Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1991, Blaðsíða 34
50
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1991.
Afmæli
Guðrún Anna Kristjánsdóttir
Guðrún Anna Kristjánsdóttir,
húsmóðir ogræstitæknir, Furu-
lundi 13F, Akureyri, er sextug í dag.
Starfsferill
Guðrún Anna fæddist að Básum í
Grímsey í Eyjaijarðarsýslu en fór
þriggja ára að Núpi í Dýrafirði og
flutti svo síðar til Akureyrar. Guð-
rún Anna stundaöi nám við Núps-
skóla í Dýrafirði og við Húsmæðra-
skóla Akureyrar 1949-50. Hún
stundaði húsmóðurstörf í rúm
fjörutíu ár og hefur nú veriö ræsti-
tæknirítuttuguár.
Guðrún Anna átti heima á Hjalt-
eyri í sextán ár þar sem maður
hennar var vélstjóri við síldarverk-
smiðjuna um tuttugu ára skeið. Hún
er félagi í Kvenfélagi Akureyrar-
kirkju og starfar í Rebekkustúkunni
nr. 2 í Oddfellowreglunni.
Fjölskylda
Guðrún Anna giftist 2.9.1950 Sig-
mundi Óla Reykjalín Magnússyni,
f. 4.12.1923, umdæmisstjóra Vinnu-
eftirlits ríkisins á Norðurlandi
eystra en hann er sonur Magnúsar
Símonarsonar, hreppstjóra í Gríms-
ey, og Siggerðar Bjarnadóttur.
Böm Guðrúnar Önnu og Sig-
mundar eru Þórir Ottó sem lést 1973
en sonur hans er Þórir Sigmundur;
Þórný Kristín en hún á tvö börn,
Björn Þór og Árnu Rún; Stefanía
Gerður en hún á þrjú börn, Önnu
Kristínu, Magnús Gunnar og Jón-
ínu Björg; Sigrún Hulda en sonur
hennar er Einar Jóhannes.
Guðrún Anna átti tíu systkini en
á nú tvær systur á lífi. Þær eru Sig-
ríður Jóhanna, gift Benedikt Dav-
íðssyni, fyrrv. útibússtjóra Sam-
vinnubankans á Kópaskeri, og Þór-
hildur Björg, gift Jóhanni Jónssyni,
skrifstofustjóra á Húsavík.
Fósturforeldrar Guðrúnar Önnu
voru Sigtryggur Guðlaugsson, f.
1862, d. 1959, prestur, stofnandi og
skólastjóri ungmennaskólans á
Núpi í Dýrafirði, og Hjaltlína Mar-
grétGuðjónsdóttir, f. 1890, hús-
freyja.
Foreldrar Guðrúnar Önnu voru
Kristján Guðmundur Eggertsson, f.
1893, d. 1963, síðast útibússljóri KEA
í Grímsey, og Guðrún Þórný Jó-
hannesdóttir, f. 1896, d. 1935, hús-
freyja.
Ætt
Systir Kristjáns Guðmundar var
Kristjana Anna, móðir Eggerts skip-
stjóra og Sigurðar, b. og fræðimanns
í Hvítárholti, Sigurmundssona.
Kristján Guðmundur var sonur
Eggerts Jochumssonar, kennara og
sýsluskrifara á ísafirði, bróður
Matthíasar þjóðskálds. Eggert var
sonur Jochums, b. í Skógum í
Þorskafirði, Magnússonar. Móðir
Jochums var Sigríður, systir Guð-
rúnar, langömmu Áslaugar, móður
Geirs Hallgrímssonar. Sigríður var
dóttir Ara Jónssonar, b. á Reykhól-
um, og konu hans, Helgu Árnadótt-
ur, prests í Gufudal, Ólafssonar, lög-
sagnara á Eyri, Jónssonar, langafa
Jónsforseta.
Móðir Eggerts Jochumssonar var
Þóra, systir Guðrúnar, ömmu skáld-
anna Herdísar og Ólínu Andrés-
dætra. Þóra var einnig systir Guð-
mundar, prests og alþingismanns á
Kvennabrekku, föður Theodóru
skáldkonu.
Móðir Kristjáns Guðmundar var
Guðrún, systir Kristínar, móður
Sigurðar, skólastjóra á Laugum,
Gísla ritstjóra og Filippíu skáldkonu
(Hugrúnar) Kristjánsbarna, en son-
ur Hugrúnar er Helgi Valdimarsson
læknir. Guðrún var dóttir Kristjáns,
b. á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal,
Jónssonar, og Sólveigar Jónsdóttur,
b. á Syðra-Garðshorni, Jónssonar.
