Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Qupperneq 14
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Stórt, erlent lán? í leit aö leiðum til að mæta versnandi efnahag nefna margir, að við ættum að slá „stórt, erlent lán“. Þannig kæmi fé erlendis frá, sem nota mætti til að örva atvinnu- lífið hér. Þetta er þó býsna vafasöm leið, ef betur er að gáð. Horfur fyrir næsta ár eru slæmar, sem ástæðulaust er að hölyrða um fremur en orðið er. Til viðbótar mikl- um aflasamdrætti kemur frestun álversins. Fréttir af gjaldþrotum og öðrum hremmingum hafa verið fyrir- ferðarmiklar að undanfórnu, og þó virðist ástandið munu versna, en ekki batna. Því er eðlilegt, að leit sé gerð að einhverju, sem geri landsmönnum kleift að eiga skárri daga. En það er vægast sagt ömurlegt að ætla að stórauka erlend lán til að lappa upp á sakirnar 1 skamma hríð. Nú þegar stefnir í, að erlendar skuldir aukist á yfirstand- andi ári um sem svarar tvö hundruð þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þar er einungis átt við hreina aukningu erlendra skulda, þegar tillit hefur verið tekið til afborgana. Og hvernig er staðan að öðru leyti? Nýjar erlendar lántökur þjóðarbúsins til lengri tíma en árs eru taldar verða um 33,5 milljarðar króna á yfirstandandi ári, sam- anborið við 26,3 milljarða króna í fyrra. Aukninguna má rekja til mikillar lánsfjárþarfar ríkissjóðs, sem ekki hefur tekizt að mæta með innlendum lánum þrátt fyrir áform þar um. Að frátöldum afborgunum er nú áætlað, að hrein aukning erlendra lána í ár nemi 18 milljörðum króna. Það eru 4,9 prósent af allri framleiðslunni í land- inu, samanborið við 4,4 prósent á síðasta ári. Þannig hefur mistekizt í ár sú stefna, sem var yfirlýst við íjár- lagagerð í fyrra og ráðherrar í þáverandi stjórn stærðu sig hvað mest af: Þá var áformað, að ríkissjóður tæki engin erlend lán á árinu. Fimmta hver króna, sem við fáum í útflutningstekj- ur, þarf að fara í vexti og afborganir af erlendum lán- um. Þessi greiðslubyrði er nú þegar 7-8 prósent af fram- leiðslu í landinu og fer hækkandi. í áætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir, að greiðslubyrðin þyngist vegna mikilla afborgana af erlendum lánum. Greiðslubyrðin verður þá næsta ár, að öllu óbreyttu, 8,5 prósent af fram- leiðslunni. Vilja menn hækka það enn? Til að reikna skuldastöðuna gagnvart útlöndum má draga gjaldeyriseign þjóðarinnar frá erlendum lánum. Þessi staða hefur lengst af síðasta áratug numið 45-50 prósentum af framleiðslunni. Hæst fór hlutfalhð 1985 í tæplega 53 prósent. Hlutfalhð fór lækkandi í efnahags- legu uppsveiflunni 1986-87 en hefur aftur hækkað í sam- drættinum síðustu ár og skuldastaðan legið í kringum 48 prósent. Gert er ráð fyrir, að skuldastaðan versni á næsta ári og hlutfalhð fari í 52 prósent. Ástæðan er sú, að viðskiptahalhnn við útlönd vex, en á sama tíma verð- ur samdráttur í framleiðslunni. En fmnst mönnum ekki, að staðan verði nógu slæm í þessum efnum, þótt ekki verði tekin ný, stór, erlend lán til viðbótar? Það er sú spurning, sem landsfeðurnir þurfa að velta fyrir sér nú næstu daga. Skuldastaðan er nú þegar háskalega slæm, og hún er fyrst og