Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 52
64 LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1991. Afmæli Gunnar Árnason Gunnar Árnason, búfræöikandídat og fyrrv. skrifstofustjóri og gjald- keri hjá Búnaðarfélagi íslands, Grundarstíg 8, Reykjavík, er níræð- urídag. Starfsferill Gunnar fæddist að Gunnarsstöð- um í Þistilfirði. Hann lauk búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1921 og búfræðikandídatsprófi frá Konunglega landbúnaðarháskólan- um í Kaupmannahöfn 1925, auk þess sem hann stundaði framhaldsnám í Noregi í mjólkurfræði og nautgripa- rækt 1925-26. Gunnar var aðstoðarráðunautur hjá Búnaöarfélagi íslands 1926-40 og skrifstofustjóri og gjaldkeri fé- lagsins 1940-71. Gunnar hefur starfað mikið að félagsmálum. Hann var formaður íslandsdeildar NJF1958-67, var lengi í húsráði Templarahallarinn- ar og sat í stjóm Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, auk þess sem hann starfaði með Framsóknarfélaginu í Reykjavík. Gunnar hefur unnið mikið að bindindismálum. Hann starfaði með barnastúkunni Svövu nr. 23, stúk- unni Framtíðinni nr. 173, Umdæm- isstúku Suðurlands, Stórstúku ís- lands, með Bindindisfélagi öku- manna og sat um skeið í Áfengis- varnaráði. Gunnar m.a. er heiðursfélagi í Búnaðarfélags íslands, Stórstúku íslands, Bindindisfélagi ökumanna, Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Hann var ritstjóri blaðsins Búnaður sunnanlands 1930 og hefur skrifað greinar um landbúnað í blöð og tímarit. Fjölskylda Gunnar kvæntist3.9.1927 Olgu Jenny Nygard, f. 24.11.1900, d. 7.4. 1981, húsmóður en hún var dóttir Ole Segard liðsforingja, og konu hans, Lisu Mikkelsen en þau bjuggu í Austurdal í Noregi. Börn Gunnars og Olgu eru Árni, f. 17.7.1929, kennari við Austurbæj- arskólann í Reykjavík, og á hann fimm böm; Helga Lísa, f. 26.4.1933, bankastjóri í Seattle í Bandaríkjun- um, og á hún eitt barn; Sólveig, f. 10.8.1935, bankaritari hjá íslands- banka, og á hún þrjú börn; Gunnar, f. 3.9.1939, framkvæmdastjóri Véla og þjónustu, kvæntur Elínu Jónu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Gunnar átti sjö systkini en á nú eina systur á lífi. Sú er Guðbjörg, f. 29.9.1899, lengi matráðskona, nú búsett í Reykjavík. Hin systkini hans: Ingiríður, amma Árna Harð- arsonar söngstjóra; Þuríður, hús- freyja á Gunnarsstöðum; Jóhannes, afi Steingríms Sigfússonar, fyrrv. landbúnaðarráðherra; Davíð, faðir Aðalsteins orðabókarhöfundar; Sig- ríður, móðir Bjarna ráðunautar og amma Björns Teitssonar, skóla- meistara á ísafirði; Margrét, kona Gísla Guðmundssonar, ritstjóra og alþingismanns. Foreldrar Gunnars voru Árni Davíðsson, f. 15.10.1855, d. 15.11. 1912, b. á Gunnarsstöðum, og kona hans, Arnbjörg Jóhannesdóttir, f. 9.1.1861, d. 24.11.1908. Ætt Árni var sonur Davíðs, b. á Heiði á Langanesi, Jónssonar, b. á Lund- arbrekku, Sigurðssonar. Móðir Árna var Þuríður, systir Jóns á Skútustöðum, langafa Jónasar Jónssonarbúnaðarmálastjóra og Hjálmars Ragnarssonar tónskálds. Þuríður var dóttir Árna, b. á Sveins- strönd í Mývatnssveit, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðsson- ar, alþingismanns á Gautlöndum, forföður Gautlandaættarinnar. Systir Þuríðar var Guðrún, lang- amma Gísla Konráðssonar, fyrrv. forstjóra Úgerðarfélags Akureyrar, fóður Axels, forstjóra Vátrygginga- félags íslands. Árni var sonur Ara, b. á Skútustööum, Ólafssonar. Gunnar Árnason. Arnbjörg var systir Árna, föður Ingimundar söngstjóra. Arnbjörg var dóttir Jóhannesar, b. á Ytra- Álandi, Árnasonar, b. á Víðihóli á Hólsfjöllum, Árnasonar. Móðir Arnbjargar var Ingiríður Ásmunds- dóttir, b. á Bægisstöðum í Þistil- firði, Jónssonar og Kristínar Ing- veldar Ásmundsdóttur frá