Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
43
\
Friðrik ásamt dóttur sinni, Hjálmfríði Þöll, í Perlunni í Öskjuhlíð. Saman flytja þau þekkta slagara við ýmis tækifæri.
Dv-mynd Brynjar Gauti
sína hafa reynst sér vel í erfiðleikun-
um og veikindunum og að hann hafi
fengið ótrúlega mikinn styrk frá
þeim. „Þó hefur enginn reynst mér
eins stórkostlega og konan mín.“
í Busabandinu
Friðrik er fæddur á ísafirði. Ellefu
ára gamall flutti hann til Akraness
en fannst hann aldrei eiga heima
þar. Hann byrjaði að læra á píanó
átta ára gamall. Seinna lærði hann á
túbu og lauk fjórum stigum á það
hljóðfæri. Þegar Friðrik var í heima-
vist Menntaskólans á Akureyri lék
hann í Busabandinu sem síðar fékk
nafnið BB-sextettinn. „Það var ein-
mitt í MA sem Þorvaldjgr Halldórs-
son og Vilhjálmur Vilhjalmsson hófu
sinn feril,“ bætir hann við.
Að loknu menntaskólanámi kenndi
Friðrik einn vetur en settist svo aftur
á skólabekk og þá í Kennaraskólann
og lauk almennu kennaraprófi 1966.
Samtímis kennaranáminu hóf hann
nám í söngkennaradeild Tónlistar-
skólans í Reykjavík og lauk þaðan
tónmenntakennaraprófi 1967. Síðan
lá leiðin í háskólann og 1971 tók Frið-
rik BA-próf í sögu og bókasafns-
fræði. Lokaritgerðir hans í þessum
greinum tengdust tónhst. Sögurit-
gerðin fjallaði um sögu langspilsins
en bókasafnsfræðiritgerðin um tón-
list í almenningsbókasöfnum. Frið-
rik var sá starfsmaður Borgarbóka-
safnsins sem kom upp vísinum að
því tónlistarsafni sem nú er til húsa
í Gerðubergi í Breiðholti.
Líf Friðriks hefur alla tíð snúist
mikið um tónlist og því er ekki úr
vegi að spyrja hvaða tónlist honum
þyki mest gaman að hlusta á. „Ég
hef mjög gaman af fiðlukonsertum
og strokkvartettum þó ég spili ekki
sjálfur á fiðlu. Mest gaman þykir mér
að spila á túbu þó ég hafi ekki snert
hana í þrjú ár. En ég held að manns-
röddin sé uppáhaldshljóðfærið mitt
þegar allt kemur til alls. Ég hef haft
mikla ánægju af að stjóma blönduð-
um kórum.“
Barnabók
í samkeppni
Á heimili Friðriks í Reykjavík er
langspil og harmóníka, auk ýmissa
annarra hljóðfæra. Hann tekur í
bæði hljóöfærin og getur þess um
leið að hann sé nýfarinn að ,jaga“
harmóníku. Harmóníkunafékk Friö-
rik lánaöa í sumar. Auk þess að grípa
í hljóðfærin í frístundum fæst hann
við yrkingar. „Ég er eiginlega
skorpumaöur í yrkingunum. Það er
svo einnig upp og ofan hvort það er
í alvöru.“ Hann segist vera farinn að
fikta við prósa og er með smásögur
í handriti en hefur ekki fengið miklar
undirtektir enn. Friðrik skrifaði
barnabók í sumar sem hann hefur
sent í keppni. Hann segir hins vegar
ljóðið enn vera sinn aðal.
„Það ættu sem flestir að geta horfið
til ljóðsins og slakað á og gefið gný
og gaspri langt nef um leið. Nútíma-
manninum veitir ekki af að slaka á
og ljóðið er góður vettvangur til þess.
Það er öðmvísi slökun en sú sem
fæst við ölkollu og blús,“ heldur Frið-
rik áfram.
Eins og ortværi
í gegnum hann
Ljóðin í fimmtu og nýjustu bók
Friðriks, Kór stundaglasanna, sem
nýkomin er í verslanir, urðu til á
ámnum 1984-1990. Hann segir mörg
ljóðanna hafa orðið til eins og ein-
hver orti í gegnum hann. „Ég settist
eitt sinn niður til að prófa penna. Ég
var með litla minnismiðablokk og
áður en ég vissi af var ég búinn að
fylla út níu blokkarblöð. Það var eins
og það rynni á mig hamur. í ljóða-
bókinni eru beinar tilvísanir til
Grettis Ásmundssonar en ég hafði
einmitt legið og íhugað Grettissögu
áður en ljóðið Síðasta martröð Grett-
is varð til.“
Friðrik segist áður hafa orðið fyrir
slíkri reynslu við samningu fyrri
bóka en aldrei eins sterkt og áber-
andi og með þessa bók.
Forspjall
Fyrsta ljóðið í bókinni nefnir hann
Forspjall og segir það tákn um
hvemig tíminn sækir að nútíma-
mönnum á ófriðsamlegan og hávær-
an hátt.
Hópumst saman í skellibirtunni
hlýðum hugfangin á kór
stundaglasanna
bera á borð með sér álög
vafin marglitum gljápappír
varpa litfögrum bjarma
í krókana og kimana
fylla rjáfrin hvíslandi þrumuraust
þangað til veðrin síga yfir höfuð
okkar
og kór stundaglasanna
dregur okkur óvæntar byrðir úr
hlustum
nærir hálfrökkrið bitmm andgusti.
Gefstekkiupp
Það er enga uppgjöf að heyra í orð-
um Friðriks. Hann kveðst hafa átt
erfiðar stundir en það hafi aldrei
hvarflað að honum að hætta vera sá
sem hann hafi verið. „Ég ætla að
reyna það eins lengi og mér er það
fært. Ég get spilað létta músík eftir
eyranu og mér gengur furðanlega að
hltta á nóturnar. Það hefur verið
erflðara hvað skriftirnar varðar. Ég
hef fengið styrk til að kaupa nýja
tölvu og bíð eftir styrk til að kaupa
stækkunarbúnað til að ég geti séð
betur hvað er á skjánum." Friðrik
segir börnin í Ölduselsskóla taka
fotlun hans nánast eins og ekkert sé.
Langflestum þeirra hafði hann kennt
áður en hann varö blindur. Tón-
menntakennarinn ítrekar í lokin að
hvergi sé hægt að finna hve gildi
mannúðar og góðleika hafi mikið
vægi eins og í samskiptum við börn.
-IBS