Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 -.aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuðí 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Óhæfir afturhaldsmenn Pálmi í Hagkaupi hefur gert meira fyrir íslenzka laun- þega en samanlagðir íslenzkir verkalýðsrekendur. Hann hefur lækkað útgjöld heimilanna og þar með bætt lífs- kjörin í landinu. Hann og Jóhannes í Bónusi gegna nú því hlutverki, sem verkalýðsrekendurnir valda ekki. Með einni stefnubreytingu gætu verkalýðsrekendur komið sér upp fyrir þá Pálma og Jóhannes í gagnsemi fyrir félagsmenn í stéttarfélögum. Þeir gætu sett á odd- inn kröfuna um, að ríkið hætti að láta neytendur og skattgreiðendur borga 20 milljarða á ári í landbúnað. Þetta gera verkalýðsrekendur ekki, enda eru þeir önnum kafnir við að tryggja sem bezt, að ekki falli nið- ur biðlaun til opinberra embættismanna, sem eru einkavæddir og taka tvöfóld laun í hálft ár. Hjarta verka- lýðsrekendanna slær nefnilega ekki hjá almenningi. Verkalýðsrekendur bera meira að segja ábyrgð á búvörusamningnum, sem gerður var fyrir ári og trygg- ir 20 milljarða verðmætabrennslu á hverju ári fram til ársins 1998. Verkalýðsrekendur tóku búvörusamning- inn inn í þjóðarsátt sína um að hækka ekki kaupið. Verkalýðsrekendur hafa áratugum saman verið inni á gafli í því ferli, sem byggt hefur upp skrímslið, sem brennir 20 milljörðum á hverju ári. Þeir hafa skipað sæti í fimm og sex og sjö manna nefndum, sem hafa séð um sjálfvirkan ríkisrekstur á búvöruskrímshnu. Talan 20 milljarðar felur í sér sjálfstætt mat nokk- urra þekktra hagfræðinga í Háskólanum og Seðlabank- anum á tjóni þjóðfélagsins af innflutningsbanni búvöru og af útgjöldum ríkisins til uppbóta, styrkja og niður- greiðslna í landbúnaði og milliliðakerfi hans. Þessir 20 milljarðar samsvara 26.000 krónum á mán- uði á hveija ijögurra manna fjölskyldu. Þetta er her- kostnaður heimilanna af samsæri landbúnaðarins og verkalýðsrekenda um þjóðarsátt, sem felur fyrst og fremst í sér frystingu á kaupi almennings. Verkalýðsrekendur Verkamannasambandsins, Al- þýðusambandsins, bandalags opinberra, kennara og háskólamanna eru sammála um að neita fjögurra manna fjölskyldunni um 26.000 króna spamað á hverj- um mánuði. Þeir mega ekki heyra þetta nefnt. Þegar Neytendasamtökin og einstök aðildarfélög þess eru að byija að vakna til meðvitundar um þetta megin- hneyksh þjóðfélagsins og farin að byija að amast við því, bregðast reiðir verkalýðsrekendur víða um land við á þann veg að segja sig út neytendafélagi staðarins. Verkalýðsrekendur landsins eru afturhald, sem styð- ur annað afturhald 1 landinu. Þeir hafa ekki minnsta áhuga á velferð almennings, heldur á stöðu sinni í gogg- unarkerfi, sem þeir hafa byggt upp með stjórnvöldum og þar sem þeir leika hlutverk stjómarandstöðunnar. Þess vegna eru verkalýðsrekendur um þessar mund- ir að reyna að setja allt á annan endann í tilraunum til að koma í veg fyrir, að ráðagerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og efnahagsmálum nái fram að ganga. Þeir em að taka þátt í pólitískum menúett. Félagsmenn stéttarfélaga bera auðvitað ábyrgð á þessari vitleysu. Þeir hafa kosið yfir sig verkalýðsrek- endur, sem em að leika ákveðið hlutverk í póhtískum