Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. 51 Trimm Hress í Hafnarfirði: Aukin hreyfing og stjóm á matarædi - námskeið í baráttunni við aukakílóin „Viö byijuðum með þetta prógramm, sem heitir Nýr lífsstíll, í maí á síð- asta ári. Ástæðan fyrir nafngiftinni er alveg sérstök en hún er sú að nám- skeiðið" gengur akkúrat út á þetta. Þetta er ekki einhver skyndi-megr- unarkúr og við viljum helst ekki tala um megrun þótt við ætlum að fækka kílóunum. Þessi Nýi lífsstíl gengur út á það að auka hreyfingu og að hafa stjórn á mataræðinu og jafn- framt að hafa jákvætt hugarfar yfir þetta sem við erum að gera,“ sögðu þær Anna Haraldsdóttir og Anna Karlsdóttir í samtah við DV. Best að hafa matardagbók í Líkamsræktinni Hress í Bæjar- hrauni 4 í Hafnarfirði stendur nú til boða sérstakt þriggja mánaða nám- skeið ætlað konum sem vilja losna við aukakfióin og hefur árangur margra þátttakenda verið vægast sagt mjög góður. „Árangurinn hefur verið mjög góður og stór hópur hefur misst jafnvel 20-30 kíló. Margar hafa misst 15 kíló enda er það markmiðið í upphafi hjá mörgum þegar þær byrja. Við leggjum til að konurnar borði þijár máltíðir á dag og sleppi öllu á milli mála og borði hollan mat og þá htla skammta og eins að vera meðvitaðar um þær fæðutegundir sem eru innbyrtar. Þetta er best með því að hafa mat- ardagbók þar sem fært er inn hvað á að borða á morgun o.s.frv. Við ráð- leggjum þeim ekki hvað þær eigi að borða enda verður hver að finna sinn matarstíl af því að það er ekki neitt sem heitir eitt fyrir aha. Það er mis- jafnt hvað fólki hkar og því verður hver að finna sinn stíh'Það hefur gengið mjög vel en þær borða kannski ekki það sama og ég enda þurfa þær þess ekki, þetta er fyrst og fremst spurning um aö halda stjórninni," segir Anna Karlsdóttir en hún gefur heilræði varðandi mat- aræði og hefur umsjón með göngu- ferðum sem eru tvisvar í viku en það kemur í hlut nöfnu hennar að stjóma leikfiminni sem er einnig á dagskrá tvisvar í viku. er menntaður íþróttakennari og var auk þess ágætis hlaupari fyrir nokkrum árum. * Þegar DV bar að garði sl. miðviku- dag gnauðaði vindurinn á gluggun- um og heldur kuldalegt var úti að en stelpurnar í Firðinum létu það ekki á sig fá og þvertóku fyrir allar at- hugasemdir um að gönguferðir dyttu niður vegna veðurs. Viðkvæðið var að þá væri bara að klæða sig betur og á útbúnaði þeirra mátti sjá að þær^ væru færar í flestan sjó. Reyndar er ekki rétt að tala bara um konur úr Hafnarfirði því á þessu námskeiði og öðrum sem boðið er upp á í Hress koma kynsystur þeirra úr höfuð- borginni, Suðurnesjum og jafnvel frá Hveragerði. Fara inn í önnur námskeið Þetta tiltekna námskeið stendur yfir í þijá mánuði eins og áður segir og kostnaðurinn er krónur 11.960 og með því fylgja nokkrir tímar í ljósa- bekk. Þær sem standa sig síðan best eru verðlaunaðar fyrir frammistöð- una með einhveijum hætti. Námskeið sem ganga út á það að hafa betur í baráttunni við aukakíló- in eru engin nýlunda hérlendis. