Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Bertha María Waagfjörð er ein þekktasta íslenska fyrirsætan í dag og þykir ein af tíu þeim fallegustu i heiminum. Ein af tíu fallegustu stúlkum í heiminum: Kvíði ekki útkomu Playboy - segir Bertha María Waagfjörð sem þénar dável á fyrirsætustörfum „Það hefur gengið mjög vel hjá mér hér í Los Angeles. Hins vegar er vinnan farin að minnka og fyrir- sætur farnar að hugsa sér til hreyf- ings. Ég býst við að fara fljótlega aftur til New York,“ segir Bertha María Waagfjörð, 20 ára fyrirsæta, sem vakið hefur mikla athygh á erlendri grundu. í breska blaðinu Today var á dögunum íjallað um ný andlit á glanstímaritum heims- ins. Ein af þeim tíu stúlkum sem þar eru nefndar undir fyrirsögn- inni „Leyndarmálið á bak við heimsins fallegustu stúlkur" er Bertha María Waagfjörð. Hún er í greininni sögð vinna hjá Elite í London og fái fyrir dagsverkið 4.700 pund eða tæpar fimm hundruð þúsund krónur íslenskar. Bertha María starfaði í London áður en hún hélt vestur um haf til New York. í vor hélt hún síðan til Los Angeles þar sem hún hugðist starfa um sumartímann. Hún segir að svipuð laun séu á þessum tveim- ur stöðum og straumurinn liggi mikið tilLAá sumrin. Bertha hefur haft nóg að gera enda er hún vel kynnt og hefur skapað sér nafn. Hún hefur unnið með heimsfræg- um ljósmyndurum og einn þeirra tók myndir af henni fyrir þýska Playboy sl. sumar. Bertha segist ekki kvíða útkomu þess blaðs, það geti þvert á móti aukið kynningu á henni sjálfri en það er einmitt það sem fyrirsæta þarf á að halda. „Ég hef lítið hugsað út í þessa birtingu en það hjálpar auðvitað mikið ef maður ætlar aö halda áfram á sömu braut,“ segir hún. Bertha segist ekki hafa farið úr öllum föt- um fyrir ljósmyndara Playboy og þess vegna hafi þetta ekki verið svo erfitt. „Ljósmyndarinn, sem tók þessar myndir, starfar hjá ítalska Vogue og ég hafði starfað með hon- um oft áður. Annars er ég ósköp róleg yfir þessu.“ Byrjaði sextán ára „Ég hef verið heppin og haft nóg að gera. Hins vegar er það ekki svo að ég hafni tilboðum vegna þess að ekki sé nógu vel borgað," segir hún. Bertha María tók þátt í Elite- keppninni þegar hún var sextán ára. Þá fannst henni hún vera of ung til að takast á við starfið og hélt heim eftir að hafa dvalið er- lendis stuttan tíma. „Ég vildi halda áfram í skólanum," segir hún. „Síö- an hitti ég Hugrúnu Ragnarsdóttur á Hótel íslandi og hún hvatti mig til að koma til London. Það eru tvö ár síðan. Þá ákvað ég að slá til enda orðin átján ára og það gekk vel.“ Bertha segist aldrei hafa verið í tískusýningum enda sé áhugi á slíku ekki fyrir hendi. Hún hefur því eingöngu starfað sem ljós- myndafyrirsæta. „1 fyrstunni var ég á þvæhngi um Evrópu en fyrir ári var mér boðiö aö koma til New York og starfa hjá umboðsskrifstof- unni Men and Women sem er lítil skrifstofa. Síðan flutti ég mig yfir til Elite en þar er meira bisnessfólk og þess vegna gerðir betri samning- ar fyrir mann,“ segir Bertha. Hún hefur ekki séð breska blaöið Today en hafði fengið upphring- ingu frá móður sinni sem sagði henni frá greininni. „Það