menúett í goggunarkerfi sljómvalda, en hafna því að taka th hendinni í hagsmunamálum lágtekjufólksins. Um Pálma í Hagkaupi og Jóhannes í Bónusi verður vænn kafh í lífskjarasögu aldarinnar, en tæpast máls- grein neðanmáls um verkalýðsrekendur líðandi stund- ar. Jónas Kristjánsson Síðustu forvöð í Afganistan Armeninn, sem Sameinuöu þjóð- imar hafa faliö aö stjórna friðar- viöleitni í Afganistan, Benon Sevan að nafni, er nýkominn úr enn einni heimsókn til afgönsku höfuðborg- arinnar Kabúl. í aðalstöðvunum símun í Pakistan sagði hann frétta- mönniun að gerð yrði tilraun til að koma á laggimar mun hraöar en áður var ráðgert bráðabirgðastjóm á breiðum grandvelh í landi sem erlend hernaðaríhlutun og borg- arastyrjöld hefur hrjáð í þrettán ár. Ástandið er mjög ótryggt, sagði Sevan. Væringar fara vaxandi milli þjóðemishópanna sem hyggja Afg- anistan og bætast við ófrið sem fyr- ir var af pólitískum og trúarlegum rótum. Ölliun má ljóst vera að tíminn til að friða landið er að hlaupa frá okkur og af hálfu SÞ verður unnið að því að fyrri sam- koman af tveimur, sem eiga að vera undanfari stofnunar bráðabirgöa- stjómar, komi saman nú í apríl. Ráðgerður fundarstaður er Vínar- borg. Á þessum fyrri fundi er ætlunin að safna saman 150 fulltrúum allra helstu stjómmálahreyfinga, trúar- hópa, þjóðema og ættbálka í Afg- anistan og 1 útlegð, svo og fulltrú- um Zahir Shah konungs sem steypt var af stóh og fór í útlegð 1973. Enginn á þó að vera „áberandi áhrifamaður" og á Sevan þar við leiðtoga stjórnarinnar í Kahúl jafnt og foringja skæruliðahreyfmga í Pakistan og íran. Samkundunni er ætlað að velja 35 fuUtrúa til að kanna á sem víð- tækastan hátt hugmyndir og áform um framtíð Afganistans. TU þess er ætlaður mánuður og að honum Uðnum á að kaUa saman loya jirga, eða hefðbundið ættbálkaþing Afg- ana, til að taka ákvarðanir um valdsvið og skipum hráðabirgða- stjómar sem skal beita sér fyrir ahnennum kosningum og greiða fyrir heimkomu Qóttafólks. TaUð er að sex mUljónir manna hafi flúið Afganistan síðan ófriður- inn þar hófst, tveir þriðju tU Pak- istans en þriðjungur tU írans. Skæruhernaður að minnsta kosti níu mismunandi andspymuhreyf- inga gegn sovésku hemámsUði og her Kabúlstjómar hefur aðallega verið háður frá Pakistan. Eftir brottfór Sovéthersins frá Afganist- an í febrúar 1989 náðu Sovétstjórn- in og Bandaríkjasljóm samkomu- lagi um að hætta hemaðaraðstoö við stríðandi aðUa. Stjómir Pakist- ans og Saudi-Arabíu héldu hins vegar áfram að sjá andspyrnu- hreyfingum, sem þær hugðust efla til valda í Afganistan, fyrir fé og vopnum. SkæruUðar hugðugott til glóðar- innar að sigra her Kabúlstjórnar eftir að hún naut ekki lengur Uð- sinnis sovéskra hersveita. Það fór þó á annan veg. Að þrem árum Uðnum situr NajibuUah hershöfð- ingi enn að völdum í Kabúl. Skæra- herirnir hafa ekki náð neinni af helstu borgum landsins á sitt vald. Þeir hafa Uka harist innbyrðis ekki síður en við yfirlýsta fjandmenn. Þar hefur verið Ulvígastur Gulbuddin Hekmatyar, sá sem Pa- kistanstjóm hefur stutt öðrum fremur, og stefnir að því að gera Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson Afganistan að islömsku strangtrú- arríki. SUkt væri brot á afganskri um- burðarlyndishefð í trúarefnum og iUur bifur