Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Helgarskák Kvennaskák: Kínyerskur áskor- andi í fyrsta sinn Skákkonur frá Georgíu hafa ein- okað keppnina um heimsmeistara- titil kvenna næstum svo lengi sem elstu menn muna. Nona Gaprind- ashvili varð heimsmeistari kvenna 1962 og hélt titlinum allt til 1978 er Maja Tsíbúrdanidze hafði betur í einvígi þeirra. Tsjíbúrdanidze hef- ur nú fjórum sinnum tekist að veija titilinn og í haust þarf hún enn að standa fyrir máli sínu. Einvígið hefst í september í Hong Kong og áskorandinn er tvítug stúlka frá Kína, Xie Jun að nafni. Framganga hennar hefur. vakið mikla athygli enda hafa skákmenn frá Kína fram að þessu ekki komist í fremstu röð þótt engum dyljist að þeim fer jafnt og þétt fram. Xie Jun bar sigurorð af júgóslav- nesku skákkonunni Alisu Maric í áskorendaeinvígi þeirra í Belgrad Skák Jón L. Árnason og Peking fyrr á árinu. Hún hlaut 4,5 vinninga gegn 2,5 vinningum júgóslavnesku stúlkunnar og þótti vel að sigrinum komin. Eins og ein- kennir kínversku skákmennina, hefur Xie næmt „taktískt auga“ og getur töfrað fram ótrúlegustu flétt- ur. Væntanlega er stöðuskilningur og reynsla heimsmeistarans, Tsí- búrdanidze, meiri en án efa þarf hún að hafa sig alla við í heims- meistaraeinvíginu í Hong Kong. Skákstíll Kínverja, þessi bein- skeytti fléttustíll, á rætur að rekja til kínversku skákarinnar, Go, sem ku vera flóknari en venjuleg skák og reyna meira á beina útreikn- inga. Hvort sem þessu veganesti er um að kenna, eða meðfæddum hæfileika, er engum blöðum um það að fletta að Xie er eldsnögg að finna „taktískar" lausnir á vanda- málunum. Hér er skák frá ólympíumótinu í Novi Sad sl. haust, þar sem Xie kom verulega á óvart. Hún krækti sér í bronsverðlaun á 3. borði með ellefu vinninga af fjórtán; hélt jöfnu við Zsuzsu Polgar og vann heimsmeist- arann fyrrverandi, Nonu Gaprind- ashvili í laglegri skák. Hvítt: Xie Jun Svart: Nona Gaprindashvili Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 g6 3. Rc3 d5 4. h3 Bg7 5. Rf3 Rh6 6. Bf4 Db6 7. Dcl dxe4 8. Rxe4 Rf5 9. c3 Be6 10. Bd3 Bd5 11. 0-0 0-0 12. Hel Kínverska stúlkan hefur teflt skynsamlega gegn óvenjulegri byijun svarts og á nú gott tafl. 12. - Rd7 13. Red2! Hfe8 14. Bxf5! gxf5 15. Re5 Uppskiptin á f5 veiktu kóngs- stööu svarts sem á eftir að ráða úrslitum í framhaldi taflsins. 15. - Rf8 16. Rdc4 Dd8 17. Re3 Be6 18. Rfl ffi 19. Rf3 Bd5 20. Rh4 Dd7 21. Rgf5 e5 22. Bh6 f4 23. Rgf5 Bxh6 24. Rxh6+ Kh8 25. c4 Bg8 26. dxe5 dxe5 27. Rg4 Dg7 28. Dc3 Be6 29. Rxe5 Rd7 30. Hacl Bxh3? Reynir að ná peðinu til baka en þetta strandar á laglegu stefn X i * i i 4 1 A k & £ A A S A A S & ABCDE FGH 31. Rf7+! Kg8 32. Hxe8+ Hxe8 33. Dxg7+ Kxg7 34. Rd6! Nú eru hrókur og biskup svarts í uppnámi og eftir... 34. - He6 35. gxh3 ... kemur í ljós að 35. - Hxd6 strandar á 36. Rf5+ og hrókurinn fellur. Hvítur hefur því unnið mann með leikjaröðinni sem hófst meö 31. Rf7+! og eftirleikurinn er auðveldur. 35. - Rc5 36. Rdf5+ Kf6 37. Rd4 He4 38. Rhf3 Rd3 39. Hc2 c5 40. Rb5 a6 41. Rc7 Kf5 42. Hd2 Og Gaprindashvili gafst upp. Þótt spennandi verði að fylgjast með því hvort kínverska stúlkan nái að hrifsa heimsmeistaratitilinn úr höndum Tsíbúrdanidze, er þó vitað að þar berjast ekki tvær snjöllustu skákkonur heims. Polg- ar-systur eru óumdeilt sterkari en hafa fram að þessu ekki sýnt heimsmeistarakeppni kvenna neinn áhuga. í júní var fyrirhugað að yngsta systirin og sú sterkasta, Judit, tefldi átta skáka æfingaeinvígi við Tsíbúrdanidze um 200 þúsund dala sigurlaun, sem er langtum meira en verðlaunafé í heimsmeistara- einvíginu. í slíku einvígi væri Jud- it áreiöanlega sigurstranglegri. Sjáið t.d. hvernig tafl elstu systur- innar, Zsuzsu, og Tsíbúrdanidze þróaðist á ólympíumótinu. Hvítt: Maja Tsíbúrdanidze Svart: Zsuzsa Polgar Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. Hel e5 6. c3 Rge7 7. b4?! d6 8. bxc5 dxc5 9. d3 a6 10. Ba4 0-0 11. Be3 Dd6 12. Bc2 h6 13. Dcl Kh7 14. Rbd2 b6 15. Rc4 Dc7 16. Hbl Hb8 17. Da3? f5! 18. exf5 gxf5 19. Bd2 Rg6 20. Re3 Rce7 21. Db3 Bd7! 22. h3 Bc6 23. Rh2 Rf4 24. Hbdl Dd6 25. f3 Dg6 26. Khl Red5 27. Rhfl Rxe3 28. Rxe3 X X £^> iii ti A A á 4 taa® a A A AA AÍIII s a •4? ABCDEFGH í skýringum við skákina segist Zsuzsa hér hafa misst áf einfaldri leið: 28. - Rxg2! 29. Rxg2 Bxf3 með myljandi sókn. Leiðin sem hún vel- ur er ekki eins sterk en svartur á Heimsmeistari kvenna, Maja Tsíbúrdanidze, mætir kínverskri stúlku í heimsmeistaraeinvíg- inu í Hong Kong í september. þó yfirburðatafl. Bel Dg5 32. d5 Bd7 33. Bbl? Re2! 34. f4 Bxf4 38. Hxf4 Dxf4 28. - Dg3 29. Hfl Rxh3! 30. d4 Rf4 31. Rg4 e4 35. Rh2 Be5 36. Hf2 Dg3 37. Og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.