Fjöllum. Gunnar tekur á móti gestum í Templarahöllin við Eiríksgötu á af- mælisdaginn milli klukkan 15.00 og 18.00. Sigurður Gíslason Sigurður Gíslason, Þrúðvangi 25 á Hellu, verður áttræður á morgun, 16.júní. Starfsferill Sigurður fæddist og ólst upp í Kefla- vík og byrjaði mjög ungur að vinna. Hann vann mörg ár við sjó- mennsku. Sigurður er lærður bif- vélavirki. Hann var verkstæðisformaður hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur frá 1953-1974. Síðar vann hann sem húsvörður í Barnaskólanum við Skólaveg frá 1974-1982. Sigurður ílutti ásamt konu sinni til Hellu á Rangárvöllum 1983. Fjölskylda Sigurður kvæntist 16. desember 1944 Sigurlaugu Önnu Hallmanns- dóttur, f. 17.10.1926, frá Lambhúsum í Garði. Foreldrar hennar voru Hall- mann Sigurður Sigurðsson, f. 10.8. 1885, d. 30.9.1968, frá Skarthóli í Miðfirði, og Ráðhildur Ágústa Sum- arliðadóttir, f. 11.8.1886, d. 3.10.1965, frá Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd. Sigurður og Sigurlaug eiga sex börn. Þau eru: Hallmann Sigurður, f. 17.9.1945, vélstjóri í Keflavík, kvæntur Aðalheiði Helgu Júlíus- dóttur, f. 5.3.1943. Þau eignuðust þrjú börn en eitt er látið. MargrétRagnheiður, f. 19.11.1947, gift Þorsteini Valgeiri Konráðssyni, f. 22.10.1941, prentara. Þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga fjögur börn. Ráðhildur Ágústa, f. 10.7.1951, gift Einari Magnúsi Sigurbjörnssyni, f. 20.2.1950, rafvirkja. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga eina dóttur. Gísli, f. 26.12.1953, bakari, kvænt- ur Árnýju Dalrós Njálsdóttur, f. 11.6 1957. Þau eru búsett á Hellu og eiga fjóra syni. Sigurlaug, f. 21.3.1958, gift Snæ- birni Kristjánssyni, f. 29.8.1954, raf- iðnfræöingi. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn. Sigurður, f. 30.11.1962, bakari, kvæntur Halldóru Kristínu Guð- jónsdóttur, f. 1.7.1964, viðskipta- fræðingi, þau eru búsett í Reykjavík ogeigaeinnson. Sigurður og Sigurlaug eiga þrjú barnabamabörn. Systkini Sigurðar voru: Símon Guðlaugur, f. 27.12.1909, d. 12.4. 1967. Hann bjó í Keflavík; Jónína Sigríður, f. 10.8.1912, búsett á Akra- nesi; Guðrún Helga, f. 27.12.1913, búsett í Keflavík; Margrét Friðbjörg, f. 18.7.1915, d. 1989, hún var búsett í Reykjavík; Jón, f. 12.5.1917, d. 5.5. 1920; Jóhanna, f. 9.7.1918, d. 16.6. 1972, hún var búsett í Keflavík; Sig- Siguröur Gislason. urlaug, f. 25.9.1920, búsett í Kefla- vík. Foreldrar Sigurðar voru Gísli Sig- urðsson, f. 4.8.1883, d. 3.5.1967, frá Hvaleyri við Hafnarfjörð, járn- og vélsmiður í Keflavík, og Margrét Ragnheiður Jónsdóttir, f. 6.7.1880, d. 26.1.1963, frá Hóli í Skagafiröi. Afi Sigurðar var Siguröur Gísla- son, járnsmiður og fyrsti vélstjórinn í Keflavík. Sigurður og Sigurlaug munu taka á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 15.00-20.00 í húsi Verkalýðsfé- lagsins á Hellu við Suðurlandsveg. Kristján G. Jósteinsson Kristján Georg Jósteinsson, renni- smíðameistari en nú lagermaður hjá Þýsk-íslenska hf., Fellsmúla 19, Reykjavík, verður sjötugur á morg- un. Starfsferill Kristján er fæddur á Stokkseyri og ólst þar upp. Hann er rennismið- ur að mennt og lærði hjá Vélsmiðj- unni Héðni en Kristján starfaði þar í nær fjóra áratugi, þar af síðustu fimmtán árin sem verkstjóri á renniverkstæði. Árið 1978 réðst Kristján til starfa hjá Þýsk-íslenska hf. og hefur unnið þar síðan. Eftir uppvaxtarár sín á Stokkseyri hefur Kristján búið nær samfellt í Reykjavík eða frá árinu 1942. Fjölskylda Kristján giftist 19.10.1946 Aðal- heiði S. Guðmundsdóttur, f. 18.9. 