Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Qupperneq 27
26 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. \ Kyntröll óperunnar: Fær ástarbréf frá unglingsstúlkum og ástarjátningar á símsvarann - Bergþór Pálsson óperusöngvari segirfrá gróskumiklu lífi sínu um þessar mundir „Ég gekk í gegnum erfitt tímabil þegar við Sólrún skildum en eftir á finnst mér ég hafa þroskast á þeirri reynslu," segir Bergþór sem er einstæður faðir tíu ára drengs. DV-myndir GVA „Það var fyrir algjöra tilviljun að ég fór í söngnám og gerðist óperu- söngvari. Ég man reyndar einu sinni eftir, þegar ég var í menntaskóla, að við vorum að skemmta okkur og syngja í partíi að einn bekkjarbróðir minn sagði: „Heyrðu, Bergþór, þú ert með svona óperurödd. Þú ættir að verða óperusöngvari." Þetta stakk mig aðeins og ég hugsaði með mér: Getur það verið rétt? Síðan leiddi ég hugann ekki frekar að því enda fannst mér hugmyndin fráleit," segir óperusöngvarinn Bergþór Pálsson, 34 ára, sem er einn eftirsóttasti söngvari vetrarins, sérstaklega hjá kvenþjóðinni sem telur hann mikið kyntröll. Aðdáendur Bergþórs eru á öllum aldri því til hans streyma ást- arbréfjafnt frá unglingsstúlkum sem eldri. A konukvöldi fyrir nokkru stóð hann í sömu sporum og kyngoðiö Tom Jones því konurnar æptu og rósum rigndi er söngvarinn tók létt spor á sviðinu. Bergþór hefur haft meira en nóg að gera við að syngja á árshátíðum og þorrablótum. Þá syngur hann við ófáar jarðarfarir og brúðkaup. Það sem gerir Bergþór sérstakan er hversu auðveldlega hann bregður sér úr alvöruþrungnu óperuhlut- verkinu í eldhress dægurlög án þess að hafa mikið fyrir því. Það má lík- legast með sanni segja að Bergþór sé tískusöngvari þessa árs. „Æ, ég vona að svo sé ekki því allt sem er í tísku fer úr tísku,“ segir söngvarinn bros- andi. Góðir dómar Um þessar mundir syngur Bergþór smáhlutverk í óperunni Óþelló en sú sýning er haldin vegna tíu ára af- mæhs íslensku óperunnar. Bergþór hefur fengið lofsamleg ummæh fyrir hlutverk sín á sviði, sérstaklega í Töfraflautunni í haust þar sem hann sló rækilega í gegn í hlutverki Papa- genós. Það er þó ekki langt síöan Bergþór kom til landsins. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum, starfaði síðan í Þýskalandi og kom heim síðasthðiö vor. „Þegar ég kom heim bjóst ég ekki við miklu. Ég kom í þeim einum tilgangi að vera með syni mínum sem er tíu ára. í rauninni hafði ég ekki búið mér til neinar væntingar varð- andi sönginn," útskýrir Bergþór. „Ég vissi að ef ég fengi ekki að syngja gæti ég sest inn í kennslustofu og farið að kenna. Áhyggjumar plöguðu mig þess vegna ekki,“ segir hann ennfremur. Erfiður skilnaóur Bergþór var kvæntur Sólrúnu Bragadóttur, óperusöngkonu í Þýskalandi. Hún er fastráðin við óperuna í Hannover. Þau skildu fyrir nokkmm árum. Sonur þeirra kunni ekki við sig í Þýskalandi og bjó því hjá foreldrum Bergþórs og Sólrúnar meðan foreldramir gerðu garðinn frægan í óperuhúsum. „Mér fannst mjög óþægileg tilfmning að strákur- inn væri hér heima og það varð til þess að ég ákvað að koma heim,“ segir Bergþór. Hann útilokar ekki að strákurinn hafi fengið sig fuhsaddan af útlöndum þegar foreldrarnir stóðu í skilnaðinum en eins og gengur og gerist var langur aðdragandi að hon- um. „Við tókum þá ákvörðun í Þýskalandi að skhja og drengurinn gekk í gegnum það erfiða tímabil. Fyrir hann var erfitt að vera í fram- andi landi með ólíku tungumáh. Hann eignaðist ekki vini. Síðan kom skilnaðurinn ofan á og ég held að hann hafi tengt aht við Þýskaland sem honum var ekki vel við,“ segir hann. Bergþór segir að þau Sólrún hafi nýlokið námi þegar þau skildu. Þess vegna hafi aldrei reynt á hvort erfitt væri fyrir tvo óperusöngvara að búa saman. „Við fundum þó aldrei til öf- undar hvort gagnvart öðru,“ segir hann. „Við skhdum