Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
63
Meiming
Slæmur Hamsun
Skáldsagan Leyndardómar er samtímasaga. Hún birt-
ist 1892 og var ein af fyrstu bókum Hamsuns en hann
varð frægur fyrir skáldsöguna Sult, 1890. Saga þessi
gerist fyrir réttum 100 árum í litlum bæ í Noregi. Þang-
að kemur aðkomumaður; litlar upplýsingar eru gefnar
um fyrra líf hans. Það mun vera skýringin á tith sög-
unnar að þessi maður verði alla tíð dularfullur í augum
bæjarbúa, óskiljanlegt hvað fyrir honum vaki. Samt
fylgir sögumaður honum eftir, segir okkur frá flestum
gerðum hans og hugsunum, auk þess sem þessi aðal-
persóna, Nagel, talar viðstöðuhtið. En hann segir sjálf-
ur að það sé ekki alltaf að treysta á orð hans, jafnvel
virðist hann ganga undir tölsku nafni.
Maðurinn er ríkur og hefur ekkert fyrir stafni annað
en að ganga um skóginn og bæinn og hitta fólk. Þetta
fólk er þá hótelstjórinn og þerna, læknirinn, kona
hans, fulltrúi og prestsdóttirin fagra, einnig tvær per-
sónur úr neðsta lagi samfélagsins, karl og kona. Auk
þess kemur kona úr fortíð Nagels í stutta heimsókn.
Þessar persónur hafa að nokkru leyti hver sín sér-
kenni. Læknirinn er fyrst og fremst fulltrúi 19. aldar
fijálshyggju. Kappræður þeirra Nagels virðast um-
fram allt vera til að skjóta á trú læknisins á skynsemis-
hyggju, lýðræði og framfarir, með öðrum orðum, hann
er kannski einkum tilefni til að koma inn í bókina í
reiðilestrum gegn Ibsen, Tolstoj, Gladstone og öðrum
sem Hamsun virðist hafa veriö uppsigað við (bls. 137
o.áfr.). Þessar rökræður eru að mínu mati bara geð-
vonskuraus því þær skipta engu fyrir framvindu bók-
arinnar og litlu fyrir mynd aðalpersónunnar. Vissu-
lega fáum við nokkrar yfirlýsingar um skoðanir henn-
ar, svo sem um að tilveran sé leyndardómsfyllri en
svo að vísindatrú geti skýrt hana en þessu er lítt fylgt
eftir þótt Nagel segi nokkrar sögur af dularfullri
reynslu sinni eða draumum. Slíkar sögur eru hins
vegar það besta í bókinni (einkum bls. 76 o.áfr.).
Aðrar persónur eru tómir skuggar, með öðrum orð-
um þær eru bara snagar fyrir Nagel að hengja tilfinn-
ingar sínar á. Dagný prestsdóttir er honum bara til-
efni til að vera ástfanginn, fulltrúinn veitir Nagel til-
efni til að vera hugaður - en því miður aðeins í upp-
hafi sögunnar, síðan er hann skriðdýrslegur gagnvart
fulltrúanum en engin skýring fæst á þessum umskipt-
um. Og fátæklingarnir tveir eru ósjálfstæðastir allra
persóna. Karlmaðurinn er skotspónn samfélagsins,
almennt er hæðst að honum og hann kvalinn. Konan
er fátæk, þakklát fyrir velgjörðir og ekkert meir. Á
þetta fólk hleður Nagel velgjörðum sem ég held að
fáir myndu vilja þurfa að þola. Því Nagel nægir ekki
að gefa þeim peninga heldur þarf hann að gera mjög
mikið úr því með margendurteknum heimsóknum,
samtölum og ráðageröum. Og umfram allt vill hann
fá að ráða fyrir þessu fólki.
