Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 20
20 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1991. Hér eru þeir félagar, Terry Gilliam, Jeff Bridges og Robert Williams. The Fisher King, ný gamanmynd eftir Terry Gilliam: Fyndni sem byggist á innri sársauka Nýlega var gerð skoðanakönnun meðal íslendinga um hvað þeir horfðu á í Ríkissjónvarpinu og hvemig þeir vildu að dagskráin liti út ef þeir fengju að ráða. Helsta niðurstaðan var sú að minnka efni um íþróttir og stjórnmál en auka efni af léttara taginu. Fólk horfir á sjónvarp og sækir kvikmyndahús með mismunandi tilgangi. Sumir eru að leita eftir fræðslu, aðrir eftir spennu, list- rænni túlkun eða einfaldlega skemmtilegri aíþreyingu. Líklega er síðasttaldi hópurinn stærstur sem vill hvíla sig á hinu daglega basli um stundarsakir og hafa sam- tímis einhverja skemmtun af. fin sagan hefur sýnt að það er ekki auðvelt að gera góða gamanmynd og það sem einum þykir fyndiö finnst öðrum drepleiðinlegt. Gam- anmyndir geta verið háðskar ádeil- ur eins og myndin Being There þar sem Peter Sellers fór með hlutverk garðyrkjumannsins sem gerðist óviljandi heimsmaður eða ómerki- legur rjómatertuslagur þar sem fyndnin liggur í því að skjóta eða henda rjómatertum í andlit and- stæðinganna. Það er einnig mikill munur á skopskyni þjóða. Allir kannast við breska fyndni eða franska. Einnig má telja upp Hafnarfjarðarbrand- ara og svo frv. Það er því mikil list að koma góðu skopskyni á hvíta tjaldið þannig að það höfði til fjöld- ans. Skrykkjóttur ferill Terry Gilliams Sérstakur kapítuli í breskri fyndni var Monty Python hópur- inn. Hann stóð aö gamanþáttum og kvikmyndum og gerði garðinn frægan. Ein myndanna var Monthy Python And The Holy Grain sem var leikstýrð af einum af hópnum, Terry Gilliam. Eftir að hópurinn leystist upp hélt Terry áfram að gera myndir sem allar eru blanda af draumórum og veruleika. Fyrst í röðinni var Time Bandits, sem gekk nokkuð vel og þótti frumleg. Hins vegar lenti Terry í deilum við yfirmann Universal kvikmynda- versins sem fjármagnaöi næstu mynd hans, Brazil, sem þótti af mörgum einum of framúrstefnu- leg. Universal stóð sig illa hvað varðaði dreifinguna og því lenti myndin fljótlega inn á myndbanda- leigurnar. Terry leikstýrði einnig gaman- og ævintýramyndinni The Adventures Of Baron Munchausen, um samnefnda sögupersónu. Þar lenti Terry einnig í vandræðum því honum tókst ekki að halda kostn- aðinum í skefjum svo myndin fór langt fram úr kostnaðaráætlun með tilheyrandi leiðindum. En nú er Terry Gilliam aftur kominn á kreik með nýja mynd sem ber heitið The Fisher King og fjallar um Parsifal, riddara hring- borðsins. Myndin er framleidd fyr- ir Tri-Star kvikmyndaverið og er ætlunin að frumsýna hana í haust. Hann er nú miklu betur undirbú- inn og reynslunni ríkari auk þess sem framleiðendur myndarinnar ætla sér að beita hann meira að- haldi. „Það kom nefnilega í ljós að hann vildi vinna með kröfuhörðum og ströngum framleiðendum,“ hef- ur verið haft eftir Debra Hill, öðr- um framleiðanda myndarinnar. „Hann vildi ekki annan Munchaus- en. Hann vildi að fólk segði, þetta er í lagi, þetta er ekki í lagi.“ Sjálf- ur segist Terry hafa orðið fyrir valinu vegna þess að hann hafi áður leikstýrt myndum sem gerð- ust á miðöldum sbr. Monthy Pyt- hon And The Holy Grain. Dulspeki, sameigin- legt áhugamál Handritið er skrifað af rithöfund- inum Richard LaGravense. Hann hefur verið viðstaddur meðan kvikmyndatakan fór fram á The Fisher King, sem er mjög óvana- legt, því leikstjórinn vill yfirleitt ekki hafa handritahöfundinn ná- lægan til áð skipta sér af hlutunum, t.d. ef hann viU breyta handritinu meðan á kvikmyndatökunni stend- ur. Hins vegar náöu þeir Terry og LaGravense mjög vel saman, ekki síst vegna þess aö þeir höfðu sam- eiginlegt áhugamál, sem er dul- speki. LaGravense hefur forvitni- legan bakgrunn. Hann nam leiklist við tilraunaleikhús New York há- skólans áður en hann gekk til liðs við gamanleikarann Richard O’DonneU. Þeir félagar gerðu sinri eigin gamanþátt og það var einmitt þá sem LaGravense gerði sér grein fyrir hæfileikum sínum og áhuga að gerast rithöfundur. Hann komst síðan í samband við fyrrverandi handritahöfund að Saturday Night Live þáttunum, sem var með hug- mynd að gamanmynd sem byggðist á líferni hippa sem voru að reyna að aðlagast nútíma þjóðfélagi eftir um það bil 20 ára hippatímabil. Myndin hlaut nafnið Rude Awa- kening og var, eldskírn LaGra- vense. Hann fékk síðan skömmu síðar hugmyndina að The Fisher King. Þar gat hann ofið saman í sögu- þráðinn áhugaefni sínu um dul- speki. LaGravense hafði síðan sam- band við framleiðendurna Debra Kvikmyndir Baldur Hjaltason HUl og Lynda