Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1991. 19 dv Sviðsljós Díana gerði sér ekki grein fyrir því áður en hún gekk að eiga Karl hversu miklar kröfur yrðu gerðar til hennar sem meðlims kóngafjölskyldunnar. Líf Díönu prinsessu: Ekki tekið út með sældinni að vera prinsessa Díana prinsessa hefur fengið að kynnast því á þeim tíu árum sem hún hefur veriö gift Karli Bretaprins að það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera gift inn í kóngafjöl- skyldu. Tíminn hefur leitt í ljós að ýmsar kröfur eru gerðar til hennar sem hún hafði aldrei gert sér grein fyrir áður en hún gekk að eiga Karl. Díana hafði til dæmis ekki gert sér í hugarlund að það að vera gift Karli prins fæli í sér fulla vinnu. Þær kröfur, sem gerðar eru til Dí- önu, eru gífurlega miklar. Hún á allt- af að vera tilbúin til að koma fram opinberlega fyrir hönd konungsíjöl- skyldunnar. Hún á að vera ákveðin án hroka, vinaleg og alþýðleg án þess að tapa virðingu og alltaf skal klæðn- aðurinn vera fullkominn. Díana vissi í sjálfu sér ekki þegar hún gekk upp að altarinu að hún mætti eiga von á þessu. Það var ekki fyrr en eftir nokkurn tíma að hún fór að átta sig á þessu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta yrði svona,“ sagði Díana einu sinni þegar hún var spurð um líf sitt sem prinsessu. Sumir vilja halda því fram að Karl hafi gifst Díönu af því að það þótti heppilegt, ekki af brennheitri ást. Þegar Karl var spúrður að því í sjón- varpsviðtali hvort hann væri ást- fanginn, svaraði hann því játandi en bætti við „...hvað svo sem það er“. Ást og konunglegt hjónaband Bent hefur verið á að ást og kon- unglegt hjónaband fari ekki alltaf saman. Þetta hefur sagan margoft sýnt. Á áttunda áratugnum varð Karl ástfanginn af konu að nafni Davina Sheffield. En af Davinu fór ekki gott orð og það hentaði ekki fyr- ir kóngafólkið að fá hana í fjölskyld- una. Díana passaði hins vegar vel inn í munstrið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Díana og Karl séu í raun og veru hamingjusöm í sínu hjónabandi. í raun er það óhugsandi að þau skilji því shkt sæmir ekki kóngafólkinu í Bretlandi. En af hveiju láta þau sjaldan sjá sig saman opinberlega? Sálfræðingar hafa verið fengnir til að lesa út úr hegðunarmynstri þeirra af myndum þegar þau hafa sést sam- an og ýmsar tilgátur hafa komið fram um samband þeirra. En eru þetta kannski ímyndanir þeirra sem um hjónakornin fjalla? Af hveiju ættu þau ekki að nota tvö baðherbergi þegar þau hafa tvö bað- herbergi og tvö svefnherbergi þegar þau þurfa að vakna á misjöfnum tím- um að morgni? Aðeins þjónustufólk- ið, sem færir þeim morgunmatinn í rúmið, veit hve oft þau sænga sam- an. Þau eiga sinn frítíma sem fáir vita hvernig þau eyða og hver veit nema þau noti þann tíma til að vera saman. Hversu miklum tíma eyðum við sjálf með fjölskyldu okkar? í raun er það aðdáunarvert hvað hjónaband Karls og Díönu hefur þol- að mikið umtal og umíjöllun. Nú eru breyttir tímar og kröfur til kónga- fólks hafa breyst rétt eins og kröfur sem gerðar eru til kvenna og karla. Fyrir 50 árum þótti það ekki við hæfi að konur væru úti á vinnu- markaðnum en i dag gerir þjóðfélag- ið ráð fyrir því að konur bæði vinni úti og haldi heimilinu sómasamlegu. Hvað karla varðar þá eiga þeir að vera karlmannlegir í hvívetna en samt taka til við heimihsstörfm og barnauppeldi. Á sama hátt og konur og karlar eiga erfitt með að finna sig í nútímaþjóðfélagi er erfitt fyrir kóngafólkið að gera sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla í nútímaþjóðfélagi. Eru Karl og Díana hamingjusöm í sínu hjónabandi eftir allt saman? Þessu er erfitt að svara nema spyrja þau sjálf beint út. Voru myndirnar alveg einstakar? SETTU FILMUNA ÞÍNA í HENDURNAR Á FAGFÓLKI Á KODAK EXPRESS stöðunum starfar einungis fagfólk. Framleiðsla þeirra er undir ströngu og margþættu gæðaeftirliti KODAK umboðsins. Gerðu kröfur um gæði og settu filmuna í hendurnar á fagfólkinu hjá KODAK EXPRESS. KODAK EXPRESS FRAMKÖLLUIMARSTAÐIRNIR: Hans Petersen hf. Bankastræti Hans Petersen hf. Glæsibæ Hans Petersen hf. Austurveri Hans Petersen hf. Kringlunni Hans Petersen hf. Laugavegi 178 Hans Petersen hf. Hólagarði Hans Petersen hf. Lynghálsi I Kaupstaður i Mjódd. LJóshraði f Hamraborg, Kópavogi Fllmur og Framköllun Strandgötu, Hafnarfirði Hljómval Keflavfk Ljósmyndahúslð Dalshrauni 13, Hafnarfirði Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi Bókaverslun Jónasar Tómassonar, (safirði Pedrómyndlr Hafnarstræti og Hofsbót Akureyri Nýja-Filmuhúslð Hafnarstræti, Akureyri Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki Vöruhús KÁ, Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.