á valdatöku Hekmatyars er ein af skýringunum á því að skæraliðum hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni. Svo varð það ein afleiðingin af upplausn Sovétríkjanna að stjórn Pakistans kúventi í afstöðu tU framtíðarskip- unar í Afganistan. Meðan Sovét- veldið var og hét þótti Pakistönum vænlegast að styðja myndun afg- ansks trúarríkis sem yrði varnar- veggur við áhrifum frá sovésku Mið-Asíulýðveldunum suður á bóg- inn. Eftir að þessi lýðveldi urðu sjáif- stæð er allt annað uppi á teningn- um. Nú sér Pakistanstjórn í þeim líklegt áhrifasvæöi fyrir sig sé rétt á spUum haldið og þá er hennar hagur að Afganistan geti orðið tengiliður við þau en ekki tálmi samskipta. Stjómir fyrram sovét- lýðvelda í Mið-Asíu líta islamskar heittrúarhreyfmgar hornauga og Afganistan sem næst sinni gömlu mynd verður aUt í einu keppikefli fyrir Pakistan. Þessi er ástæðan til að Pakistan tók í janúar fyrir allt frekara Uð- sinni við skæruherina sem hún hafði fram til þess stutt af fremsta megni. í staöinn lagöi hún sig í líma við að beita áhrifum sínum tU framgangs friðaráformum Benons Sevans á vegum SÞ. Nú er svo komið að flestar and- spyrnuhreyfmgamar hafa falUst á að taka þátt í að hrinda úr vör fundaröðinni sem áður var lýst og á að greiða fyrir friði. Hekmatyar og hans nótar hafna þó enn þátt- töku og taka ekki annað í mál en reisa islamskt ríki með fulltingi vopna sinna. Staða NajibuUah hershöfðingja hefur fram á hið síðasta verið ann- ar þrándur í götu friðargerðar. Andspymuhreyfingamar vilja ekkert af honum vita og sjálfur neitaði hann lengi vel að gefa fyrir- heit um að draga sig í hlé á ein- hverju stigi. En í síðustu viku, eftir langan fund með Sevan og síðan nánustu ráðgjöfum sínum, tók Nc(jibullah af skarið. Hann lýsti yfir í sjónvarpi og útvarpi til lands- manna að við myndun bráða- birgðastjórnar myndi hann af- henda henni öll sín völd og ekki ætla sér neitt stjórnmálahlutverk framar. Vafalaust hefur það rekið á eftir Najibullah að ókyrrðar er tekið að' gæta meðal liðsmanna hans, bæði á stjórnmálasviði og i hernum. Jafnframt gætir vaxandi tortryggni meðal þjóðernishópanna sem Afg- anistan byggja en hinir helstu eru Púshtúnar eða Pathanar í suðri, Tadsjikar og Úshekar í norðri og Hazarar í vestri og um miöhálend- ið. Púshtúnar hafa lengst af verið drottnandi þjóðerni í Afganistan en á undanfornum stríðsárum hefur landið í rauninni skipst í aðskilin yfirráðasvæði eftir þjóðemum eða veldi einstakra herstjóra. Á síðustu vikum hefur komið upp ókyrrð meðal heimavamarliðs úr röðum Tadsjika og Úsbeka í norðri við að þangað var sent lið Púshtúna úr stjómarhernum. Varð það til þess að einn herflokkurinn lagði undir sig borgina Mazar-i-Sharif á leið- inni frá landamærum fyrrverandi Sovétríkja til Kabúl. Þar með var tekið fyrir þá htlu aðdrætti sem enn bárust þessa leið og var þó síst bætandi á hörmungar Kabúlbúa. Við upplausn Sovétríkj- anna tók fyrir reglulegar birgða- sendingar þaðan svo að hálf önnur mihjón manna í Kabúl býr við skort á bókstaflega öllum nauð- synjum. Haft er fyrir satt að þegar hafi þúsundir manna króknað eða orðið hungurmorða í borginni í vetur. Götumynd frá Kabúl, höfuðborg Afganistans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.