Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. Kvikmyndir Beauty and the Beast er ekki aðeins fyrir börnin heldur getur öll fjölskyldan notið þessarar hugljúfu kvikmyndar. Óskarsverðlaunin: Verður teiknimynd valin besta myndin? Beauty and the Beast (Fríða og dýrið) er á góðri leið með að verða vinsælasta teiknimynd sem gerð hef- ur verið. Og hún er ekki aðeins vin- sæl, hún þykir afbragðsmynd sem fengið hefur mjög lofsamlega dóma hjá gagnrýnendum sem margir telja að hún sé besta kvikmynd ársins. Það voru samt fáir sem bjuggust við að hún yrði ein fimm kvikmyr.da sem tilnefndar yrðu til óskarsverð- launa sem besta kvikmyndin og er Beauty and the Beast fyrsta teikni- myndin sem verður þessa heiðurs aðnjótandi. í fyrstu voru það fáir sem héldu því fram að hún myndi í lokin verða valin besta kvikmyndin, en eftir því sem nær dregur afhendingunni fjölg- ar þeim sem eru þeirrar skoðunar að baráttan standi á milli Beauty and the Beast og Bugsy. Sjálfsagt kannast allir viö hiö klassíska ævintýri um fallegu, ungu stúlkuna og samskipti hennar við ófrýnilegt dýr. Hefur ævintýri þetta löngum heillað sögumenn og kvik- myndagerðarmenn. Frægasta kvik- myndin var gerð árið 1946 af Jean Cocteau. Sjónvarpsþættir, sem báru sama nafn og voru meðal annars sýndir hér, áttu aftur á móti ekkert sameiginlegt með sögunni nema nafnið. Beauty and the Beast gerist í frönsku þorpi seint á 18. öld. Aðalper- sónan er Belle, falleg stúlka sem fmnur leið frá hinu daglega lífi með því að lesa bækur. Faðir hennar sem er dálítið sérvitur finnur af tilviljun kastala þar sem stórt og Ijótt dýr býr. Er hann fangaöur af dýrinu. Þegar Belle kemst að þessu býðst hún til að verða fangi dýrsins ef fóóur hennar verði sleppt. Hún kemst síð- an að því að dýrið hefur hjarta og Kvikmyndir Hilmar Karlsson sál mannlegrar veru. í millitíðinni fréttir Gaston, sem er hrifin af Belle, hvar hún er fangi og safnar liði tU að vinna á óskapnaðinum... Beauty and thé Beast er fimmta klassíska ævintýrið sem Walt Disney fyrirtækiö gerir. Sú fyrsta var MjaU- hvít og dvergamir sjö sem gerð var árið 1937. Öskubuska var svo gerð 1950 og Þyrnirós 1959. Fyrir tveimur árum kom svo frá Disney Litla haf- meyjan rómaða sem einnig fékk mjög góðar viðtökur. Eins og í Litlu hafmeyjunni skiptir tónUstin miklu máli. Howard Ash- man og Alan Menkin fengu tvenn óskarsverðlaun fyrir tónUstina við Litlu hafmeyjuna, bæði fyrir frum- samda tónUst og besta lag, og er lík- legt að um endurtekningu verði að ræða. Þeir fá hvorki meira né minna en fjórar tilnefningar, þrjú lög þeirra eru tUnefnd og einnig tónUstin í heUd. En gleðin mun verða blandin því Howard Ashman, sem er texta- höfundurinn, lést rétt áður en mynd- in var frumsýnd á síðasta ári. Ash- man var ekki aðeins textahöfundur þvi hann er einnig aðalframleiðandi myndarinnar. Áður en hann lést náði hann að gera söngtexta við næstu stóru teiknimynd frá Disney, Aladdin sem verður frumsýnd á þessu ári. Þess má geta að Ashman og Menkin sömdu tónlist og texta við hinn vinsæla söngleik, Litlu hryll- ingsbúðina. Hvort sem Beauty and the Beast fær óskarsverðlaunin sem besta kvikmynd eða ekki þá hefur hún sett sín spor á kvikmyndasöguna og sannar það að ævintýrin gerast enn. Beauty and the Beast mun að öllum líkindum ekki verða sýnd hér á landi fyrr en næsta vetur og þá í einu Sam- bíóa. Kemur þaö til af því að dreifing- arréttur fyrir Evrópu verður ekki leyfður fyrr. -HK Bíóborgin: Herra Johnson Mister Johnson (Maynard Eziashi) og Harry Rudbeck (Pierce Brosnan) vinna að vegarlagningu I Afríku. Bíóborgin hefur nýhafið sýningar á kvikmynd Bruce Beresford, Mister Johnson. Um er að ræöa mynd sem er blanda af gamni og alvöru og ger- ist í Afríku. Þar segir frá tveimur ólíkum mönnum sem starfa saman á krossgötum siðmenningarinnar. Mister Johnson er afrískur maöur sem hefur fengið kennslu hjá bresk- um trúboðum og