Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Side 6
6 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Utlönd Serbar og sambandsher Júgóslavíu beita vopnum gegn óvopnuöu hjálparskipi: Sprengjuárás á skip Barnahjálparinnar - ráöherrar frá Frakklandi og Ítalíu voru um borö í skipinu og lýstu aðförunum Sprengjum rigndi yfir skip Bama- hjálpar Sameinuðu þjóðanna þegar það nálgaðist höfnina í Dubrovnik síðdegis í gær. Skipið var sent til borgarinnar frá Bari á Ítalíu í þeim tilgangi að ná í böm sem eru illa haldin eftir langvarandi umsátur og árásir. Skipið, sem er svifnökkvi, komst til hafnar en er laskað að því er best er vitað. Engin sprengja hæfði það en nokkrar spmngu fáa metra fyrir framan stefnið. Þá var skotið af vél- byssum á skipið og olh skothríðin nokkru tjóni. Enginn særðist. Sjónvarvottum ber ekki saman um hvaöan -sprengjunum var skotið. Sumir segja að þær hafi komið frá failbyssum skæruhða Serba í landi en aðrir að skotið hafi verið af byss- um tveggja herskipa. Víst er þó aö vélbyssuskothríðin kom frá herskip- unum. Aðeins sambandsher Júgóslavíu hefur ytir herskipum að ráða þannig að máhð verður enn alvarlegra fyrir stjórnina í Belgrad ef sannast að her- foringjar, sem eiga að lúta yíirstjórn hennar, hafi látið skjóta á skip frá Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrar frá Frakklandi og Ítalíu voru um borð í skipinu. Þeir sögðu í síma frá því sem gerðist. Stjórn Barnahjálparinnar vildi ekki gera mikið úr atvikinu og sagði að ef til vill hefðu júgóslavnesku herskipin ekki vitað hvaðan skipið var og því skotið viðvörunarskotum. Skip Bamahjálparinnar er hvít- málað og þegar árásin var gerð blakti fáni stofnunarinnar við hún. Þá vek- ur það og undrun að tvö herskip skutu samtímis. Þrátt fyrir árásina ætla bæði Evr- ópubandalagið og Rauði krossinn að senda hjálparskip til Dubrovnik í von um að hægt verði að flytja börn, gamalmenni og sj úka þaðan. Reuter Churchill með hatiinn góða. Hattur Church- illsseldurá 700 þúsund Hinn heimsfrægi hattur Win- stons Churclúll, forsætisráð- herra Breta, á árum síöari heims- styrjaldarinnar hefur verið seld- ur á uppboði hjá Christies í Lund- únum fyrir sem samsvarar 700 þúsund íslenskum krónum. Kaupandinn er ókunnur. Churchill bar hattinn í opinber- um heimsóknum og við önnur mikilvægtækifæri. Reuter „Fylla hann, takk“ Ströng skömmtun hefur verið á bensíni í Rúmeníu síðustu daga. Eigendur bíla hafa aðeins getað fengið fyllt á tanka farartæka sinna en óheimilt er að sækja bensín á brúsa. Nú stendur til að fjórfalda verö á bensíni til að draga úr eftirspurninni. Þessi eigandi leifanna af þrítugum Fíat ætlar þó ekki að missa af sínum skammti því að hann ók vagni sinum á hestakerru til næstu bensínstöðvar og bað um að „fyll’ann". Símamynd Reuter Fimmtán náms- menn á sjúkrahús eftirbusavígslu Fimmtán nýnemar í landbúnaðar- skóla í Belgíu voru fluttir á sjúkra- hús eftir að þeir voru neyddir til að baða sig í sýrumenguðu vatni. Náms- mennimir voru að ganga í gegnum busavíslu þegar þeir urðu fyrir þess- ari óskemmtilegu reynslu. Hafin er lögreglurannsókn á mál- inu því enginn virðist geta gefið skýr- ingu á hvers vegna sýra var í vatn- inu. Þar áttu aðeins að vera ýmis skaðlaus efni. Eldri nemendur í skól- anum blönduðu baðvatnið en enginn þeirra kannast við að hafa sett sýru í það. Þrír af nýnemunum brenndust Ula í augum en hinir eru með annars stig húðbruna. Busavígslur hafa ver- ið gagnrýndar í Belgíu sem víða ann- ars staðar. Nú er talað um að óhjá- kvæmilegt sé að banna þær með öllu eða í það minnsta aö hafa svo strangt eftirlit með þeim að skaði geti ekki hlotist af. Reuter Fékksexára að nauðga konunni sinni Fyrsti dómurinn í nauðgunar- máli milli hjóna er falhnn í Bret- landi. Rúmlega tvítugur maður, ættaður frá Suður-Afríku, var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að nauðga konunni sinni. Kona kærði manninn og sagði að hann hefði tvívegis ráðist á sig og misþyrmt sér kynferðislega. Fyrir réttinum viöurkenndi mað- urinn að frásögn konu sinnar væri