Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 21 Vísnaþáttur Eg þóttist standa 1 rívoi | Opnum um helgina Opið allar helgar, alla páskana og sumardaginn fyrsta í apríl a „Þetta var mörgum ár heitra ásta og ástarsorga. Stúdentar við nám á þeim árum létu það yfirleitt ekki eftir sér að ganga í heilagt hjóna- band og stofna heimili, það var hrein undantekning. Við höfðum engin efni á slíku. En við vorum hvað eftir annað óskaplega skotnir í stelpum, gátum ekki á hefium okkur tekið og tókum út ólýsanleg- ar kvalir í því sambandi, eða fyllt- umst yfirþyrmandi sælu. Ég fékk að sjálfsögðu snert af þessu, en var þó, sem betur fer, sjaldan mjög þungt haldinn. Þó hef ég fengið stundum töluverðan hita, það sýnir meðal annars þessi staka: Til ösku er ég að brenna, ei unnt þeirri kvöl að lýsa. Og það er allt þér að kenna. Þetta er ástarvísa." Þessi frásögn má finna í bók séra Sveins Víkings, Myndir daganna n„ í kafla sem nefnist Stúdentsár- in. En í Heimsljósi Halldórs Lax- ness fær ástin svofellda einkunn: „Jú það er satt, ástin er öðrum verðmætum ofar, hið yfimáttúr- lega er blátt áfram hlægilegt í sam- anburði við hið náttúrlega, á sama hátt og kraftaver kin em auvirðileg í samanburði við verkin; lifandi form ungrar elskandi konu, það er lykilhnn að sjálfri fegurðinni, und- irómurinn í skáldskap heims- ins..." Sumt er svo mikilfenglegt að staf- rófið, jafnvel heilar bækur fá ekki lýst því. Sigurður Breiðíjörð: Ef ég segja ætti frá allri meyjarprýði, bókin ekki entist þá í þá reginsmíði. Ég geri ráð fyrir að margir muni taka undir með Helga Jónssyni frá Hólum í Eyjafirði sem kvað: Meyju og sveini síst oss ber saman meina að þreyja. Fyrsta hreina ástin er alitaf sein að deyja. Vísnaþáttur Og hverjum er betur treystandi til að leggja rétt mat á hlutina en Þingeyingum? Forni Jakobsson bóndi í Fornhaga í Aöaldal í S- Þing. gerir það á þannan hátt: Hvað er best í heimi hér í hálfri vísu tjáðu mér? Það er eilíf ást sem ver allt hið góða í brjósti þér. Skilgreining Hannesar Björns- sonar frá Sveinsstöðum í A-Hún. á ástinni er ekki ósvipuð: Lífsins svæði er ljóma skreytt, ljóss þar flæða straumar, meðan í æð af ást er heitt eða fæðast draumar. Haraldur Sóphoníasson frá Jaðri í Svarfaðardal nefnir þessa stöku sína Yndi: Lífið verður unun ein ofin geislabaugum, þegar ástin himinhrein hlær úr tryggum augum. Hvað næstu stöku varðar veit ég ekki hvort hún er rétt í því formi sem hún birtist hér né heldur hver höfundur hennar er. En nafn Árna Gíslasonar leturgrafara fylgir henni ásamt stóru spurningar- merki. Veit einhver skil á vísunni?: Er fyrsta æskuástin hrein var inn í hug minn brennd ég þóttist standa á grænni grein - en guð veit hvar ég stend. Stundum er ástin svo heit að hún nær út yfir landamæri þess sem er. Erlendur Gottskálksson, bóndi í Ási í Kelduhverfi: Meðan hnígur heitt í mér hjartablóðið rauða, einni skal ég unna þér eins í lífi og dauða. Ekki hefur Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli náð þeim ár- angri sem vonir hans stóðu til þeg- ar hann kvað svo: Þú varst kærust, þú varst best, þú varst mér til gleði, þótt ég stundum þráði mest það sem aldrei skeði. Gísli Erlendsson hefur tahð sig í yfirvofandi hættu er hann orti svo: Ætli það verði enn á ný örlög vona minna, að drukkna einhvem daginn í djúpi augna þinna Gamla sagan um forboðnu ephn kemur víða við sögu. Ludvig Kemp gerir þeim þessi skil: Oft er sætust ást í meinum, örðugt mörgum þvi að leyna. Á Edens fögru aldinreinum enn má sporin tveggja greina. Og Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka vonast eftir góðum viðtökum þótt vissir annmarkar séu á: Ég er ekki alveg frjáls, ýmsar hamla skorður. En ætlarðu að leggja arm um háls ef ég kæmi norður. Hjá okkur er alltaf gott veður. Góð fjölskylduskemmtun. Til okkar er styttra en þú heldur. ~| Tívolí, Hveragerði Kantarnir brjótast um buxnabrúnina og varna leka Brjótið hlifarnar um festið að 3 Libresse plus af buxunum Fermmgargjafir á bónusverði 8«*«8|*8í8S frá ____1 FERÐA- ULBAHDSTÆK' M.OOO-S GARÐASTRÆTI 2 SÍMI 62 77 99 HUÓWTÆKI KJOR VIÐ ALLRA HÆFI - GREIÐSLUKORT ’ „111111 M JP l s ÍMW Iðft . ws&smmm noíiíi k 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.