Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Fréttíx Deilur um gler í Strandarkirkju: Sælla er að gef a en þiggja - sóknin leitar ásjár húsfnðunamefndar vegna gjafar Gísla á Grund . .. ^ • : i : --c nA rTlör*íoQfr»ir»orin t/cnri nlncrlpp1 inPlina „Af okkar hálfu stendur ekki til að setja steinda glugga í kirkjmia. Það er hins vegar ekki langt síðan ég var upplýstur um að það væri búið að framleiöa þessa glugga. Ég hef ekki séð þá en veit að þeir eru til. Ég hef heyrt að gefandinn sé Gísli á Grund ásamt fleirum. Meira veit ég ekki. Fyrsta vitneskjan, sem sóknamefndinni barst um þetta var þegar viö lásum blaöaviðtal við listakonuna Höllu Haraldsdóttur. Viö höfum engan áhuga á aö setja þetta í kirkjuna. Verði þeir settir í hana þá er það í andstöðu við okk- ur í sóknarnefndinni, “ segir Snorri Þórarinsson, formaöur sóknar- nefndar Strandarkirkju. Snorri segir glergjöf Gísla Sigur- bjömssonar hafa verið rædda á sóknamefndarfundi fyrir skömmu. Þá hafi hafi komið fram Edgör andstaða gegn gjöfinni og ákveðið að fela prestinum, Svavari Stefánssyni, að leita ásjár húsfrið- unarnefndar. Snorri segir skila- boðin þaðan hafa verið á þann veg að glerísetningin væri ólögleg. „Mér skilst að kirkjan sé friðuö. Þetta er gömul timburkirkja með eirþaki í íslenskum sveitastíl, lítil og nett. Það eru flestir sammmála um aö þetta passi alls ekki í þessa kirkju,“ segir Snorri. Samkvæmt heimildum DV er þegar byrjað að undirbúa glerísetn- inguna þrátt fyrir andstöðu sókn- amefndarinnar og húsfriöunar- nefndar. Iönaðarmenn munu til dæmis nú þegar hafa mælt fyrir glerinu. Ekki náðist samband við Gísla í gær vegna þessa máls. -kaa Nú eru matvöruverslanir farnar að bjóða fólki upp á ófrosna kjúklinga. Það er nýjung hér á landi en þekkis vi - ast erlendis. Samkvæmt lögum er þetta bannað en banninu mun ekki hafa verið fylgt eftir. Neytendur ættu að vera ánægðir þar sem fólk þarf ekki lengur að undirbúa matreiðslu kjúklinga með dags fyrirvara - auk þess sem kjötið verður Ijúffengara I alla staði. Ljósmyndari DV var. kampakátur við myndatökuna enda virtusl^þeir ófrosnu viljugri að sitja fyrir en þeirfrosnu. DV-mynd GVA Ekki minna um rjúpu fyrir norðan Þórhalur Ásmundsson, Norðurl. vestra; Eftir því sem DV kemst næst hefur rjúpnaskyttum á Norðvesturlandi gengið veiðin nokkuð vel þaö sem af er í haust og virðist ekki minna um rjúpu nú en undanfarin haust þó svo sérfræðíngar haldi fram að rjúpnastofninn sé í lágmarki. Mesta veiði, sem frést hefur af, er að tveir skotmenn skutu 102 rjúpur yfir daginn. Þá er vitað um nokkra sem hafa verið að fá 30-40 fugla sem þykir ágæt dagsveiði. Rjúpnaskyttur láta hins vegar af því að rjúpan sé óvenjulega stygg núna og kenna um veðurfari. Votviðri geri rjúpuna óró- lega. Bændur sumir eru aftur á móti lítt hrifnir af rjúpnaskyttum. Margir hafa bannað rjúpnaveiðar í landi sínu enda ljóst að einstaka veiði- menn gæta ekki nægjanlegrar var- fæmi. Þannig heyrðust til að mynda stöðugir skothvellir í Staðarfjöllum í niðaþoku um helgina. Sjómannaverkfallið: íslensku kaupskipi neitað um af- greiðslu í Svíþjóð - óvanir alþjóölegum kjaradeilum, segir Þórarinn V. „Það eru öll skip farin frá landinu og það er ekkert verkfall hér en hins vegar höfum við orðiö varir við að verkfalhð er í Svíþjóð því þar hefur komið til þess að skip hafa ekki feng- ið afgreiðslu. Af því höfum við mikl- ar áhyggjur. Það er