Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Kvikmyndir Afleiðingar af vinsældum Dansar við úlfa: Dýrar kvikmyndir verða lengri (3 tímar) er leikstýrð af Hector Babenco sem þekktastur er fyrir Kiss of the Spider Woman. Myndin gerist við Amazon-fljótið og segir frá trúboöum, indíánum og stríðs- mönnum. Aðalhlutverkin leika Tom Berenger, Kathy Bates, Daryl Hannah og John Litgow. Hook (2 tímar og 15 mín.). Sjálf- sagt skiptir það engu máli hvað þessi nýjasta kvikmynd Steven Spi- elberg er löng, Spielberg ásamt Robin Wilhams, Juhu Roberts og Dustin Hoffman sjá fyrir því að áhorfendUr streyma að til að sjá myndina. Grand Canyon (2 tímar og 10 mín.) er nýjasta kvikmynd Lawr- ence Kashdan og segir frá sex borg- arbúum í Los Angeles. Aðalhlut- verkin leika Kevin Kline, Danny Glover, Steve Martin og Mary McDonnell. For the Boys (2 tímar og 38 mín.). Bette Midler og James Caan leika skemmtikrafta á stríðstímum í léttri dans- og söngvamynd. Leik- stjóri: Mark Rydell. Bugsy (2 tímar og 15 mín.). Barry Levinson leikstýrir þessari gangst- ermynd sem fjallar um ævi mafiu- foringjans Bugsy Siegel. Aðalhlut- verkin leika Warren Beatty, An- nette Benning, Harvey Keitel, Ben Kingsley og Elhot Gould. The Prince of Tides (2 tímar og 10 mín.). Barbra Streisand bæði leikstýrir myndinni og leikur aðal- hlutverkið ásamt Nick Nolte sem leikur fótboltaþjálfara sem fellur fyrir sáifræðingi sem að sjálfsögðu er leikinn af Streisand. Cape Fear(2 tímar 10 mín). Nýj- Kevin Costner fyrir miðri mynd í hlutverki saksóknarans Jim Garrison í JFK. Þetta er að sjálfsögðu ekki algild regla. Það hafa komið fram langar kvikmyndir sem hafa orðið vinsæl- ar en það eru oftast kvikmyndir sem hafa fengið þaö orð á sig að vera langar og engir fyrirfram spá- dómar um slæmt gengi vegna lengdar verið í umræðunni áður en þeim var komið á markaðinn. Gone With The Wind, The Godfat- her og Ghandi eru þannig myndir, svo að dæmi séu tekin. Dansarvið úlfa breytti formúlunni Nú er aht í einu að verða breyting á þessu fyrirkomulagi og sérfræð- ingar og framleiðendur rekja það til hinna miklu vinsælda sem Kvikmyndir Hilmar Karlsson raun ber vitni. JFK, hin umdehda kvikmynd Ohvers Stone um morðið á Kennedy og leitina að morðingjan- um, er lengsta kvikmyndin. Hún er hvorki meira né minna en 3 klukkustundir og tíu mínútur. Og aðalhlutverkið leikur enginn ann- ar en Kevin Costner. Until the End of the World (2 tímar og 37 mín.) er nýjusta kvik- mynd Wim Wenders. William Hurt leikur mann á flótta aht frá París th Ástrahu. Aðrir leikarar eru Sol- Langar kvikmyndir hafa hingað th verið thtölulega fáar af þeirri einfoldu ástæðu að erfiðara hefur verið að koma þeim á framfæri. Eftir því sem kvikmynd er lengri er erfiðara að halda athygh áhorf- andans. Það gefur því augaleið að langar kvikmyndir þurfa að vera góðar eigi dæmið að borga sig. Kvikmyndhúsaeigendum er einnig illa við að breyta hefðbundnum sýningartímum sem kvikmynda- húsagestir hafa vaniö sig á. í gegn- um tíðina hefur 90 mínútna markið verið hvað vinsælast hjá þeim. Þeg- ar kvikmynd er 90 mínútur er með góðu móti hægt