er mjög misjafnt hvaö maður fær fyrir þau störf sem maður vinnur," segir hún. „Það besta við að vera orðinn þekktur er að þá þarf maður minna að ferðast um og kynna sig. Ég var orðin mjög leið á feröalögum. Mað- ur getur líka fengið nóg af þeim,“ segir Bertha. Hún segist finna talsverðan mun á því hve meira var aö gera í sum- ar í LA heldur en nú og þess vegna ætlar hún að flytja sig. „Maður verður aö færa sig stöðugt á milli staða. Nú eru allir að fara yfir til New York,“ heldur hún áfram. Bertha segir að í LA sé meira um sjónvarpsauglýsingagerö en ann- ars staðar. „Hér vilja þeir helst amerískar glanspíur með gervi- brjóst sem höföa til almennings. Minn stíll er ekki þannig og því hef ég ekki verið í sjónvarpsauglýsing- um hér.“ Bertha kann vel viö sig í Ameríku og ætlar sér að búa þar áfram. Þó segir hún nauðsynlegt að skreppa til Parísar annað slagið." - Getur þú síðan komið forrík heim? „Já, maður gæti það,“ segir Bert- ha María og hlær. „Ég reyni að leggja til hliðar og safna.“ Hittir fræga fólkið Bertha hefur að sjálfsögðu ekki komist hjá að hitta frægt fólk í kvikmyndaborginni. „Ég hef hitt Mickey Rourke nokkrum sinnum. Hann er mjög almennilegur. Fyrst þegar ég kom hingað varð ég oft undrandi á að hitta fræga fólkið en svo hættir manni að finnast það spennandi.“ - En hefur Bertha fengið tilboð um kvikmyndaleik? „Það eru alltaf einhverjir aular að elta mann,“ svarar hún hlæj- andi. „Ég hef engan áhuga á slíku. Fyrirsætustarfið á vel við mig og ég ætla að halda mig við það.“ Bertha veit ekki um aðra íslenska stúlku sem starfar sem fyrirsæta í Los Angeles. Reyndar segist hún ekki hafa hitt neina íslendinga þó hún viti að þeir séu fjölmargir á þessum slóðum, sérstaklega í námi. - Hvenær ætlar síðan fyrirsætan að koma heim? „Ætli það verði ekki um jólin. Ég býst við að halda íslensk jól nema eitthvað annað komi upp á.“ - Hvað hefur þú verið að fást viö undanfarna daga? „Ég hef verið að vinna fyrir franska og ástralska Vogue og einnig kanadíska Elle, ásamt mörgu öðru,“ sagði Bertha Maria. Hún var ekki viss hvenær forsíðu- myndin yrði af sér í Playboy en bjóst við að það yröi fljótlega. Það mun þó ekki vera í nóvember. Ætlar aó kaupa mótorhjól Bertha María sagðist aö lokum vera að velta fyrir sér aö kaupa mótorhjól, að sjálfsögðu Harley Davidson, en hún hefur mikin áhuga á slíkum farartækjum. „Þaö eru að koma ný hjálmalög hér í Los Angeles og margir ætla að selja hjóhn sín. Maöur ætti því að geta gert góð kaup. Hér eru allir á mót- orhjólum. Ég og vinkona mín fór- um sl. sunnudag í svokallað Love Ride en í þeim hópi voru tólf þús- und mótorhjól. Þetta var ótrúlega skemmtilegt. í þessum hópi var Billy Idol og fullt af þekktu fólki. Hópurinn keyrði til Mahbu þar sem er mjög falleg strönd. Annars er svo gott veður að viö fórum á stutterma bol og stuttbuxum. Þó hefur verið mjög kalt í Bandaríkj- unum, t.d. hefur snjóað bæði í Chicago, Colorado og New York,“ sagði Bertha María Waagfjörð sem íslendingar eiga væntanlega eftir að heyra meira um í framtíðinni. -ELA Færri ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.