erfitt að eiga við sum verkalýðsfélög hér á landi en það er hins vegar miklu erfiðara ef við þurfum að fara að semja við verkalýðsfélög í öðrum löndum. Við erum óvanir alþjóðlegum kjaradeil- um,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands. Verkfall háseta á kaupskipum hófst í gær og kollegar þeirra annars stað- ar á Norðurlöndunum styöja þá með því að afgreiða ekki íslensk skip. Til þess hefur komið í Svíþjóð. Þórarinn segir að verið sé að skoða hvað hægt sé að gera vegna þess. „Þetta eru nokkrir gámar og menn fara frá því máh. En ef framhald verður á þessum aðgerðum hlýtur það aö hafa einhverjar afleiðingar í fór með sér. Hitt sem upp úr stendur er að Sjó- mannafélagið fór í gang á haustdög- um með kröfugerð. Við sögðum þá að við skyldum mæta þeim gegn því að hægt sé að opna fyrir hagræðing- armöguleika í rekstri skipanna sem aftur gerir það að verkum að kaup- hækkun leiði ekki til hækkunar á útgerðarkostnaði. Sáttasemjari kom meö tillögu sem við vorum ekkert hrifnir af en hefðum samþykkt á því stigi en Sjómannafélagið hafnaði þvi og kom með kröfu um að fá frítt að borða í fríum. Þar stendur það mál.“ Þórarinn segir að samninganefnd vinnuveitenda muni ekki fara fram á aö sáttasemjari boði fund fyrir lög- boöinn tíma, það er að segja eftir tvær vikur. „Við getum ekki boðiö Sjómannafé- lagi Reykjavíkur meiri peninga þótt það kjósi aö fara í verkfall, kjósi að valda okkur og þjóðarbúinu skaða og kjósi aö haga sér af alveg ótrúlegu ábyrgðarleysi." _ns Sighvatur Björgvinsson: Ekki góð latína hjá Þorsteini — mætti að skaðlausu draga úr yfirlýsingum sínum „Það er samkomulag um það í rík- isstjórninni að gera thraun með tak- markaða leigu á veiðiheimildum og endurskoða sjávarútvegsstefnuna. Við það verður staðið. Ég held að það sé öhum ljóst að þetta er ekki skattur heldur leiga á sameiginlegri eign þjóðarinnar th að hún fái sjálf notið hagnaöarins. Það er ekki góð latína aö vera með yfirlýsingar í tíma og ótíma sem eru ekki í samræmi sam- komulag stjórnarflokkanna. Þor- steinn Pálsson er ekki einn um slíkar yfirlýsingar en hann mætti að skað- lausu draga úr þeirn," segir Sighvat- ur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sighvatur segir sér ekki ljóst hver tali af þekkingu og hver af vanþekk- ingu í umræðum um kvótaleigu. Ræða sjávarútvegsráðherra á aðal- fundi LÍÚ, þar sem hann sagði tals- menn kvótaleigu tala af vanþekkingu og tilfinningasemi, breyti þar engu um. ,,Æth það sé ekki réttast að leggja þekkingu þeirra sem vilja reyna kvótaleigu og vanþekkinguna þeirra sem ekki vilja reyna hana að jöfnu,“ segir Sighvatur. -kaa Friður um heilsuhælið „Samkomulag er nú mhli heil- brigðisráðuneytísins og Náttúru- lækningafélagsins um hehsuhæhð í Hveragerði. Það hefur verið kynnt formanni Læknafélags Islands. Hann hefur lýst fihlum stuðningi viö það. Ég geri því ráð fyrir að dehurnar um hæhö séu nú leyst- ar,“ segir Sighvatur Björgvinsson hehbrigðisráðherra. Sighvatur segir samkomulagið fela í sér að ný reglugerð verði sett th að koma á fót nýrri stofnun, Hehsustofnun NLFÍ, er taki viö af heilsuhælinu og staríl i samræmi við gildandi lög. Þar verði endur- hæfmgardeild með 100 rúmum og nattúrulækmngadeild með 60 rúm- um. Vistun á endurhæfingardehd- tnni verður greidd af ríkinu en á hinm verða sjúklingar að greiða hluta kostnaöar. -kna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.