fremst háðung fyrir ríkjandi kyn- slóð, sem veltir bagganum á komandi kynslóðir. Er ástandið svo ömurlegt, að við verðum að eta útsæð- ið og slá stór lán, sem greiða þarf á næstu áratugum? Mestur manndómur væri að líta þannig á máhn, að svo sé ekki. Haukur Helgason Blaðakóngur verður heims - fréttamatur Blaðakóngar á Bretlandi hafa löng- um verið fréttaefni, enda margir ekki aldæla frá því blaðaútgáfa fyr- ir milljónamarkaö komst á skrið þar í landi snemma á öldinni. Ro- bert MaxweU fór ekki varhluta af athyghnni á litríkri ævi, og brott- hvarf hans af heimi fyrir hálfri annarri viku bar að með þeim hætti að heimsfrétt varð úr. Maxwell hvarf af snekkju sinni, Lafði Ghislaine, undan Kanaríeyj- um einhvem tíma miUi miðrar óttu og hádegis 5. nóvember. Spænskir leitarmenn voru sjö klukkutíma að finna Uk hans á floti í sjónum. Likskoðun í Las Palmas leiddi tíl þeirrar niðurstöðu að alls ekki væri um drukknun að ræða. Maxwell hefói verið látinn þegar hann kom í hafiö og varð bráöa- birgðaniðurstaða líkskoðunar- læknis að líklega hefði hjartað bU- að og maðurinn steypst eða oltið fyrir borð. Kunnugum þótti þessi skýring með ólíkindum. Borðstokkar og grindverk á öllum þilförum Lafði Ghislaine ná í mittishæð, og þar er engin smuga svo víð að jafn þrekið lík hefði getað oltið útbyrðis. Enn stendur yfir þegar þetta er ritað frekari réttarfræðileg rann- sókn á sýnum líkamsvefja og vessa í SeviUa og Oxford. Þar er einkum leitað eitrunarummerkja. Áhöfn Lafði Ghislaine hefur verið kyrr- sett á Kanaríeyjum fyrst um sinn. Hafi nokkur maður hafist af sjálf- um sér til efna og áhrifa var það Robert Maxwell. Hann fæddist fyr- ir 68 árum á kotbýU foreldra sinna, strangtrúaðra gyðinga, og hét þá Jan Lodvik Hoch. Atthagar hans hétu þá Ruthenia og voru austasta fjallahérað Tékkóslóvakíu, en voru eftir síðari heimsstyrjöld innlimað- ir í Sovétríkin undir nafninu Karp- ató-Úkraína. Til Bretlands kom Jan Lodvik Hoch vorið 1940 á flóttamannaskipi frá meginlandi Evrópu og hafði þá tekið þátt í tékkóslóvaskri and- spyrnuhreyfingu gegn hernámi Þjóðverja. Föður hans höfðu Þjóð- verjar haft á brott með sér og spurðist ekki til hans síðan. Móðir- in lenti í útrýmingarbúðum nas- ista. Flóttamaðurinn ungi laug til ald- urs síns til að komast í breska her- inn. Þaðan var hann brautskráður 1945, höfuðsmaður að tign og sæmdur herkrossinum fyrir vask- lega framgöngu gegn Þjóðverjum, einkum í bardögum í Hollandi. Þá Erlend tíðindi MagnúsTorfi Olafsson hafði hann tekið sér nafnið Robert Maxwell. Fyrsta skref Maxwells til fjár og frama var stofnun útgáfufyrirtæk- isins Pergamon Press, sem sér- hæfði sig í útgáfu bóka og tímarita á vísindasviði. Mikiö af efni fékk hann frá löndum Austur-Evrópu, sem keppinautarnir sinntu lítt á þessu tímabili. Sérstaða á mark- aðnum og ódýrt efni urðu til þess að Pergamon Press óx brátt fiskur um hrygg. En þegar Maxwell hugðist færa út kvíarnar og festa kaup á stóru vísindaforlagi á meginlandinu kom babb í bátinn. Eftirlitsmönnum í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu í London þótti þessi metnaðargjarni útlendingur fara offari í fjármögn- unarúrræðum til kaupanna og sviptu