Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 40
52
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
Merming
Simply Red. Stars, jafnbesta plata hljómsveitarinnar.
Simply Red - Stars:
Skínandi stjömur
Simply Red er, ein af fáum hljómsveitum sem tekist hefur að stökkva
nánast fullskapaðar fram í sviðsljósið og halda sér þar til frambúðar. Sex
ár eru liðin frá því Mick Hucknall og félagar sendu frá sér fyrstu plötu
sína og á dögunum leit sú ijórða dagsins ljós. Sú er jafnframt að mínu
mati jafnbesta plata hljómsveitarinnar til þessa.
Hljómplötur
i Sigurður Þór Salvarsson
Enn sem fyrr er það Hucknall sem er potturinn og pannan í öllu hjá
Simply Red; hann semur öil lög og texta og syngur af alkunnri snilld. Og
í tónlistinni er hann enn að fága og slípa sálarstílinn sem verið hefur
vörumerki Simply Red frá upphafi og afraksturinn verður bara betri og
betri. Vissulega hefur hann kannski dottið niður á nokkur betri lög áður
en hér eru þau jafnari og heildin betri.
í gegnum árin hafa melódíurnar oftast nær verið þau lög sem Simply
Red hefur gert vinsælust en á þessari plötu hefur mjög svo danshæft lag,
Somthing Got Me Started, náð mestum vinsældum hingað til en melód-
íurnar eru sosum til á plötunni líka og aldrei að vita nema einhver þeirra
nái vinsældum. Til þess hafa þær alla burði.
Robbie Coltrane I hlutverki páfans er hér i félagsskap nokkurra nunna.
Regnboginn - Niður með páfann: ★★
Vafstur í Vatíkani
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Snarrugluö mynd um óheflaðan
prest, sem er kjörinn páfi fyrir
misskilning og heyrnarleysi ritara
kirkjunnar. ítalska mafían ætlaði
að koma sínum manni að en Robbie
Coltrane hneppti hnossið. Páfa- ______________________________________
garði er í raun stjórnað af fjármála-
manni kirkjunnar, Corelli kardínála (Rocco) og Monsignor Vitchie (Bart-
el) og þeir halda að létt verði að ráöskast með hinn óreynda páfa. Annað
kemur á daginn og þegar páfi vill fara að gefa eignir kirkjunnar fátækum
er þeim nóg boðið.
Þetta er lúmsk, fyndin gamanmynd og kemur húmorinn yfirleitt þaðan
sem síst var von á. Sagan er blanda af Guðfóðurnum III og King Ralph,
eða bara hvaða myndum sem er sem hafa veriö um spillingu virtra stofn-
anna og aulann sem er kosinn í eitthvað fyrir miskilning. Þar að auki
bregður fyrir fáránleika í sögunni þegar síst er von á og gerir þetta mynd-
ina ansi furðulega. Sagan og myndin er fyrsta breiðtjaldsverk breskra
sjónvarpsgrínista, The Comic Strip. Leikhópurinn er vel þekktur og vinn-
ur vel saman þótt hver leiki með sínu nefi. Coltrane er mjög rólegur, svo
og Bartel en Rocco fer yfir um ásamt D’Angelo og Getty. Salvatore Cascio,
stráknum úr Cinema Paradiso, bregður fyrir og hann er ennþá frábært
andlit.
Þótt verkið sé ekki rismikið tekst að halda þolanlega vel utan um það
og fyrir þá sem sækja í óhefðbundið grín er þetta ágætis bíó. Hinum ber
þó að varast myndina.
The Pope Must Die (Bresk - 1991) 97 min.
Handrit: Peter Richardson, Pete Richens.
Leikstjórn: Richardson.
Leikarar: Robbie Coltraln (Nuns on the Run.Let It Ride), Beverly D'Angelo (High
Spirits), Herbert Lom, Alex Rocco (Teddy Z) Getty (Young Guns II), Paul Bartel
(Scenes/Class Struggle/Bev Hills).
