Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. Fréttir Svanur Eyþórsson, annar bræðranna sem fengu hnífstungu: Ekkert sem gaf tilefni til að fá rýting í bakið - annar bræðranna treystir sér til að bera kennsl á árásarmanninn „Viö komum út af Hótel íslandi með vinafólki og fengum leigubíl. Kjartan bróðir vildi hins vegar ekki fara í bíl, hann vildi fara heim til systur okkar sem býr í Hátúninu. Ég vildi ekki að hann færi einn og labbaði því með honum. Við gengum samhliða og þegar við vorum komnir á móts við Pennann í Hallarmúla, á bak viö Hótel Esju, fannst mér eins og það væri kýlt í bakið á Kjartani. Hann sagði mér að hlaupa á eftir manninum og ég gerði það. Þama var Kjartan sjálfsagt búinn að fá hníf í sig en ég vissi ekki að hann hefði fengið stungu. Hann sagði mér bara að hlaupa á eftir manninum," sagði Svanur Eyþórsson, 23 ára Reykvíkingur og vélskólanemi, ann- ar bræðranna sem stungnir voru með hnífi í Hallarmúla aðfaranótt síðasthðins sunnudags. DV ræddi við Svan á Borgarspítal- anum í gær. Hann er á batavegi og er farinn að ganga um. Þrítugur bróðir hans, sem fékk stungu í bak- ið, gekk um í fyrsta skipti í gær eftir atburðinn. Hann er þó aö mestu rúm- hggjandi ennþá. . Mann ekki eftir því þegar hann var stunginn „Ég man að ég gekk eða hljóp að sendiferðabíl, lamdi í rúðuna, og benti á strákinn eða manninn og bað bílstjórann að hringja á lögregluna," sagði Svanur. „Maðurinn hljóp niður Haharmúlann hjá Hótel Esju. Þetta er það sem ég man sjálfur. Ég man ekki eftir því þegar ég var stunginn og veit ekki nákvæmlega hvar það gerðist. Kjartan bróðir segir að ég hafi hlaupið manninn uppi, náð honum og við dottið saman niður. Það urðu einhveijar ryskingar þama en átök- in urðu áður en ég stöðvaði sendi- ferðabíhnn. Þegar ég gerði það man ég samt eftir því að ég tók eftir að ég var meö blóð á höndunum. Ég man ekki eftir sársauka. Ég sá mann- inn hlaupa í burtu en einbeitti mér að því að stöðva bhinn. Ég var svæfður þegar ég kom á Svanur segir að bróðir sinn hafi beðið sig um að hlaupa á eftir árásarmann- inum. Hann náði manninum og féll með honum til jarðar. DV-mynd GVA Hvernig verður kostnaði ríkisins af kjarasamningunum mætt? Niðurskurður, erlent lán eða skattahækkanir segir Friðrik Sophusson flármálaráðherra: Samkvæmt heimildum DV hefur það verið reiknað út í fjármála- ráðuneytinu að kostnað ríkissjóðs af því sem boðið hefur verið fram til að hðka fyrir kjarasamningum megi meta aht að einum mihjarði króna. Þá er tekjutap ríkissjóðs vegna þess að hætt verði við hækk- un niðurgreiddra vaxta af hús- næðislánum tekið með í reikning- inn. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagðist ekki ætla að tjá sig um þessa tölu. Hann sagðist hafa sagt það áður að kostnaðurinn næmi hundruðum milljóna króna. Hann var þá spurður hvernig ríkis- sfjómin hygðist mæta þessum kostnaði „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvernig kostnaði af því sem ríkisstjómin hefur boðið fram verði mætt. Það sem ég hef mestar áhyggjur af, og tel að verði að koma fram, er aö með þessum óraunhæfu kröfum eru sumir foringjar launa- þegahreyfingarinnar að grafa und- an því markmiði okkar að skapa skhyrði fyrir vaxtalækkun. Menn mega ekki gleyma því að hallinn á rikissjóði á síðasta ári nam 12,5 milijörðum króna. Á sama tíma, sem við emm að keppast við að skera niður til að ná jafnvægi í rík- isfjármálunum, era foringjar laun- þega að binda hendur okkar. Það hlýtur þá að bitna á öðru með ein- Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra: Niöurskurður, erlend lán- taka eða skattahækkanir. DV-mynd GVA hveijum hætti. Annaðhvort með niðurskurði á ööram verkefnum í fjárlögum þessa árs. Eða þá að auka erlendar lántökur, vísa þessu þannig til framtíðar og láta börn okkar og bamaböm borga brús- ann. Sú leið yrði til þess að vaxta- lækkunin, sem stefnt hefur verið aö, næst ekki fram. í þriðja lagi að hækka skattana veralega. Þá dugir heldur ekkert minna en að hækka skatta á öllum skattgreiðendum. Það er misskilningur að skattar á hátekjufólk og fjármagnstekju- skattar, einir saman, dugi til að vega upp á móti halla ríkissjóðs," sagði Friðrik Sophusson. -S.dór sjúkrahúsið. Það kann að vera að svæfingin hafl haft einhver áhrif á mig. Ég man þó óljóst eftir því þegar ég kom á spítalann. Þetta er eins og að lenda í slysi, maður bara lokast. Svanur segist hvorki