Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Ort Þetta er ellefta bók höfundar, fyr- ir utan endurútgáfur, og þriöja ljóðabók hans á þessu ári. Auk ljóðabóka hefur Þórarinn sent frá sér tvær skáldsögur og tvö smá- sagnasöfn. Þau finnast mér best, að hinum bókunum þó ólöstuðum. Þýðingar í þessari bók eru þijátíu ljóð, þar af þijú þýdd. Þau eru eftir svo ólíka höfunda sem Baudelaire, Borges og Mao zedong. Það er merkilegt að sjá þau ljóð til samanburðar við frumort. „Spleen" eftir Baudelaire er mjög nákvæmlega þýtt lið fyrir hð, og bragarháttur fer einnig nærri frumtexta, bæði að hrynj- andi og rímskipan. Ofan á brag Baudelaire leggst svo stuðlun aö íslensk- um hætti. En þar með er svigrúmið orðið ansi þröngt, og líklega er það þess vegna sem sjálfur stíllinn, orðaval, minnir meira á Þórarin en á Baudelaire í þessu tilviki. Einhver kynni nú að segja, að þá sé einmitt vel íslenskað, en mér finnst mikilvægara að reyna að skila stílsvipnum en bragarhætti. Þó dáist ég að þýðingu Þórarins á ljóði Maos. Ég hefi séð það í danskri þýðingu, þar er það fríljóð á fremur einföldu máli. En Þórar- inn þýðir það á íslenkar ferskeytlur með heföbundu skáldamáli („kempan keik og snjöll, sjólar" o.s.frv.). Og þar með fær ljóðið meiri reisn en er í dönsku þýðingunni, en útkoman er ólík ljóðum Þórarins, enda þótt hann gangi svona langt í aðlögun að íslenskum bókmenntum. Þorarinn Eldjárn. Þrjátíu Ijóð, þar af þrjú þýdd. Bókmenntir Örn Ólafsson Smásæi Þórarinn er kunnur fyrir eiginleika sem mér finnst erfitt að orða, e.t.v. mætti kalla það orðnæmi, hann er fundvís á blæbrigði orða og merkingar- þætti sem ekki liggja í augum uppi. Þetta flnnst mörgum vera kjarni skáldgáfu, og vissulega er það mikilvægur þáttur hennar. Þessa gætir hvarvetna í bókinni, en ekki síst í ljóðinu „Fundarboð". Það er drepfynd- ið, og er einkennilegt til þess aö hugsa að skáldum skuli hafa veriö lagt slíkt til lasts. Enda mun átt við annað, þegar það hendir að fólk finnur að verkum Þóararins, þá er það fremur undir þeim formerkjum að þetta sé nú „bara brandari". Og það má kannski segja að stundum sé ekki mikið um að vera. En þá er skáldið yfirleitt að rýna í eitthvað hversdags- legt og flnna á því ferskar og nýjar hliðar. Það er nú einmitt meginstarf skálda. Svo dæmi sé tekið (m.a. vegna þess hve stutt það er), þá er eftirf- arandi ljóð sjálfsagt réttmæt gagnrýni á okkur gagnrýnendur, marga hveija. Og ekkert er út á framsetningu aö setja. Risið er bara miklu hærra en þetta á bestu verkum Þórarins: Torf Meira torf í textann telja má það gleggstan vott um visku og dýpt. Bara að þar sé þýft þá er líft. En bók getur ekki verið tómt ris, og mér flnnast þessi ljóð á lægri nótunum alls ekki spilla heildinni. Þvert á móti þarf vissa fyllingu í bók, visst magn, til að einstök ljóð njóti sin, heildin miölar hugsunarhætti sem er eins konar hljóm- botn fyrir einstök ljóð. í ljóðinu „Staðarskáli er ísland" er frábærlega sláandi heildarmynd sköpuð úr upptalningu hversdagslegustu smáatriða, en bragur og stundum orðalag riíjar upp sjálfan „Gunnarshólma" Jónasar Hallgrímssonar. Þetta er dásamlegt, og svo er miklu víðar en hér verði talið. Goðsögur