Hjónabandssaga
Skáldsaga þessi gerist einhvers staðar syðst í Afríku
á stríðsárunum, líklega í Simbabve eða Sambíu fremur
en í Suöur-Afríku. Blökkumenn eru sagðir vera 90%
íbúa, en þeir sjást varla í sögunni, hvað þá að eitthvað
heyrist til þeirra. Sagan gerist meðal hvítra millistétt-
armanna. Nánar tiltekið segir hún frá ungri konu og
hjónabandi hennar í fjögur ár. Hér eru tíunduð ná-
kvæmlega skapbrigði hennar í sambúðinni við mann-
inn og á samfundum við tvær vinkonur, foreldra henn-
ar, tengdamóður og lækni. Auk þess eru fáeinir kunn-
ingjar, en þetta er mjög þröngur hópur mestalla bók-
ina. Konan lendir æ meir í andstöðu við flesta í honum
því hún vill umfram allt vera sönn, hafna yfirborðs-
legri eftirlíkingu sem henni finnst einkenna líf flestra
umhverfis sig. Sögunni tekst vel að draga upp mynd
af þjakandi einhæfu lífi konunnar. Tekst það of vel,
mætti segja, því lesendur þjást með henni af 400 bls.
útmálun á þvi. Smásmuglulegar lýsingar á hversdags-
legustu fyrirbærum einkenna söguna og það sem verra
er, með sérstakri áherslu á hið dæmigerða, algenga.
Þetta mun eiga að vera einhvers konar raunsæis-
stefna, en leiðir bara til þess að segja allt á sem út-
jaskaðastan hátt. Það er því tilgangslaust að leita að
andagift eða skáldskap í bókinni en ekki er hún þó
einskisverð að mínum dómi. Hún getur verið góð les-
ing fyrir býbakaða foreldra og óörugga. Því hér er
ólétta, barnsburður og fyrstu vandkvæði í barnaupp-
eldi tíunduð í smáatriðum. Svo kemur langdregin
frelsisbarátta konunnar, gegn ráðríkum kellingum,
heimskum og leiðinlegum kynþáttahöturum, þ.á m.
tilgerðarlegum og væmnum eiginmanni hennar og
kunningjum hans. Síðast í bókinni birtist valkostur
konunnar, frjálslynt fólk og róttækt. En það tekst ekki
að gera það fólk lifandi eða sannfærandi á nokkurn
hátt og þar kenni ég um fyrrgreindri áherslu á hið
kunnuglega, klisukennda. Ekki bætir úr skák að sögu-
maður er alvitur, segir okkur hvað allar persónur
hugsa, óðar en þær hafa birst í textanum. Þar af leið-
ir að frásögn drottnar í sögunni en sviösetning er auka-
atriði, umhugsun yfirgnæfir skynjun. Þetta gengur út
í þær öfgar að allt í einu er lesendum tilkynnt að sögu-
hetjan hafi orðiö ástfangin af William, og hann af
henni, þau hafi bara orðið ásátt um aö gera ekkert í
því fyrr en hún hafi talað við eiginmanninn. Svo þau
una sér saman á fundum, alsæl við að útbúa pólitísk
dreifirit, í stað þess að kyssast og svoleiðis.
Nú getur hugsast að einhverjum konum þyki bókin
betri en mér vegna þess að hún sýni „reynsluheim
kvenna“. Ég veit það svei mér ekki, ég hefi oft lesið
bækur kvenna með ánægju, m.a. síðustu skáldsögu
þýðandans, og ég trúi því ekki að hún mótist neitt síð-
ur af reynslu kvenna. En það gerir gæfumuninn að
Fríða sýndi þetta á frumlegan og lifandi hátt í Meðan
nóttin líður. Nú er þess að gæta, að saga Lessing birt-
ist upphaflega árið 1954, og hefur sjálfsagt sætt tölu-
vert meiri tíðindum þá en nú. Smásmyglislegar og
umfram allt kunnuglegar lýsingar hennar á hvers-
dagslegustu hlutum hafa sjálfsagt verið leiðin til að
nálgast lesendur sem mótaðir voru af enskri skáld-
sagnahefð. Þeir eru sjálfsagt einhverjir á íslandi. Og
þessi nákvæma lýsing á hversdagslífi heimagangandi
húsmóður hefði sjálfsagt gefið íslenskum lesendum
meira fyrir tuttugu árum en nú, eftir allt flóðið af
kvennabókmenntum.
