Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Side 5
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. 5 Ef álverið hefði átt að rísa í Eyjafirði: Hef ði orðið þungt högg hér - segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Efst í mínum huga er að það er mjög slæmt að samningar um þessa framkvæmd skuli ekki ganga eftir vegna þess að í gangi hefur verið undirbúningur vegna þessa iðjuvers. Við erum nú þegar með orku sem við höfum ekki fullan markað fyrir Fyrrum Stjömustjóri: Skuldar starfs- mönnum og það kostar auðvitað mikla fjár- muni. Þar fyrir utan erum viö að tala um milljarðaframkvæmdir sem ekki verður af fyrr en að einhverjum tíma liðnum," segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, um þá stefnu sem „álmálið" svokallaða hefur tek- ið. Eins og kunnugt er var Eyjafjörður einn þeirra staða þar sem til greina kom á sínum tíma að reisa álverið og menn hafa haft orð á því nyrðra að það hafl verið lán í óláni að ekki stóð til að byggja það þar. „Höggið er þungt og bitnar auðvit- að fyrst og fremst á þeim sem höfðu áformað að þeir væru með þetta næst sér en það bitnar auðvitað á öllum landsmönnum. Ég held að úr því sem komið er hafi verið betra fyrir okkur að missa af álverinu á sínum tíma en ef við hefðum haflð undirbúning af fullum krafti og lent svo í þessu ástandi. Það hefði orðið þungt högg hér, enda er ljóst að eftir því sem atvinnusvæðið er minna þeim mun viðkvæmara er það fyrir svona stórum áföllum. Ég er ekki að segja að þeir á Suðurnesjum séu vel settir en númer eitt í mínum huga er hversu slæma stefnu málið hefur tekið, fyrir þjóðina alla,“ sagði Hall- dór. NISSAfJ Fréttir 1,8 milljónir Starfsfólk það sem vann á útvarps- stöðinni Stjörnunni meðan Jóhannes B. Skúlason hafði hana á leigu hefur nú ákveðið að leita til lögfræðinga til að ná fram rétti sínum. Á það inni ógreidd laun hjá Jóhannesi, samtals um 1,8 milljónir króna. Þá hefur ís- lenska útvarpsfélagið einnig leitað til lögfræðings um innheimtu vangold- innar leigu. Samkvæmt upplýsing- um DV skuldar Jóhannes felaginu um tvær milljónir króna. Hann hefur nú fengið leyfi til rekstrar nýrrar útvarpsstöðvar. „Við höfum ákveðnar tryggingar á bak við þetta sem við eigum eftir að láta reyna á,“ sagði Bjarni Kristjáns- son, fjármálastjóri íslenska útvarps- félagsins. „Við mátum þessar trygg- ingar sem fullnægjandi á sínum tíma. Það á svo eftir að koma í ljós hvort þær eru það.“ Fyrrverandi starfsmenn Jóhann- esar á Stjömunni komu saman til fundar í fyrradag þar sem teknar voru saman launakröfur þeirra. Að sögn Gísla Böðvarssonar og Arnar Albertssonar var ákveðið að setja kröfuna í innheimtu hjá lögfræðingi. Ekki náðist í Jóhannes B. Skúlason í gær. -JSS Þorbjöm Broddason: Vanskil koma nefndinni ekkertvið „Ég sé ekki að þetta snerti útvarps- réttarnefndina nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þorbjörn Broddason, formaður útvarpsréttarnefndar, að- spurður um hvort það bryti gegn reglum nefndarinnar ef umsækjend- ur heföu ekki staðið í skilum. „Við getum einnig sett dæmið þannig upp að um sé að ræða ein- stakhng sem er skuldunum hlaðinn og hann ætli að bjarga sér úr krögg- unum með því að stórgræða á út- varpsrekstri. Þá væri honum lítill greiði gerður með því að setja á hann bann til þess að græða af því að hann væri svo skuldugur. Ég sé bókstaf- lega ekki að það sé okkar mál hvort maðurinn skuldar eða ekki. Okkar mál er að trygga að hann fullnægi þessum settu faglegu reglum. Síðan er það okkar mál að fylgjast með að reksturinn sé eftir settum reglum." -JSS Slógust með hníf- umviðTónabæ Lögreglan haföi afskipti af tveimur 13 og 14 ára piltum við Tónabæ á ellefta tímanum í fyrrakvöld eftir að þeir höfðu verið að slást með litlum hnífum. Annar piltanna var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru þó ekkitalinalvarleg. -ÓTT PATROL GR • 6 strokka TURBÓ • Geysiöflugvél • Heilar hásingar • Gormafjöðrun • Rúmgóður 7 manna jeppi • 100% splittun á afturhásingu • Nytsamlegur aukabúnaður s.s.: • utanáliggjandi varadekk • Brettakantar • stigbretti % Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.