Þessi saga minnir í ytri dráttum á ýmsar bestu sögur
Hamsuns, til dæmis Pan og Viktoriu. Þær snúast um
eina eða tvær persónur sem eru dularfullar og djúp-
ar. Náttúrulýsingar og atvik, draumar persónu og
hugsanir, allt er þetta samstillt að því marki að sýna
margbrotið sálarlíf persónanna. Og það er einmitt það
sem brestur hér. Nagel er ekkert spennandi, hann er
bara núll sem langar til að verða númer. Hann sér
ekki aðra leið til þess en að þrengja sér upp á annað
fólk en reynir ekki að nálgast það á þess eigin forsend-
um. Þess vegna er afar þreytandi að fá endurtekna
hvað eftir annað fundi hans með þessum skuggum sem
hann reynir að stjórna. Að ekki sé talað um blaðrið í
honum sem mest fjallar um hann sjálfan og er mjög
tilbreytingalítið. Ég gæti sem best trúað að það tæki
yfir meira en helming textans en auðvitað hefi ég ekki
nennt að athuga það. Gagnvart því tali eru viðbrögð
annarra persóna jafnan af þessu tagi: „Hún hlustaði
á hann dolfallin." Þessi aðalpersóna minnir á yfirborð-
inu töluvert á Myskin í Fávitanum eftir Dostojevskíj.
Nagel er óeigingjarn, vill öllum gott gera og er einstak-
lega klaufalegur í umgengni við fólk, fer til dæmis að
Bókmenntir
Örn Ólafsson
þusa um tilfinningar sínar í löngu máli þegar hann
hittir hóp ókunnugra (bls. 48 o.áfr.). En það gerir gæfu-
muninn að í sögu Dostojevskíjs tekst slík persóna, eins
konar líkamningur kristindómsins, á við merkilegar,
sérkenniiegar persónur í mjög margbrotnu samspili.
Hér er bara þusað.
Ég held að það sé einmitt meinið í þessari sögu að
hún er léleg eftirlíking af Dostojevskíj. Hamsun er hér
ekki búinn að ná tökum á efninu þótt hann svo gerði
það vel síðar. Ég verð að segja það hreinskilnislega
að ég botna ekkert í þýðanda og forlagi að velja þessa
bók til útgáfu þegar hugsað er til allra þeirra snilldar-
verka sem hefði mátt velja í staðinn. En af því má þá
væntanlega sjá að einhverja hrífur þessi saga. Og
Norræni þýðingarsjóðurinn styrkti þessa útgáfu. Er
það bara vegna þess að höfundurinn er frægur og fékk
síöar nóbelsverðlaun eða er sjóðsstjórn í rauninni
hrifin af sögunni? Svar óskast.
Þýðingin
Þýðingin virðist yfirleitt vel gerð. Þýðandi hefur
mikinn orðaforða og leikni í að orða hlutina svo eðli-
lega að ætla mætti að bókin væri samin á íslensku.
Það yrði allt of langt mál hér að tína til dæmi þessa
eða rökstyðja á annan hátt. Og það dregur ekki úr
gildi þessarar fullyrðingar þótt ég komi með fáeinar
aðfinnslur. Það bregður stundum fyrir orðalagi sem
vanalega er kallað dönskuskotið enda þótt í þessu til-
viki sé það af því að orðlagi norska frumtextans er
fylgt of náið. Dæmi: „það hastar ekki“ (bls. 9), „hvern
fjandann ragar það mig“ (bls. 31, „angaar" á norsku
en þetta er jafndönskuskotið fyrir því), „maður gefur
eftir fyrir hinum undarlegu áhrifum" (bls. 201), „hann
kíkti inn um gluggann" (bls. 204) í stað: leit inn, „ung-
karlaveisla" (bls. 209), og fleira af þessu tagi. Orðið
„menntunarskortur“ getur aðeins átt við um andlegt
svið og því að kauðalegt að segja (bls. 34): „Guð hjálpi
mér hvað þetta ber mikinn keim af hálfmenntun, and-
legum menntunarskorti, þetta sem þér voruð að segja",
fyrir: „hvor det lyder halvdannet, tarvelig aandelig
dannet, det De der sa“. Mér finnst fara mjög illa á því
að hafa lýsingarorð í fleirtölu þegar einstaklingur er
þéraður. „Þér eruð fagrar" er sagt við tvær konur eða
fleiri en „þér eruð fógur“ við eina.