telur sig hollan drottningunni og dýrkar allt sem er breskt. Hann vinnur sem aðstoðar- maður hjá breskum foringja, Harry Rudbeck. En ákafi Johnsons í að vilja gera öllum til hæfis verður tilefni mistaka hjá honum. Rudbeck er stað- ráðinn. í koma siðmenningunni á í héraðinu áður en hann yfirgefur svæðið og til þess þarf aö leggja veg. Fyrir Johnson verður þetta einnig draumur og vinna mennimir báðir að þessu verkefni, þó hvor með sitt takmarkið í huga... Sá sem leikur titilhlutverkiö heitir Maynard Eziashi. Hann fæddist í Nígeríu fyrir tuttugu og tveimur árum en hefur alist upp í Englandi og hefur eitthvaö leikið á sviði þar áður. Pierce Brosnan leikur Harry Rudbeck. Bruce Beresford gerði Mister John- son næst á eftir óskarsverðlaun- myndinni Driving Miss Daisy. Beres- ford, sem er ástralskur, varð fyrst þekktur er hann leikstýröi Breaker Morant. Þar lék aðalhlutverkið Ed- ward Woodward sem einnig leikur í Mister Johnson. Aðrar kvikmyndir, sem Beresford hefur leikstýrt, eru Crimes of Heart, King David, The Club og The Tender Mercies. Nýjasta kvikmynd hans er The Black Rope. -HK Sitthvað um óskarsverðlaunin AÐGÖNGUMIÐAR aö óskarsverðlaunaíiátiðinni sem veröur aðfara- nótt þriðjudagsms eru mjög eflirsóttir og erfitt fyrir aðra en þá sem eiga rétt á að vera viöstaddir aö verða sér úti um miða. Hátíðin verður haldin í húsi sem tekur 3197 í sæti og er um að ræða mikla fækkun frá í fvrra þegar sæti voru fyrir 6300 manns. Hverjir skyldu svo fá þessa miöa? Allir sem tilnefbir eru fá tvo miða hver og það eru 155 aðilar. Síðar eru miðarnir sem eftir eru seldir meðlimum kvikmyndaademiunn- ar á 50-200 dollara stykkið. Og er víst að færri komast að en vilja því meðlimir akademíunnar eru 5431. í fyrra gekk aögöngumiðinn á svört- um markaði á 1500 dollara miöinn og talið er víst að veröið tvöfaldist nú. BEIN ÚTSENDING verður á Stöð 2 frá afhendingu óskarsverðlaunanna og er þaö i fyrsta skipti sem þessi athöfn er sýnd í beinni útsendingu hér á landi. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú aö Börn náttúrunnar er tilnefnd sem besta erlenda kvikmynd. Útsendingin byrjar tvö eftir miðnætti og er áætlað að hún endi klukkan flmm. Það er Stjömubíó sem styrkir útsendingu þessa, en Stjömubíó er í lukkupottinum þetta árið hvað varðar myndir sem tilnefndar em. Fimm krikmyndir sem hafa veriö eða veröa sýndar í bíóinu fá fleiri en fimm íilnefningar hver, eru þaö Bugsy (10 tilnefningar), The Prince of Tides (7 tilnefningar), Terminator 2: Judgement day (6 tilnefningar), The Fisher King (5 tilnefn- ingar) og Hook (5 tilnefningar). Auk þess hefur Stjörnubíó sýnt undan- farnamánuði Böm náttúrunnar. Aðrar myndir sem fá fimm tilnefning- ar eða fleiri eru: JFK (8 tilnefningar), The Silence of the Lambs (7 til- nefhingar), Beauty and the Beast (6 tilnefhingar) og Thelma and Louise (6 tilnefningar). BÖRN NÁTTÚRUNNAR er ein af fimm kvikmyndum sem keppa um titilinn besta erlenda kvikmyndin, en það voru þrjátíu og fjögur lönd sem sendu jafn margar kvikmyndir í keppnina. Þegar listinn er skoðað- ur kemur í ljós að nokkrar þekktar og umtalaðar kvikmyndir frægra leikstjóra sem sendar vom i keppnina fengu ekki náð fyrir augum The Foreign Language Film Award Committee, má þar nefna Tvöfalt lif Veróníku (Pólland), nýjustu kvikmynd Pedro Almodovar Háir hælar (Spánn), Van Gogh, (Frakkland) og nýjasta kvikmynd hins aldna meist- ara Akira Kurosawa, Rapsody in August (Japan). Öll Norðurlöndin nema Finnar sendu myndir í keppnina og verður aö lita á þaö sem enn einn sigur fyrir kvikmyndagerð á Norðurlöndum að tvær af fjórum voru valdar. ÓSKARSVERÐLAUN fyrir bestu erlendu kvikmyndina voru fyrst veitt 1947 og fékk verðlaunin ítölsk kvikmynd, Sciuscia, sem Vittorio de Sica leikstýrði. Hann fékk aftur óskarsverðlaunin tveimur árum siðar fyrir myndina Hjólreiðaþjófurinn (Ladri di Biciclette) og nokkrum árum síð- ar íýrir