Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
Skák
Kasparov yfirburða-
maður í Tilburg
- en Karpov varð að láta sér lynda 4. sætið
Fjórir efstu menn á skákmótinu i Tilburg; Kasparov, sem varð efstur, í öðru sæti varð Short, Anand í þvt þriðja
og fjórði varð Karpov.
„Ég hef lagt harðar að mér en
áður við skákrannsóknir," sagöi
heimsmeistarinn Garrí Kasparov
eftir glæsilegan sigur á stórmótinu
í Tilburg og bætti við að hann hefði
verið ákveðinn í því að sigra á
mótinu. Sigurinn í Tilburg er fyrsti
mótasigur heimsmeistarans í ár en
hann varð að láta sér nægja 2. sæt-
ið í Linares í febrúar og þriðja sæti
í Amsterdam í júní. „Mér tókst
ekki að vinna skák á hvítt í Amst-
erdam en hér vann ég fimm skák-
ir,“ sagði Kasparov jafnframt.
Kasparov hlaut 10 vinninga af 14
mögulegum og hatði tryggt sér sig-
urinn fyrir síðustu umferð er hann
svo klykkti út með því að leggja
Karpov aö velli. Englendingurinn
Nigel Short kom næstur með 8,5
v„ síðan Indverjinn Anand með 8
v., Karpov hlaut 7,5 v., Kamsky 7
v„ Timman 6,5 v., Kortsnoj 5,5 v.
og Bareev fékk 3 vinninga.
Eftir þennan frábæra árangur
dylst engum að Kasparov stendur
langfremstur stórmeistara í skák-
heiminum. Karpov, sem svo oft er
nefndur í sömu andrá og heims-
meistarinn, hefur hins vegar fengið
harða samkeppni frá yngri mönn-
um. Short, sem ásamt Salov sigraði
í Amsterdam, fyrir ofan Kasparov
og Karpov, sýndi enn að hann er
enginn eftirbátur Kasparovs. Þeir
eiga að tefla saman í næstu umferð
áskorendakeppninnar á næsta ári
og verður fróðlegt að sjá hvort
Short tekst þá endanlega að brjóta
á bak aftur veldi K-anna.
Indverjinn Anand vann það afrek
að leggja bæði Karpov og Kasparov
að velli en undir lokin missti hann
flugiö, einmitt er baráttan milli
hans og Kasparovs var aö verða
spennandi. Líklega er Indverjinn
sá mesti skáksnillingur sem fram
hefur komið síðan Kasparov sleit
barnsskónum. Hann er frægur fyr-
ir að tefla hratt, er fljótur að sjá
„taktíska möguleika" og meira að
segja Karpov viðurkenndi eftir ein-
vígið við hann í Brussel í sumar
að hann hefði góðan skilning á
stöðubaráttu - þó að „stöðulega séð
væri ég örlítið sterkari," eins og
Karpov komst að orði í viðtali, af
sinni alkunnu hógværð.
Kamsky kom einnig á óvart og
sýnir að hann gæti hæglega bland-
að sér í baráttuna um heimsmeist-
aratitilinn. Hann er þegar orðinn
þekktur fyrir skringileg uppátæki
og skapbráður faðir hans, sem jafn-
an fylgir honum eftir á skákmót,
er orðinn heimsfrægur fyrir al-
menn leiðindi.
Timman má vera þokkalega
ánægður eftir hörmulega frammi-
stöðu á heimsbikarmóti Flugleiða
og slæma byrjun í Tilburg.
Kortsnoj, sem varð sextugur í sum-
ar, virðist ekki lengur hafa þrek í
svo erfiö mót og Bareev - sigurveg-
arinn í Hastings - var algjörlega
heillum horfinn. Byijaði illa og
tefldi síðan sem niðurbrotinn mað-
ur.
Skoðum tvær skákir frá mótinu.
Fyrst einu tapskák heimsmeistar-
ans, sem svo sannarlega er „tekinn
í bakaríið“ og síðan sætan sigur í
159. skákinni gegn Karpov.
