Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
Blindur vegna heilaæxlis:
„Ég ætla að vera
áframsá
sem ég hef verið',/
- segir Friðrik Guðni Þórleifsson tónmenntakennari
Langspil er eitt af fjöldamörgum hljóðfærum sem Friðrik leikur á. Hann er hættur
hljóófærakennslu en kennir áfram tónmenntir þrátt fyrir fötlun sína.
„Ég krefst mikillar eftirtektar af
nemendum mínum. Þaö er sagt að
þetta sé fylgikvilli hjá okkur sem
blindir erum, það að krefjast eftir-
tektar. Slæmur var ég nú fyrir en
ekki hef ég batnað við að missa sjón-
ina,“ segir Friðrik Guðni Þórleifsson,
tónmenntakennari í Ölduselsskóla í
Reykjavík.
Þrátt fyrir fötlun sína hefur Friörik
haldið áfram kennslu og ástæðuna
segir hann vera hversu gefandi starf-
ið er. „Maður verður að gefa mikið
af sjálfum sér en maður fær það
rausnarlega til baka. Það veitir sér-
staka fullnægju að sjá börn þroskast
þegar búið er að beina þeim að lind-
um þekkingar og gefa þeim vináttu
og samúð. Þetta er eins og að sjá lista-
verk skapast, eins og til dæmis ljóða-
bók.“
Fékk aðstoöarmann
við kennsluna
Hann bætir því við að mestur hluti
starfsferils hans hafi verið bundinn
kennslu og eiginlega kunni hann
ekkert annað. En til þess að geta
kennt eins og áður hefur hann að-
stoðarmann, vel menntaðan í tónlist.
„Hann er það sem augun mín voru
mér. Við undurbúum allar kennslu-
stundir saman og hann gerir það sem
hann veit að ég sé ekki til aö gera,
eins og til dæmis að lesa nemenda-
hstann og útbýta merktum vinnu-
bókum og fylgjast með nemendum.
Það var konan mín sem stakk upp á
því að ég reyndi að fá aðstoðarmann
úr því að ég vildi ekki hætta kennslu
en treysti mér samt ekki til að kenna.
Það var ekkert fordæmi fyrir slíku
og það átti sér hæpna stoð í lögum
en Jóhanna Siguröardóttir félags-
málaráðherra gaf úrskurð um aö
þetta skyldi reynt á vegum ráðuneyt-
is hennar, að minnsta kosti til ára-
móta en síöan taki Svæðisstjóm fatl-
aðra við.
Skorinn
vegna heilaæxlis
Það var fyrir tveimur árum sem
Friðrik fór að finna alvarlega fyrir
skertri sjón. „Ég hélt að þetta væri
gleraugnavandamál og fór til augn-
læknis í janúarlok 1990. Hann fann
ekkert að augunum en sagði að það
væri eitthvað að á bak við. Augn-
læknirinn sendi mig til heilasérfræð-
ings. Eftir miklar rannsóknir allan
febrúarmánuð var ég svo skorinn
vegna heilaæxlis 1. mars. Æxlið
reyndist vera í miðju sjóntaugavíxl-
inu, það er þar sem sjóntaugarnar
ganga hvor í gegnum aðra. Æxlið
þandi sjóntaugavíxlið út en ekki
reyndist unnt að fjarlægja það nema
sjónin hyrfi alveg. Því lokuðu lækn-
amir pent fyrir aftur. Ég var svo í
geislameðferð fram á sumar.“
Friðrik segir sneiömynd hafa sýnt
rýmun á æxlinu en batinn varð
minni en hann bjóst við. „En ofsjón-
irnar hurfu viö uppskurðinn. Ég var
farinn að sjá menn og hreyfingar en
gerði mér nú samt grein fyrir að ég
væri ekki orðinn skyggn."