Þriðjungur ljóðanna er sónhendur, og þar flnnast mér sérstaklega hrif- andi tvær sem setja fornar goðsögur gegn hugsunarhætti nútíma. Önnur segir söguna af dauða Baldurs, en í stað þess að rekja hana sem baráttu góðs og ills, er nú tekið tillit til margháttaðra aðstæðna, og verður það ærið spaugilegt. Enn tilkomulegri er árekstur andstæðna í ljóöi um Ledu, en guðinn Seifur fór í líki svans til að leggjast með henni. í sumum kunn- ustu sögunum nauðgar hann henni, en skv. bók Roberts Graves um grísk- ar goðsögur er það seinni tíma túlkun. Þórarinn heldur sig hinsvegar viö elstu gerð, sem á að vera frá tímum kvenræðis, konan á þar frumkvæð- ið, og tortímir reyndar karlinum. Það er áberandi lágstíll á ljóðinu mest- öllu, nema hvað það verður upphafið á mótum 1. og 2. erindis - m.a. vegna þess að stutt málsgreinin skiptist á þeim - og í 9. línu sem er til- vitnun í Odysseifskviðu (og titill á frægri sænskri sögu). í goðsögunni ríkja hin sterkustu öfl og tengjast, ástin og dauðinn. Þar girnist mennsk kona að ala guði barn, en í lágstílnum er það túlkað svo sem „ómenni" pynti skynlausar skepnur, sem lögreglan vemdar. Umhverfiö er þar reyk- vískur hversdagsleiki af því tagi að fara niður að Tjörn og gefa öndunum brauð. Samt verður mikil stílbreyting með lokalínunni, þar er farið yfir í blaðamál og um leið birtist hugsunarháttur sem er gjörsamlega fram- andi goðsögunum. Þær segja frá nafnkunnum hetjum í einstökum atburð- um, sem hafa þó almennt gildi. En í blaöafréttum nútímans verður allt almennt, og persónur eru nafnleysingjar. Það fer því vel á því, aö þetta nafnleysi, hópmynd, á reyndar sérstaklega við um lögregluna (í 3. erindi). Leda og svanurinn Af losta hafði hún lagst á Tjamarbrúna og lokkaö hann sér í fang meö brauði og kvaki. í algleyminu er æpti konan: - Núna! mun álftin hafa fælst, meö vængjablaki hófst fuglinn upp og hræðilegu gargi en henni tókst að kJemma hann stæltum lærum í gimd sinni eftir guðdómlegu fargi en gekk of langt og kramdi hann í þeim skærum. Þá heyrði hún hvemig sírenumar sungu sveif aö lið með kylfur, húfur, merki. Þeim lágu svofelld töluð orö á tungu: - Þar tókst okkur loks að standa þig að verki! En Qölmiðlarnir fjölluðu um það svona: „Fuglaníðingur reyndist vera kona.“ Þórarinn Eldjárn: Ort. Forlagið 1991, 48 bls. Todmobile er meðal flytjenda á Forskoti á sæluna. Ýmsir- Forskot á sæluna: Reykurinn af réttunum Mér skilst að þessi óvenjulega safnplata frá Steinum og PS músík hafi upphaflega verið hugsuð sem nokk- urs konar fagnaðaróður til afnáms virðisaukaskatts á íslenskar hljómplötur en vonir stóðu til að alþingis- menn tækju sig saman í andlitinu og kæmu þessu réttlætismáli í höfn á þessu ári. Því er ekki að heilsa illu heilli en þrátt fyrir það létu útgefendur þessarar plötu slag standa með útgáfuna. Hér gefur að heyra obbann af þeim listamönnum sem fyrrnefnd útgáfufyrirtæki bjóða afurðir eftir á jóla- markaðnum að þessu sinni og þó svo eitt lag af væntan- legri stórri plötu með hljómsveit eða einstaklingi segi ekki mikið um innihald þess sem koma skal gefur það þó einhverja vísbendingu. Þeir og þau sem láta í sér heyra hér eru: Sálin hans Jóns míns, Eyjólfur