Reyndar segjr mér fólk sem lesiö hefur flestar bækur
Lessing, að þetta sé ein sísta bók hennar. En greini-
lega eru skiptar skoðanir um það, úr því hún var nú
þýdd. Eitthvað hefur áöur birst eftir hana, a.m.k. Gras-
ið syngur.
Þýðingin
Þýðingin skilar frumtextanum villulaust, þaö sem
ég hefi borið saman. En hún er ansi stirðbusaleg. Miö-
að við hvað, mætti spyrja. Miðað viö t.d. frumsamda
texta þýðanda, er svarið. Hún er hér eins og bundin
í báða skó, sleppir aldrei af sér taumhaldinu. Sjálfsagt
er það af viðleitni til að vera trú frumtéxtanum, en
útkoman verður oft klunnalegri en frumtextinn. Hér
verða fáein dæmi að nægja. Um hús segir (bls. 39):
Doris Lessing. Myndin er tekin þegar hún heimsótti
ísland fyrir nokkrum árum.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
„Málningin á þeim var hrein og skínandi, glansaði af
peningum og auði“ (auðkennt af mér, „glossy with
money"). „Skipulagt ræktað landsvæði fullt af rík-
mannlegum einbýlishúsum á grænum frjósömum ekr-
um var henni ógeðfelld tilhugsun og ósmekkleg." (bls.
295, í stað: henni fannst o.s.frv.), Jafnvel í samtali hjóna
ríkir hátíðlegt ritmál. „Eftir nokkurra mínútna þögn
sagði Douglas meö uppgerðarmannalátum, en samt
var óró undir: „Láttu nú ekki svona, Matty, það gerði
engum neinn skaða." „Ég tel svo vera,“ sagði hún“
(bls. 305). En hér er enski textinn einkar hversdagsleg-
ur. Olíkt þessu hátíðlega stirða orðalagi: „After some
minutes’ silence, Douglas said bluffiy but uneasily,
„Oh, come off it, Matty, there’s no harm.“ „I think
there is,“ she said.“
Töluvert ber á dönskubornu orðalagi, talað er um
„eldri mann“ án samanburðar, þ.e. í merkingunni
roskinn, hjón höföu ekki sofið saman „í fleiri ár“ (í
stað: í mörg-ár), sagt „ómerkfiegheit", „kíkti inn“ (í
stað: leit inn), brjóst voru ekki „til staðar" og lengi
mætti enn telja dæmi um óvandað orðalag, án þess
að séð verði að stíllinn krefjist þess. Iðulega er textinn
geigandi, vegna þess að ekki er valið viðeigandi orð á
íslensku. Fáein dæmi: „hún kaus skeytingarlausustii
og dónalegustu afsökunina sem hun kunni" (bls. 210).
Orðið „skeytingarlaus" er aðeins haft um fólk, svo hér
ætti að standa „óvönduöustu", eða e-ö á þá leið. „Her-
mennirnir í flugvélinni gríndu niður eftir hallandi
vængjunum og stungu upp á Egyptalandi, Abyssiníu,
Kenýa eða Úganda" (bls. 245). Hér ætti að standa: „gisk-
uðu á“. „Múrsteinarnir að baki þeirra brenndu gegn-
um þykkt kakíið“ (bls. 247). Sögnin „brenndi" er áhrifs-
sögn, svo hér vantar hvað steinarnir brenndu. Svona
hnökrar gera bókina að óþörfu leiðinlegri en hún var
í frumtexta.
Betur má ef duga skal og ekki er nokkur vafi á því
að betur getur þýðandi, svo við vonum að þaö geri hún
næst.
Doris Lessing: i góðu hjónabandi (A proper marriage).
Fríða Sigurðardóttir þýddi.
Forlagið 1991, 400 bls.