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar sem hafa jafnharðan dottið upp fyrir en hveiju svarar Anna Haralds um langlífi þessa námskeiðs sem hún býður upp á. „Ég held að þetta sé námskeið sem á eftir að vera. Þetta er ekki einhver bóla enda hefur þetta tímabil sýnt fram á það. Margar hafa staðið sig virkhega vel og þær far^. síðan inn í önnur námskeið og það er mjög jákvætt." Sjálfsagt er hér á ferð heppileg leið til þess að losna við nokkur kíló og miðað við það sem konurnar segja sjálfar skilar þetta árangri. Þær sem eru að spá í að drífa sig af stað verða þó að muna að hlutimir koma ekki af sjálfu sér og erfiöasta hindrunin er oftast að drífa sig af staö. En um leið og það er afstaðið er erfiðasti hjallinn oftast að baki. -GRS Hópurinn sem mætti í gönguna sl. miðvikudag. Reyndar voru sumar svo áhugasamar að þær máttu ekkert vera að því að sitja fyrir hjá Ijósmyndaranum og voru þvi lagðar af stað áður en smellt var af. DV-myndir Brynjar Gauti Súkkulaði á svarta listanum Árangrinum virðast þær ná með skynseminni og ekki er að heyra að neitt byggist” upp á boðum og bönn- um en súkkulaðið er þó á svarta list- anum. Heilræðin í mataræðinu eru á svipuðum nótum og stöllumar kalla þau frekar tillögur heldur en. eitthvað sem verður að fara eftir. En það er ekki nóg að breyta matar- æðinu, hreyfingin verður líka að vera til staðar. „Hjá okkur er ganga tvisvar sinn- um í viku og sömuleiðis leikfimi en þær sem em duglegastar fara jafnvel 1-2 sinnum í viku aukalega út að ganga en þaö skiptir líka máli að hreyfa sig aukalega með. Leikfimin sjálf er nokkuð hefðbundin. Við er- um mikið með palla og einnig þol- þjálfun og styrkjandi æfingar inni í þessu. í rauninni er þetta bara góð styrkjandi músík-leikfimi,“ segir Anna Haralds en þess má geta aö hún Það verður hver að finna sinn mat- arstil, segir Anna Karlsdóttir. Þetta gengur m.a. út á það að hvetja konurnar til að hugsa jákvætt um það sem þær eru að gera, segir Anna Haraldsdóttir. - en samstaðan er mikilvæg Guðlaug Adolphsdóttir, t.v., og Svava Hjaltalin. DV-mynd Brynjar Gauti „Ég var hérna í vor en tók mér frí í sumar og kom svo aftur núna í haust. Fyrra námskeiðið skilaði mér mjög góðum árangri og ég missti mörg kíló á tæpum tveimur mánuðum. Ég var búin að prófa ýmislegt áður en ekkert svipað þessu námskeiði. Svörin sem ég fékk hérna þegar ég var að spyrjast fyrir voru svo notaleg að ég ákvað aö drífa mig af staö. Samstaöan hérna í hópnum er feikilega góð og hún hefur allt aö segja. Stuðningurinn er svo mik- ilvægur. Þetta er miklu betra held- en að vera að pukra einn úti í horni einhvers staðar," sagði Svava Hjaltalín, kennari úr Grindavík, en hún er ekkert að setja það fyrir sig þótt Hress sé ekki beinlínis við bæjardyrnar hjá henni. Þrátt fyrir vegalengdina segist hún mæta í alla tíma enda þýöi ekkert annað og bætir við að svona góö líkamsrækt sé ekki til staöar í hennar bæjarfélagi. Konurnar á námskeiðinu eru ekki 'vitund hræddar við seglu- bandstæki blaðamannsins og engu skiptir heldur þótt ljósmyndarinn sé á vappi með tæki sín og tól og það er htið mál að heyra áht fleiri á þessu námskeiði. „Ég byijaði um miðjan maí og hef verið með síðan með þeirri undantekningu að ég tók mér smáfrí í sumar. Ég er búin að missa nokkur kíló og var búin að reyna ýmislegt sjálf. Það gekk reyndar ágætlega en kílóin komu bara jafnharðan aftur. Á þessu námskeiði er það gangan sem gerir útslagiö, það er að ná upp brennslunni. Þegar maður fer sjálf- ur í þessa megrunarkúra heima vill oftast gleymast að huga að hreyfingunni en þetta tvennt, mat- aræði og hreyfing, verður að fara sarnan," sagði Guölaug Adolphs- dóttir, innheimtumaður úr Breið- holti, og var með það sama rokin útaðganga. -GRS Konumar á námskeiðinu: Gangan gerir útslagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.