Foreldrar Guðrúnar Þórnýjar
voru Jóhannes Sæmundsson, frá
Narfastaðaseli í Reykjadal, og kona
hans, Sigríður Þórarinsdóttir frá
Víkingavatni, Föðurbróðir Guðrún-
ar var Friðrik, faðir Sæmundar,
framkvæmdastjóra Stéttarsam-
bands bænda og Barða, fyrrv. fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins. Jóhannes var sonur Sæ-
mundar, b. í Narfastaðseli, Jónsson-
ar. Móðir Jóhannesar var Þómý
Jónsdóttir, b. á Fjöllum, Gottskálks-
sonar, b. á Fjöllum, Magnússonar,
ættfóður Gottskálksættarinnar, fóö-
ur Magnúsar, afa Benedikts Sveins-
sonar alþingisforseta.
Meðal móðursystkini Guðrúnar
Þórnýjar var Björn, faðir Þórarins,
Guðrún Anna Kristjánsdóttir.
skólameistara á Akureyri. Sigríður,
amma Guðrúnar Þórnýjar, var dótt-
ir Þórarins, b. á Víkingavatni,
Björnssonar, b. á Víkingavatni,
bróður Þórarins, afa Jóns Sveins-
sonar, Nonna, og langafa Árna Óla.
Annar bróðir Björns var Grímur,
langafi Sveins Víkings prests og
Sveins Þórarinssonar listmálara.
Björn var sonur Þórarins, b. á Vík-
ingavatni, Pálssonar.
Guðrún Anna er að heiman á af-
mælisdaginn.
85 ára
Sigurdrífa Jóhannsdóttir,
Stóragerði 12, Reykjavík
50ára
40ára
Vilborg Sigmundsdóttir,
Njálsgötu 77, Reykjavík.
Pálína G. Þorgilsdóttir,
HátúnilOb, Reykjavík.
Þuríður Magnúsdóttir,
Karlsbraut 27, Dalvík.
80 ára
Karl Guðmundsson,
Háholti 15, Akranesi.
60ára
Guðrún A. Kristjánsdóttir,
Furulundi 13f, Akureyri.
Einar Ármannsson,
Norðurbraut 12, Höfn í Hornafirði.
Ragnhildur Einarsdóttir,
Tungulæk, Borgarhreppi.
ÁrsællEgilsson,
Hamraborg, Tálknafirði.
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Illugagötu 39, Vestmannaeyjum.
Hans Þór Jensson,
Byggðarholti le, Mosfellsbæ.
Hafdís Jónsdóttir,
Bleiksárhlíð 38, Eskifirði.
Hallgrímur Þorsteinsson,
Starhólma 14, Kópavogi.
Arnfriður Erlendsdóttir,
Tjarnarlundi 15e, Akureyri.
Viðar Friðriksson,
Kvisthaga 11, Reykjavík.
Örn ValbergÚifarsson,
Álakvísl 43, Reykjavík.
Magnea Guðmundsdóttir,
Laugamesvegi 108, Reykjavík.
Hreinn Skagfjörð Gíslason,
Ægissíðu 7, Grenivik.
Hilmar Eysteinsson,
Æsufelli 4, Reykjavík.
Guðjón A. Eggertsson,
Árkvörn, Fljótshlíðarhr.
Snorri Guðmundsson,
Fjarðarseli 7, Reykjavík.
Málfriður Lorange,
Eskihlíð lOa, Reykjavík.
Magnús Agnarsson,
Sól&íö 24, Vestmannaeyjum.
Knútur Aadnegard,
Lerkihlíð 7, Sauðárkróki.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Fullorðinn reglusamur maður óskar eftir
góðri 3ja-4ra herb. íbúð, eitthvað af hús-
gögnum væri æskilegt. Fyrirframgreiðsla
6-12 mán. Uppl. í síma 11219 og 72131
e. kl. 17.
við gengi
isl. kr.
140
A
ÍSLANDI
•
TAKMARKAÐ
MAGN
•
TRYGGÐU
EINTAK STRAX
Empire pöntunarlistinn er enskur með nýjustu tískuna,
gjafavörur o.fl. Pantið skólavörurnar strax og jólavörurn-
ar i tima. Empire er betri pöntunarlisti.
Verð kr. 350 + burðargjald.
Hátúni 6B, simi 91-620638.
Andlát_________________
Halldór Sigfússon
Halldór Sigfússon, fyrrv. skatt-
stjóri Reykjavíkur, til heimilis að
Hjálmholti 4, Reykjavík, lést 16.8.
sl. en útför hans var gerð frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 27.8. sl.
