Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Side 2
2 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Fréttir Bréfið til Davíðs Oddssonar, í heimsókn í ísrael, sem setti þjóðfélagið á annan endann: „Á íslandi býr kunnur stríðsglæpamaður nasista" - sagði í bréfinu. - Deildar meinlngar um sekt eða sakleysi Eðvalds Hinrikssonar Ásakanir þær, sem birtar eru á hend- ur Eðvald Hinrikssyni í bréfi því er forsætisráðherra fékk afhent á fyrsta degi heimsóknar sinnar í israel, eru mjög alvarlegar. I bréfinu segir meðal annars: „Á íslandi býr Evald Mikson sem nú er þekktur sem Eðvald Hinriks- son og er kunnur stríðsglæpamaður nasista er framdi grimmdarverk á gyðingum og íbúum Eistlands á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Mikson var aðstoðarlögreglustjóri Fréttaljós Jóhanna Margrét Einarsdóttir pólitísku lögreglunnar í Tallinn, Harju Prefecture, og er sakaður um að hafa í þessu embætti ekki einung- is gefið út handtökuskipanir á hend- ur gyðingum heldur einnig að hafa myrt þá. Á meðal fórnarlamba hans var hin 14 ára gamla Ruth Rubin sem hann nauðgaði áöur en hann myrti hana. Mikson vann einnig að yfir- heyrslum í Gestapo í fangabúðum þeirra í Tartu og var einn þeiria sem unnu að því að skipuleggja þjóðemis- hreyfmguna í Omakaitse í Vonnu. Á báðum þessum stöðum er hann sak- aður um að hafa tekið virkan þátt í ofsóknum og morðum á óbreyttum borgurum." Sjálfur segist Eðvald vera saklaus af öllum þessum atriðum. Sjálfsagt verður ekki hægt að skera úr um sekt eða sakleysi Eðvalds nema ítar- leg rannsókn fari fram á máh hans. Heimildir á huldu Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem hefur rannsakað mál Eðvalds en Simon Wiesenthal, nasistaveiðarinn frægi, hefur einnig gefið út yfirlýs- ingar um mál hans. Það var gyðing- urinn Yakov Kaplan sem sendi Wies- enthal-stofnuninni í Jerúsalem bréf með úrklippum úr eistnesku blaði. Þar var greint frá nafni Eðvalds Hin- rikssonar og aö hann byggi á ís- landi. Kaplan þessi bjó í Eistlandi en flúði þaðan árið 1941, nokkrum dög- um eftir hemám Þjóðverja. Eðvald segist ekkert þekkja til þessa manns. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða sann- anir Wiesenthal-stofnunin hefur undir höndum og stofnunin neitar staðfastlega að gefa upp hvaðan hún hafi heimildir sínar. Það er þó ljóst að hún byggir ákær- ur sínar að hluta til á skráðum vitnis- burðum sem koma fram í bókinni Grímulausir morðingjar eftir Ants Saar. Hún fjallar um réttarhöld sem I skugga Þríðja ríkisins Þegar innrásarher Hitlers réðst inn í Eistland í ágúst 1941 er talið að alls 4500 gyðingar hafi búið í landinu. Einungis tíu manns af þessum hópi voru á lífi í stríðslok. Utanríkisráðuneyti Eistlands: Eðvald Hinriksson er ekki sekur um neina glæpi, síst af öllu gegn þjóð gyðinga. Wiesenthal-stofnunin: Á meðal fórnarlamba hans var hin 14 ára gamla Ruth Rubin sem hann nauðgaði áður en hann myrti hana. Ævisaga Eðvalds: í Svíþjóð voru leidd fyrir rétt 33 vitni og vitnuðu 27 þeirra Eðvald í hag en 6 þeirra vitnuðu á móti honum. Jaak Tirikall: Forseti hæstaréttar Eistlands segir eðlilegt að mál Miksons verði tekið upp fyrir eistneskum dómstólum. Efraim Zuroff: Ég er afar undrandi á því að utanríkis- ráðuneyti Eistlands skuli láta fara frá sér slíka yfirlýsingu. Einar Sanden: Mikson var valdalaus í pólitisku lög- reglunni og því ekki á færi hans að gefa fyrirskipanir. Wiesenthal-stofnunin: Mikson framdi grimmdarverk á gyð- ingum og íbúum Eistlands á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Davtð Oddsson: Ásakanirnar eru