Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Page 10
10 MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991. Utlönd Fallist á vopna- hlé fyrir Króatíu Lýðveldi Júgóslavíu, sem eiga í innbyrðis illdeilum, hafa samþykkt áætlun Evrópubandalagsins um frið- arviðræður og vopnahlé í Króatíu sem alþjóðlegar eftirlitssveitir munu fylgjast með. Hans van den Broeck, utanríkis- ráöherra Hollands, sem lagði fram tillögur EB, sagði að samkomulagið væri „mikilvægt skref í vopnahlés- átt. Við leggjum mjög mikla áherslu á vopnahléið og við viljum að bardög- um verði hætt samstundis". Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sagði aö Króatar og Serbar, sem eru helstu fjendurnir í átökunum sem hafa kostað nær fjögur hundruö mannslíf, styddu tillögu Evrópu- bandalagsins. Leiðtogar lýðveldisins Montenegro sátu hjá í atkvæðagreiðslunni um áætlunina en féllust á að skrifa und-, ir samkomulagið. Hinir sjö fulltrm arnir í átta manna forsætisráði Júgó- slavíu voru henni samþykkir. Samkomulagið var undirritað af Mesic fyrir hönd forsætisráðsins, af Ante Markovicc, forsætisráðherra sambandsríkisins, og af leiðtogum allra lýðveldanna sex. Júgóslavía hefur verið á barmi borgarastyrjaldar vegna þjóðernisá- taka sem brutust út þegar Króatía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði sínu í júní. Serbneskir skæruliðar í Kröatíu, Júgóslavneskur hermaður rakar sig við skriðdreka sinn í austurhluta Króa- tíu. Samið hefur verið um vopnahlé á að sitja friðarráðstetnu. þar sem Serbar eru 600 þúsund af fjórum og hálfri milljón íbúa, hafa barist gegn sjálfstæðisviðleitni lýð- veldisins með fulltingi júgóslavneska hersins. Samkvæmt friðaráætlun Evrópu- bandalagsins mun tvö hundruð manna sveit alþjóðlegra 'eftirlits- manna fylgjast með vopnahléinu á sama tíma og lýðveldin leggja deilur sínar í gerðardóm sem starfa mun í tvo mánuði. „Ég verð ánægður ef fleiri fórn- lýðveldinu og deiluaðilar hafa fallist Símamynd Reuter arlömb falla ekki og ekki verður troðið á rétti neins eftir þessa undir- ritun,“ sagði Mesic forseti við frétta- menn. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sagði við Hans van den Broeck: „Það verður að gera ráðstafanir og sjá til þess að vernda fórnarlömbin og fóm- arlömbin eru Serbar í Króatíu." Vopnahlé, sem áður hafði verið samið um, leystust fljótlega aftur upp í bardaga þegar stríðandi fylkingar reyndu að ná yfirráðum yfir um- A LEK ÞOK OG SPRUNGMA W.ffHi i • : -Jtnfi ■■JffU... ITIjtj/l/ffi Éw J . 7 v l«f“‘7 • • • dugarekkert nema varanleg viðgerö og það áður en vetur gengur í garð. í Húsasmiðjunni nýtur þú aðstoðar fag- manna sem veita ráðgjöf varðandi viðgerðir og efnisval. í Timbursölu Húsasmiðjunnar fæst mikið úrval utanhússklæðningar bæði á þök og útveggi. Komdu með teikningu af húsinu þínu og láttu fagmenn okkar magn- taka og gera verð tilboð. Við útvegum jafnvel menn til verksins.ef þörf krefur. HÚSASfMKMAN Súðarvogi 3-5 Sími 68 77 00 deildum bæjum og þorpum þar sem íbúar voru af blönduðu þjóðerni. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að framtíð nýjasta vopnahlés- ins ylti á því að þúsundir serbneskra skæruliða í einkaherjum, sem ekki lúta pólitískri stjórn, færu eftir því. Þeir lýstu samkomulaginu sem sigri fyrir EB sem hafði sett alþjóð- legan heiður sinn að veði við að finna lausn á deilunum í Júgóslavíu eftir að hafa mistekist að koma fram sem eitt ríki í Persaflóastríðinu. Mesic sagði að legiö hefði nærri að viöræðurnar færu út um þúfur þegar Serbar fóru fram á það að Króatar drægju sveitir sínar frá átakasvæð- unum áður