Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Bridge 71 40. Evrópumótið í bridge 40. Evrópumótið í bridge verður haldið í Killarney á írlandi dagana 16.-29. júní nk. ísland sendir þangað lið í opnum flokki og er það skipað eftirfarandi spilurum: Erni Arnþórs- syni, skrifstofustjóra hjá Lífeyissjóði verkstjóra, Guðlaugi R. Jóhanns- syni, löggiltum endurskoðanda í eig- in fyrirtæki, Jóni Baldurssyni, full- trúa í bókhaldi Flugleiða, Aðalsteini Jörgensen, framkvæmdastjóra í eig- in myndbandaleigu, Guðmundi Páli Arnarsyni blaðamanni, Þorláki Jónssyni, verkfræðingi hjá Almennu verkfræðistofunni. Fyrirliði án spila- mennsku er Björn Eysteinsson, úti- bússtjóri íslandsbanka í Garðabæ. Eins og áður segir er þetta 40. Evr- ópumótið í bridge og ísland hefur tekið þátt í því alls 23 sinnum áður, fyrst árið 1948 þegar mótið var end- urvakið eftir að hafa legið niðri frá árinu 1935. Besti árangur okkar manna á Evr- ópumóti var 3. sætið í Brighton 1950. Var einu parinu úr sveitinni, þeim Gunnari Guðmundssyni og Einari Þorflnnssyni, í framhaldi af því boðið til heimsmeistarakeppninnar ásamt tveim sænskum pörum. Síðan hefur gengið á ýmsu hjá íslendingum í Evrópumótum og næstbesti árangur okkar var síðan aftur í Brighton árið 1987, 4. sætið. Af þeim sex sem skip: uðu það lið eru fjórir með í liðinu núna, þeir Guðlaugur og Örn og Jón og Aðalsteinn. 27 þjóðir taka nú þátt í mótinu og er það mesta þátttaka frá upphafl. Allar þjóðir mætast og það þýðir að hver þjóð þarf aö spila 26 leiki. Hver leikur er 32 spil með hléi eftir hver 16 spil. Spilað verður á hóteli í Killarney sem heitir Killarney Great Southem. Mótið verður sett laugardaginn 15. júní og spilamennska hefst sunnu- daginn 16. júní. Dagskrá leikja er þannig að fyrsti hálfleikur hefst kl. 10.30, annar hálfleikur kl. 13.45, þriðji hálfleikur kl. 16.50. Eftir að honum lýkur er tveggja tíma kvöldmatarhlé og kl. 21.15 hefst fjórði og síðasti hálf- leikurinn og honum lýkur kl. 23.30. Þannig eru allir dagarnir á meðan á mótinu stendur, utan sunnudagur- inn 23. júní. Þá er spilaður einn leik- ur. Mótinu lýkur síðan laugardaginn 29. júní. Þá er spilaður einn leikur og verðlaunaafhending og lokahóf er á dagskrá um kvöldið. Á meðan á mótinu stendur verður Landslið íslands 1991, talið frá vinstri: Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnarson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Þorlákur Jónsson og fyrirliðinn, Björn Hysteinsson. haldið þing Evrópusambandsins þar sem koma mun til umræðu umsókn íslands að halda heimsmeistaramót 1995 eða 1997. Helgi Jóhannsson, for- seti Bridgesambands íslands, og Magnús Olafsson, stjórnarmaður í BSI, sitja þingið og kynna okkar mál og vonandi sannfæra menn um hve heppilegt sé að halda þetta mót á ís- landi. Tuttugu og sex ár eru síðan Evr- ópumótið í bridge var haldið á ír- landi en þá var spilað í Dublin. Átján þjóðir tóku þátt í mótinu þá og var Island meðal þátttakenda. íslensku sveitinni gekk heldur illa til þess að byrja með og eftir sex umferðir var sveitin í 15. sæti. Þá breytti um og sveitin vann átta leiki í röð og flesta 8-0, sem var hámarksárangur í hverjum leik. Var sveitin í þriöja sæti þegar þijár umferöir voru eftir. Þá versnaði gengið á nýjan leik og hafnaði sveitin í 7. sæti. Hér er skemmtilegt spil frá leikn- um við Englendinga en honum lauk með jafntefli, 4-4. V/N-S ♦ V Á986 ♦ ÁDG3 + Á96 Bridge Stefán Guðjohnsen D3 * D543 V 86 ♦ G10 + ÁG1076 * G10 V 1042 ♦ K853 + K952 * K72 V K975 ♦ D742 + 84 í opna salnum sátu n-s, Stefán Guðjohnsen og Eggert Benónýsson, en a-v Goldstein og Swimer. Gold- stein reyndi að grugga vatnið: Vestur Norður Austur Suður pass lgrand pass 21auf dobl 2 hjörtu 2 spaðar! 