Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 23 Tina Chow lést úr eyðni í janúar. Tískudrottn- ing látin úreyðni Ein skærasta stjarnan meðal tísku- fyrirsætna heimsins, Tina Chow, lést af völdum eyðni í janúar síðasthðn- um. Tina er fyrsta fræga konan sem deyr úr eyðni og talað hefur opin- skátt um hvernig hún smitaðist - af kynmökum við karlmann. Ef tir dauða Tinu hafa verið ritaðar um hana margar og langar lofgreinar þar sem henni er lýst sem einstæðri í sögu tískunnar. Hún var ekki að- eins einstök fyrirsæta heldur þótti hún eiga afar gott og mikið safn fata sem hún safnaði af mikilh kostgæfni og alúð. Hún var forrík, ekki aðeins af fyrirsætustörfum heldur einnig af rekstri kínverskrar veitingahúsa- keðju sem hún rak með fyrrverandi manni sínum, Michael Chow. Faðir Tinu var bandarískur her- maður en móðir hennar japönsk. Leiöir þeirra lágu saman á jóladag 1945 og níu mánuðum síðar kom Tina í heiminn. Hún þótt fljótt eftirtektar- verð sem fyrirsæta en hún þótt sam- eina á sérstakan hátt austurlenskt og vestrænt yfirbragð. Eldri systir hennar var einnig fyrirsæta en hún er gift höfuðpaur hljómsveitarinnar Talking Heads, David Byme. 1972 giftist Tina Michael Chow og átti með honum eina dóttur. Hún hafði þá náð sérstakri virðingu með- al tískufyrirsætna. Tina skildi viö mann sinn 1988. Skömmu eftir það átti hún í ástar- sambandi við leikarann Richard Gere sem hún tók alvarlega en Gere ekki. Eftir að upp úr shtnaði leitaði hún huggunar hjá Kim d’Estainvihe sem hún hafði þekkt lengi. Sá yar tvíkynhneigður og hafði sjálfur leit- að huggunar á hommabörum New York-borgar eftir að ilmvatnsjöfur- inn Hélene de Rochas hafði hent hon- um út. í ferð sinni til Japans 1989 gerðist það að Tina fékk lungna- bólgu. Var hún flutt á spítala og greindist þá með eyðni. Fyrir andlát sitt kom hún fötum sínum á tískusafn þar sem góður smekkur hennar fyrir fotum þykir gerður ódauðlegur. Eitt af síðustu verkum hennar var að gefa stórfé til eyðnispítala í Mexíkó sem nefndur er eftir henni. NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR ROFINN NOTAÐIR BÍLAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI NOKKUR D Æ M I : VW JETTA C 1600 - árg. 1986, 4gíra, 4 dyra, rauður, ekinn 95 þ.km., verð kr. 350.000.stgr. MMC LANCER GLX 1500- árg. 1988, 4 dyra, sjálfskiptur, hvítur, ekinn 57 þ.km., verð kr. 570.000 stgr. ii TOYOTA GOROLLA DX 1300 - árg. 1987, 4 gíra, 5 dyra., hvítur, ekinn 110 þ.km., verð kr. 300.000. stgr. AMC CHEROKEE LAREDO V6-4000 - árg. 1987, sjálfsk. 5 dyra, svartur, ekinn 88 þ.km., verð kr. 1,380.000.stgr. DAIHATSU CHARAETE CS 1000 - árg. 1987, 4 gíra, 5 dyra, hvítur/blár, ekinn 71 þ.km., verð kr. 280.000 stgr. MMC GALANT GL 1800 - árgerð 1988, 5 gíra, 4 dyra, grábrúnn, ekinn 88 þ.km., verð kr. 600.000. stgr. VIÐ BJOÐUM TRAUST OG ORUGG VIÐSKIPTI GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐ ÓSKUM KAUPENDA NOTAÐIR BILAR BYGGIR A TRAUSTI HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl 10-14 NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.