Hvítt: Viswanathan Anand
Svart: Garrí Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
RfB 5. Rc3 a6 6. f4 e6 7. Bd3 Rbd7 8.
0-0!
Áður var jafnan leikiö 8. RI3 í
þessari stöðu, enda virðist texta-
leikurinn bjóða hættunni heim,
einmitt vegna næsta leiks heims-
meistarans. En Anand er ekki að
leika af sér.
8. - Db6?! 9. Be3 Dxb2 10. Rdb5!!
axb5 11. Rxb5
Hótar 12. Rc7 + og eftir 12. - Kd8
væri 13. a3, sem hótar m.a. 14. Bd4,
býsna óþægilegt.
11. - Ha5 12. Hbl!
Það er ekki á hverjum degi sem
heimsmeistarinn missir drottning-
una eftir aðeins tylft leikja. Svarið
við 12. - Dxa2 yrði auðvitað 13. Rc3
Da314. Hb3 og drottningin er fallin.
Enn sýnir sig að peðið á b2 er „eitr-
að“ og munu margir nú eflaust
minnast einvígis Fischers og Spas-
skys í Reykjavík 1972, þar sem þetta
fræga peö var mjög í sviðsljósinu.
Raunar minnir skákin sem hér er
til umfjöllunar á 11. skákina 1972
er drottning Fischers varð inn-
lyksa eftir að hafa gætt sér á b-
peðinu og Fischer varð að færa
miklar fórnir til að losa hana úr
khpunni.
12. - Hxb5 13. Hxb2 Hxb2 14. Dal!
í raun er þetta lykilleikurinn. Þar
sem 14. - Hb4? strandar á 15. Dc3,
verður svartur að láta skiptamun
af hendi. Þótt hann fái þijá létta
menn fyrir drottninguna, á hann í
mestu erföileikum því að menn
hans ná ekki aö vinna saman.
14. - Hb6 15. Bxb6 Rxb6 16. Dc3 Be7
17. Hbl Rfd7 18. Dxg7 Bf6 19. Dh6
Ke7 20. Bb5 Hg8 21. Hdl e5 22. f5 Rc5
23. Hxd6!
Nú er staðan í molum því að 23.
- Kxd6 24. Dxf6+ kostar meira liö
í næstu leikjum.
23. - Bg6 24. Dxh7 Rxe4 25. Hxb6 Hd8
26. Bd3 Be3+ 27. Kfl Bxb6 28. Bxe4
Hd4 29. c3!
- Og Kasparov gafst upp. Ef 29. -
Hxe4 30. f6+ og næst 31. Dxe4
o.s.frv.
Kasparov var fljótur að jafna sig
eftir þetta áfall en Anand tapaði
hins vegar næstu tveimur skákum.
Já, það er dýru verði keypt að
vinna heimsmeistarann!
í þætti Halls Hallssonar um
Karpov kvartaði Karpov mjög und-
an því að Kasparov fengi vinninga
sína á „eldhúsborðinu" - þ.e. með
góðum undirbúningi. Ekki átti
þetta við um skák heimsmeistarans
við Anand hér að ofan en í lokaum-
ferðinni gegn Karpov náði Ka-
sparov fljótlega vinningsstööu með
nýjasta vopninu - skoska leiknum.
„Eftir 15. e6 var ég viss um að ég
væri að vinna,“ sagði Kasparov eft-
ir skákina. Þetta var auöveldur sig-
ur heimsmeistarans.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Skoski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7.
De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g6 10. f4!
Endurbót Kasparovs á skák Jó-
hanns Hjartarsonar og Portisch á
heimsbikarmóti Flugleiða á dögun-
um. Karpov áttar sig ekki á þvi
hvað að baki býr - annars hefði
hann leikið 10. - Bg7.
