Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Page 25
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
25
„Menntaskóli er undirbúningur
fyrir lífiö og ef grein eins og reið-
mennt er kennd markvisst og skipu-
lega á hún fyllilega rétt á sér. Það
má ekki gleyma því að hóffarið hefur
fylgt mannssporinu frá örófi alda.
Þar sem þróun hefur átt sér stað
hafa fundist merki eftir hesta,“ sagði
Haraldur Haraldsson, reiðmennta-
kennari í Menntaskólanum við Sund
og framkvæmdastjóri hestamanna-
félagsins Fáks, í samtali við DV.
Haraldur hefur kennt reiðmennt í
MS frá því í haust en þá var fyrst
boðið upp á slíkt námskeið sem val
fyrir nemendur. Þetta er reyndar
ekki í fyrsta skipti sem reiðmennt
er kennd í framhaldsskóla, hún hef-
ur áður verið kennd í Ármúlaskóla.
Reiðmennt og hestamennska al-
mennt nær til æ fleira fólks, bæði
yngra fólks og eldra, til fatlaðra jafnt
sem ófatlaðra. 16 nemendur skráðu
sig á námskeiðið hjá Haraldi í haust
en það varir allan veturinn.
Bóklegtog
verklegt nám
Haraldur segist hafa farið af stað
með bóklegt nám og sinntu nemend-
ur því nær eingöngu fyrir áramót.
Eftir áramót er stundað verklegt
nám jafnhliða hinu bóklega.
í bóklega lilutanum er rakin saga
hestsins almennt, saga íslenska
hestsins, likami hestsins og líkams-
gerð, hreyfmg og járning, umhirða
og meðferð, stjóm hestsins, reiðtygi,
hlýðni og tamningar og síðan þjálfun
gangtegunda og áseta. í haust fóm
nemendur einnig í vettvangsferð í
tengslum við líkamsbyggingu hests-
ins. Var Ragnar Hinriksson tamn-
ingamaður þá heimsóttur.
Eftir áramót sér Haraldur um
grunnreiðkennslu í Reiðhöllinni. Þar
kennir hann nemendum hvernig þeir
geta bætt hestinn og stjórn og ásetu.
Þá kennir Erling Sigurðsson reið-
kennari hiýðni, stjómun, þjálfun
gangtegunda og ásetu. Loks verður
Haraldur með jáminganámskeið.
Nemendur greiða sjálflr útlagðan
kostnað vegna verklegrar kennslu
reiðkennara.
„Nemendurnir vilja hafa áhrif á
námið og hafa komið með tillögur,
meðal annars um vettvangsferðir.
Með því að leita til hæfileikamanna
á hveiju sviði hestamennsku fá
krakkamir víðtækari og fjölbreytt-
ari þekkingu. Við forum til dæmis
að skoða tamningar hjá Guðmundi
Haukssyni í Laxámesi í Kjós. Þar
kynnast krakkarnir frumtamningu
trippa. Þá heimsækjum við væntan-
lega stóðhestastöðina í Gunnarsholti
og munum auðvitað ríða út. í lok
námskeiðsins verður námsmat sem
byggist á símati meðan á námskeið-
inu stendur, mætingu, fæmi og
prófi.“
Annað en hopp og hí
Nemendur höfðu knúið fast á um
að boðið yrði upp á slíka kennslu sem
val og tóku skólayfirvöld þeirri um-
leitan vel. Ákvað Haraldur að.taka
aö sér starfið og hefur kennt síðan í
haust.
„Þetta er mjög fjölbreytt námskeið
þó um eina grein sé að ræða. Það er
nægt námsefni til að kenna reið-
mennt í fjögur ár, jafn langan tíma
og tekur að læra til stúdentsprófs.
Reiðmennt er mjög víðtækt svið. Sem
dæmi má nefna að það tekur fjögur
ár að læra til sveinsprófs í jámingum
í Evrópu.
Haraldur segir að þó gífurlegt
magn sé til af bókum um hesta og
hestamennsku sé ekki hægt að leggja
eina einstaka þeirra til grundvallar
Haraldur Haraldsson leiðbeinir einum þeirra nemenda sem tekið hafa reiðmennt sem valgrein í Menntaskólanum við Sund. Námið er mikið til bóklegt
en verklega kennslan fer fram í Reiðhöllinni og i vettvangsferðum í tamningastöðvar og víðar. DV-mynd Brynjar Gauti
á námskeiðinu.
„Þetta námsekið er þróunarverk-
efni og því eðlilegt að vanti bók sem
spannar það allt. Þarna er hins vegar
kjörið tækifæri fyrir vel ritfæra og
hestglögga menn til að skrifa bók um
reiðmennt."
Haraldur segir reiðmennt mikið
nám sem sé alltaf að hlaða utan á
sig. Hann hefur eftir nemendum að
þeir hafi sjaldan verið látnir starfa
jafn mikið í tímum.