sem vinir og sungum í sömu ópemnni eftir skhn- aðinn, meðal annars sem greifahjón- in í Brúðkaupi Fígarós. Það tekur þó alltaf langan tíma að átta sig á breytt- um aðstæðum. Mér fannst mjög erf- itt að ganga í gegnum skilnaðinn en finnst þó aö ég hafi þroskast. Maður staldrar við og fer að skoða sjálfan sig. Kannski uppgötvar maður eftir á að þetta var það hesta. Þá er maður auðvitað ánægður. Við Sólrún vor- um búin að vera saman í tíu ár og vissulega tekur það á að viðurkenna misheppnað hjónaband," segir hann. Einstæður faðir á handahlaupum Bergþór fékk forræði yfir syni þeirra og segir að vissulega sé það erfitt hlutskipti fyrir barn að hafa ekki báða foreldra sína hjá sér. „Hann er óskaplega duglegur og hef- ur komið vel út úr þessu finnst mér,“ segir Bergþór. Þeir feðgar hafa undanfarið búið hjá foreldrum Berg- þórs en eru að flytja í eigin íbúð um þessar mundir. Bergþór hefur ein- mitt notað frístundimar undanfarið til að mála íbúðina og koma í lag. Þegar Bergþór er spurður hvernig vinnudegi hans sé háttað hlær hann og svarar: „Ég er ahtaf á handa- hlaupum. Ætli ég sé ekki mjög óreglulegur. Ég syng mikið í miðri viku við kistulagningar pg jarðarfar- ir, í opinberum veislum, afmælis- veislum og gæsapartíum, svo eitt- hvað sé nefnt. Á laugardögum hef ég nóg að gera í brúðkaupum. Á föstu- dags- og sunnudagskvöldum er ég í óperunni. Ég er síðan mikið bókaður á laugardagskvöldum á árshátíðum og þorrablótum. í næstu viku verð ég kynnir á skólatónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar og tek nokkrar aríur í Háskólabíói." Heimsfrægð ekkerttakmark Bergþór segist æfa sig talsvert heima hjá sér mhli þess sem hann hleypur á mhh staða. Margir óperu- söngvarar telja ekki nógu „fínt“ að syngja við jarðarfarir og brúðkaup og vilja alls ekki festast í þeim far- vegi. Ahir eru að bíða eftir heims- frægðinni. Bergþór hefur annars konar hugsunarhátt. „Fyrir mér er frægð ekkert markmið. Það sem skiptir máh er hstrænn metnaður, þ.e. að gera sífeht betur. Mér finnst til dæmis ekki gefa mér neitt meira að syngja í stóru óperuhúsi í útlönd- um fyrir ókunnugt fólk. Það er ekk- ert merkhegra en að syngja hér á landi. Ég söng einu sinni fyrir lítinn hóp í Kelduhverfi fyrir norðan og það var einn þakklátasti hópur sem ég hef nokkurn tíma sungið fyrir. Slíkt kvöld getur gefur manni meira en að standa á stóru sviði í útlöndum." Bergþór segist aldrei hafa velt heimsfrægð fyrir sér og segir að orð- ið virki framandi á sig. „Þegar ég var í tónmenntadehdinni í Tónhstarskól- anum tók ég söngtíma meðfram. Kennarar mínir vhdu að ég skipti yfir í sönginn alfarið. Þaö vhdi síðan þannig th þegar átti að setja upp Meyjarskemmuna í Þjóðleikhúsinu að Sveinn Einarsson hringdi í mig og óskaði eftir mér í eitt hlutverkið. Hann sagðist hafa heyrt að ég gæti sungið. Eg tók hlutverkinu og fékk að syngja með mörgum okkar bestu óperusöngvurum, Kristni Hallssyrú, Þuríði Pálsdóttur, Guðmundi Jóns- syni og fleiri. Ég komst á bragðið og fékk bakteríuna sem hefur verið ólæknandi síðan. Ég naut þess líka ahtaf að syngja ljóð fyrir fólk. Ég fann að söngurinn átti vel við mig en fór í hann algjörlega blindandi með engu thliti th frægðar eða frama. Kannski hafði ég einhvern tíma sem barn óskað að þetta ætti fyrir mér að liggja en það hvarflaði aldrei að mér að ég gæti sungið.“ Bergþóri var nánast skipað í söng- hstina. Hann lagði tónmenntanámið á hihuna og flaug th Bandaríkjanna til frekara söngnáms. Leiðin liggur upp á við Þegar Bergþór og Sólrún skildu fyrir nokkrum árum kom hann hing- að til lands og dvaldist hér í sex mánuði. Þá bauðst honum að taka þátt í uppfærslu íslensku óperunnar á Don Giovanni og var það fyrsta alvöru hlutverk hans hér á landi. Bergþór öðlaðist strax miklar vin- sældir og var meöal annars kynnir á fegurðarsamkeppni íslands það ár. Eftir að Bergþór kom heim, síðast- hðið vor, hefur leiðin enn legið upp á við. Þegar hann er spurður hver galdurinn sé svarar hann: „Ég veit þaö ekki.