10. - f6? 11. Ba3! Df7 12. Dd2! Rb6 13.
c5 Bxfl 14. cxb6
Karpov tekur nú þann kostinn
að fórna manni, í ljósi þess að eftir
14. - Bxa3 15. b7, eöa 14. - Ba6 15.
bxc7 á hvítur greinilega betri stöðu.
Ákvöröun hans er þó umdeild því
að það er langt frá því að hann fái
nægileg færi.
14. - axb6 15. e6!
Sterkara en 15. BxfB Bxg2 16.
Dxg2 HxfB, þótt svartur þurfi einn-
ig í því tilviki að berjast fyrir lífi
sínu. Nú gengur ekki 15. - Dxe6+
16. Kxfl Bxa317. Rxa3 Hxa3, vegna
18. Hel og leppar drottninguna.
15. - dxe6 16. Bxf8 Hd8 17. Db2 Bxg2
18. Dxg2 KxfS 19. Dxc6 Hd6 20. Dc3
Kg7 21. Rd2 Hhd8 22. 0-0-0!
Kóngur hvíts er kominn í örugga
höfn og nú er deginum ljósara að
svartur hefur ekki fullnægjandi
færi fyrir manninn.
22. - De8 23. Dxc7+ H8d7 24. Dc2
Db8 25. Rc4 Hd5 26. Df2 Dc7 27. Dxb6
Dxf4+ 28. De3 Dg4 29. Hdgl Dh4 30.
Hg3 e5 31. Hh3 Dg4 32. Hgl Hdl +
33. Hxdl Dxdl+ 34. Kb2 h5 35. Hg3
Dhl 36. Df2 h4 37. Dg2 Dxg2+ 38.
Hxg2 g5 39. a4 Kg6 40. a5 e4 41. b4
h3 42. Hg3 Hh7 43. a6 f5 44. Ha3
Og Karpov gaf skákina.
Úrslitakeppnin
í Grundarfirði
Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins og
Margeir Pétursson urðu efstir og
jafnir í landsliösflokki á skákþingi
Skák
Jón L. Árnason
íslands í Garðabæ í ágúst og þurfa
að heyja aukakeppni um titilinn
„skákmeistari íslands 1991“. Jafn-
framt tefla þeir um tvö efstu sætin,
sem gefa þátttökurétt á svæðismóti
á næsta ári.
Nú hefur verið ákveöið að úr-
slitakeppnin fari fram í Grundar-
firði og hefst hún á morgun, sunnu-
dag. Hver keppenda teflir tvisvar
við hvern hinna. Teflt er daglega í
matsal Fiskverkunar Soffaníasar
Cecilssonar og hefjast skákirnar
kl. 17.10 - síðasta skákin á fóstu-
dag. Standi leikar þá jafnir verður
tefld einfóld umferð til viðbótar,
síðan bráðabani ef þörf krefur.
Þetta er þriðji „stórviðburður-
inn“ í skákinni sem fram fer í
Grundarfirði. Þar var eitt helgar-
móta tímaritsins Skákar 1984 og
síðan keppni i landsliðsflokki á
skákþingi Islands 1986.
Helgarmót
í Hafnarfirði
Taflfélagiö Hellir og Skákfélag
Hafnarfjarðar hafa nú tekið hönd-
um saman um að standa að atskák-
móti um næstu helgi - umhugsun-
artími hálf klukkustund á kepp-
anda. Mótið hefst fóstudaginn 15.
nóvember kl. 20 og verður fram
haldið laugardaginn 16. nóvember
kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir og
verða veitt peningaverðlaun, 20
þúsund, 12 þúsund og 8 þúsund
krónur.
Teflt verður í húsnæði Skáfélags
Hafnarfjarðar, Tómstundaheimil-
inu, á homi Suðurgötu og Lækjar-
götu. Tekiö er fram í fréttatilkynn-
ingu frá félögunum að skákmenn
eldri en tvítugir séu boönir sérstak-
lega velkomnir en mótið er öllum
opið.
-JLÁ