Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Page 2
2 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Fréttir Hæstiréttur mildaði mjög dóm Sakadóms yfir lögreglumarmi: Skilorðsbundin refsing f yrir vísvitandi árás - óákveðið hvort maðurinn fær starfið aftur, segir lögreglustjóri Hæstiréttur hefur dæmt 33 ára lög- reglumann í Reykjavík í þriggja mánaða skilorðsbundið varðhald fyrir vísvitandi líkamsárás í opin- beru starfi. Dómur undirréttar, sem hljóðaði upp á sömu refsingu en óskilorðsbundna, var því með dómi Hæstaréttar mildaður verulega. Lögreglumaðurinn var leystur frá störfum um ótiltekinn tíma - það er á meðan máhð var til meðferðar hjá RLR, ríkissaksóknara, héraðsdómi og nú síðast Hæstarétti. Böðvar Bragason lögreglustjóri sagöi við DV í gær að hann hefði ekki ákveðið hvort umræddur lög- reglumaður fengi starf sitt aftur. „Eg vil síður ræða þetta enda á ég eftir að lesa dóminn vel. Viö eigum eftir að ráöa ráðum okkar hér innan dyra. Ég mun ræða við yfirmenn hér um þetta mál eftir helgina. Við verðum að skoða þetta mjög vel,“ sagði Böðv- ar. Atvikið varð við gatnamót Berg- þórugötu og Frakkastígs í desember 1990. Lögreglumaðurinn tók þá 23 ára karlmann kverkataki og skeUti honum í götuna með þeim afleiðing- um að hann missti meðvitund. Sjö tennur brotnuðu, hann bólgnaði og skrámaðist í andliti, fékk skurð á augabrún auk sára á hálsi. Eina tönnina varð að fjarlægja strax. Maðurinn hafði ekki hlýtt skipun- um lögreglu á vettvangi er hún var að hafa afskipti af öðrum mönnum. Lögreglumaðurinn hrakti hann á undan sér niður Frakkastíg að Kára- stíg og tók hann þar hálstaki. Var maðurinn síðan dreginn meðvitund- arlaus til baka í átt að lögreglubíl. Er þeir áttu skammt eftir að bílnum sleppti lögreglumaðurinn takinu svo andht mannsins skall í götuna. í Sakadómi Reykjavíkur var kom- ist að þeirri niðurstööu að hegðun mannsins hefði ekki gefið tilefni til svo harkalegra viöbragða lögreglu- mannsins. Honum hefði verið í lófa lagið að kalla á aðra lögreglumenn til aðstoðar sem voru margjr á vett- vangi og höfðu að mestu lokið störf- um. Refsingin var því ákveðin þriggja mánaða varðhald fyrir vísvit- andi hkamsárás og brot í opinberu starfi. Samkvæmt hegningarlögum skal bæta aht að helmingi við refs- ingu ef opinber starfsmaður gerist sekur um annaö refshagabrot eins og í þessu tilfelh - vísvitandi lík- amsárás. Hæstiréttur staöfesti dóm Saka- dóms Reykjavíkur en dæmdi refsing- una hins vegar alla skhorðsbundna. Rökstuðningur Hæstaréttar fyrir skilorðsbindingunni er á þá lund að þar sem lögreglustjóri leysti manninn frá störfum 24. janúar 1991, „þar til öðruvísi verður ákveðið", og hann hefur ekki áður sætt kæru eða refs- ingu þótti rétt að skilorðsbinda refs- inguna. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða ahan máls- kostnað í Sakadómi og fyrir Hæsta- rétti,ahs370þúsundkrónur. -ÓTT Er það ekki einhvern veginn svona? gæti Erró verið aö segja þar sem hann líkir eftir því hvernig Jóhannes Kjar- val málaði hann fyrir mörgum árum. Þetta Kjarvalsmálverk er á sýningunni Erró og vinir hans sem opnuð var í Nýhöfn í gær. Er sýningin sett upp í tilefni útkomu bókarinnar Erró - Margfalt líf eftir Aðalstein Ingólfsson. Þess má geta að Erró var aö sjá þetta málverk af sér í fyrsta sinn. DV-mynd BG Verkalýðsfélagi stefnt fyrir að meina manni aðgöngu að Flugleiðavél: Hindran verkfallsvarða var ekki talin sönnuð Bæjarþing Keflavíkur sýknaði fyrr í vikunni Verslunarmannafélag Suð- umesja af kröfum manns sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni er hann ætlaði með Flugleiöavél th Banda- ríkjanna í verkfalh félagsins í apríl 1988. Maðurinn sótti máhð þar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir tjóni eftir að verkfahsveröir meinuöu honum aögöngu að flugvéhnni. Dóm- urinn féhst ekki á kröfunar. Tahð var ósannað að farþeginn hefði gert raunhæfa tilraun th að komast í umrætt flug. Manninum, það er stefnanda, var gert að greiða Versl- unarmannafélagi Suöumesja 70 þús- und krónur í málskostnað auk virð- isaukaskatts. Málsatvik vom að maðurinn átti pantað far ásamt eiginkonu og bami með Flugleiðum th Chicago að morgni 28. aprh 1988. Förinni var heitið á þing tannréttingasérfræð- inga. Maðurinn kvaðst hafa farið al- einn í Leifsstöð umræddan morgun th að kanna hvort fjölskyldan kæm- ist með. Vafi lék á því vegna verk- fallsaögerða meðlima verslunar- mannafélagsins. Forstjóri