4 hjörtu 4spaðar dobl 51auf pass pass dobl pass pass pass Vörnin tók sína upplögðu fimm slagi og það voru 500 til íslands. Það var töluverð búbót fyrir ísland því fjögur hjörtu tapast alltaf. Á hinu borðinu „sluppu" Englendingamir við geimið. Þeir spiluðu tvö hjörtu og unnu fjögur. Fróðlegt verður að fylgjast með árangri Islands á EM í írlandi næstu daga og væntanlega verð ég með spil frá mótinu í næsta þætti. + MINNINGARKORT Svidsljós Julia Roberts hættir við að giftast Kiefer Sutherland Leikkonan Julia Roberts, sem lék aðalhlutverkið í myndinni Pretty Woman, hefur hætt við að giftast leikaranum Kiefer Sutherland, en brúðkaupið átti að fara fram nú um helgina. Umboðsmaður hennar segir að það sé sameiginleg ákvörð- un þeirra að fresta brúðkaupinu um óákveðinn tíma. Hún þurfti að leggjast inn á spít- ala í fimm daga fyrir stuttu, en hún veiktist mjög hastarlega af flensu. Vinir hénnar segja að hún þurfi aö ná sér betur eftir flensuna áður en hún taki mikilvægar ákvarðanir. Julia og Kiefer kynntust fyrir tveimur árum er þau léku saman í myndinni Flatliners. Mörg hundr- uð manns hafði veriö boðið í veisl- una og átti fólk von á að þetta yrði einn stærsti viðburöurinn í Holly- wood á þessu ári. Undirbúningur var vel á veg kominn og var m.a. búið að sauma kjóla fyrir fjórar brúöarmeyjar. Þessi óvænta frest- un hefur vakið upp þá spurningu meðal gárunganna í Hollywood hvort nokkuð verði af þessari gift- ingu? Julia Roberts og Kiefer Sutherland er þau tilkynntu hvenær brúðkaupið yrði. Julia Roberts er ein hæstlaunaöa leikkonan í Hollywood um þessar mundir. Hún er nú að leika í mynd sem Steven Spielberg er að gera þar sem stuðst er við söguna um Pétur Pan. Búist er við að hún fái um sjö milljónir dollara fyrir leik sinn í þeirri mynd. Sími: 694100 is j:\siy\ ALFRÆDI ORDABOKIX elding: öflugt ncistahlaup í þrumu- veðri, annaðhvort milli skýja cða milli skýs og jarðar; stafar af ncikvæðri hleðslu jarðar og jákvæðri hleðslu í hærri loftlögum en þessi áhrif dreifast hratt um allan hnöttinn. Af þessu leiðir að raf- straumur berst látlaust frá lofti til jarð- ar, einnig í góðu veðri. Rafstraumurinn er frá nokkrum þúsundum ampera niður i nokkur hundruð ampcr og rafhleðslan 20-270 kúlomb. Algengar eru línuclding- ar með hraðanum 100 km/sck. Urðar- máni er e. sem birtist scm Ijóshnöttur á hægri hrcyflngu og sundrast eða hverfur oft skyndilcga. eldlngarbjarmi: cndurskin af fjarlægri cldingu (i 200-300 km fjarlægð). eldingavari: jarðtcngdur varnarbún- aður efst á byggingu til að taka við eld- ingum; oft eimct eða -leiðsla sem era næmari fyrir eldingum en umhverflð vegna greiðara jarðsambands.jm] elding. Vedur Norðaustangola eða kaldi, súld eða rigning með köflum norðan- og austanlands, einkum i útsveitum en bjart veður að mestu syðra. Áfram verður svalt við norðurströndina en allt að 16 stiga hiti syðra. Akureyri rigning 6 Egilsstaðir alskýjað 9 Kefla vikurflug völlur alskýjað 9 Kirkjubæjarklaustur skýjað 13 Raufarhöfn rigning 5 Reykjavik skýjað 10 Vestmannaeyjar skýjað 10 Bergen skýjað 13 Helsinki skýjað 14 Kaupmannahöfn þrumuv. 