sönn og reyndi ekki að rétt- læta gerðir sínar. Skammt er frá því tekin var upp í lög í Bretlandi heimild til að dæma menn fyrir að nauðga eig- inkonu sinni. Áður var það laga- lega ómögulegt. Réttarsérfræð- ingar hafa lengi haldið því fram að gömlu lögin hafi verið gölluð og úr takti við það sem gerðist í öðrum löndum. „ . Dauði Maxwells gætikostaðtvo milljarða Mikið er í húfi fyrir tryggingafélag breska blaðakóngsins Roberts Maxwell að sannaö verði að hann hafi látist af eðlilegum orsökum. Sannist að hann hafi verið myrtur getm- félagið þurft að greiða erfingj- um hans um tvo milljaröa íslenskra króna í líftryggingu. Enn hefur ekki tekist að skera úr um hvað varð Maxwell að aldurtila. Staðfest er að hann hafði sár neðan við annað eyrað. Á sama tíma er mjög dregið í efa að hann hafi látist úr hjartaslagi enda vill læknirinn, sem skoðaði líkið, ekki kveða upp úr um dánarorsökina. Þó er vitað að blaðakóngurinn drukknaði ekki. Ekkja Maxwells og böm vilja ekki útiloka að hann hafi verið myrtur enda þykir með öðru grunpamlegt að líkið fannst nakið í sjónum. Þá þykir og margt benda tíl að líkið hafi verið skemur í sjónum en talið var í fyrstu. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INWLÁN ÓVERÐTRYGQÐ Sparisjóðsbækur óbundnar 3,5-4 Allir nema Sparisjóðir Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 4-6,5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 5-7,5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki VISITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3,0 Allir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÓBUNDNIR SERKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki ÖverðJJryggð kjör, hreyfðir 8-8,5 Sparisjóðirnir SÉRST/HCAR VERDB/cTUR (innan tlmabils) Vísitö||ibundnir reikningar 4-8 Landsbanki Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör -10,5-11 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,75—4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 16,5-19 Sparisjóðirnir Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 17-20 Sparisjóðirnir Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 20-22,5 Sparisjóðirnir útlAn verðtryggð Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn Islenskar krónur 16,5-19,25 Sparisjóðirnir SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir Sterlingspund 1 2-12,75 Landsbanki Þýsk mörk 11 Allir Hú$nædi$lán Ufeyrissjóöslán Dráttarvextir MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf nóvember 1 9,0 Verðtryggð lán nóvember 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóvember Lánskjaravísitala október Byggingavísitala nóvember Byggingavísitala nóvember Framfærsluvísitala október Húsaleiguvisitala Ve RÐB R£ FA$ JÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa 49 5-9 27,0 3205 stig 31 94 stig 599 Stig 1 87,3 stig 1 59,3 stig 1,9% hækkun 1. október HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,006 Sjóvá-Almennar hf. 5,50 5,80 Einingabréf 2 3,198 Ármannsfell hf. 2,30 2,40 Einingabréf 3 3,946 Eimskip 5,70 5,95 Skammtímabréf 2,003 Flugleiðir 2,00 2,20 Kjarabréf 5,643 Hampiðjan 1,80 1,90 Markbréf 3,029 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,139 Hlutabréfasjóður VlB 1,00 1,05 Skyndibréf 1,755 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1,72 Sjóðsbréf 1 2,887 Islandsbanki hf. 1,66 1,74 Sjóðsbréf 2 1,951 Eignfél. Alþýðub. 1,65 1,73 Sjóðsbréf 3 1,994 Eignfél. Iðnaðarb. 2,43 2,53 Sjóðsbréf 4 1,744 Eignfél. Verslb. 1,72 1,80 Sjóðsbréf 5 1,200 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbréf 2,0344 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Valbréf 1,9069 Olís 2,05 2,1 5 Islandsbréf 1,256 Skeljungur hf. 5,50 5,80 Fjórðungsbréf 1,140 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1,253 Sæplast 7,33 7,65 öndvegisbréf 1,234 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,276 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiðubréf 1,219 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,04 1,09 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.