“ Og bætir síðan við: „Þegar ég kom heim var ég svo heppinn að Garðar Cortes hafði ætlað mér hlut- verk í Töfraflautunni. Þá var ég reyndar byrjaður að vinna skóla- kynningar á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Það starf fólst í því að kynna Mozart fyrir grunnskólanem- endum. Síðan var hehmikið starf í kringum Töfraflautuna. Ég býst við að þá hafi ég fengið mjög góða kynn- ingu og boltinn byrjaði að rúha.“ - Þú þykir líka ófeiminn viö að bregða þér í gervi poppsöngvar- ans. „Já, það er svohthl strákur í mér,“ svarar Bergþór. „Yfirleitt blanda ég tónlistina mjög mikiö þegar ég kem fram. Syng þá létt lög með óperun- um. Hins vegar syng ég aldrei rokk eins og ég gerði á Stöð 2. Enda er ég yfirleitt bara með píanóleikara og það passar ekki. Klukkan skiptir hka máh í þessu. Ef langt er hðið á kvöld er stundum meiri stemmning fyrir dægurlögum. En oft er ótrúleg stemning á slíkum kvöldum. Annars hehlar mig mikið aö syngja óperu- söng fyrir fólk sem heldur að það sé LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1992. Á kvennakvöldi fyrir stuttu stóð Bergþór Pálsson óperusöngvari í sömu sporum og kyngoðið Tom Jones þegar konurnar æptu og blómum rigndi yfir hann. „Ég hef gaman af þessu,“ segir söngvarinn sem hefur einstakt lag á að heillá kvenþjóðina. Hann lét sig heldur ekki muna um að bregða á leik fyrir Ijósmyndara DV í sundlaugunum. ekki fyrir slíka tónhst. Ég sé oft undr- unarsvipinn á því,“ segir Bergþór. Þakklæti frá áheyrendum Hann segist fá mjög mikil við- brögð við söng sínum frá fólki. „Ég fæ oft símtöl og bréf frá þakklátum áheyrendum," segir hann. Bergþór verður hálffeiminn þegar blaðamað- ur spyr um öll ástarbréfin. „Jú, ég fæ reyndar ástarbréf frá unghngs- stúlkum," viðurkennir hann. „Þetta eru mjög falleg bréf þar sem beðið er um mynd og eiginhandaráritun. Stundum fæ ég slíkar beiðnir á sím- svarann hjá mér, jafnvel ástarjátn- ingar. Mér þykir mjög vænt um það,“ segir söngvarinn. Það er ekki vanalegt að óperu- söngvari njóti slíkrar hylh unghngs- stúlkna en þætti vart merkhegt ef rokksöngvari ætti í hlut. Bergþór hefur mikla ánægju af þessu og ekki síst þegar unghngarnir vhja að hann skemmti á skólaböllum. „Ég ætla að syngja dúett með fjórtán ára vinkonu minni á skólaskemmtun í einum grunnskóla borgarinnar. Hún bað mig um þetta og þar sem ég þekki stúlkuna vel ákvað ég að slá tíl. Ég er nú ekki viss um að ég hafi tíma th að syngja á fleiri skólaböllum," segir Bergþór. Hann segist þess þó fullviss að mikil þörf sé á að kynna óperusöng fyrir nemendum. „Þegar ég var í skólakynningunum tók ég eftir því að mörg barnanna voru að uppgötva klassíska tónlist í fyrsta skipti. Oft fékk ég hópa á eftír tíl að ræða um tónlist." - Var það kannski sú leið sem þú hafði hugsað þér með tónmennta- náminu? Að koma meiri klassík inn í skólana? „Já, einmitt,“ svarar Bergþór. „Ég lærði sjálfur á fiðlu sem barn en ent- ist ekki í því nema fram á unghngs- ár. Það kveiktí samt í mér tónlistar- áhuga og sennilega hef ég ahtaf vitað að ég myndi velja mér eitthvað tengt tónlistinni." Ekki hátíðlegur Bergþór stundaði nám í Æfinga- deild Kennaraháskólans, fór síðan í Réttarholtsskólann og þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Sund. „Ég man þegar ég kom inn í Réttarholtsskóla sem nýr nemandi að sumum krökk- um fannst ég hálfgerður furðufugl. Ég hafði mjög gaman af að vera með grettusýningar á göngunum," segir Bergþór. Hann hefur einstakt lag á að gretta sig og segist enn gera það fyrir krakka þegar hann er um það beðinn. Hann hefur þó ekki sýnt þennan hæfileika sinn á opinberum vettvangi. - Ertu hræddur