muna hvern- ig árásarmaðurinn leit út né vita hver hann er. Hann segir að þó hann treysti sér ekki til að bera kennsl á árásarmanninn telur hann að bróðir sinn geti það. Svanur segir að ekkert hefði gerst fyrr um kvöldið sem gaf tilfefni til að umræddur maöurxéðist á bræðuma. „Ég var litið með bróður mínum inni á Hótel íslandi en ég veit ekki hvað gæti hafa gefið tilfefni til þess að fá rýting í bakið,“ sagði hann. Svanur segir að bróðir sinn hafi ekki verið skorinn upp þar sem nýra hafi skaddast. Svanur fékk stungu að framanveröu og í hfrina og var talinn í lífshættu í fyrstu. Blóð á hníf mikil vægt sönnunargagn Hinn grunaði árásarmaður var mjög ölvaður þegar lögreglan í Reykjavík fann hann í hnipri við Engjateig, skammt frá árásarstaðn- um. Blóðugur hnífur fannst þá á honum. Blóðið og hnífurinn verða míkilvæg sönnunargögn í málinu. Þetta hefur vérið sent í viðeigandi ráhnsókn. Hinii granaði hefur borið viö minnisleysi um atburðinn í Hall- armúlanum. Hann situr í gæsluvarð- haldi en ekki hefur verið ákveðið ennþá hvort krafist verði áframhald- andi gæslu á honum, það er þangað til hugsanleg ákæra verður gefm út á hendur honum og máhð tekið th meðferðar fyrir dómstólum. Samkvæmt heimildum DV hafði umræddur hnífur lengi verið í eigu árásarmannsins sem er 24 ára. Um- rætt kvöld hafði hann verið að skemmta sér á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal í Hollí í Ár- múla og neytti áfengis í miklum mæh. Maðurinn hefur nánast aldrei komið við sögu lögreglunnar í Reykjavík. -ÓTT Neytendasamtökin: rannsókn á inneimtu* málunum Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyri: „Neytendasamtökin ætla að fara fram á opinbera ranrtsókn á innheímtumálum lögmanna al- mennt og hvernig það má vera að hún hefur farið fram undanf- arin ár á þann hátt sem verið hefur án þess að nokkur haft bent á að það jaörar við að um glæp- samleg athæfi hafi verið að ræða,“ segir Vilhjáimur Ingi Árnason, formaður Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis. „Þetta fyrirtæki, sem sá um innheimtur í Þjóðlífsmálinu, hef- ur stundað þessar innheimtuað- gerðir í einhvern tíma, Þjóðlifs- máhð er ekki það eina. Það sem Neytendasamtökin fara frarn á er að einnig verði kannað hvernig það má gerast og hvernig stendur á því að hvorki fógetar, lögfræð- ingar almennt né aðrir sem hafa horft upp á þetta hafa hvorki hreyft legg né hð. Það er þetta sem er meinsemdin. Lögfræðingastéttinni hefur verið beitt á almenning eins og hvern annan afrétt til að hafa út úr honum fé. Þeir sem eru sak- Iausir verða að borga lögff æðing- um til að verjast hinum lögfræð- ingunum. Báðir aðilar í lögfræð- ingastéttinni, verjendur og sækj- endur, græða en eftir situr hinn venjulegi íslenski borgari með sárt enniö,“ sagði Vhhjúlmur Ingi. «. . t Hann sagði aö í gær hefði veríð gengið frá því að Ingibjörg Ein- arsdóttir á Akureyri, sem fyrir- tækið Innheimtur og ráögjöf hef- ur innheimt hjá um 50 þúsund krónur vegna Þjóðlífsáskriftar, sem hún hafði greitt á gjalddaga, fái gjafsókn fyrir Hæstarétti í því máh og munu Neytendasamtökin leggja henni th lögmann. Umhverfisráðsteftian: inntilRio? „Forsetanum hefur verið boðið að sitja umhverfismálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Ja- neiro en hvort hún fer er ekki afráðiö. Það hafa margir lagt að henni að fara og sjálf hefur hún mikinn áhuga á umhverfismál- um. Þessi málaflokkur er henni hugsjón. Að hluta til mun það hins vegar ráðast af því hvemig til tekst við undírbúning ráð- stefnunar hvort hún fersegir Sveínn Björnsson forsetaritari. Að sögn Sveins hefur ölium þjóðhöfðingjum og þjóðarleiðtog- um heims verið boðið að sitja ráöstefnuna. Enn er þó óþóst hveijir fara enda barst leiðtogun- um formlegt boð fyrst fyrir tveim vikum. Hann segir að það liggí heldur ekki fyrir hvaða ráðherr- ar komi til með að fara á ráðstefn- una. „Menn ætlast til að augu heims- ins beinist að þessari ráðstefnu þá daga sem hún stendur yfir. Það er því mikiö lagt upp úr að sem flestir þjóðarleiðtogar mæti, hvort heldur þeir era póhtískir eöa ekki. Ráðstefnunni er ætlað að marka timamót í umgengni manna við náttúruna og meðal annars liggurfyriraö samþykkja sáttmála um verndun jarðarinn- ar. Viö höfum ekki langan tíma til að snúa þróuninni við og því mikilvægt að vel takist til með þessa ráðstefnu." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.