Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Side 8
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991.
8
Útlönd dv
Gorbatsjov hrósar
„Ég dáist að hugrekki Raísu. Hún
og öll fjölskyldan studdu þá á-
kvörðum mína að láta ekki undan
kröfun valdaránsmanna hvað sem
það kostaði. Viö höfðum þó fulla
ástæðu til að óttast um líf okkar,“
sagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seti í viðtali vlð sovéska sjónvarpið.
Þar skýrði hann ítarlega frá
ástandinu í sumarhúsi þeirra
hjóna á Krim meðan valdaráns-
menn voru við völd.
Gorbatsjov sagði að Raísa hefði
fengið hjartaáfall og verið alvar-
iega veik um tíma en væri nú óðum
að ná sér. Fyrst eftir að hún veikt-
ist missti hún málið en Gorbatsjov
sagði að hún væri nú farin að tala
á ný.
Gorbatsjov sagði að mikill ótti
hefði gripið um sig hjá fólkinu i
sumarhúsinu þegar þær fréttir
bárust í breska útvarpinu, BBC, að
herinn og KGB hefðu rænt völdum
og útsendarar valdaránsmanna
væru á leið til þeirra. „Viö vissum
ekki hvaö þessir menn hefðu í
hyggju og bjuggumst viö hinu
verstasagði Gorbatsjov.
Auk Gorbatsjovhjónanna voru í
húsinu Irina dóttir þeirra og Ana-
tolíj maður hennar og tvær dætur
þeirra. Þá var þar og þjónustufólk
og varðmenn.
John Major, forsætisráðherra
Breta, og Norma kona hans færðu
Raisu að gjöf upptökur af Ösku-
busku, óperu Rossinis, þegar þau
komu við í Moskvu nú um helgina.
Raísa sá fyrrihluta óperunnar í
Lundúnum í sumar þegar hún var
þar með bónda sínum. Hún varð
þá að fara fyrir hlé vegna anna en
hefur nú fengiö alla óperuna á
myndbandí.
Breskir embættismenn segja aö
Norma hafi haft hug á að hitta
Raísu að máli í heimsókninni til
Moskvu en af því gat ekki orðið og
nú eru John og Norma farin til
Kína.
Rcuter
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og John Major, forsætisráðherra Bretlands, ræddust við i Moskvu i gær um að-
Stoð Vesturianda við Sovétríkin. Símamynd Reuter
Nýtt plagg frá Gorbatsjov og leiðtogum 10 lýðvelda:
Dúkkutöskurnar
komnar aftur
Nú einnig sem bakpoki í skólann,
leikfimi, leikskólann og sund.
Sendum í póstkröfu
Heildsala - smásala
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 814077
Sovétríkin á
að leysa upp
- hugmyndin að komið verði á nýju laustengdu bandalagi
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og
leiðtogar tíu lýðvelda lögðu til að
Sovétríkin yrðu leyst upp í núver-
andi mynd og nýtt frjálslegra sam-
band lýðveldanna myndað.
í átta liða áætlun, sem lögö var fyr-
ir þing Sovétríkjanna í morgun, var
hvatt til þess að nýr sambandssátt-
máli yrði undirritaður. Þar er gert
ráð fyrir að hvertr lýðveldi ákveði
hversu náin samskipti það vill hafa
við hið nýja bandalag.
í upphafi þingfundarins las forseti
Kazakhstan upp yfirlýsingu þar sem
lögð var til róttæk breyting á stjóm-
arskránni.
Hlé var síðan gert á fundinum til
þess að þingmenn frá lýðveldunum
gætu rætt yfirlýsinguna sem var
undirrituð af Gorbatsjov og leiðtog-
um tíu lýðvelda.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði eftir skyndiheim-
sókn sína til Moskvu í gær að hann
tryði því að Míkhaíl Gorbatsjov Sov-
étforseti og Borís Jeltsín, forseti
rússneska lýðveldisins, gætu unnið
saman til að bjarga efnahagslífi Sov-
étríkjanna.
„Þeir gera sér báðir grein fyrir
þörfinni að vinna saman í þágu Sov-
étríkjanna. Ég er þeirrar skoðunar
að þið munuð sjá þaö gerast,“ sagði
Major við lok heimsóknar sinnar
áður en hann hélt áleiðis til Kína.
Major lagði jafnmikla áherslu á
viðræður sínar við Míkhaíl Gorbat-
sjov og Borís Jeltsín sem leiddi and-
stöðuna við valdaránstilraun harð-
línuaflanna og viðurkenndi með þvi
hina nýju skipan í Sovétríkjunum.
