Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. 45 Margar persónur Ladda hafa orðið landsfrægar í gegnum tíðina og Þráinn Bertelsson leyfir þeim að njóta sín vel í bókinni milli þess sem hann ræðir við skaparann sjálfan. Fitubrennsla Nýtt 8 vikna námskeið hefst 11. nóvember [ boði eru fitubrennsiutímar I og I! I fyrir byrjendur. II fyrir þá sem eru einhverri þjálfun og vilja taka vel á (pallar notaðir). • Fitumæling og viktun • Matarlistar og ráðleggingar arkort hjá Ræktinni. Látið skrá ykkur strax. Takmarkaður fjöldi kemsf að. Upplýsingar í síma 12815 og 12355. Frostaskjóli 6 - símar 12815 og 12355 Ég byijaði að smakka vín á rekstrar- sjónum í Alþýðuhúsinu og sem betur fer hef ég ekki ánetjast öðrum vímug- jöfum. Einusinni ætlaði ég að vísu að prófa hass, sem þá var mjög í tísku, en það misheppnaðist af þeirri einfoldu ástæðu að mér hefur aldrei tekist að komast upp á lag með að reykja tóbak. Það var líkamleg mót- staða sem bjargaði mér í það skiptið - ekki andlegur styrkur." Starfið sundraði fjölskyldunni „Oft get ég ekki varist þeirri hugsun, að það sé sorglegt að starf mitt og það sem því hefur fylgt skuh hafa þurft að kosta fjölskyldu mína og mig svona mikið. Mig tekur það sárt að þetta skuh ekki hafa farið betur saman. Og nú erum við Rósa skilin eftir öll þessi ár, vorum gift í 24 ár, saman í 28. Þetta gerðist ekki á einu auga- bragði. Það tók langan tíma; kannski hefur hjónabandið verið að gliðna í 20 ár. En það er samt ekki eins og þetta hafi allt verið til einskis, ekki eins og allt sé glatað og ekkert eftir. Við eigum þrjá drengi. Martein, ívar og Þórhall litla. Og við Rósa erum vinir. Sú vinátta er mér mikils virði. Kannski verður hún sterkari en hjónabandið? Ég er 44 ára gamall. Stóð fyrst á sviði í Hveragerði árið 1960 fyrir rúmum þremur áratugum. Kom fyrst fram með hljómsveit 17. júní 1965 og hóf skemmtanaferilinn í upp- hafi næsta áratugar og síðan bættist leiklistin við.“ Ekki mikið hörkutól „Þetta er orðinn alllangur og fjöl- breyttur ferill. Samt finnst mér stundum eins og ég sé rétt að byija. Ég held ég sé ekki mikið hörkutól, en samt hefur þurft ákveðna hörku til að skila því verki sem ég hef skil- aö og það hefur kostað fórnir. Ég er metnaðargjarn og vil reyna að standa mig sem best á því sviði sem ég er að vinna. Ég er hka nýjungagjarn, þreytist á því að standa í sömu spor- um lengi. Sennilega er ég fremur sjálfhverfur maöur; ég hef ekki haft mikinn tíma aflögu handa öðrum, tíminn hefur farið í það sem að atvinnunni lýtur. Ég er upptekinn af mínu, eins og það er kallað. Sama á við um landsmálin. Ég fylgist lítið með pólitík og fæ stundum um samviskubit af því að ég láti mig þjóðmálin litlu varða. Þá rýk ég til og les forystugreinar í dag- blöðunum. En þrátt fyrir góðan vilja er ég búinn að gleyma forystugrein- unum um leið og ég legg blöðin frá mér. Ég veit ekki fremur en aðrir hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski á ég eftir að verða mynd- listarmaður? Allavega á ég eftir að halda áfram leiðar minnar. Ég veit ekki hvert sú leið liggur. í besta falh get ég reynt að átta mig á því hvaðan ég kem og hvar ég er staddur og hver ég er. Þessi bók er liður í slíkri staðar- ákvörðun." Sjálfur ófundinn „Hvert leiðin Uggur veit ég ekki. Ég hef komið fram í gervi fleiri persóna en ég fæ tölu á komið. Sí- fellt hef ég verið að reyna að finna nýjar og nýjar persónur og leiða þær fram í sviðsljósið. Ég á enn eftir að koma fram á leiksviði sem ég sjálfur. Kannski tekst það einhvern tím- ann. Þá væri ekki svo vitlaust að bjóða þeim hjá 0. Johnson & Kaaber að koma og líta á piltinn. Fyrst þegar ég kom fram í sjón- varpi sást ég ekki sjálfur, þá var það aðeins röddin sem heyrðist. Og rödd- in var ekki mín eigin rödd. Það var ágæt byrjun. Núna þegar ég er að reyna að gægj- ast undan skehnni sést ég hvorki né heyrist, samt er ég hjá lesendum. Eg er fólk á leiksviði. Ég er mynd í blaði, á skjá og á tjaldi. Ég er persóna í bók. Og ég er ég sjálfur." (Ath: Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Laddi segir í nýrri bók opinskátt frá lifi sínu. Meðal annars pvi að aiit trá þvi hann var smábarn hefur hann alltaf verið að leika einhverja aðra. Hann þjáðist af minnimáttarkennd sem barn, fannst hann Ijótur og heimsk- ur og þá var eina úrræðið að breyta sér í einhvern annan. Það gerði hann með góðum árangri. RAUTT yÓsj^jtAÖTT IjóíT \___________Ú*XdPDU'______/ TÁGASETT" sófir 2 stólar og borð Húsgagnaverslun sem kemur á óvart Opið mánudaga til laugardaga 10-19 sunnudaga 13-19 GARÐSHORN 8 HÚSGAGNADEILD við Fossvogskirkjugarð, simar 40500 og 16541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.