Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Síða 2
im H30M3T‘I3?, ' SUOAdUHAM
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Mikil ólga 1 Alþýðuflokki vegna flárlagagerðarinnar:
Krefjast f undar í f lokks-
stjórninni um fjárlögin
- fleiri en 5 ráðherrar þurfa að ákveða grundvaUarstefnubreytingu, segir Guðmundur Ami
Mikil óánægja er risin innan Al-
þýðuflokksins vegna frétta sem að
undaníörnu hafa borist af íjárlaga-
gerðinni. Einkum hefur farið fyrir
brjóstið á krötum sú ætlun ríkis-
stjórnarinnar að taka upp gjöld á
sviði mennta- og heilbrigðismála. Aö
mati margra jaðra þessar hugmyndir
við svik við jafnaðarstefnu flokksins.
Heimildir DV herma að innan þing-
flokksins sé einnig að finna megna
óánægju meö framgangsmáta ríkis-
stjómarinnar í fjárlagagerðinni.
Fyrir helgina barst formanni og
varaformanni Alþýðuflokksins,
ásamt formanni þingflokksins, bréf
frá þrettán óánægðum krötum þar
sem þeir krefjast þess að boðað verði
þegar til flokksstjórnarfundar vegna
fjárlagagerðarinnar. í bréfinu er þess
krafist að ráðherrar flokksins og
þingmenn taki engar skuldbindandi
ákvarðanir viö gerð fjárlaga fyrr en
flokkstjóm hafi lagt yfir það blessun
sína. Búist er við að flokksstjórnin
verði kölluð saman fljótlega vegna
þessa.
„Þetta þjónustugjaldaæöi er algjör-
lega nýtt fyrirbæri í augum okkar
almennra jafnaöarmanna. Við höf-
um ekki kynnst þessu fyrr né heyrt
um það talað. Svona grundvallar-
breyting verður ekki gerð á stefnu
eins flokks án þess að fleiri en fimm
ráðherrar fjalli um það,“ segir Guð-
mundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði, en hann er einn þeirra
sem krafist hafa fundar í flokks-
stjórninni.
Karl Steinar Guðnason vildi í sam-
tah við DV í gær ekkert tjá sig um
deilurnar innan Alþýðuflokksins.
„Það liggur allt undir og því ekki
hægt aö skýra frá einstökum atriðum
í gangi mála. Þetta skýrist allt á
næstu dögum,“ sagði hann.
Að sögn Olafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra kemur gagn-
rýni krata á hugsanleg skólagjöld
honum vemlega á óvart. Segist hann
ekki hafa skilið samtöl sín við ráö-
herra Alþýðuflokksins á þann veg
að þeir væru á móti þessari leið.
Hann segir tillögur sínar hins vegar
ekki það heilagar að þeim megi ekki
hafna eða breyta. Þá þurfi hins vegar
að finna aðrar sparnaðarleiðir við
fjárlagagerðina.
„Ég er með tillögur sem miða að
því að framlög til menntamálaráðu-
neytisins verði svipuö á næsta ári
og í ár. í því sambandi hef ég viðrað
hugmyndina um skólagjöld. Hún fel-
ur eiginlega í sér að það sé sett þak
á innheimtu á skólagjöldum eins og
lög heimila. Ég hef hins vegar aldrei
komið með afdráttarlausa tillögu um
þetta en tel rétt að þessi leið sé skoð-
uð eins og aðrar,“ segir Ólafur.
Mikil fundahöld voru hjá ráðherr-
um ríkisstjórnarinnar í gær við und-
irbúning fjárlaganna fyrir næsta ár.
í samtali við DV vildi Friðrik Soph-
usson ekkert tjá sig um hvernig fjár-
lagagerðinni miðaði. í morgun kom
ríkisstjórnin til fundar um málið en
síðar í dag munu þingflokkar stjórn-
arflokkanna koma saman. Á morgun
verður málið síðan á ný tekið fyrir í
ríkisstjórninni og er þá búist við að
endanleg mynd komist á það.
-kaa
DV-myndir JAK
Hjalti „Ursus“ Árnason veitti Magnúsi harða keppni og hér sigrar Hjalti í trukkdrætti
Sterkasti maður íslands 1991:
Magnús
Ver sigraði
Magnús Ver Magnússon sigraði í
kraftakeppninni sterkasti maður ís-
lands eftir haröa keppni við Hjalta
„Úrsus“ Árnason en keppnin var
haldin í Hljómskálagarðinum á laug-
ardaginn og í Reiðhöllinni á sunnu-
daginn.