Jeltsín þáði boð Majors um að
koma í opinbera heimsókn til Bret-
la'nds og uppskar þar með þá virð-
ingu á alþjóðavettvandi sem vest-
rænir leiðtogar höfðu löngum mein-
að honum. Þeim haföi veist erfitt að
meðtaka lýðskrumarastíl hans og oft
hatrammar árásir á Gorbatsjov.
Major ræddi við forsætisráðherra
Eystrasaltslandanna þriggja sem
Bretland og 30 önnur lönd viður-
kenndu í síðustu viku og skálaði fyr-
ir sjálfstæði þeirra.
Gorbatsjov virtist reiðubúinn í
sjónvarpsviðtali í gær aö viðurkenna
sjálfstæði Eystrsaltslandanna dag-
inn áður en sovéska þingið ræðir
sjálfstæðismál þeirra á fundi í dag.
John Major sagði að í annarri um-
ferð viðræðnanna við Gorbatsjov í
gærkvöldi hefði einkum verið rætt
um sambandið milli sovésku miö-
stjórnarinnar og lýðveldanna. Gor-
batsjov hitti leiðtoga ellefu lýðvelda
af fimmtán í gær.
Þó svo að tíu lýðveldanna hefðu
þegar lýst yfir sjálfstæði sínu sagðist
Major vera snortinn af vilja þeirra
til að vinna saman innbyrðis og
vinna með miðstjórnarvaldinu.
Hann sagði að hann hefði leitað
eftir fullvissu Gorbatsjovs og Jeltsíns
um að kjarnavopn Sovétríkjanna
yrðu undir ströngu eftirliti mið-
stjórnarvaldsins og þeir hefðu verið
sama sinnis.
Sovétríkin eru að leita eftir aðstoð
frá sjö helstu iðnríkjum heims til að
koma á markaðshagkerfi. Major er
leiðtogi sjöveldahópsins um þessar
mundir. Hópurinn hefur verið tregur
til að veita íjárhagsaðstoð fyrr en
víðtækum efnahagsumbótum hefur
verið hrundið í framkvæmd.
Sjöveldin samþykktu sex hða áætl-
un um aðstoð við Sovétríkin í síðustu
viku og þar er aðaláherslan lögð á
matvælaaðstoð til að koma í veg fyr-
ir hungursneyð í vetur.
Þegar Major gefur skýrslu um ferð
sína getur hann skýrt frá því að Sov-
étríkin ætli að fara að kröfum iðn-
ríkjanna sjö um víðtækan niður-
skurð í framlögum til varnarmála
sem vestrænir sérfræðingar segja að
fái um fjórðung af þjóðarframleiðsl-
unni.
í heimsókn sinni gaf Major sér
einnig tíma til að leggja blómsveig á
þann stað þar sem þrír ungir menn
létu hfið þegar þeir reyndu að koma
í veg fyrir að skriðdrekar kæmust í
gegnum götuvígi fyrir utan rúss-
neskaþinghúsið. Reuter
Viðurkenning að vestan í dag
-sjálfstæði rætt í sovéska fulltrúaþinginu
George Bush Bandaríkjaforesti
segir að í dag megi vænta tíðinda frá
stjórn sinni varðandi sjálfstæöisyfir-
lýsingar Eystrasaltsríkjanna. Hann
vildi þó ekki segja í gær við hverju
þessar þjóðir mættu búast en sagði
að „þeim þætti það vafalaust áhuga-
vert“.
Bush sagði að hann heföi greint
Vytautas Landsbergis, forseta Lithá-
ens, frá þessu í síma skömmu eftir
aö Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
lét þau orð falla að ekkert væri því
til fyrirstöðu af hálfu Sovétstjórnar-
innar að Eystrasaltsríkin fengju
sjálfstæði.
Sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna
kemur til umræðu í sovéska fulltrúa-
þinginu í dag. Almennt er litið svo á
að orð Gorbatsjovs gefi tóninn um
hver veröi niðurstaða fulltrúaþings-
ins. Því má búast við að Eystrasalts-
ríkin verði að fullu sjálfstæð á næstu
dögum.
Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna,
leikum Letta, hafa veriö mjög harð-
orðir í garð Bandaríkjamanna fyrir
að hika við að viðurkenna ríkin þeg-
ar íjölmörg ríki á Vesturlöndum hafl
þegar gert það. Reuter