Starfsferill
Halldór fæddist að Kraunastöð-
um í Aðaldal í Suður-Þingeyjar-
sýslu 2.5.1908 og ólst upp í Aðaldal
ogíReykjahverfi.
Hann stundaði nám við Sam-
vinnuskólann 1927-29 og stundaði
síðan framhaldsnám við Pitmans
School í London 1933.
Halldór var við skrifstofustörf
hjá embætti lögreglustjóra í
Reykjavík 1930-34, en þau störf
voru einkum fólgin í rannsóknum
á gjaldþrotabúum. Hann starfaði
hjá endurskoðunardeild Lands-
banka íslands hluta árs 1934 en var
síðan skattstjóri í Reykjavík
1934-78.
Halldór var formaður niðurjöfn-
unarnefndár Reykjavíkur 1934^1.
Þá sat hann í milliþinganefnd í.
skatta- og tollamálum 1938-41, auk
þess sem hann starfaði að fleiri
málum á sviði skattamála.
Fjölskylda
Dóttir Halldórs er Sigrún Hall-
dórsdóttir, f. 23.2.1941, ekkja eftir
Sigurjón Magnússon fram-
kvæmdastjóra en hann lést 1979.
Börn Sigrúnar og Sigurjóns eru •
Dóra Elísabet, f. 1961; Bára Heiöa,
f. 1963; Sigrún Björk, f. 1967; Steinar
Halldór, f. 1972.
Börn Dóru Elísabetar og langafa-
Halldór Sigfússon.
börn Halldórs eru Anna Björk
Marteinsdóttir, Bryngeir Arnar
Bryngeirsson, Berglind Bryngeirs-
dóttir og Eva Bryngeirsdóttir.
Halldór átti tvær systur sem báð-
ar eru á lífi og tvo bræður sem
báöir eru látnir. Sýstkini hans:
Björn Sigfússon, fyrrv. háskóla-
bókavörður, er lést sl. vor, var
kvæntur Kristínu Jónsdóttur en
fyrri kona hans var Droplaug
Sveinbjarnardóttir; Arnþóra, hús-
móðir í Reykjavík; Hólmfríður,
ekkja Bjartmars Guðmundssonar,
alþingismanns frá Sandi; Pétur,
verkamaður í Reykjavík.
Foreldrar Halldórs voru Sigfús
Bjarnarson, f. 22.12.1872, d. 6.6.
1958, b. og hreppstjóri á Krauna-
stöðum og Stóru-Reykjum, og Hall-
dóra Halldórsdóttir, f. að Kálfa-
strönd við Mývatn 20.5.1884, d. 20.4.
1955, húsmóðir.
Ætt
Sigfús var sonur Björns, b. á
Granastöðum í Köldukinn, Magn-
ússonar, prest á Grenjaðarstað,
bróður Margrétar, ömmu Ólafs
Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga.
Önnur systir Magnúsar var Guðný,
amma Haraldar Níelssonar prófess-
ors, fóður Jónasar Haralz banka-
stjóra og Soffiu, móöur Völundar-
bræöra. Magnús vár sonur Jóns,
prests á Grenjaðarstað, Jónssonar,
prest á Hafsteinsstöðum, Jónsson-
ar, prests í Holtsmúla, Gunnlaugs-
sonar. Móðir Björns á Granastöðum
var Þórvör Skúladóttir, prests á
Múla, Tómassonar, bróöur Helgu,
ömmu Helga Hálfdanarsonar, lekt-
ors og sálmaskálds, fóður Jóns bisk-
ups og Álfheiðar, ömmu Sigurðar
Iándal lagaprófessors og Páls Línd-
al ráðuneytisstjóra. Þá var Helgi
faðir Tómasar yfirlæknis, fóöur
Helga yfirlæknis, föður Tómasar
yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv.
ráðherra. Helga var einnig lan-
gamma Hálfdanar, fóður Helga,
skálds og leikritaþýðanda.
Móðir Sigfúsar var Hólmfríður
Pétursdóttir, b. í Reykjahlíð, Jóns-
sonar, prests í Reykjahlíð, Þor-
steinssonar, ættfóður Reykjahh'öar-
ættarinnar. Systir Hólmfríðar var
Petrea, amma Jakobs Gíslasonar
orkumálastjóra.
Halldóra var dóttir Ilalldórs, b. á
Kálfaströnd við Mývatn, Sigurðs-
sonar b. þar Tómassonar.