I gær, í dag, á morgun (II Boom, ieri, oggi domani). Margar klassískar kvikmyndir hafa fengiö verölaun þessi, má þar nefna kvik- myndir Rashomon, Seven Samurai og Derzu Ursala, leikstýrðar af Akira Kurosawa, La Strata, La notti di Cabiria, 8 'ú og Amarcordpallar leikstýrðar af Federico Felhni og The Virgin Spring (Junfrukálllen), Through a Glass Darkly (Sasom i en Spegel) og Fanny og Alexander, leikstýrðar af Ingmar Bergman. Aðrir frægir leikstjórar sem leikstýrt hafa myndum sem fengiö hafa þessi verðlaun eru Luis Bunuel, Costa Gavras-og Francois Truffaut svo einhverjir séu nefndir. Af þessu má sjá að ef Fríðrik Þór Friöriksson fær óskarsverðlaunin fyrir Böm náttúr- unnar þá er hann kominn í hóp hinna útvöldu. ÓSKARSVERÐLAUNIN vom fyrst veitt 1927. Þá var tilhögun verðlaun- anna öðmvlsi, leikarar völdu bestu leikararana, leikstjórar besta leik- stjórann, framleiðendur bestu kvikmyndina og svo framvegis. Þá voru meðlinur akademíunnar þrjú þúsund. Fyrsta kvikmyndin sera valin var besta kvikmynd var Wings með Clara Bow, Buddy Rogers og Cary Cooper í aðalhlutverkum. Mynd þessi er í dag talin raeðai þekktari þögulla kvikmynda, en ekki ein af þeim bestu. Bestu leikstjórar voru tveir, Frank Borzage og Lewis Milestone, besti karOeikarí var valinn Emil Jannings og besti kvenleikari Janet Gaynor. Naíhið Oscar festist viö styttuna fáum árum síöar þegar einni starfsstúlku hjá akademiunni varð aö orði að segja að styttan væri alveg eins og hann Osear frændi. VANDRÆÐALEGAR uppákomur í sambandi við afhendingu óskars- verðlaunanna verða oft minnisstæðastar þegar hugsað er til baka og nóg er af slíkum uppákomura. George C. Scott er eini leikarinn hingað til sem hefur neitað að taka við verðlaununum, en hann fékk þau fyrir leik sinn í Patton 1970 og Vanessa Redgrave gerði alla í salnum reiða þegar hún tók viö verðlaununum fyrir besta leik í aukahlutverki og úthúðaði gyðingum og hældi Palestínuaröbum. Þegar Marlon Brando fékk verðlaunin fyrir leik sinn í The Godfather sendi hann unga indíána- stúlku í sinn stað sem hélt ræðu á indiánamáli. Ein fyndnasta uppákom- an varð 1973 þegar leikarinn góðkunni David Niven var kominn að því að afhenda eina styttuna, þá hljóp nakinn maður óvænt yfir sviðið. Þessi ungi maður var síðan myrtur í San Francisco fimm árum síðar. AÐEINS TVÆR kvikmyndir hafa fengiö „The Big Five“ (eins og Kaninn segir) sama áriö, en þaö er besta kvikmynd, besti leikstjóri, besta hand- rit, besti aöalleikari og besta aðalleikkona. Fyrst var þaö It Happened One Night, 1934 (leikstjóri, Frank Capra, handrit, Robert Riskin, aðal- leikari, Clark Gable, aðalleikkona Claudette Colbert) og One Flew Over the Cuckoo’s Nest, 1975 (leikstjóri, Milos Forman, handrit, Lawrence Hauben og Bo Goldman, aðalleikari, Jack Nicholson, aðalleikkona, Lou- ise Fletcher). Sú kvikmynd sem aftur á raóti hefur fengiö flest óskars- verðlaun er Ben Hur, 1959, en hún fékk ellefu óskara það árið. KVIKMYNDAAKADEMÍAN bandaríska hefur oft veriö sögð íhaldssöm. Og ákveðinn sannleikur er til í þessari gagnrýni. Meðalaldur meðlima akademíunnar er hár eöa um fimmtíu ár og flestir sem í henni eru starfa við hinn heföbundna kvikmyndamarkað. Ungir og reiðir leikstjór- ar eiga litla möguleika á tilnefningum, hvað þá verðlaunum. Það sem hefur þó helst komiö sérfræðingum á óvart er hvað Steven Spielberg er illa séður innan akademíunnar. Má geta þess að The Color Purple fékk tíu tilnefningar en engin verðlaun. En hvernig myndir skyldu svo vera í náöinni? Ef litið er á þær kvikmyndir sem valdar hafa verið best- ar kemur í ljós að dramatískar myndir hafa yfirburði, kvikmyndir sem byggðar eru á sögulegum dramatiskum atburðum hafa fengið verðlaun- in 23 sinnum, aðrar dramatískar myndir 22 sinnum. 7 söngleikjamynd- ir, 5 stríðsmyndir, 5 gamanmyndir og 1 vestri fylla síðan hópinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.