Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Kynntu þér kostina. ’r.éfA SIÐUMULA 37 SIMI 687570 Hágæða farsími sem lætur hvorki fjarlægðir aftra sér. ne SIMONSEM, einn fullkomnasti farsími i heimi, hefur allt sem hina vantar. Útboð ^ Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í eftirtalin verk á Norður- landi eystra: 1. Norðurlandsvegur'í Öxnadal, Engimýri - Varmavatnshólar. Lengd kafla 9,6 km, magn 260.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. mars 1992. 2. Eyjafjarðarbraut eystri, um Þverá. Lengd kafla 0,8 km, magn 30.000 rúmmetrar. Verki skal lok- ið 1. júlí 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 17. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. mars 1992. Vegamálastjóri Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 18. febrúar 1992 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 2. stk. Volvo 240 fólksbifreið bensín 1989 1. stk. Dodge Aries fólksbifreið bensín 1989 1. stk. Lada station bensín 1987 1. stk. Fiat 127 Panorama bensín 1985 1. stk. Jeep Wagoneer 4x4 bensín 1988 1. stk. Ford Econoline E-350 XLT 4x4 bensín 1985 1. stk. Ford Bronco XLT 4x4 bensín 1983 1. stk. Ford F-250 pickup m/húsi, 4x4 bensín 1979 1. stk. Mitsubishi Pajero 4x4 dísil 1987 1. stk. Daihatsu Feroza ELII 4x4 bensín 1990 1. stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1987 2. stk. Nissan Partol pickup 4x4 dísil 1986 3. stk. Lada Sport 4x4 bensín 1989 2.stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1986-87 2. stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1986-88 3. stk. Dodge Maxi Wagon B-350 bensín 1987-88 2.stk. MazdaT-3500 sendiferðabifr. m/lyftu dísil 1985 1.stk. Chevrolet Suburban bensín 1983 1.stk. Ford T ransit sendiferðabifreið bensín 1983 1. stk. Mercedes Benz 207 D - dísil 1982 1.stk. Volvo N-10 vörubifr. m/krana, 6x2 dísil 1982 1. stk. M. Benz1622vörubifr., pall/sturtul. disil 1983 2.stk. Ski-Doo vélsleðar bensín 1983-84 1. stk. Polaris Galaxy vélsleði bensín 1980 1. stk. Case dráttarvél dísil 1985 1. stk. M. Benz0307 fólksflutningabifreið dlsil 1978 Til sýnis hjá vegagerð ríkisins, Grafarvogi 1. stk. vélaflutningavagn, 31 tonn 1971 1. stk. COMA bílkrani, 3,5 tonn 1983 1. stk. snjóvængur fyrir veghefil 1971 Til sýnis hjá vegagerð ríkisins, Borgarnesi 1. stk. Bucyrus Erie bilkrani 1962 Til sýnis hjá vegagerð ríkisins, Borgartúni 5 1. stk. færiband Til sýnis hjá Rarik, Egilsstöðum 1. stk. Nissan Patrol pickup (skemmdur), 4x4, dísil 1985 Tilboðin veröa opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. ll\ll\lKAUPASTOFI\lUI\l RÍKISIIMS __________nORC'.AM IIJNI 7 1()f> Rí YKJAVIK Matgæðingur vikuimar_________________dv Fljótlegur fiskréttur Vilborg Þórarinsdóttir, þjónustu- stjóri íslandsbanka í Bankastræti, er matgæðingur vikunnar. Vilborg segist hafa mjög gaman af að elda góðan mat. Hún lætur aðallega til sín taka um helgar, segist ekki hafa eins gaman af eldamennsku hvers- dags. „Ég hef mjög gaman af stórum matarboðum og þá læt ég til mín taka í eldhúsinu. Það er svo gaman að borða góðan mat og gera vel við gesti,“ segir Vilborg. Hún segist hafa prófað sig áfram í eldamennskunni og gerir oft til- raunir á kunningjum sínum. Hún fer stundum eftir kokkabókum en reynir oftar en ekki að fara út fyrir þær, prjóna einhveiju við sjálf eða leika af fingrum fram. Vilborg ætlar að bjóða lesendum DV upp á fljótlegan og góðan fisk- rétt. Eins og sést á uppskriftinni eru mál ekki tíunduð sérstaklega. Hér er spilað eftir bragðlaukunum. í réttinn þarf: ýsuflök salt og pipar safa úr sítrónu karrí rjóma hveiti ólífuolíu og smjör ost kínverska sojasósu Þannig er farið að: Ýsuflökin eru skorin í bita og látin liggja í sítrónusafa um stund. Fisk- Hinhliðin Stefni á ÓL1996 - segir Elsa Nielsen, íslandsmeistari í badminton in „Magic“ Johnson. Uppáhaldsleikari: Örn Árnason. Uppáhaldsleikkona: Edda Björg- vinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Cat Stevens. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Guffi í Andrési önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar bíómyndir og íþróttir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Get ekki tekið afgerandi afstöðu. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Stjarnan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Pálmi Guðmundsson á Stjörnunni. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hemmi Gunn. Uppáhaldsskemmtistaður: Þar sem fjörið er hverju sinni. Uppáhaldsfélag í iþróttum: TBR, að sjálfsögðu. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að komast á ólympíu- leikana 1996, halda heilsunni og vera hamingjusöm. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég lokaði mig inni í Hagkaupi til að vinna fyrir vetrinum. í ágúst fór ég síðan í æfingabúðir í Austur- ríki. Ég hef engin ákveðin plön varðandi næsta sumar. -hlh Framtíð Elsu Nielsen í badmin- ton virðist björt en hún varð ís- landsmeistari í badminton annað árið í röð á dögunum, aðeins 17 ára gömul. Elsa hefur iðkað badminton frá því hún var 9 ára og hefur unn- ið marga sigra, meðal annars orðiö íslandsmeistari í unglingaflokki. Elsa er í 2. bekk Menntaskólans við Sund, á stærðfræðibraut. Mestur hennar tími fer í námið og badmin- tonæfingar. Segja má að badminton sé fjölskylduíþrótt en yngri bróðir hennar, Tryggvi, er íslandsmeist- ari í A-flokki og foreldrar Elsu spila báðir badminton. Elsa sýnir les- endum DV á sér hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Elsa Nielsen. Fæðingardagur og ár: 26. júní 1974 Maki: Enginn. Böm Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi í Menntaskólanum við Sund. Laun: Engin. Áhugamál: íþróttir, teikning og skrautskrift og að hitta vini, þá sjaldan að tími gefst til. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég spila ekki í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í bíó, ferðast og hitta skemmtiiegt fólk. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að fara í tollinn fyrir pabba. Elsa Nielsen. DV-mynd BG Uppáhaldsmatur: Lambalæri með grænum baunum. Uppáhaldsdrykkur: Coca-Cola. Hvaða íþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? Enginn sér- stakur. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðiö. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Kvikmyndaleikarinn Bruce Willis. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Körfuboltamanninn Erw- Vilborg Þórarinsdóttir. inum er síðan velt upp úr hveiti sem kryddað hefur verið með karrí, salti og pipar. Fiskurinn er léttsteiktur í ólífuol- íunni á pönnu. Honum er síðan raðað í eldfast fat og ostsneiðum ofan á. Smávatni er hellt á pönnuna og soöið upp. Sojasjósu og ijóma er hellt saman við og hitað vel. Sósunni er síðan hellt yfir fiskinn í fatinu, því stungið inn í ofn og rétturinn bakaður í ofni í um 15 mínútur við 200 gráða hita. Með fiskinum eru bornir fram DV-mynd Hanna steiktir bananar, mango chutney og hrísgrjón. Bananarnir eru sér- lega ljúffengir með þessum rétti. Þeir eru skornir eftir endilöngu og steiktir stutta stund í smjöri. Vilborg skorar á Hrafnhildi Sig- urðardóttur, sölumann hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn, að vera matgæðingur næstu viku. Hún seg- ir Hrafnhildi mjög góðan kokk sem örugglega eigi gómsæta uppskrift handa lesendum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.