Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Síða 15
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
15
Net dregið úr sjó með gamla laginu skammt suður af Mombasa. Við strendur Kenýa og í Viktoriuvatni, sem er langt inni í landi, er nóg af fiski, en veiðiaðferðirnar eru afar frumstæðar og
ekki síður meðferð aflans í landi. DV-mynd ESJ
Gott að koma heim
- • o o
íslendingar eru með eindæmum
ferðaglaðir. Opinberar tölur sýna
að á hveiju ári heldur um helming-
ur þjóðarinnar út í heim. Að vísu
fara sumir oft á ári til útlanda.
Opinberir embættismenn og
stjómmálamenn eru til dæmis aUt-
af á þeytingi, oft af ótrúlega gagn-
slitlu tilefni og að sjálfsögðu ávallt
fyrir fé skattborgaranna. Engu að
síður er hópurinn sem fer til út-
landa verulega stór og hlutfallslega
mun stærri en hjá mörgum öðrum
þjóðum.
Flestir landsmenn sem fara til
útlanda á eigin vegum leggjast í
feröalög í tvennum tiigangi. Ann-
ars vegar til að slappa rækilega af
í sumarleyfi sínu í sól og blíðu suð-
rænna landa. Hins vegar til að
kaupa sér alls konar vaming á
lægra verði en hér tíðkast, ekki síst
fyrir jólin.
Við höfum það gott
Eitt er það sem einkennir flesta
íslenska ferðalanga. Þeim þykir
afskaplega gott að koma heim til
íslands aftiu-, jafnvel þótt napur
vetramæðingur, frost og snjór, taki
á móti þeim viö Flugstöð Leifs
heppna.
Fyrir þessu kunna að vera marg-
ar ástæður. Þannig em fámennir
íslendingar líklega hændari að
landi sínu og löndum en gengur og
gerist meðal milljónaþjóðanna.
Fjölskyldubönd em hér sterkari en
víða annars staðar. Ætt og saga
tengir okkur náið saman. Við höf-
um það sterklega á tilfmningunni
að viö séum hluti af stærri, en við-
ráðanlegri, heild, aö við eigum allt-
af einhveija að.
En meginskýringin er líklega sú
að í hvert sinn sem við forum til
útlanda áttum við okkur á því hvað
við höfum það í raun og veru gott
á íslandi.
Við erum nefnilega heppin þjóð í
viðsjárverðum heimi. Þrátt fyrir
aUt, myndu sumir segja: Hátt vöm-
verð. Óheyrilegan vinnutíma.
Dmngalegt og langt skammdegi.
Kaldan vetur. Og öll sjálfskaparvít-
in sem gert hafa okkur mun fátæk-
ari en við þyrftum að vera.
Við höfum til dæmis enga raun-
verulega fátækt á íslandi miðað við
það sem þekkist erlendis. Ekkert
einræði sem setur einstaklinginn á
afmarkaðan bás og segir honum að
þegja þar. Enga leynilögreglu eða
her sem fylgist með hveiju fótmáli.
Víða um heim er þetta allt saman
fastur liður í daglegri tilvem
manna.
Við fáum líka nauðsynlega lækn-
isþjónustu þegar við þurfum á
henni að halda. Við getum menntað
okkur eins og við viljum. Og við
getum ferðast þangað sem okkur
langar til. Víða er ekkert af þessu
fyrir hendi nema í mjög takmörk-
uðum mæh.
Raunveruleg fátækt
Já, við höfum það gott miðað við
flestajarðarbúa. Reyndarþarf ekki
að fara lengra en til suðurhluta
Evrópu eða jafnvel til tiltekinna
svæða auðugasta ríkis veraldar,
Bandaríkjanna, til að sannfærast
um það. En þegar sunnar dregur
hverfur allur efi.
í áranna rás hefur margt verið
skrifað um hörmulegt ástand í svo-
kölluðum þróunarríkjum Afríku,
Asíu og Suður-Ameríku. En eitt er
að lesa um slíkt ástand og annað
að sjá það með eigin augum.
Kenýa er meðal þeirra Afríku-
ríkja sem státað geta af einna best-
um lífskjörum. Engu að síður blas-
ir fátæktin þar alls staðar við aug-
um ferðamannsins. Það sá ég
glögglega í nýlegri heimsókn.
Sums staðar í sveitum landsins
býr almenningur eins og fyrir þús-
und árum. Masaiamir lifa til dæm-
is enn í kofum sem gerðir eru úr
hríslum. Þar er kúamykja notuð til
þéttingar svo húsin haldi vatni og
vindum. Aðrir nota mold, leir og
strá.
Þetta fólk lifir af því sem jörðin
gefur; hefur Utla landspildu þar
sem hægt er að rækta grænmeti
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aöstoðarritstjóri
og ávexti, eða flakkar um með
nautgripi sína. Lífsbaráttan snýst
fyrst og fremst um að hafa nægan
mat og fátækleg klæði. Lífslíkumar
em kannski fimmtíu ár eða svo.
