Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. 49 Joe Strummer syngur með Pouges Joe Strummer, gamli Claslt- söngvarinn, hefur tekið að sér að leysa hinn afleitlega tennta Shane MacGowan, söngvara Po- uges, af í aö minnsta kosti hálft ár. Liðsmenn Pouges virðast hafa fengið sig fuilsadda á drykkju- skap söngvarans og gefið honum tækifæri til að leita sér lækninga. Pouges er nú á hijómleikaferð um Bandaríkin. Helgaipopp Rúnar Þór: Ég geri allar plöturnar minar fyrst og fremst fyrir mig. Rúnar Þór sendir frá sér plötuna Yfir hæðina: Reyndi að hafa plötuna semjafnasta Þegar allri vinnslu plötunnar Yfir hæðina var lokið og upptökurnar farnar utan til endanlegrar vinnslu geröi Rúnar Þór sér lítið fyrir og samdi ein tuttugu ný lög á einni viku. Nú bíður þeirra sumra að fá texta og verða á næstu plötu hans að ári. Önnur fara í geymslu og verða kannski notuð síðar. „Þetta hefur yfirleitt gerst þegar ég hef lokið við plötu,“ segir hann, lítillátur. „Ég held að skýringin sé sú að ég er í raun og veru afskaplega latur. Ég lýk þessum lögum af meöan ég er enn í fullu vinnuformi. Síðan get ég slakað rækilega á og farið að leita í rólegheitum að textum við lög- in.“ Textamir skipta Rúnar Þór miklu máli. Hann segir að sér finnist hörmulegt að heyra ung, saklaus böm syngja sumt rughð sem boðið er upp á á plötum. Að þessu sinni hefur hann haft tvö ljóð Steins Stein- arrs með á plötu sinni. Ekki ýkja frumlegt að velja einmitt hann, af öllum skáldum. „Nei, ég veit það,“ svarar Rúnar. „En ég hafði Siesta og Haust í Þjórs- árdal í fyrsta lagi með því að þessi ljóð em góðir söngtextar. í öðru lagi gerði ég það af virðingu við gott skáld. Það hafa margir sett lög við ljóð Steins. Sumum finnst mér hafa tekist illa upp svo að ég setti þaö ekkert fyrir mig þegar ég ákvað að hafa hann með.“ Sem fyrr er Heimir Már, bróðir Rúnarsm atkvæðamikih í textunum og nú á faöir þeirra, Pétur Geir Helgason, tvo, Nótt og Kveðju. „Pabbi á slatta af textum," segir Rúnar. „Þegar ég fer í heimsókn lít ég yfir það sem hann hefur samið og vel úr það sem mér þykir best.“ Yfirhæóina Ég reyndi að þessu sinni að hafa tónhstina á plötunni sem jafnasta frá upphafi til enda,“ heldur hann áfram. „Engan einn smell sem alhr spila og gleyma svo afganginum. Ég held að þetta hafi tekist. Tveimur dögum eftir að plötunni var dreift til dagskrárgerðarmanna útvarps- stöðvanna var ég búinn að heyra öll lögin leikin. Ég hlustaði reyndar mikið og var sífellt aö flakka á mihi stöðva. Annað hvort á fólki að líka öll lögin eða ekki.“ Rúnar Þór sendi um þetta leyti í fyrra frá sér plötuna Frostaugun. Hún fékk almennt góða dóma. Rúnar var enda ánægður með útkomuna en varð þar af leiðandi að reyna að láta nýju plötuna, Yfir hæðina, hljóma öðruvísi en þá síðustu. „Aðalmunurinn á þessum tveimur plötum er sá aö á þeirri nýju er mun minna af hljóðfærum notað og engar raddir. Hefði ég átt að efna til tón- leika og flytja lögin af Frostaugunum nákvæmlega eins og þau eru á plöt- unni hefði ég þurft 25-30 manna Umsjón Asgeir Tómasson hljómsveit og kór. Lögin á Yfir hæö- ina getum við flutt þrír, ég, Jón Ólafs- son og Jónas Björnsson, og bætt Þor- steini Magnússyni við í nokkrum lögum. Mér finnst einnig vera munur á tilfmningunni sem þessar tvær plöt- ur vekja,“ heldur Rúnar Þór áfram. „Frostaugun setur hjartað niður. Yf- ir hæðina lyftir þvi upp.“ Hann hik- ar. „Ég geri allar plöturnar mínar fyrst og fremst fyrir mig,“ segir hann loks. „Fyrir svo sem fimmtán árum spilaöi ég aöallega fyrir aðra tónhst- armenn. Var sífellt aö reyna aö sanna mig. Nú vil ég hafa plöturnar þannig að ég geti hlustað á þær sjálfur. Fyr- ir mér hafa þær allar gengið upp nema platan Gísli. Hljómurinn á henni var ónýtur og textarnir afleit- ir.“ Margt eftir enn Rúnar Þór segist enn ekki hafa tap- að fé á neinni plötu sinni. Hann er handviss um hvað hann gerir ef Yfir hæðina gengur ekki sem skyldi. „Hvað ég ætla að gera ef hún verð- ur bömmer? Gera aöra plötu og vera snöggur að því,“ svarar hann. „Ég á svo heilmargt eftir ógert. Píanóplötu, kassagítarplötu, hljómleikaplötu’ safnplötu... og eina plötu með ensk- um textum. Ég er bara rétt að byija! Ég er ákveðinn í að einhvem tíma ætla ég að taka öll mín bestu lög sem hafa komið út, fá við þau enska texta, gefa út plötu í fimm hundmð til þús- und eintaka upplagi og senda á er- lendar útvarpsstöðvar undir nafninu Cat Stevens eöa eitthvað álíka Svo sjá málaferlin sem á eftir fylgja um að auglýsa plötuna upp. Getur ekki klikkað!" Skipuleggj- andi LiveAid látinn Bill Graham, einn þekktasti tónleikahaldari heimsins, er lát- inn. Hann fórst í þyrluslysi á laugardaginn var er hann var að koma frá tónleikum með Huey Lewis and The News. Þyrlan flaug á háspennustreng um fiöru- tíu kílómetra norðaustan San Francisco. Graham var kunnur af störfum sínum með Rolhng Stones, Bob Dylan og fleiri. Hann var aðal- skipuleggjandi Live Aid-tónleik- anna árið 1985. Þá þótti framlag hans til sýrurokkbylgjunnar í San Francisco um miðjan sjö- unda áratuginn ómetanlegt. Gra- ham vann enn fyrir San Franc- isco-hljómsveitina Grateful Dead og var að skipulegga fyrir hana hljómleikaferð er hann fórst. Þá var hann einnig með Natalie Cole, Tom Petty and The He- artbreakers og Paulu Abdul á sin- um snærum. Bryan Adams - met á breskum vinsældalistum. Lag ársins Lagið Everything I Do (I Do It For You) sat sextán vikur sam- fleytt í efsta sæti breska vin- sældalistans. Ekkert lag hefur setið þar lengur í tæplega fiörutiu ára sögu lista í Bretlandi. Fram til þess hafði Rose Marie með kántrísöngvaranum Slim With- man átt metið. Þaö var ellefu vík- ur á toppnum síðsumars og fram á haust 1955. Bryan Adams gerði gott betur með laginu Everything I Do (I Do It For You) en að slá met í Bret- landi. Hann var í sjö vikur í efsta sætinu í Bandaríkjunum og hafði í októberbyrjun náð toppnum í fiórtán löndum í fimm heimsálf- um. Aðallagið úr kvikmyndinni Hróa hetti þjófaprinsi er því greinilega lag ársins 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.