Knut Hamsun:
Leyndardómar (Mysterier)
Úlfur Hjörvar þýddi.
Forlagiö 1991, 236 bls.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Cherokee Limited, árg. '87, með öllu,
upphækkaður hjá Bílabúð Benna,
læst drif. Til sýnis á Bílasölu Reykja-
víkur, sími 678888 og hs. 91-16497.
Toyota Hilux ’89, ek. 40 þ„ V6 vél, 5
gíra, 33" dekk, álfelgur, 100% loftlæs-
ing að aftan, loftkæling, topplúga,
vökvastýri. Skipti á ódýrari. S. 11061.
Camaro, árg. ’84, til sölu, ekinn 85 þús.
mílur, rafmagn í öllu, T toppur, nýtt
lakk, verð 1100 þús., góður stað-
greiðsluafsláttur. Uppl. í síma 91-
623070.
Volvo 244 turbo, árg. ’82,
beinsk., álfelgur, rafmagn í rúðum og
topplúgu. Verð 350 þús. stgr. Uppl. í
síma 91-641420.
Toyota GTi twin cam, 16 v., árg. ’87, til
sölu. Verð 850.000, skipti á ódýrari,
skuldabréf, | staðgreiðsluafsláttur.
Uppl. í síma 98-22224 og 98-22024.
Honda Civic 15 GTi Sport, ekinn 65
þús., rauður, árg. ’87, útvarp/segul-
band, sumar- og vetrardekk, toppbíll.
Sími 92-68087.
Toyota Corolla DX Liftback, árg. ’87,
góður bíll, gott verð. Sími 91-32610.
Ranger Rover Vogue ’88 til sölu, ekinn
29 þús. km, sjálfskiptur. Toppeintak,
skipti. Uppl. i síma 91-27626.
Chevrolet Monte Carlo ’87 tll sölu, sem
nýr, gulur, selst ódýrt. Uppl. í síma
676337.
Kinverska Fordstúlkan Chan Juan Hong sem valin var úr hópi 42 stúlkna
í Kína mun einnig taka þátt í Supermodel keppninni á næsta ári. Þetta er
i fyrsta skipti sem stúlka frá Kína er með í þeirri keppni.
Simamynd Reuter
Eileen Ford velur Fordstúlkur:
Fordkeppni
ífyrsta
sinn í Kína
- og í annað skipti í Sovétríkjunum
Eileen Ford, sem hingað kom í
apríl sl., til að velja íslenska Ford-
stúlku er þegar byrjuð að velja
stúlkur fyrir keppnina á næsta ári.
Eileen Ford sem rekur eina þekkt-
ustu og virtustu umboðsskrifstofu
í heimi hefur verið að ferðast um
Asíu og Sovétríkin þar sem hún
hefur vahð stúlkur. Ekki er nema
rúmt ár síðan Sovétríkin voru með
í Supermodelkeppninni í fyrsta
skipti.
í október var haldin Fordkeppni
í Kína í fyrsta skipti. 42 stúlkur
víðs vegar frá landinu tóku þátt í
keppninni. Hlutskörpust reyndist
vera 22ja ára stúlka, Chen Juan
Hong frá borginni Shenzhen.
Keppnin var haldin í Beijing 29.
október og vakti mikla athygh.
Eileen Ford óskar soveska vinningshafanum i Fordkeppninni til ham-
ingju eftir að úrslit lágu fyrir. Sigurvegarinn Irina Kharlamova mun taka
þátt i Supermodel of the World keppninni á næsta ári í Bandarikjunum.
Simamynd Reuter