hann rétti til að stýra fyrir- tæki skráðu á opinberum verð- bréfamarkaði. Innan þriggja ára hafði Maxwell aftur náð stjómartaumunum í Pergamon Press. Um tíma sat hann á þingi fyrir Verkamannaflokkinn og kvaðst ætíö sósíalisti að lífsskoð- un. Þegar hann réðst út á blaða- markaðinn 1984 með kaupum á Mirror blaðasamsteypunni kvaðst hann gera það meðal annars til að tryggja að Verkamannaflokkurinn ætti áfram að minnsta kosti einn hauk í horni meðal útbreiddustu blaða Bretlands. En Mirror Group fékkst líka á kostakjörum, fyrir aðeins 113 millj- ónir punda. Maxwell losaði með harðfylgi kverkatak óbilgjarnra prentiðnaðarfélaga á útgáfunni, létti af fyrirtækinu 2000 starfs- mönnum, sem ekkert höfðu að gera nema hirða uppsprengt kaup, og síðan hefur Mirror Group jafnan skilað góðum hagnaöi. Við lát Maxwells skiptist veldi hans í tvennt. Annars vegar er Mirror Group Newspapers PLC, sem á aðaleignir í Bretlandi. Hins vegar er Maxwell Communications Corp. með aðaleignir í Bandaríkj- unum. Þar gerðist Maxwell stór- tækur á síðari árum. Hann keypti bókaútgáfuna Macmillan Inc. á 1.950 milljónir dollara og Ofíicial Airlines Guides Inc. á 750 milljónir. Loks bjargaði hann stórblaðinu Daily News í New York frá lokun í fyrra. Fyrri tvenn stórkaupin voru gerð á hátindi verðsveflunnar í Banda- ríkjunum og til að koma þeim í kring varð Maxwell að skuldsetja fyrirtækin ákaflega. Samdráttur- inn í bandarísku viðskiptalífi upp á síðkastið varð til þess að selja þurfti eignir til að standa undir skuldabyrðinni. Fyrr í ár var krúnugimsteinn Maxwell-veldis- ins, Pergamon Press, seldur hol- lenska vísindaforlaginu Elsevier á 440 milljónir punda. Nú kemur það í hlut sona Max- wells, Kevins og Ian, að ráöa fram úr frekari vanda. Sinn þeirra tekur við hvorri stórsamsteypu. Þegar viðskipti hófust að nýju með hluta- bréf í fyrirtækjunum eftir hlé, sem gert var þegar lát Maxwells spurð- ist, lækkuðu bréf í Maxwell Com- munications verulega en bréf í Mirror Group hækkuðu. Fyrir átta árum sagði Robert Maxwell: „Uppi munu standa tíu risasamsteypur í upplýsingum og miðlun, og ég geri mér í öllu lítil- læti far um að ná einu af þessum tíu sætum, á hnattmælikvarða." Nú er að sjá hvað synirnir hafa erft af ótvíræðum hæfileikum hans. Ekkjan, Elizabeth Maxwell, legg- ur megináherslu á að fá vissu fyrir hvernig dauða manns hennar bar að höndum. Hún segir úrskurö spænska líkskoðunarlæknisins um eðlilegan dauðdaga órökstudda til- gátu. Sjálfsmorð útilokar hún með öllu, eins og aðrir sem best þekktu hinn látna. Hins vegar vill hún ekkert fortaka um bana af manna völdum, til dæmis að flugumanni hafi verið komið í áhöfn Lafði Ghislaine. „Það hötuðu hann svo margir,“ segir Elizabeth Maxwell. „Hann fékk svo margar hótanir. Margt fólk gæti hafa verið sólgið í að kála honum." Magnús T. Ólafsson Við likbörur Roberts Maxwell fyrir útför hans i helgasta grafreit gyðinga á Olíufjallinu í Jerúsalem. F.v. Ghislaine dóttir Maxwells, Elizabeth ekkja hans og synirnir þrír, lan, Kevin og Philip, fallast í faðma. ______________________' ________________________________Símamynd Reuteit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.