Þeir Hjalti og Magnús Ver voru
áberandi sterkastir keppendanna og
áttu aðrir ekki möguleika á að sigra
í keppninni. Magnúsi Ver hefur verið
boðið að koma og taka þátt í keppn-
inni um sterkasta mann heims, sem
haldin verður í byrjun október, eftir
að Jón Páll Sigmarsson sleit upp-
handleggsvöðvann að framan í sýn-
ingaratriði í Danmörku fyrir
skömmu. Var greinilegt að Magnús
var að spara kraftana í þessari
keppni og tók hann enga áhættu og
gætti þess að ofgera sér ekki. Hyggst
Magnús halda titlinum sterkasti
maður heims í landinu og láta ekki
einhveija útlendinga hirða hann í
fjarveru Jóns Páls.
Það voru ellefu keppendur sem
hófu leikinn á laugardeginum en sex
þeirra komust áfram í lokakeppnina
á sunnudaginn. Baráttan um þriðja
sætið var ekki síður hörð milli þeirra
Björgvins Filippussonar, Andrésar
Guðmundssonar og Kjartans Guð-
brandssonar. Var lengi vel tvísýnt
hvernig úrslitin yrðu en þegar upp
var staðið eftir síðustu þrautina var
staðan sú að Magnús Ver var í fyrsta
sæti með 74 stig, Hjalti var annar
með 70 stig, Björgvin þriðji með 48,5
stig, Andrés fjórði með 48 stig, Kjart-
an fimmti með 39,5 stig og sjötti varð
Snæbjöm Aðils með 28,5 stig.
-JAK
Skákþingíslands:
Helgi nálgast titilinn
Helgi Olafsson og Margeir Pét-
ursson gerðu jafntefli í gær í bar-
áttuskák í 10. umferðinni á Skák-
þingi íslands. Helgi, sem hefur haft
forustu allt mótið, nálgast nú ís-
landsmeistaratitilinn. Hann varö
síðast íslandsmeistari fyrir 10
árum, 1981. Úrslit í öðrum skákum
í gær urðu þau að Helgi Áss Grét-
arsson vann Halldór Einarsson,
Jóhann Hjartarson vann Róbert
Harðarson og Karl Þorsteins vann
Sigurð Daöa Sigfússon. Biðskákir
urðu hjá Héðni Steingrímssyni og
Þresti Þórhallssyni, Jóni L. Áma-
syni og Snorra Bergssyni og er
staða þeirra jafnteflisleg.
Staðan fyrir lokaaumferðina er
þannig: 1. Helgi, 7ri v. 2.-3. Karl
og Margeir, 7 v. 4. Jóhann, 614 v.
5. Jón L., 514 og biöskák. 6. Helgi
Áss, 5 v. 7. Þröstur, 414 v. og bið-
skák. 8. Róbert, 414 og biöskák. 9.
Héðinn, 4 og biðskák. 10.-11. Hall-
dór og Sigurður, 214 v. 12. Snorri,
114 og biðskák. Ekki er teflt í dag,
nema biðskákir, en í lokaumferð-
inni á morgun teflir Helgi Ólafsson
við Sigurð, Karl við Snorra, Mar-
geir við Helga Ás, Jóhann viö Héð-
in, Jón L. við Þröst og Róbert við
Halldór. -hsím
- sjá einnig bls. 4
Dyravörður handtekinn
Lögreglan handtók dyravörð sem
var við störf á veitingahúsinu Gauki
á Stöng aðfaranótt laugardagsins og
færði hann til yfirheyrslu á miðbæj-
arstöð. Ástæöa þess var sú aö dyra-
vörðurinn brást illa við afskiptum
lögreglunnar sem var í eftirlitsferö.
Lögreglunni þótti ástæða til að
upplýsa dyravörðinn um til hvers
væri ætlast af honum í starfi. Dyra-
vörður þessi hafði ekki sótt nám-
skeið sem lögregla og samband veit-
ingahúsaeigenda stóðu fyrir ekki alls
fyrir löngu. Sextíu dyraverðir aðrir
sátu það hins vegar.
Dyraverðinum var sleppt eftir góða
fræðslu og öllu upplýstari um eðli
starfsins. Líklegt er að það verði
óaðfinnsluvert í framtíðinni eftir
þetta óvænta námskeið.
-ELA
Björgvin Filippusson og Andrés Guðmundsson börðust hatrammlega um
þriðja sætið eins og glöggt mátti sjá i sekkjahlaupinu þar sem þeir hlupu
200 metra vegalengd með 90 kg sekk á bakinu. Keppnisharkan var svo
mikil að þeir hlupu sig báöir um koll i lok brautarinnar og tafðist Andrés
mun meira við það en Björgvin. Timi Björgvins var 54,42 sek. en Andrés
hljóp vegalengdina á 104,33 sek.