Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Síða 19
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. 19 Sönglagakeppni Islands í Sjónvarpinu: 3111ögbárust í Landslagið Sönglagakeppnin Landslagiö er nú að fara af staö í þriðja sinn og hefst kynning í Sjónvarpinu í næstu viku á þeim tíu lögum sem keppa til úrslita. AUs bárust 311 lög í keppnina og hefur flmm manna dómnefnd stað- ið í ströngu við að velja úr þeim. Sjálft úrslitakvöldið, fóstudaginn 29. nóvember, verður dómnefndin skipuð átta manns. Dómnefndin mun hafa 70 prósent vægi á móti hlustendum rásar 2 og áheyrend- um í salnum á Hótel íslandi, þaðan sem sjónvarpað verður beint. Al- menningur getur sent inn at- kvæðaseðla sem birtast í dagblöö- um og mun dómnefndin einnig taka tillit til þess sem á þeim stend- ur. Sigurlagið í fyrra var Álfheiður Björk sem Eyjólfur Kristjánsson söng. Þar áður sigraði Stjórnin með laginu Við eigum samleið. Upphafsmaður keppninnar er Axel Einarsson hjá Stöðinni hf. og segist hann hafa fengið hugmynd- ina að samsvarandi keppni sem hann sá í Svíþjóö. „Þá uppgötvaði ég það að auðvitað væri pláss fyrir íslenska keppni," segir hann og bætir því við að keppnin hér hafi gert gífurlega mikið fyrir marga listamenn. „Þetta hefur verið mikil auglýsing fyrir þá og útvegað fjölda fólks vinnu bæði fyrir og eftir keppnina, auk þess sem verðlaunin hafa verið vegleg." Axel segir öil met hafa verið sleg- in við myndbandsupptöku laganna í þetta sldpti því hún hafi farið fram á einum degi, frá því klukkan átta um morguninn til 23 um kvöldið. „Það hefur alltaf verið tahð að þetta myndi taka fjóra til fimm daga og ég hef aldrei verið sammála því atriði. Nú vildi ég sanna að það væri ekki nauðsynlegt. Mér var sagt að aðeins einn maður á íslandi gæti gert þetta og það væri Björn Emilsson á Sjónvarpinu. Og það var alveg rétt.“ Stöð 2 sá um keppn- ina í bæði fyrri skiptin en hafnaöi henni nú, að sögn Axels. Hann segir alltaf nýja lagahöf- unda bætast í hópinn en bætir því við að ekki sé skrítið þó reyndir menn komist inn með lögin sín. „Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdótt- ir er ein þeirra sem aldrei hafa verið með frumsamið lag áður. Hún útsetti það sjálf og samdi einn- ig texta.“ -IBS Lag Önnu Mjallar Ólafsdóttur er eitt a< þeim tíu lögum sem keppa til úrslita í Landslaginu að þessu sinni. Anna útsetti lagið sjálf og samdi einnig textann við það. Með Önnu á myndinni er Svanhildur Jakobsdótt- ir, móðir hennar. Sigríður Beinteinsdóttir sem ásamt Grétari Örvarssyni sigraði í fyrstu keppninni um Landslagið. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 GRXENI SÍMINN -talandi dæmi um þjónustu! DV DV H ö RÐU R T O R F A Á GEISLADISK OG SNÆLDU Til sölu REMKO hitablásarar fyrir steinolíu, rafmagn og gas á góðu verði. Margar stærðir. Pallar hf. Dalvegi 16 - 200 Kópavogur - Símar 42322 - 641020 Þeir eru komnir aftur eftir nærri tuttugu og fimm ára fjarveru og eru betri en nokkru sinni. Þeir gera gott betur en aö spila og syngja eins og þá heldur slá sjálfum sér viö og gera enn betur en áöur fyrr. Þetta er skyldueign á hvert einasta íslenskt heimili, munið aö endurnýja Savannatríóiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.