alvarlegar. Málið verður tekið fyrir á næsta ríkisstjórnar- fundi. fóru fram yfir meintum stríðsglæpa- mönnum í Tallinn í Eistlandi árið 1961. Sérstakur kafli í bókinni er helgaður Mikson, eða Eðvald eins og hann heitir á íslensku. Simon Wies- enthal segir aö vitað sé um vitni að meintum glæpum Eðvalds sem býr í Tel-Aviv. Eövald segist vita við hvem Wies-. enthal eigi - það sé forríkur gyðingur sem búi í Venesúela og sé milljóna- mæringur. „Ég hef sagt frá því opinberlega hvemig hann vann fyrir KGB í Eist- landi. Nú vill hann hefna sín.“ Efraim Zuroff, yfirmaður Wiesent- hal-stofnunarinnar í Jerúsalem, seg- ir hins vegar að hann kannist ekki við þetta vitni sem Simon Wiesenthal sé að vísa til. „Þetta er einhver misskilningur," sagði hann. Taldi Zuroff að ef einhver gyðingur hefði orðið vitni að meintum glæpum Eðvalds í Eistlandi væri hann ekki á lífi nú. Eðvald Hinriksson komst heldur betur f sviðsljós fjölmiðlanna i vikunni. DV-mynd GVA Hins vegar segir Zuroff að það megi búast við að vitni að meintum stríðsglæpum Eðvalds séu á lífi í Eistlandi og í Pétursborg. Hefur hann látið hafa eftir sér að í Péturs- borg búi gyðingur nokkur sem lifði af atburðina í Eistlandi. Nú stendur yfir leit í Eistlandi aö einhveijum sem geti vitnaö um stríðsglæpi Eðvalds. Eftir að Eistland fékk sjálfstæði á síð- asta ári var leyfður aðgangur að skjala- söfnum í landinu sem höfðu verið lok- uð til þess tíma. Sagnfræðingamir Ein- ar Sanden og Peter Pye em báðir sann- færðir um að á ríkisskjalasafhinu í Tallinn sé að finna skjöl sem sanni eða afsanni sekt Miksons. Hins vegar á eft- ir að rannsaka þau. Vissi um Rubin-feðginin Sanden segist hafa vitað um tilvist Rubin-feðginanna sem Eðvald er sakaður um að hafa drepið en hann hafi ekki vitað að þau feögin tengd- ust honum á einhvem hátt. Það séu nýjar upplýsingar sem þurfi rann- sóknar við. Raunar segir hann að Eðvald hafi ekki haft nein völd í póli- tísku lögreglunni í Tallinn. Það hafi þvi ekki verið á hans færi að gefa fyrirskipanir um eitt eða neitt. Hann sé því sannfærður um sakleysi hans. Ekki framið neina glæpi Raunar hefur farið fram rannsókn í eistneska utanríkisráðuneytinu á málum Eðvalds og í yfirlýsingu, sem ráðuneytið sendi frá sér, segir að Eðvald sé ekki sekur um neina glæpi og síst af öllu gegn þjóð gyöinga. Einar Sanden hefur einnig látið fara fram rannsókn á sínum vegum í utanríkis- og dómsmálaráðuneyti Eistlands. Niðurstaða hans er sú að engar sannanir finnist fyrir sekt Eð- valds. Efraim Zuroff segist afar undrandi á að utanríkisráðuneyti Eistlands skuli láta fara frá sér slíka yfirlýs- ingu. Hvort rannsókn utanríkisráðu- neytisins er nægjanlega marktæk skal ósagt látið en hún mun byggjast eingöngu á dómsniðurstöðu í Svíþjóð frá árinu 1947. En áriö áður kom Eðvald fyrir rétt í Svíþjóð aö eigin ósk þvi hann vildi, eins og haft hefur verið eftir honum, láta hreinsa af sér allan áburð um meinta stríðsglæpi. í ævisögu Eövalds kemur fram að 33 vitni hafi verið leidd fyrir rétt. 27 þeirra vitnuðu Eðvald í hag en sex þeirra á móti honum. Síðan fóru fram önnur réttarhöld í Eistlandi árið 1961 yfir meintum stríðsglæpamönnum úr seinni heimsstyrjöldinni og þar var Eðvald sakfelldur fyrir stórfellda glæpi eins og kemur fram hér að framan. Hver á að gera hvað? Stofnun Simons Wiesenthal í ísrael segist vilja fá Eðvald ákærðan en þeim sé sama hvar hann verði dreg- inn fyrir rétt, hvort það verði á ís- landi, í ísrael eða Eistlandi. Lögfróð- ir menn hér heima vita ekki almenni- lega hvemig á að taka á máli Eðvalds eða hvað sé í hvers