Obst sem síðan reyndu að selja Disney hugmynd- ina. Obst minnist þess að hafa sagt ' Jeffrey Katzenberg, framkvæmda- stjóra Disney, að „þetta handrit, sem ég hef undir höndum, kemst líklega næst því að fá óskarsverð- laun af þeim handritum sem ég hef séð. Ef þú kaupir ekki handritið, þá drepst ég“. Katzenberg keypti handritið sem síðan var endur- skrifað til að passa betur inn í Di- sney-stílinn. „Ég var svo ánægður með að hafa selt handritið," segir LaGravense, „að ég var tilbúinri að endurrita það frá grunni." Lokaút- gáfan hefur að hans dómi misst töluvert af dulúðinni sem ein- kenndi frumútgáfuna en hins veg- ar samþykkir LaGravense að hans upphaflega hugmynd hafi ekki heldur hentað kvikmyndaveri eins og Disney. Það var einmitt dulúðin, þetta dularfulla og ógnvekjandi í hand- riti LaGravense, sem dró Terry að verkinu. Hann hefur hins vegar sínar efasemdir. „Ég hef alltaf sjálf- ur eða með öðrum skrifað handrit- ið að myndum mínum. En þarna var nýtt tækifæri. I versta falh gæti ég klúðrað öllu saman." RobinWilliams í aðalhlutverki Það er sjálfur Robin WiUiams, sem fer með aðalhlutverkið í The Fisher King. Hann tók einnig þátt í mótun handritsins með Terry og LaGravense meðan kvikmynda- takan stóð yfir. „Eitt af því fyrsta sem ég sagði við Robin," hefur ver- ið haft eftir Terry, „var að hve fyndinn sem hann ætti að vera í myndinni þá yrði hún alltaf að byggjast á innri sársauka. Hlut- verkið krefst þess og túlkun Robins er stórkostleg. Hann nær sér stund- um ótrúlega vel á strik. Tárin flóa. Þetta er eiginlega ólýsanlegt." Það er JefT Bridges sem fer með hitt aðalhlutverkið. „Hlutverk Jeff er mjög jarðbundið", segir Terry. „Hann og Robin eru því andstæðir persónuleikar í myndinni." Mynd eins og The Fisher King byggir mikið á kvikmyndatökunni. Eins og þeir muna sem sáu Excali- bur á sínum tíma í Austurbæjarbíó, gegndi kvikmyndatakan í þessari miðaldamynd John Boorman lykil- hlutverki til að skapa þetta dulúð- uga og draumkennda yfirbragð. Kvikmyndatökumaður The Fisher King er Roger Pratt. Hann vill láta myndina hafa ævintýralegt yfir- bragð Ukt og verið væri að segja ævintýri. En listin er að blanda saman ævintýrinu og gamanmynd- inni svo útkoman verði skemmtileg fyrir áhorfendur. Myndin hefur verið tekin víða. Hópurinn lenti í nokkrum vand- ræðum vegna rigninga í New York sem endaði með því að nauðsynlegt reyndist að færa nokkur atriði sem áttu að gerast úti inn í kínverskan veitingastað. Það reynir mikið á samstarf þegar svona vandamál koma upp og í þessum tilvikum var mjög handhægt að hafa til staðar sjálfan handritahöfundinn sem gat aðlagaö textann aö breyttum kring- umstæðum. Meðan hópurinn beið eftir að það stytti upp var LaGra- vense buhsveittur við að skrifa og á endanum var ákveðið að breyta til og kvikmynda innanhúss. „Kvikmyndir taka breytingum meðan á framleiðslu þeirra stendur af mörgum ástæðum,“ hefur verið haft eftir framleiðandanum, Obst. „Þetta geta verið praktískar ástæð- ur sem skapast vegna aðstæðna eins og þegar við fengum aldrei þurran dag í New York til að kvik- mynda útiatriðin. Leikstjórinn verður að vera mjög sveigjanlegur því þegar hann kemur á upptöku- staðinn verður hann oft að taka erfiðar ákvarðanir vegna breyttra kringumstæðna. Mitt hlutverk sem framleiðanda er að sjá til þess að Terry geri myndina í sama anda og hann er vanur án þess að fjar- lægjast of mikiö upphaflegu hug- myndina sem handritið var unnið upp úr.“ Gott hópsamstarf Það sem hefur einkennt þessa mynd virðist vera hin mikla hóp- kennd hjá þessum hópi sem stend- ur að gerð The Fisher King. Hann virðist hafa haldið hópinn jafnt að leik sem starfi. Robin Williams fylgdist með kvikmyndatökunni mestan tímann þótt ekki væri þörf fyrir hann á sviðinu. Þeir Will- iams, Bridges, Gilliam og LaGra- vense voru kallaðir fjórgengiö því þeir unnu svo vel saman. Þeir áttu til að setjast niður á veitingahúsi og ræða handritabreytingar og henda sín á milli hugmyndum sem stundum var svo unnið úr alla nótt- ina. En hvort þetta skilar sér í betri mynd verður aö koma í ljós þegar myndin verður frumsýnd. Aðdá- endur Terry Gilliams vona svo sannarlega að hann fái uppreisn æru eftir að síðustu myndir gengu illa og hann fái þann sess sem hann á skilið sem leikstjóri. Það er einnig athyghsvert að myndin verður frumsýnd nokkr- um mánuðum eftir að Kevin Costn- er myndin um Robin Hood verður frumsýnd og svo virðist sem mynd- ir sem gerist á þessu tímabili mannkynssögunnar séu aftur að komast í tísku. Hver veit nema krossfarar verði nýjasta tísku- bylgjan hjá krökkum í staö drauga- bana og skjaldbakna. Helstu heimildír: Variety, Premier. -1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.