„Menn setja hestamennsku ekki
mikið í samband við pælingar í bók-
um og skriftir en hestamennska er
annað og meira en útreiðartúrar,
hopp og hí og skemmtanir. Það tollir
enginn á námskeiði sem þessu sem
tekur hestamennsku sem leikara-
skap. Það er þó ekki þar með sagt
að við skemmtum okkur ekki og höf-
um gaman af.“
Lífsins elixír
Flestir nemendanna hafa eitthvað
komið nálægt hestum áður. Harald-
ur segir það kost þar sem þá sé auð-
veldara fyrir hann að nálgast við-
fangsefnið með þeim.
„Hins vegar er mjög gott að fá alls
óvana nemendur með líka. Óvanir
nemendur hjálpa manni líka að nálg-
ast efnið frá öðrum hliðum."
- En á reiðmennt eitthvert erindi í
menntaskóla?
„Það á allt rétt á sér í menntaskóla
sem tengist lífi og starfi fólks. Hesta-
mennska er grein sem fólk endist
lengi í og verður lífsins elixír. Það
sér maður best á hópi nokkurra eldri
borgara sem fara á bak nánast á
hveijum degi. Þeir eru eins og ungl-
ingar.“
- Ætlarðu að halda þessu áfram?
„Ég vil sjá afraksturinn og meta
árangurinn með skólamönnum og
nemendum. Hvort sem ég eða ein-
hver annar tekur að sér þessa
kennslu þá er reiðmenntin komin til
að vera sem námsgrein í mennta-
skóla. Annars vantar hér reglulega
reiðmenntun með ákveðinni mark-
miðslýsingu og kennslu sem fylgir
henni. Það vantar reiðskóla á sama
grunni og þeir eru starfræktir víða
erlendis. Eins vantar meira af sér-
menntuðum reiðmenntakennurum
með bakgrunn í uppeldis- og
kennslufræðum sem geta farið með
þetta námsefni inn í skólana og mat-
reitt það þar. Það þyrfti að vera til
kennarabraut í hestamennsku á há-
skólastigi. Ég er sjálfmenntaöur í
hestamennsku eins og margir fleiri
en hef haft bakhjarl í menntun úr
Kennaraháskólanum sem hefur
hjálpað mér mikið við kennsluna í
vetur.“
Blindir á bak
Haraldur segir nemendur sína hafa
orðið fyrir einstakri reynslu í vetur
þar sem Fákur og Reiðhöllin tóku að
sér reiðnámskeið fyrir Blindrafélag-
ið með hjálp nemendanna.
„Þetta var alveg frábært. Það er
erfitt fyrir okkur sem eigum að telj-
ast heilbrigð að átta okkur á hvað
þetta fólk leggur gífurlega mikið á
sig. Þau komu hér uppeftir, blind og
sum í hjólastól, og drifu sig á hest-
bak. Við vorum mjög varkár í byijun
en fyrr en varði var þetta fólk komið
á þeysireið. Tilfinning þess og næmni
er svo mikil svo þau voru mjög fljót
að komast í samband viö hestana.
Einn reið Forseta-Grána, hestinum
sem Vgidís reið á í fararbroddi hóp-
reiðar á landsmóti hestamanna 1986,
og stóð sig eins og hetja. Svona nám-
skeið var geysilega göfgandi fyrir
okkur og hefði aldrei orðið að veru-
leika heiði Reiðhöllin ekki verið til.
Aðstaðan í Reiðhöllinni hefur aukið
mjög möguleika á að stunda hesta-
mennsku og reiðkennslu að vetrar-
lagi.“
Að sögn Jóns Alberts Sigurbjöms-
sonar, framkvæmdastjóra Reiðhall-
arinnar, mun íþrótta- og tómstunda-
ráð Reykjavíkur leigja Reiðhöllina
frá klukkan 10-18 alla virka daga.
Er meiningin að bjóða reiðmennt
sem val fyrir nemendur í eldri bekkj-
um grunnskóla eftir hádegi og fyrir
fatlaða og fleiri sérhópa fyrir hádegi.
Einstaka fatlaðir einstaklingar hafa
verið í Reiðhöllinni í vetur fyrir til-
stilli foreldra en það sem framundan
er er fyrsti vísir að skipulegri reið-
mennt fyrir fatlaða. Jón Albert segir
það þekkt víða erlendis að fatlaðir
fari á hestbak í endurhæfingarstarfi^
Reiðhallir, að vísu minni, munu
vera að rísa víða um land.
„Veturinn er okkar tími þar sem
hestamir eru þá við höndina. Reið-
hallir gera mönnum síðan kleift að
stunda reiðkennslu óháða veðri,"
sagði Jón Albert.
-hlh
Fákur og Reiðhöliin sáu um reiðnámskeið fyrir fatlaða með hjálp mennta-
skólakrakkanna. Á myndinni sést einn þátttakandi í námskeiðinu á Forseta-
Grána. Gott samband myndaðist þarna milli hests og manns.
Friðrikka og Elfur eru i 4. bekk i MS. Þær eru mjög ánægðar með reið-
menntatímana og segja þá nauðsynlegan valkost i menntaskóla.
DV-mynd Brynjar Gauti
Reiðmennt er ný valgrein í Menntaskólanum við Sund:
Hóffarið hefur fylgt
mannssporinu í aldaraðir