Kristjánsson, Todmobile, Ný dönsk, V.F. og Hendes Verden, Bubbi Morthens, Geir- mundur Valtýsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Karl Örv- arsson, Bubbi + Rúnar, Mezzoforte, K.K., Stjórnin, Páll Hjálmtýsson og Gaia. Allt eru þetta ný lög nema lög Bubba, Bubba og Rúnars, Mezzoforte og Stjórnarinnar. Af þessum eru tvö hrein og klár uppfylling, það er að segja lög Bubba og Rúnars og Stjórnarinnar sem bæði eru af plötum þessara aðila frá liðnu sumri. Lagið sem Bubbi flytur einn er gamla Stál og hnífur af væntanlegri hljómleika- plötu sem tekin var upp á Púlsinum á síðasta ári. Mezzoforte býður upp á lagið No Limit af safnplötu Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson með þeirra besta efni gegnum tíðina. Hin lögin eru sem sagt ný og kemur þar fátt á óvart, Sálin, Eyjólfur, Todmobile, Ný dönsk, Karl Örvarsson og Geirmundur eru að gera svipaða hluti og þessir aðilar hafa verið aö gera undanfarin ár en afgangurinn er nýjungar. Þar vekur Gaia kannski einna mestan áhuga en þar er á ferð Valgeir nokkur Guðjónsson með kúvendingu á stíl. K.K. er líka forvitnilegur með sinn blús, Sigga Beinteins með barnalög í nýjum dúr og Páll Hjálmtýs- son með íslenska útgáfu af Wonderful World sem Luis heitinn Armstrong sögn hér um árið. Bíóborgin -Zandalee: ★★ ‘/2 Vitrænn ástarþríhymingur Zandalee er óvenjulega vitræn bíómynd um margt- uggið efni: Ástarþríhyminginn. Zandalee (Anderson) er gift Thierry (Reinhold), sem var einu sinni efnilegt ljóðskáld en hefur glatað kölluninni og megninu af sjálfum sér eftir að hann tók við rekstur fyrirtækis föður síns að honum látnum. Zandalee er óbeisluð ung stúlka og hún og eiginmaðurinn eru varla lengur á sama plani. Þá kemur til sögunnar Johnny Collins (Cage), æskuvinur Thierry og félagi, listamaöur en hann hefur haldið ástríðunni. Að visu hefur hún leitt hann út í óbeislað líferni, þ.á m. eiturlyfjanotkun og óheflað kynlíf. Zandalee fær ekki staðist hann og það er ljóst hvert stefnir. Það besta við myndina er að hún fer ekki þangað sem hún virðist stefna. Sagan er skrifuð út frá persón- unum, ekki til þess að eltast við einhveija framhjá- haldsformúlu. Sagan lætur lítiö yfir sér en hún er spennandi og seiðandi á köflum. Leikararnir eru allir góðir, sérstaklega Reinhold í sínu fyrsta alvarlega hlut- verki. Nýliðinn Erika Anderson er ágæt en hún er fyrrverandi módel. Handritíð er frumraun Mari Komhauser en það ku víst vera von á meiru frá henni. Leikstjórinn Pillsbury er Nýsjálendingur og var einn af handritshöfundum og framleiðendum þarlendrar myndar, The Quiet Earth, sem er ein besta vísindaskáldsaga sem hefur verið kvikmynduð. Ekki er hægt annað en að minnast á sérstaklega góða tónlist í myndinni frá hendi Pray for Rain. Nicholas Cage, Judge Reinhold og Erika Anderson. Kvikmyndir Gísli Einarsson Zandalee (Band. - 1990). Handrit: Mari Kornhauser. Leikstjórn: Sam Pillsbury (Starlight Hotel). Leikarar: Nicolas Cage (Wild at Heart, Birdy), Judge Rein- hold (ViceVersa, Gremlins), Erika Anderson, Viveca Lindfors, Aaron Neville (söngvarinn), Joe Pantoliano (La Bamba, Emp- ire of the Sun).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.