um að breyta ímynd þfiini? „Ég veit ekki th þess að ég hafi neina ímynd. Ég hef th dæmis aldrei fest í einhverri óperusöngvaraímynd líkt og þegar málarar eiga að ganga með alpahúfu. Ég forðast að vera hátíðlegur," svarar söngvarinn. „Það kemur af sjálfu sér því ég skynja sjálfan mig sem unghng og mér líður vel með börnum og unglingum. Þar að auki stjómast líf mitt ekki af því hvað aðrir hugsa heldur því sem mig langar sjálfan að gera og þeirri stað- reynd að lífið er dásamlegt. Raunar er líf mitt fyrir utan vinnuna fremur einfalt og venjulegt. Þá sjaldan ég á frí finnst okkur feðgunum gott að hggja undir teppi og horfa á sjón- varpið. Þá hjálpa ég honum auðvitað með heimanámið og hann hlýðir mér yfir texta. Svo fíflumst við hehmikið. Okkur semur ótrúlega vel. Hann syngur oft meö mér enda er hann með einhverja fallegustu rödd sem ég hef heyrt," segir faðirinn stoltur. „Hann er þó of feiminn th að láta rödd sína hljóma nema þegar hann gleymir sér,“ segir hann. Ljúftuppeldi Bergþór, sem er baríton, hafði sig ekki mikið í frammi á skólaárunum. Þó tróð hann upp í menntaskóla með dagskrá um franskan vísnasöngvar- ann Boris Vian. „Það var bara vegna þess að ég hafði verið í Frakklandi sem skiptinemi,“ útskýrir hann. Bergþór segist hafa fengið mjög ljúft uppeldi. Hann og systkini hans lærðu öh á hljóðfæri sem böm. Söng- hstin er mikh í báðum ættum og fað- ir Bergþórs, Páh Bergþórsson veður- stofustjóri, setur saman ljóð af mik- ihi snihd. „Móðir mín er líka söng- elsk og hefur fallega rödd,“ segir hann. Bergþór rifjar upp að þegar hann var við nám í Bandaríkjunum hafi þeir verið þrír í sama skóla synir veðurfræðinga. „Það var Sigurður Flosason saxófónleikari, Kolbeinn Bjamason flautuleikari og ég. Það var mjög furðuleg thviijun. Við ræddum þó aldrei um veður,“ bætir hann við og hlær. Bergþór segist ekki hafa gert nein- ar áætlanir um framtíðina. „Ég geri aldrei nein plön fram í tímann. Venjulega ákveð ég mig skyndhega og stundum virðist sem aht sé ákveð- ið fyrir mig, það kemur svo óvænt upp í hendumar á mér,“ segir hann. „Eg er mjög ánægður með lífið eins og það er. Það er fjölbreytt og ég kem víöa við. Ég hef kynnst mörgu fólki og það er mikhl gróskutími hjá mér. Þess vegna íhuga ég framtíðina htið. Kannski vh ég fá meiri festu í hfið næsta vetur, taka að mér kennslu og hafa eitthvað ákveðið að fást við. Núna hef ég aldrei sömu stundatöflu frá degi th dags,“ segir Bergþór. Vaknar með Mozart - En hefur söngvarinn heyrt að konur fari á tónleika með honum einungis th að horfa, síður tíl að hiusta? „Nei, þetta hef ég aldrei heyrt áð- ur,“ svarar Bergþór. Hann viður- kennir þó að stundum komi fyrir að konur vhji spjaha við hann eftir að hann hefur sungið. „Sumir hafa mikla útgeislun. Mér finnst margir okkar bestu söngvara hafa þessa út- geislun enda fær maður birtu í hjart- að bara við að hafa þá nálægt sér,“ segir Bergþór. „Ég ætía ekki að dæma um eigin útgeislun en ég reyni að byggja sjálfan mig upp með já- kvæðu hugarfari. Ég er mjög trúaður og hef það markmið í lifinu að verða umburðarlyndari og láta mér þykja vænt um aha í kringum mig. Á morgnana þegar ég vakna set ég til dæmis andante-kaflann úr fertug- ustu sinfóníu Mozarts í geislasphar- ann, loka augunum og ímynda mér að ljós streymi inn í brjóstíð frá al- mættinu sem fyllir mig ró og öryggi. Þessi andlega íhugun mín veitir mér velhðan og bjartsýni. Ég býst við að þetta hjálpi mér í mínu starfi. Kannski hófst þetta á erfiðleikatíma- bhinu sem fylgdi skhnaðinum. Hann gaf mér thefni th að skoða hluti sem ég annars hefði aldrei gert - tilgang-, inn með lífinu,“ segir óperusöngvar- inn Bergþór Pálsson sem virðist hafa einstakt lag á að heilla íslensku kvenþjóðina með útgeislun sinni. -ELA 39

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.