en þeir undirrituðu sam- komulagið. Sú afstaða klauf forsætis- ráðið. „Það var ekki hægt að fallast á það á sama tíma og tuttugu króatískar borgir máttu sæta árásum," sagði hann. Serbar sáu svo að sér þegar Mesic hótaði að hafa aðra atkvæðagreiðslu um málið. Bardagar héldu áfram í Króatíu á sunnudag þegar van den Broeck kom til landsins til að þrýsta á um að sam- ið yrði um vopnahlé. Króatísk stjórn- völd sögðu að flmm manns að minnsta kosti hefðu fallið og margir fleiri særst í bardögum á fimmtán stöðum. Reuter Kanadamaður íKaldifyrir vopnasmygl Sambandsherinn í Júgóslavíu hefur í haldi Kanadamann af króatískum ættum, grunaðan um að standa fyrir smygli á vopnum til Króata. Flugherinn þvingaði á laugardagimi flugvél á vegum mannsins til að lenda í Zagreb. Við leit í vélinni, sem er af gerð- inni Boeing 707 og í eígu flugfé- lags í Úganda, fannst mikið af vopnum og skotfærum. Talsmenn hersins segja að ekki minna en 19 tonn af hergögnum hafl verið um borð, aðallega riffl- ar. Vopnin koma frá óþekktum stað í Afríku. Á laugardaginn var flugvél frá Rúmeníu einnig neydd til að lenda í Zagreb vegna gruns um að þar væru vopn til Króata innanborðs en svo reyndist ekki vera. Lofthelgi Júgóslavíu yfir Sló- veníu og Króatíu hefur nú verið lokað og segja flugmálayflrvöld óvíst hvenær flug yfir svæðinu getur hafist á ný. Ofursti í sambandshernum seg- ir að brottfluttir Króatar hafi sent Króötum vopn fyrir ekki minna en 880 þúsund Bandaríkjadali á síðustu vikum. Hefur hann þetta eftir Kanadamanninum sem nú er í haldi. Sambandsherinn leggur mikla áherslu ’á að koma í veg fyrir vopnasendingar til aðskilnaðar- sinna i Króatíu og Slóveniu til að koma í vegfyrir að þeir geti hald- ið uppi skæruhernaði gegn sam- bandhemum. Króatar segjast ekkert vita um hvað var í flugvélinni því þeir hafi ekki nátt koma nærri henni. Um ferðir hennar segjast þeir ekkertvita. Reuti i Eugene Terre Blanche, leiðtogi nýnasista i Suður-Afríku, fór á hesti til fund- ar við menn sína. Hann er studdur af Nelson Mandela. Símamynd Reutei Mandela tekur undir með leið- toga nýnasista Eugene Terre Blanche, leiðtogi nýnasista í Suður-Afriku, hefur beðð forseta landins að sjá aumur á þrem- ur liðsmönnum sínum og gefa þeim frelsi fremur en að láta þá farast úr hungri í fangelsi. Mennirinr hafa verið í hungurverkfalli síðustu vik- ur. Lögreglan grunar þá um að vera skæruliða og hafa staðið fyrir hryðjuverkum. Nasistaleiðtoginn fékk óvæntan stuðning frá Nelson Mandela í málaleitan sinni. Terre Blanche reið í gær á hesti til fundar við menn sína þar sem þeir bíða dóma í fangelsi í Pretoríu. Hann hefur mikið fylgi meðal fólks af ætt- um Búa og vísar jafnan í baráttu þeirra við blökkumenn og síðar Breta í Suður-Afríku fyrr á árum. „Ég bið de Klerk forseta að sýna miskunn,“ sagði Terre Blanche á leið sinni til fangelsins. „Við vitum báðir hverjir eru óvinir okkar. Óvinirnir ertu Afríska þjóðarráðið og frjáls- lyndir fjölmiðlar." Terre Blanche segir að menn sínir eigi að fá frelsi samkvæmt lögum um sakaruppgjöf pólitískra fanga rétt eins og menn af ættum blökku- manna. Yfirvöld vilja ekki viður- kenna að lögin eigi við um þessa þrjá menn. Þeir eru sakaðir um að hafa orðið manni að bana og sært nokkra í sprengjutilræði. Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, hefur tekið undir kröfuna um að mennirnir verði látn- ir lausir. Talið er að hann hugsi sér að mennirnir geti borið vitni um þátt öryggislögreglu landins í að æsa til ófriðar meðal ættflokka blökku- mannaílandinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.