Flugleiða afgreiddi einn farþega um morgun- inn en maðurinn sagði tugi verkfalls- varða hafa meinað sér fór aö af- greiðsluborði. Hann kveðst því hafa snúiö th baka. Tókst honum síðan að fá far fyrir fjölskylduna með Arn- arflugi th Amsterdam en þaðan var flogið með KLM til Bandaríkjanna. Vegna aukakostnaðar sem varð við þá ferð fór maöurinn fram á um % þúsund krónur í skaðabætur. í máh mannsins fyrir dómi kom fram að hann hefði ekki fengið neina formlega synjun á afgreiðslu í flug- stöðinni umræddan dag. í verkfah- inu starfaði sérstök nefnd sem veitti undanþágur. Engin beiðni kom hins vegar frá stefnanda. Hann lagði held- m- ekkifram kæru á hendur verslun- armannafélaginu eða meðlimum þess. Maðurinn taldi á hinn bóginn að lögregluskýrslur staðfestu að alhr farþegar hefðu verið hindraðir í að komast að nefndu flugi. Hann hefði ekki talið ástæðu th að leggja th at- lögu við verkfahsverðina - og hefði heldur ekki tahð að undanþágu- nefndin félhst á beiðni sína um aö komast með véhnni. Dómurinn taldi ósannað að maður- inn hefði gert raunhæfa thraun til að komast með fluginu. Því væri ó- sannað að félagið hefði hindraö hann. Á þeim forsendum, og að ekki var leitað eftir undanþágu th verka- lýðsfélagsins, var félagið sýknað. Sveinn Sigurkarlsson, héraðsdóm- ari í Keflavík, kvað upp dóminn. Guðni Haraldsson hrl. var lögmaður verslunarmannafélagsins en Jón Magnússon hrl. lögmaður stefnanda. -ÓTT Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Fríða og Þorsteinn frá Hamri tilnef nd - skáldsagaeförlngmarBergmanmeöaltilnefninga Skáldsagan Meðan nóttin líöur eft- ir Fríðu Sigurðardóttur og ljóðasafn- ið Vatns götur og blóðs eftir Þorstein frá Hamri eru thnefningar íslands th bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1992. Hvert Norðurlandanna fimm th- nefnir tvö bókmenntaverk og frá Danmörku kemur skáldsagan Sneglehuset eftir Anne Marie Ejrnæs og ljóðasafnið Hjemfalden eftir Sören Ulrik Thomsen. Svíþjóð tilnefnir skáldsöguna Den goda vhjan eftir Ingmar Bergman og ljóðasafnið Trádet eftir Göran Sonnevi. Noregur thnefnir smásagnasafnið Et stort öde landskap eftir Kjell Askhdsen og skáldsöguna Sejerherrene eftir Roy Jacobsen. Finrhand tilnefnir skáld- söguna Johan og Johan eftir Olh Jalonen og skáldsöguna Stora várld- en eftir Uha-Lena Lundberg. Þaö sem vekur mesta athygli við tilnefningar þessar er að skáldsaga eftir hinn heimsfræga kvikmynda- leikstjóra, Ingmar Bergman, er önn- ur tilnefninga Svía th bókmennta- verölaunanna. Dómnefnd ákveður á fundi í Reykjavík 23. janúar hver hljóti verðlaunin en þau eru um 1,5 milljónir íslenskra króna. Ríkissaksóknari í máli þriggja Bandaríkjamanna: Akærir þremenn- ingana ekki fyrirnauðgun Ríkissaksóknaraembættið hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru á hendur þremur Bandaríkjamönn- um sem kærðir voru fyrir nauðgun á Keflavíkurflugvelh í september. Konan sem kæröi hefur verið vist- uö á geðdehd frá því að atburður- inn átti sér stað. Hún kærði tvo af mönnunum en sá þriðji var sakað- ur um að hafa aðstoðað hina við verknaðinn. Rannsóknarlögreglan á Keflavík- urflugvelh hafði máhð th meðferð- ar. Mennimir voru alhr úrskurð- aðir í gæsluvarðhald og síðan í far- bann. Einn þeirra kærði úrskurð- inn th Hæstaréttar en þar var kær- an ekki tekin th greina. Þremenn- ingunum var sleppt eftir yfir- heyrslur. „Ég skh ekki hvers vegna ríks- saksóknaraembættið ákvað að ákæra ekki og láta dómstóla skera úr um þetta mál,“ sagði lögmaður konunnar í samtah við DV í gær. Lögmanninum hefur verið fahð aö kanna framhald málsins. Hann sagði að rannsóknargögn málsins gæfu th kynna að þremenningarnir hefðu viöurkennt verknaöinn að hluta. Th stendur að leggja fram kröfu um háar skaöabætur vegna málsins. Eftir atburðinn á Keflavíkurflug- velh leiddi læknisrannsókn í ljós greinhega áverka á konunni sem bentu th að kynferöislegu ofbeldi heföi verið beitt. Konan hefur átt við mikla andlega erfiðleika að stríða eftir þennan atburð. -ÓTT Tap gegn Austumki íslenska landshðið í handknattleik tapaði fyrsta leik síunum á fjögurra landa mótinu í Ungveijalandi í gær. ísland tapaöi gegn Austurriki, 20-23, eftir að staöan hafði verið 10-12 í leik- hléi.------------ Þetta var 7. landsleikur þjóðanna frá upphafi og aðeins í annað skipti sem Islendingar bíða lægri hlut gegn Austurríki, síðast 1969. Fimm sinn- um hafa íslendingar sigrað. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.