1922, d. 14.2.1990. Foreldrar hennar: Guðmundur Þórðarson, skipstjóri í Ólafsvík, og Ólafia Sveinsdóttir. Böm Kristjáns og Aðalheiðar: Ingibjörg, f. 19.7.1947, gift Hilmari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra í Parma hf., og eiga þau þrjú böm, Friðrik, f. 1966, búsettur í Noregi og kvæntur Tove Andersen, og eiga þau einn son, Aðalheiði, f. 1970, og Hörpu Lind, f. 1976; Ómar, f. 2.9. 1948, forstjóri Þýsk-íslenska hf., kvæntur Eddu Kolbrúnu Metúsal- emsdóttur og eiga þau fiögur börn, Stefán Metúsalem, f. 1974, Georg Heiðar, f. 1976, Ómar Þór, f. 1984, og Svövu Maríu, f. 1990; Jósteinn, f. 21.3.1950, forstjóri Arnarborgar og L.A. Café, kvæntur Gyðu Brynj- ólfsdóttur og eiga þau fimm böm, Kristján Georg, f. 1973, Brynjólf, f. 1975, Evu, f. 1977, og tvíburana Tryggva og Trausta, f. 1981. Kristján á sex systkini: Guðrún, f. 9.4.1918, giftist Stefáni Arnórs- syni, sem nú er látinn; Jón, f. 5.7 1919, kvæntur Sigrúnu Sveinsdótt- ur, þau eignuðust sex börn en eitt er látið; Einar Kristinn, f. 4.12.1923, kvæntur Ástu Kristensen, og eiga þau fiögur böm; Björgvin, f. 26.8. 1925, kvæntur Guðrúnu Steingríms- dóttur, og eiga þau fiögur böm; Gunnar Kristinn, f. 21.11.1927, kvæntur Þóra Þorvarðardóttur, og eiga þau eitt bam; Kristín, f. 21.12. 1932, gift Björgvini Guðmundssyni, og eiga þau fiögur böm. Foreldrar Kristjáns vora Jósteinn Kristján Georg Jósteinsson. Kristjánsson, f. 7.6.1887, d. 31.1.1964, frá Bollastöðum í Hraungerðis- hreppi, verkamaður og seinna kaupmaður á Stokkseyri, og Ingi- björg Einarsdóttir, f. 1.9.1891, d. 13.6. 1975, frá Borgarholti í Stokkseyrar- hreppi, en þau bjuggu lengst af í Hausthúsum á Stokkseyri. Kristján verður að heiman á af- mælisdaginn. 90 rra Elínrós Sigmundsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 80ára Sigurður Gíslason, Þrúðvangi25, Hellu. 75ára Elis Geir Guðnason, Miðgarði 6, Egilsstöðum. 70ára Björgvin Ólafsson, Móabarði 6B, Hafnarfiröi. Sigfúsína Stefánsdóttir, Túngötu 20, Siglufirði. Guðrún Sigríður Jónsdóttir, Skriðustekk 18, Reykjavík. Hafsteinn Jónsson, Bárugötu 31, Reykjavík. Guðmundur Kristinsson, Nýhöfn, Kópaskeri. Erla Svavarsdóttir, Bugðulæk 8, Reykjavík. Sigurjón Bjarnason, Brekkubæ, Nesjahreppi. 50ára_______________________ Bjöm Þór Ólafsson, Hlíðarvegi 61, Ólafsfirði. Erla Bergþórsdóttir, Kornsá II, Áshreppi. Villhelm Sverrisson, GautlandiS, Reykjavik. 40ára Emma Magnúsdóttir, Þingvallastræti 44, Akureyri. Sigurborg Þórarinsdóttir, Reynihvammi 15, Kópavogi. Jóhanna Þ. Gunnarsdóttir, Vesturbrún 7, Reykjavík. Sólveig Traustadóttir, Garöi, Eiðum, Eiðahreppi. Kristján Jónsson, Bárðarási 6, Hellissandi. Lára Leósdóttir, Tunguseli 11, Reykjavík. Steingrimur Lilliendahl Steingrímur LUliendahl, setjari í prentsmiðjunni Grágás hf. í Kefla- vík, Eyjavöllum 9, Keflavík, er fimmtugur á mánudaginn. Fjölskylda Steingrímur er fæddur á Siglufiröi og ólst þar upp. Hann nam iön sína í Siglufiarðarprentsmiðju 1958-62. Hann var vélsetjari hjá Morgun- blaðinu 1963 og réðst síðan aftur til starfa hjá Siglufiaröarprentsmiðju og vann þar til 1968. Sama ár fluttist Steingrímur til Keflavíkur og hefur starfað hjá Grágás hf. síðan. Steingrímur kvæntist 28.12.1968 Jóhönnu A. Jónsdóttur, f. 24.11. 1939, verslunarmanni. Foreldrar hennar: Jón Siguijónsson, b. að Ási í Hegranesi í Skagafirði, og Lovísa Guðmundsdóttir. Steingrímur og Jóhanna eiga tvær dætur. Þær era: Ingunn Katrín, f. 24.7.1969; Lovísa Jóna, f. 26.4.1977. Steingrímur á tvö systkini: Karl Jóhann, f. 5.10.1946, ogKristjönu Steingrímur Lilliendahl. Jóhönnu.f. 14.10.1953. Foreldrar Steingríms: Alfreö Lilli- endahl, f. 14.8.1909, d. 25.9.1969, sím- ritari og Ingunn Katrín Steingríms- dóttir, f. 31.8.1914, d. 2.6.1961, en þau bjuggu lengst af á Siglufirði. Steingrímur er að heiman á af- mælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.