að sýna sýnishom úr væntanlegum kvikmyndum og tæma bíósahnn með góðum fyrir- vara og hér á íslandi er hægt að hafa hið hefðbundna hlé. Dansar við úifa hefur notið en hún er þriggja tíma löng. Með því að hafa hana svona langa tók Kevin Costner mikla áhættu því að mikið var þrýst á hann að hafa myndina styttii. Áhættan borgaði sig, öðrum kvikmyndaframleiðendum tii mik- ihar undranar, og Dansar við úlfa varð ein vinsælasta kvikmyndin 1990. í kjölfarið hafa svo þekktir leik- stjórar og kvikmyndaframleiðend- ur verið óhræddir við að hafa myndir sínar eins langar og þeim hentar og var fyrsti skammturinn af slíkum myndum settur á mark- aðinn vestanhafs fyrir jólin og er öruggt að einhveijar af þeim kvik- myndum, sem nefndar eru hér, hefðu orðið styttri ef Dansar við úlfa hefði ekki orðið jafnvinsæl og um i Cape Fear. Warren Beatty leikur Bugsy Siegel i Bugsy og Annette Benning leikur leikkonuna Virginiu Hill. veig Donmartin, Sam Neih og Max Von Sydow. The Inner Circle (2 tímcU- og 17 mín.) gerist í Rússlandi á Stalíns- tímanum og segir sögu einkasýn- ingarmanns Stalíns. Aðalhlutverk- in leika Tom Hulce og Bob Hosk- ins. Leikstjóri er Andrei Konc- haiovsky. At Play in the Fields of the Lords asta kvikmynd Martin Scorsese er að vísu styttri en Goodfellas en hún er nærri hálftíma lengri en sú Cape Fear sem gerð var 1956 og mynd Scorsese er gerð eftir. Það eru Ro- bert Di Niro, Nick Nolte og Jessica Lange sem leika aðalhlutverkin í þessum þriher sem að sögn fær hárin til að rísa. -HK - Sigurbjöm Aðalsteinsson í viðtali í BBCWorld Service í dag Fyrir stuttu fór Sigurbjörn Aðal- steinsson með stuttmynd sína, Ókunn dufl, á stuttmyndahátíð í Clairmont-Ferrand í Frakklandi en sú hátíð er sú stærsta sinnar teg- undar í Evrópu. Hafði myndin ver- ið vahn ein af sjötíu til keppninn- ar. Aö sögn Sigurbjöms er þetta geysistór hátíð og komu 62.000 manns á hátíðina í ár og fer fjöldi áhorfenda vaxandi með ári hverju. Ekki vann Ókunn dufl til neinna verðlauna en henni var vel tekið og fékk Sigurbjöm boð um aö koma með hana á stuttmyndahátíð í Þýskalandi en það er sama hátíð og mynd Sigurbjöms, Hundur, hundur, vann verðlaun á í fyrra, og einnig kom boð á hátíð í Sao Sigurbjorn Aöalsteinsson leikstjóri ásamt aðalleikurunum í Okunnum duflum, Valdimar Erni Flygenring og Þresti Leo Gunnarssyni. Paulo í Brasihu. Sú hátíð hefur það að markmiði að auka menningar- tengsl á milli Suður-Ameríku og annarra heimsálfa og á hverju ári ferðast stjómendur hátíðarinnar og veþá þær myndir sem þeim finnst henta best tíl að kynna bras- ilískum almenningi ólík menning- arsvæði. Þá bauðst ítölsk umboðs- skrifstofa til að taka myndina th dreiftngar og kynna Sigurbjöm í leiðinni. Þess má að lokum geta að í dag, 15. febrúar, er viðtal við Sigurbjöm Aðalsteinsson í þætti á BBC World Sevice sem heitír Meridian og er þessum þættí útvarpað fjórum sinnum. -HK WoodyAllen frumsýniríParís Shadows and Fog heitir nýjasta kvik- mynd Woddys Ahen og hann kaus að hafa heimsfmmsýningu á myndinni í París síðasthðinn miðvikudag. Mynd- in, sem er í svart/hvítu, er látin gerast í ónafngreindri