Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. 47 Vísnaþáttur Með hófi safnaheims- Lausafjáruppboð 12. nóvember 1991 Eftir kröfu Tryggva Guðmundssonar hdl., Innheimtu rikissjóðs, Sigríðar Thorlacius hdl., Bjarna Stefánssonar hdl., Gunnars Sæmundssonar hrl., Guðmundar Kristjánssonar hdl., Hróbjarts Jónatanssonar hrl., Tómasar Heiðar lögfr., Símonar Ólafssonar hdl., Innheimtustofunnar sf., Grétars Haraldssonar hrl., Andra Árnasonar hrl., islandsbanka hf. og sýslumanns Barðastrandarsýslu verða eftirtaldir munir seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður á lögreglustöðinni að Aðalstræti 92, Patreksfirði, þriðjudaginn 12. nóvember 1991, kl. 17.00, eða þar sem þessir munir kunna aö finnast: Case jarðýta, nr. 1450, JBC 3 D4 grafa, beltagrafa, OKRH9 LO, árg. '74, Desta DVHM 2522 LX vörulyftari, serial nr. 7956, B-442, GY-608, HJ- 169, Y-15765, R-21778, Luma sjónvarpstæki, Saloria sjónvarpstæki, Technics hljómflutningstæki, AEG ís- og frykiskápur, kassaþvottavél, hluta- fjáreign í Auðnu hf. og hlutafjáreign í Steinbjörgu hf. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barftastrandarsýslu ins auð „Gjörið yður vini af þeim ranglætis mammóna, segir frelsarinn, svo kallar hann auðlegð heims þessa. Það ber til þess, að varla nokkurt það ranglæti í heiminum, sem auð- urinn sé ekki viðriðinn með ein- hveiju móti, hvaða ranglæti hafa menn ekki við í því að afla hans í kaupum og sölum með yfirvarpi laga og réttinda, til að svæla undir sig eigur annarra, með féburði i dóma, með ráni og stuldi, með ofrí- ki og ásælni, með lygum og prett- vísi? En svo sem það er ekki minna vert, að gæta fengins fjár en afla þess, svo skeöur og ekki minna ranglæti í meðferð auðsins heldur en í safninu, eður hvað gjöra þeir, er brúka hann til ofmetnaðar, stæra sig þar af, þakka sjálfum sér fyrir sitt lukkulán, færa fómir fyr- ir sínu eigin neti, brúka fé sitt til að niðurdrepa honum, sem rang- indum líður, til að réttlæta hinn rangláta, en fella ranglátan dóm yfir hinum saklausa, tií óhófs í mat og drykk og annars bílífis, en láta hinn fátæka og nakta þorsta og hungur líða, innihalda lánuðu fé og svíkja daglaunarann og þann sem slegið hefur lönd hins ríka, um sitt verðkaup, svo að þeirra hróp er inngengið í eyru Drottins seba- oth?“ Þannig komst Jón Vídalín biskup að orði í prédikun níunda sunnu- dag eftir þrenningarhátíð (trinitat- is) og ýmsir hafa síðan tekið í sama streng. Bólu-Hjálmar gefur mönn- um þetta ráð: Vísnaþáttur hún lesin aftur á bak verður merk- ing hennar öll önnur: Nýtur sinna aura einn aldrei, snauðum bjargar; hlýtur vinna sjálfur seinn sjaldan, nauðum fargar. ísleifur Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki, telur að sá sem hann kveður um hafi unnið meðan hægt var: Yfir bárur ágirndar elhgrár og sUtinn reri árum rógburðar, rann af hári svitinn. DýróUna Jónsdóttir, húsfreyja og kennari í Fagranesi á Reykja- strönd, sendir eftirfarandi bend- ingu til fépúkans: Sinntu snilldum, sefa hryggð, sæmdar fylgdu vana. Vertu mildur, mettu dygð meira en skildingana. Sæmdarmorð er sérdrægnin, sjást þess skorðuð merki. Sjaldan forðast fépúkinn fals í orði og verlti. „Ágirndin undirbýr alltaf veginn fyrir hrun þeirra sem hafa hana fyrir leiðarstjörnu í lífinu". Kvæð- ið, sem fer hér á eftir, nefnist Nirf- Ul og er eftir gamlan skólabróður minn og vin, Jónatan Jónsson Skagan, sem lést á síðasta ári. Telja má það nánari útfærslu á spak- mælinu hér að framan: Ágimd kitlar gætna góma. Gróðaílog í augum ljóma, hugur aUur himni fjær. - Hljómur gulls í bijósti slær. Eirðarlaus sem iðuhringur eltir Mammons vísifingur, sál í veski og vösum ber, annars hagi ekki sér. Eins og tré sem ormar naga er hans líf og verður saga - þekkir hvorki þig né mig. Honum varð það hlutverk skapað að hafa lífsins gUdi tapað og deyja inn í sjálfan sig. Torfi Jónsson Fæst í músíkverslunum Steina og öbrum alvöru hljómplötuverslunum Músík\ hljómplötuverslanir AustufStiati 22 GteSir Simi 28319 sími 33528 Strandgata 37 -Simi 53762 Mjódúin sim; 79050 Borgarkringlunni Lauga*egui24 Silui 6790)5 simi 18670 KRAFTAVERKIÐ Með hófi safna heimsins auð, því hans ei nýtur sálin snauð, fégirndina forðast skalt, fast þér við guðs boðorð halt. En þegar hann heyrði lát ríkis- manns, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítiU, orti hann: Er það gleði andskotans, umboöslaun og gróði, fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóði. Sveinn frá Elivogum tekur í sama streng: Falskt er gengi fépúkans, fína drenglund ber hann, af baklengju öreigans ótæpt þvengi sker hann. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga virðist vera á sömu bylgju- lengd í sléttubandavísu sinni en sé Hann kveður einnig og veit ég ekki hvort það er um sama mann- inn: Ágirndin með rámri raust réð honum fé að safna, ekki fengi’ hann fargjaldslaust far til dánarhafna. Jóhannes Örn Jónsson, Fagra- nesi í Öxnadal, lýsir aldarandanum þannig: Tæla, svíkja tískan er, - töfrar slíkur matur - ; enda ríkir ágirnd hér, öfundsýki og hatur. Emil Petersen, verkamaður á Akureyri, orti í kosningahríð: Nöpur ískrar aulasál. Andi nískra galar. Saman pískra pukursmál pólitískir smalar. ÖKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir. I Blindir og sjónskertir. ---------------1 PARTÍ- SÓFASETTID ¥ ¥ ¥ sorssm i urvali Leður - Lixx - Tau Verd ffrá kr. 125.800.- Smídum hornsóffa efftir máli \ fHTJSGAGNAIHF M val SMIÐJUVEGI 30 - KÓPAVOGI SÍMI 72870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.