Ógnir borgarlífsins
Þetta fólk, sem á htlu landspild-
una sína og fátæklega húsið, er þó
oft á tíðum heppið miðað við hina
sem verða að halda til stórborg-
anna í leit að atvinnu sem gjaman
er ekki fyrir hendi. Það verða
margir aö svelta eða stela því engar
em atvinnuleysisbætumar eða fé-
lagsmálstofnanirnar.
Astandið í fátækrahverfunum er
eldfimt og hættulegt. Einn daginn
sem ég var í Kenýa skýrðu blöð þar
frá því hvað gerðist þegar fjórir
piltar reyndu að stela bíl í einu
slíku hverfi í Nairobi. Reiður múg-
urinn réðist á phtana af ótrúlegri
heift. Þegar æðið rann af mönnum
höfðu þrír þjófanna verið barðir fil
dauða en sá fjórði var illa farinn
og í lífshættu.
Það er ekki að ástæðulausu að
ferðamenn í stórborgum Kenýa,
svo sem Nairobi og Mombasa, em
alvarlega varaðir við þvi að vera
einir á ferh eftir að dimma tekur.
Það er einfaldlega stórhættulegt.
Miklar andstæður
Auövitað á það sinn þátt í þessu
andrúmslofti hversu mikil gjá er
milli fátækra og ríkra í löndum eins
og Kenýa. Stundum er talað um að
tvær þjóðir búi í okkar landi; þeir
sem ferðist á Sagaclass og hinir
sem hírist í gripalestinni, svo vitn-
að sé til nýlegra ummæla. Þetta em
að sjálfsögðu ýkjur um okkar þjóð-
félag í dag, en á vel við um þróunar-
löndin. Þar er fámenn forrík auð-
mannastétt hvítra manna og
svartra en fátækhngamir fjöl-
mennir.
Hinir ríku búa í glæsilegum hús-
um sem hafa jafnvel 10-15 her-
bergi, sundlaug og stóran garð
rammlega girtan. Þeir hafa varð-
menn við hhðin og heilan her þjóna
tíl að sjá um tiltekt á heimilunum,
elda matinn, þjóna til borðs og
halda garðinum í góðu standi. Hver
þjónn kostar aðeins nokkur þús-
und krónur íslenskar á mánuði.
Margir verða auðugir á póhtískri
spilhngu í þessum löndum. Nýlega
var þremur ráðherrum vikiö úr
stjóm Kenýa fyrir að hafa troðið
þróunaraðstoð frá Vesturlöndum í
eigin vasa í stað þess að setja pen-
ingana í þau brýnu verkeftii sem
til stóð af hálfu gefendanna. Öhum
er þó Ijóst að þar var einungis um
að ræða efsta tind ísjakans. Spih-
ingin blífur.
Að meta landið sitt
Það heimsækir enginn land eins
og Kenýa til þess að dáðst að þjóðfé-
lagsástandinu. Aðdráttarafl þess
hggur í landinu og náttúrunni. Þar
hafa Kenýumenn fram að bjóða
auöæfi sem ekki verða mæld í pen-
ingum þótt þau geti gefið af sér
miklar tekjur í þjóðarbúiö.
Og Kenýamenn kunna vissulega
vel að meta þessi miklu gæði lands-
ins. Þjóðgarðar landsins em líklega
einstakir í sinni röð. Annars vegar
er náttúran á miklum víðáttum
friðuð fyrir ágangi framfara og iðn-
væðingar. Hins vegar hefur verið
byggð upp frábær aðstaða th þess
að ferðamenn ahs staðar að úr
heiminum geti notið þessarar stór-
brotnu dýraveraldar.
Kenýamenn virðast hafa borið
gæfu th að þræða meðalveginn
milh nátturuvemdar og feröa-
mannaiðnaöar á þann veg að þjóðin
hagnist verulega á ferðafólkinu án
þess að náttúranni, dýralífinu, sé á
neinn hátt stefnt í voða. Þeir virð-
ast enda gera sér glögga grein fyrir
þvi að þeir eru gæslumenn ein-
stakra náttúraverðmæta.
Heim í vandamálin
Það er einstæð upplifun að hta
með eigin augum dýr gresjunnar í
Afríku.
En öh ævintýri taka enda og þá
er gott að koma heim.
Enda er aht strax svo einkar
kunnuglegt. Frostið og kuldanepj-
an. Spjórinn og hálkan undir sum-
ardekkjunum. Frystihúsin, sem
era á hausnum sem aldrei fyrr.
Álverið, sem er endalega fokið út í
vindinn, eins og reyndar ahir vissu
fyrir löngu - nema Jón. Ráðherr-
arnir, þeir fáu sem era heima, enn
að boða minni þjóðartekjur og
versnandi lífskjör. Og kvótinn fær
enn skammir fyrir flest sem út af
ber á landsbyggðinni.
Fréttir blaðanna og sjónvarps-
stöðvanna era ahar um vandræði
og vandamál, raunverulegar eða'
ímyndaðar hörmungar sem era sí-
feht að dypja yfir blessaða þjóðinæ
Áfóh á áfóh ofan. Aht að fara th
fjandans einu sinni enn.
En það er samt gaman að koma
heim!
Elias Snæland Jónsson