borg í Mið-Evrópu á þriðja tug aldarinnar. Ahen leikur sjálfur aðalhlutverkið, Max Kleinman, skrifstofublók sem er neydd th að ganga th hðs við hóp manna sem eltist við fjöldamorðingja. Þar sem hann veit ekki nákvæmlega hvaða hlutverk hann hefur innan hópsins fer aðra að grana að hann sé moröinginn. Sem í fyrri myndum Allens leikur Mia Farrow stórt hlutverk. Aðrir þekktir leikarar, sem leika í myndinni, eru Jodie Foster, Donald Pleasance, Kathy Bates, Kate Nelhgan, Lály Tomhn, John Malcovich og Madonna. Ahen segir að skýringin á að hann frumsýni í París sé einfaldlega sú að Evrópubúar kunni best að meta myndir hans: „Það komu fleiri að sjá Alice í París en í öllum Bandaríkjunum." Kurosawaheldur ótrauðuráfram í næstu viku verður Akira Kurosawa 82 ára. Það er þó engin elhmörk að sjá á þessum japanska snilhngi en fáir mánuðir eru síðan síðasta kvikmynd hans, Rhapsody in August, var fram- sýnd. Þegar hann gerði hina persónu- legu mynd Drauma fyrir rúmum tveimur áram héldu flestir að það yrði síðasta mynd hans en gamh maðurinn heldur ótrauður áfram og hefur tíl- kynnt að næsta kvikmynd hans muni heita Madadayo og verður hún byggð á ævi japanska prófessorsins og skáldsins Hyakken Uchida sem lést 1971, þá 82 ára. „Ég hef haft ánægju . af að lesa skáldsögur Hyakken," segir Kurosawa „og hef alltaf haft hug á að kvikmynda ævi hans en margt spaugi- legt henti hann í lifanda lífi og hef ég trú á að myndin verði gamansöm." Madadayo á að kosta 12 milljónir doll- ara og verður hún framsýnd eftir rúmt ár. Þýskir kvikmynda- gerðarmenn mótmæla Þrjátíu þýskir kvikmyndagerðar- menn og leikarar hafa birt opinbert bréf þar sem þeir láta í ljósi vanþóknun á að Europa, Europa skuli ekki vera framlag Þýskalands við óskarsverð- launin í ár. í Europa, Europa er sögð saga Solomon Perel, sem er pólskur gyöingur sem lifði af síðari heimsstyrj- öldina með því aö þykjast vera félagi í æskudeild Hitlers. I bréfinu segir að myndin geti ekki annað en vakið ahs konar póhtískar ákvarðanir og snerti ábyrgðartilfinningu allra Þjóöveija. Þeir sem undirrita bréfið era meðal annarra leikaramir Hanna Schygulla og Jurgen Prochnow og leikstjórarnir Volger Schlondorff, Wolfgang Peter- sen, Werner Herzog og Margarethe von Trotta. Þess má geta að Europa, Europa var vahn besta erlenda kvik- myndin af gagnrýnendum í New York fyrr á árinu og hlaut sömu verðlaun hjá erlendum gagnrýnendum í Holly- wood fyrir stuttu. M.Butterfly kvikmynduð M. Butterfly, leikritið sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, verður að kvikmynd á næsta ári. Ástralski leikstjórinn Peter Weir átti að leikstýra verkinu en hefur hætt við og nú er tahö líklegt að það verði David Cronenberg sem leikstýr- ir. Hlutverk franska diplomatsins veröur í höndum Jeremy Irons. Ein- hver bið verður þó á því að upptökur hefiist því þessa stundina er Cronen- berg að leikstýra The Singing Detec- tíve með A1 Pacino í aðahilutverki. Margir sjónvarpsáhorfendur muna öragglega vel eftir hinni frábæru bresku þáttaröð sem mynd Cronen- bergs er byggð á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.