefur kallað hina vanheilögu þrenningu: fisk, iandbúnað og sjóð. Til að ná heildar- lausn verða allar þjóðir að ná jafn- vægi á þessum þremur sviðum í samningnum. EFTA í samfloti? Eftir fundinn í Brussel í maí virtist sem samstaðan innan EFTA-ríkja væri að bresta. í millitíðinni héldu EFTA-ráðherrar hins vegar mikil- vægan fund í Vín föstudaginn 24. maí. Davíð Oddsson forsætisráö- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sóttu fundinn af hálfu íslendinga og sögðu þeir að EFTA-ríkin stæðu mjög fast með okkur í viðhorfunum til sjávarafurð- anna. Samflotið væri því í fullum gangi. Þrátt fyrir samflot EFTÁ-ríkjanna á fundinum í Lúxemborg er framtíð EFTA óljós. Austurríki hefur þegar sótt um aðild að Evrópubandalaginu. Svíar eru einnig á leiðinni inn og svo virðist líka með Norðmenn og Finna. Þá eru íslendingar og Svasslendingar eftir. Suzuki Swift Sedan M I N N I • Fullkomnasti mengunar- útbúnaður sem völ er á • Aflmikill - bein innspýting VI • Lipur í akstri • Beinskiptur/sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I á 100 km • Til afgreiðslu strax. Verð frá 878.000 kr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 685100 M N U N lý sýn til náttúru, sögu og sérkenna landsins ÍSLANDSHANDBÓKIN er tvö bindi, rúmlega 1000 blaðsíður. Efni bókarinnar er skipt eftir sýslum. í upphafi hvers kafla er sýslukort, sérstaklega teiknað fyrir bókina. / A sýslukortunum eru sýndir allir vegir og þeir staðir sem fjallað er um í texta. Öllum helstu hálendisleiðum er lýst í bókinni og hverri þeirra fylgir leiðarkort. 1300 litmyndir prýða verkið. Þetta eru myndir # af sögustöðum, náttúrufyrirbærum og minjum. 1 \ ^ \ \ j Bækurnar eru í fallegri og haganlega gerðri 1 öskju sem ver þær gegn hnjaski. ' | sssJSartSj— ‘IS »»»*• 1 srsstf ORLYGUR Síðumúla 11 - Sími: 68 48 66 ..(Of *#*&*%%»*« tSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.