Skráður blindur
Frá síðustu áramótum hefur sjónin
farið versnandi og fyrir nokkrum
vikum var Friðrik skráður blindur í
íslenskri sjónstöð. Áður var búið að
skrá hann lögblindan, það er hann
var tahnn þaö sjónskertur að það
varðaði við lög ef hann gerði það sem
fulla sjón þarf til, eins og til dæmis
að aka bifreið. Hann er með rúmlega
1 prósents sjón á vinstra auga en eig-
„Það er stundum eins og
ort sé í gegnum mig.“
Friðrik með fimmtu og
nýjustu Ijóðabók sína,
Kór stundaglasanna.
inlega enga á því hægra. Líklegasta
orsökin fyrir því hvað sjónin hefur
versnað er talin geta verið sú að
æxlið hafi breyst í örvef sem herpst
hafi utan um sjóntaugafrumurnar.
Þar með hafi þær glatað hæfileikan-
um til að flytja skhaboð.
Friðrik segist bjarga sér innan-
húss. Hann sér mun á svörtu og hvítu
en öll smáatriði em horfin og sjón-
sviðið er þröngt. Hann leggur þó
áherslu á að hann geti gengið niður
í bæ með hvíta stafinn sinn. Um við-
brögð fólks við fótlun hans segir
hann að margir átti sig ekki á henni
sjái þeir ekki hvíta stafinn. „Ég þyki
bera mig svo mannalega, ég geng
uppréttur og svo horfi ég framan í
fólk en ekki til hliöar." Friðrik grein-
ir frá því að vinkona hans hafi rekist
á hann í verslun og þegar hann heils-
aði ekki sagði hún reiðilega: „Láttu
bara sem þú þekkir mig ekki,“ og
gekk burtu. Hann kveðst hafa kallað
í hana og sagt henni frá ástandi sínu
og hafi hún þá orðið miður sín.
Leikurundir
hjá dótturinni
Þeir sem hafa hlustað á Friðrik og
dóttur hans, Hjálmfríði Þöll, fiytja
tónlist saman opinberlega hafa held-
ur ekki allir gert sér grein fyrir að
píanóleikarinn er blindur. Þau feðg-
inin hafa nú flutt vinsæla slagara viö
ýmis tækifæri á fimmta ár. Friðrik
segir dóttur sína, sem er 22 ára, hafa
verið í barnakór hjá mömmu og í kór
hjá pabba þegar hún var komin í
framhaldsskóla. Hjálmfríður Þöll
hefur lært söng hjá Elínu Ósk Ósk-
arsdóttur og það vill svo skemmti-
lega til að Elín hóf söngferil sinn í
kór hjá móöur Hjálmfríðar Þallar,
Sigríði Sigurðardóttur.
Endurreistu
tónlistarskóla
Friðrik og Sigríður fluttu í Rangár-
vallasýslu 1973 og endurreistu starf-
semi Tónlistarskóla Rangæinga.
„Hún varð skólastjóri og ég skóla-
stjórafrú," segir Friðrik í gamansöm-
um tón. Hann kveðst hafa kennt á
sjö hljóðfæri, píanó, orgel, blokk-
flautu, klarinett, saxófón, rafmagns-
bassa og trommur. Höfuðstöðvar
skólans eru á Hvolsvelli en kennsla
fer einnig fram á mörgum öðrum
stöðum í sýslunni. „Það var oft mik-
ill kuldi í húsnæði því sem við feng-
um undir kennsluna og vegna kuld-
ans tók sig upp liðagigt sem ég hafði
glímt við sem unglingur. Ég vissi að
ef við yrðum áfram myndum við
halda áfram að kenna víðs vegar um
sýsluna og þar með hætta heilsunni.
Viö tókum þá ákvörðun að fara til
Reykjavíkur og hingað komum við
1987 eftir ijórtán ára starf við tónhst-
arskólann.
Reykjavík afskekkt
Aðspurður hvernig hann kunni við
sig í höfuðborginni segir hann að sér
detti í hug svar Ingimars Eydal viö
sömu spurningu: „Það er allt í lagi
en það er verst hvað þaö er af-
skekkt." Friðrik segist ekki kunna
betra svar og hann tekur það fram
aö það sé mikill gestagangur hjá
þeim hjónum þegar þau dvelja í ein-
býlishúsi sínu í sveitinni sem þau
reyna að gera sem oftast. Það sé hins
vegar minna um heimsóknir og
heimboð í bænum. Hann segir vini
Ber sig mannalega