11 Úsló skúr 13 Stokkhólmur skýjað 17 Þórshöfn skýjaö 12 Amsterdam skýjað 15 Barcelona heiðskirt 23 Berlín skýjað 18 Chicago þokumóða 24 Feneyjar þokumóða 25 Frankfurt skýjað 17 Glasgow skúr 15 Hamborg skúr 13 London skýjað 19 LosAngeles alskýjað 16 Lúxemborg skúr 13 Madrid léttskýjað 30 Montreal léttskýjað 15 New York skýjað 18 Nuuk alskýjaö 1 Orlando alskýjað 24 Paris hálfskýjað 18 Róm heiðskirt 24 Valencia heiðskirt 25 Vin skýjað 17 Winnipeg skýjaö 14 Gengið Gengisskráning nr. 111. -14. júni 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,860 63,020 60,370 Pund 102,471 102,732 104,531 Kan. dollar 54,984 55,124 52,631 Dönsk kr. 9,0576 9,0807 9,2238 Norsk kr. 8.9309 8,9536 9,0578 Sænsk kr. 9,6805 9,7051 9,8555 Fi. mark 14,7334 14,7709 14,8275 Fra. franki 10,2780 10,3041 10,3979 Belg.franki 1,6955 1,6998 1,7168 Sviss. franki 40,7785 40,8823 41,5199 Holl. gyllini 30,9846 31,0635 31,3700 Vþ. mark 34,9057 34,9946 35,3341 it. líra 0,04681 0,04693 0,04751 Aust. sch. 4,9600 4,9726 5,0239 , Port. escudo 0,3934 0,3944 0,4045 Spá. peseti 0,5610 0,5624 0,5697 Jap. yen 0,44518 0,44632 0,43701 Irskt pund 93,328 93,566 94,591 SDR 82,4679 82,6778 81,2411 ECU 71,7515 71,9342 72,5225 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 14. júní seldust alls 35,966 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,270 45,69 32,00 95,00 Grálúða 7,109 80,22 76,00 87,00 Karfi 4,306 50,00 50,00 50,00 Keila 0,044 30,00 30,00 30,00 Langa 0,252 46,48 46,00 48,00 Lúða 1,193 230,29 115,00 305,00 Saltfiskur 0,068 300,00 300,00 300,0(7 Skarkoli 0,759 20,00 20,00 20,00 Skötuselur 0,038 355,00 355,00 355,00 Steinbítur 1,642 47,68 47,00 50,00 Þorskur, sl. 12,922 83,58 79,00 99,00 Ufsi 4,230 44,56 40,00 45,00 Undirmál. 0,305 54,94 20,00 68,00 Ýsa.sl. 2,826 103,03 67,00 116,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 14. júní seldust alls 69,434 tonn. Þorskur, stór 0,081 87,00 87,00 87,00 Rauðmagi 0,010 100,00 100,00 1 00,00 Smáufsi 0,696 25.00 25,00 25,00 Smáýsa 0,030 30,00 30,00 30,00 Smár þorskur 0,917 50,92 -30,00 65,00 Steinbitur 0.805 55,42 49,00 59,00 Langa 0,661 61,03 61,00 62,00 Lúða 3,174 203,78 150,00 250,00 Ýsa 10,118 106,21 90,00 115,00 Ufsi 2,456 54,33 52,00 56,00 Þorskur 28,098 84,08 83,00 87,00 Koli 16,871 69,90 68,00 70,00 Karfi 5,509 58,33 56,00 61,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 14. júni seldust alls 91,463 tonn. Rauðmagi 0,38 30,00 30,00 30,00 Koli .0,036 46,00 46,00 46,00 Sólkoli 0,530 59,53 40,00 70,00 Skata 0,057 80,00 80,00 80,00 Steinbitur 0,951 48,46 43,00 51,00 Lýsa 0,010 24,00 24,00 24,00 Keila 0,994 38,62 30,00 39,00 Skarkoli 0,623 50,24 33,00 58,00 Langlúra 2,185 49,47 38,00 56,00 Öfugkjafta 3,518 29,35 26,00 30,00 Langa 2,738 56,22 39,00 60,00 Ýsa 8,492 89,13 50,00 108,00 Undirmál 0,439 53,00 50,00 108,00 Skötuselur 0,741 281,88 165,00 446,00 Skrapflóra 0,074 15,00 15,00 15,00 Karfi 8,433 51,51 31,00 58,00 Lúða 0,518 245,48 100,00 310,00 Ufsi 20,489 43,96 15,00 46,00 Þorskur 40,277 81,01 50,00 106,00 Hlýr/steinb. 0,320 47,00 47,00 47,00 ’ffeeMW* MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI - 653900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.