verkahring. Eftir að Davíö Oddsson forsætis- ráðherra hafði tekið við bréfinu í Ísraelsfor sinni sagði hann aö vissu- lega væru ásakanimar á hendur Eðvald mjög alvarlegar. Málið yrði því tekið fyrir á næsta ríkisstjómar- fundi sem verður væntanlega eftir hélgi. Dómsmálaráöuneytið í ísrael hefur gefið út þá yfirlýsingu að þarlend stjómvöld muni ekki krefjast þess að Eðvald verði dreginn fyrir dóm vegna meintra stríðsglæpa. Eistlendingar virðast hins vegar ekki vita í hvom fótinn þeir eiga að stíga. Utanríkisráðuneytiö þar í landi segir að málið sé alfarið íslendinga; það sé þeirra mál hvort hann verði ákærður. Forseti hæstaréttar Eistlands, Jaak Tírikall, segir hins vegar að það sé eðlilegt að mál hans verði tekið upp fyrir eistneskum dómstólum. Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lögum, segir að það sé ákvörðun rík- issaksóknara hvort málið verði tekiö upp hér á landi. „En á hitt ber að líta að málið er mjög sérstakt og það er langt síðan þessi meintu brot voru framin, auk þess sem þau voru framin í öðm landi. Það þýðir að manni finnst það mjög ótrúlegt að ríkissaksóknari taki það upp hjá sjálfum sér að fara að rannsaka málið.“ Davíð segir að það sé eðlilegast að ríkisstjórnin beini þeim tilmælum til ríkissaksóknara að hann rannsaki málið telji hún ástæðu til. „Hins vegar þarf aö undirstrika að honum er ekki skylt að fara eftir slík- um óskum," segir Davíð. Sjálfur segist Eðvald vita að mál hans verði skoðuð til hlítar í Eist- landi og þá muni sakleysi hans koma í ljós. Hann segist eiga boð um að koma til Eistlands næsta sumar en ekki mun ljóst hvort hann ætlar að þiggja heimboðið. Raunar virðast Eistlendingar mjög undrandi á þvi hvers vegna nú er allt í einu farið að grafast fyrir um málefni Miksons, eins og hann er kallaður þar. Evinga Loov, einn af forsvars- mönnum gyðingasamtaka í Tallinn, segist vera afar undrandi á því hvers vegna málið sé dregið fram í dags- ljósið nú því það sé orðið svo gam- alt. Það þjónaði vart tilgangi að sækja mál á hendur svo öldruðum manni. Fjaðrafok á íslandi Mál Eðvalds Hinrikssonar hefur valdið miklu pólitísku fjaðrafoki hér á íslandi. Það éitt út af fyrir sig hvemig staðið var aö því að afhenda Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréfið þegar hann kom til ísraels þykir forkastanlegt. Honum hafði ekki verið gert viðvart um að til stæöi að afhenda honum þetta bréf eða hvað í því stæði. „Ég varð undrandi og hafði orð á því við þá,“ segir Davíð sem taldi að utanríkisráðuneytið væri að afhenda sér bréfið með ásökunaratriðunum á hendur Eðvald fyrir Wiesenthal- stofnunina: Prótókollstjóri forsætisráðuneytis- ins sagði að það mætti kalla afhend- ingu bréfsins klúður. „Reglan er sú í opinberum heim- sóknum að gestinum sé ekki komið í óþægilega aðstöðu. Það er óalgengt að þaö komi upp slík óþægindi í opin- berum heimsóknum," sagði prótó- kollstjóri. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra lýsti því yfir að hann hefði tekið næsta leigubíl út á flugvöll og farið heim. Eftir allt fjaðrafokið, sem varð hér heima vegna afhendingar bréfsins, hafa komið fram nýjar upplýsingar sem þykja ekki síður fréttnæmar. í Morgunblaðinu í gær er greint frá því að það hafi alls ekki verið fulltrú- ar frá utanríkisráöuneyti ísraels sem afhentu Davíð bréfið. Utanríkisráðu- neytið beri enga ábyrgð á því heldur hafi það verið fulltrúar frá Wiesent- hal-stofnuninni í Jerúsalem sem af- hentu Yngvi Yngvasyni bréfið. Hon- um hefði skilist að það væri frá utan- ríkisráðuneytinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.