Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. 23 Sviðsljós Vill fá að vera feit í friði „Ég hef skilið það þegar fólk er að spyrja hvernig ég sætti mig við að vera feit. Þaö er ekkert að sætta sig við. Ég vil fá að vera feit í friði,“ seg- ir Jackie Broad í viðtali viö breskt kvennablað. Jackie er ein þeirra kvenna sem hefur hafið upp raust sína gegn því sem hún kallar stöðug- an megrunaráróður fiölmiðla og samfélagsins. „Við verðum að sætta okkur við að ekki eru allir fæddir eins og konur verða seint settar allar í sama mót. Sumar okkar vilja fá að vera feitar og sjá ekkert athugavert við það. Staðreyndin er einnig sú að at- hugasemdir um holdafar þéttvax- inna kvenna koma iðulega frá kon- um sjálfum sem eru óöruggar með sig. Ég hef hins vegar orðið vör við að margir karlmenn eru hrifnir af þrýstnum konum og stórum um sig,“ segir Jackie. Jackie bendir á að menningarsjúk- dómar á borð við lystarstol og fleira séu kvillar sem eingöngu of grannt fólk eigi við að stríða. Engir slíkir kvillar hrjái þá sem umgangast hita- einingar af skynsemi og borða bara það sem þá langar til. Þá séu og ómældar þær þjáningar af andlegu tagi sem konur í vestrænum samfé- lögum líði vegna stöðugrar sjálfsó- ánægju og minnimáttarkenndar Jackie Broad hafnar megrunarkúrum. Syrgjandi ekkja Gandhis: Vildi aldrei að maður hennar færi í stjómmál Sonia Gandhi, hin syrgjandi ekkja Rajiv Gandhi, á ekki sjö dag- ana sæla eftir að maður hennar var myrtur. Sonia og Rajiv höfðu verið gift í 23 ár. Tvisvar áður hafði Rajiv orðið fyrir banatilræði og í þriðja sinn heppnaðist öfgasamtökum að myrða leiðtogaim. Sonia Gandhi er af ítölskum ætt- um. Hún er 43 ára gömul og hjóna- band þeirra Rajiv var mjög ham- ingjusamt eftir því sem sagt er. Þau fóru ekki leynt með ást sína og leiddust gjarnan opinberlega. Sonia og Rajiv eiga tvö börn, dótt- urina Priyanka, 20 ára, og Rahul, 22 ára. Ekki er talið líklegt að Son- ia og börnin flytji tii Ítalíu. Sonia hefur alltaf klætt sig eins og ind- verskar konur gera. Hún var jafn- vel indverskari í útliti en eiginmað- urinn. Þau kynntust fyrir tuttugu og sex árum er bæði voru við nám í Cam- bridge. Móðir Rajiv, Indira, var þó ekki meðmælt því að sonurinn gengi að eiga ítalska konu og setti sig á móti ráðahagnum. Eftir að þau höfðu verið saman í þrjú ár giftu þau sig á borgaralegan hátt enda var Sonia kaþólsk. Á þeim tíma var yngsti sonur Indiru, Sanjay, álitinn krónprins- inn. Svo varð þó ekki því hann lét lífið í flugslysi áriö 1980. Sonia og Rajiv voru á leið til ítaliu, þar sem hann hafði fengið starf, þegar móö- ir hans óskaði eftir honum í stjórn- málin. Sonia var ekki hrifin af því að maður hennar færi að skipta sér af stjórnmálum en hann gat ekki neitað móður sinni. Sonia gat því engu breytt. Hún var þó alltaf hrædd um að eitthvað myndi henda Rajiv eða einhvern út fiöl- skyldunni. Og það sem hún óttaðist mest hefur nú gerst. Ekki er vitað hvað Sonia ætlar að gera í framtíð- inni en hún tók ekki í mál aö taka við starfi eiginmannsins. vegna útlits síns. „Það geta ekki allir litið út eins og þeir þjáist af einhverjum næringar- sjúkdómi. Ég hafna þessum hugsun- arhætti og mun aldrei nokkurn tím- ann fara í megrunarkúr," sagði Jackie að lokum en hún fullyrti að í Bretlandi væri fiöldi kvenna sem væru sama sinnis og því grundvöllur til stofnunar samtaka um málefni kvenna á móti megrun. 17. júní fáallir krakkar blöðrur með matnum Opið alla daga kl. 11-22 Kjúklingar og ROKK Erum í göngufæri við rokkhátíðina í Kaplakrika Á horni Hjallahrauns og Reykjanesbrautar, sími 50828 Einnig í Reykjavík, Faxafeni 2, sími 680-588 /Jlltattaeky p Ried Chicken SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á GOODfYEAR good/ýear 60 ÁR Á ÍSLANDI M HEKLA LAUGAVEGI 174 S 695560 & 674363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.