Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
7
Fréttir
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
11 þúsund króna skuld hækkaði um
8 þúsund krónur hjá lögfræðingi
Skuldarar viö Lánasjóð íslenskra
námsmanna eru ekki sáttir viö inn-
heimtuaöferðir sjóðsins. Snemma
síðastliðið vor var látið fara fram
útboð á innheimtu lána sem voru
komin í vanskil. Lögfræðiskrifstofa
Arnmundar Backman átti lægsta til-
boðið og var gerður samningur við
hana.
Fyrrverandi námsmaður hafði
samband við DV og kvaðst hafa feng-
iö bréf frá LÍN. í því var hann hvatt-
ur til að gera skil á afborgun á láni
sínu, sem gjaldféll 2. júlí, fyrir 1. okt-
óber. Viðkomandi segist ekki hafa
greitt á gjalddaga heldur hafi hann
greitt afborgun af láninu, sem var
um 11 þúsund krónur, þann 8. októb-
er. Daginn eftir fékk maðurinn inn-
heimtubréf frá lögfræðiskrifstofu
Arnmundar Backman þar sem hann
var auk skuldarinnar krafinn um
rúmar 7 þúsund krónur í innheimtu-
kostnað. Maðurinn hafði þá sam-
band við lögfræðiskrifstofuna til að
láta vita að hann væri búinn að borga
lánið. Hann segir að sér hafi verið
tjáð að það skipti engu máh, lög-
fræðikostnaðurinn legðist samt sem
áður ofan á aíborgunina þar sem hún
hefði borist of seint.
Guðjón Valdimarsson, fjármála-
stjóri LÍN, segir að ef skuldarar
sjóðsins hafi ekki borgaö af lánum
sínum þremur mánuðum eftir gjald-
daga fari málið sjálfkrafa til lögfræð-
ings.
„Sex vikum eftir að afborgun af
láni er komin á gjalddaga er send
ítrekun til skuldarans, í þessu tilviki
var þaö þann 15. ágúst síðastliðinn.
í henni var greint frá því hvenær
málið yrði sent til lögfræðings til inn-
heimtu. Hafi fólk ekki gert upp fyrir
tilskilinn tíma, sem í þessu tilviki var
1. október, þá fer málið sjáifkrafa til
innheimtu hjá lögfræðingi.
Samkvæmt þessum reglum hefur
fólk þriggja mánaða frest frá því lán-
ið er komið á gjalddaga til að gera
hreint fyrir sínum dyrum áður en
skuldin er send lögfræðingi til inn-
heimtu," segir Guðjón.
- Erþessiaðferðsiðferðilegarétt?
Það er alltaf spurning. En þetta er
sú aðferð sem við notum til að inn-
heimta skuldir og höfum gert und-
anfarin tvö ár. Hún ber góðan árang-
ur því þeim sem lenda í vanskilum
Magnús Steinþórsson:
Býður tvo
milljarða í hót-
el í London
Magnús Steinþórsson, hóteleigandi
í Torquay á vesturströnd Englands,
hefur lengi haft hug á að eignast
hótel í London. Magnús er nú að láta
draum sinn rætast. Hefur hann boðið
tvo mihjarða íslenskra króna í stórt
hótel í London og er vongóður um
að thboði hans verði tekið þótt settir
sé á hótehð þrír mihjarðar. Hyggst
Magnús meðal annars beina íslend-
ingum, sem leið eiga um London, á
hótehð. -HK
Hassfannst
í Sunnutindi
Hinn nýi leitarhundur Tohgæslu
íslands fann um 100 grömm af hassi
í togaranum Sunnutindi frá Djúpa-
vogi í gærkvöldi við komu togarans
til heimahafnar. Hassið fannst í fór-
um eins skipverjans í klefa. Tveir
menn hafa játað að hafa átt efnið.
við sjóðinn hefur stórfækkað."
„Við gerðum samning við Lána-
sjóðinn á grundvelli útboðs. Viö
fengum þetta verkefni því við bjóð-
um skuldurum sjóðsins að greiða
vanskhaskuldir með mjög lágum th-
kostnaði. Þeir fá alveg vhdarkjör á
þessum afborgunum ef þeir greiða
fyrir ákveðinn tíma. Skuldarar eru
alltaf í ákveðnum tilvikum búnir að
gera upp sín mál í banka áður en við
fáum ekki yfirlit yfir að þeir hafi
greitt. Shk mistök má skrifa á tölvu-
kerfi. En fólk sem sannanlega hefur
greitt áður en fresturinn til að greiða
lánið er útnmninn greiðir ekki neinn
aukakostnað," segir Arnmundur
Backman lögfræðingur.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
hefur aflað sér er skuldurum leyft
að greiða gjaldfallnar kröfur sínar
við LIN með lágmarkskostnaði, sem
er 2.828 krónur auk virðisaukaskatts,
allt að tíu dögum eftir að þau hafa
verið send lögfræðingi th innheimtu.
Síðan fehur mun hærri kostnaður á
vanskil af afborgimum af láninu.
-J.Mar
Það hefur alltaf verið okkur kappsmál að geta boðið viðskiptavinum okkar fyrsta flokks vörur
á sem lægsta verði, og það hefur okkur tekist.
Við þökkum það öllum þeim fjölda viðskiptavina sem verslað hafa við Japis í gegnum árin
og þeirri viðurkenningu sem vörur okkar hafa fengið.
Með beinum innflutningi frá Japan höfum við stuðlað að enn lægra vöruverði.
Stöndum saman í baráttunni fyrir lægra vöruverði - við eigum það öll skilið.
Panasonic VHS MOVIE
Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum hvað varðar myndgæði og verð.
Hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus, vegur aðeins 900 grömm og er aðeins 3 lux.
Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari.
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
SÍMI 62 52 00
•flfiiræe ææuwLi vu ,-1