Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 9 Reglubundinn sparnabur meö þríþœtt hlutverk Sparileiö 5 er tvímœlalaust ein arövœnlegasta spamaöarleiöin á fjármagnsmarkaönum. Segja má aö Sparileiö 5 gegni þríþœttu hlutverki. Leib ab eigin húsnœbi í fyrsta lagi sameinar Sparileiö 5 spamaöarkosti fyrir þá sem hyggja á kaup, endurbætur eöa byggingu eigin húsnœöis. Leib ab eigin varasjóbi í ööru lagi er Sparileiö 5 sniöin fyrirþá sem vilja byggja markvisst upp eigin varasjóö fyrir seinni tíma. Þá er einnig vel til fundiö aö sameina fyrirhyggju og skatthagrœöingu meö því aö leggja til hliöar reglulega upphœö sem þú getur látiö börnin þín eöa barnabörn njóta góös afsíöar. Leib til lœkkunar á sköttum í þriöja lagi gefur spamaöur á Sparileiö 5 möguleika á ríflegum skattafslætti sem nemur fjórö- ungi árlegs innleggs á reikninginn. Viö álagningu skatta kemur afslátturinn til lœkkunar á tekju- og eignarskatti álagningarársins. Raunávöxtun, lánsréttur og binditími Vextir á Sparileiö 5 eru verötryggöir og miöast viö aö vera hagstæöasta inniánsform bankans hverju sinni, sem tryggir stööuga og ríkulega raunávöxtun. Sparileiö 5 erþœgileg leiö til lántöku til langs tíma, þvíílok binditíma öölast reikningseigandi sjálfkrafa rétt á láni frá íslandsbanka. Lánsupphæö og endur- greiöslutími (lánstími) tekur miö aflengd sparnaöartíma svo og upphæö sparnaö- ar. Sparileiö 5 er bundin til þriggja, fimm eöa tíu ára samkvœmt ákveönum reglum. Dœmi um sparnaö og ávöxtun á Sparileib 5: Þú ræöur sparnaöarupphœöinni sem þú leggurfyrir, innan vissra marka, en ídœminu hér aö neöan ergert ráö fyrir aö kr. 10.000 séu lagöar inn mánaöarlega. Verötryggöir vextir eru 7%, þeir reiknast mánaöarlega og eru lagöir viö höfuöstól í árs lok. Skattafsláttur er 25% og reiknast af heildarinnleggi hvers árs. Sparnabartími 3 ár 5 ár 10 ár Samtals innlagt 360.000 600.000 1.200.000 Vextir alls 38.165 112.229 511.167 Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000 Samtals vextir og skattafsláttur 128.165 262.229 811.167 Uppsöfnuð raunávöxtun 22,83% 15,97% 10,94% Lokastaba með vöxtum 398.165 712.229 1.711.167 Lánsréttur 1.000.000 2.000.000 2.000.000 Lánstími 6 ár 10 ár 10 ár Samtals til ráðstöfunar að sparnaðartíma loknum: 1.398.165 2.712.229 3.711.167 Forsendur: Allar tölur eru á föstu verölagi og ávallt er mibab vib ab lagt sé inn í lok hvers mánabar. Meö tilliti til skattafsláttar, verötryggingar og ávöxtunarkjara má þvíhiklaust fullyröa aö Sparileiö 5 sé ein arövænlegasta spamaöarleiöin á fjármagnsmarkaönum. Allar nánari upplýsingar ásamt leiöarvísi fœröu hjá starfsfólki íslandsbanka. STÖÐVUM BÍLINN ef viö þurfum aö tala í farsímann! UiyiFEROAR í kjölfar sýningar á íslenska hestinum í Hollywood: Megumekki missa dampinn „Ég var aö ríða út með forstjóra Wamer kvikmyndafyrirtækisins, Michael J. Solomon fyrir áramót en ég seldi honum þrjá hesta. Þar sem við fórum varð ég var við gífurlegan áhuga vegfarenda á íslenska hestin- um. Maður komst varla fetið fyrir forvitnu fólki. Þá vaknaði sú hug- mynd að hefja markaðssetningu á íslenska hestinum í Bandaríkjunum og fá fagmenn í markaðssetningu og hestamennsku til aðstoðar. Þetta var upphafið að atburðarás sem leiddi til eindæma vel heppnaðrar sýningar á íslenska hestinum í mars og er von- andi upphafið að viðtækri markaðs- setningu á íslenska hestinum vestra," sagði Þórarinn Jónasson í Laxnesi í samtali við DV. Hestaleigan í Laxnesi og Flugleiðir stóðu, auk fjölmargra aðila, að mjög velheppnaðri sýningu á íslenska hestinum á Hollywood Benefit Horse Show, sýningu sem haldin var í Hollywood fyrr í mánuðinum. ís- lensku hestarnir vöktu gífurlega at- hygli og hrifningu. Láta má nærri að um 25 milljónir manna víðs vegar um Bandaríkin hafi séð "íslensku hestana í sjónvarpi frá sýningunni. Fjölmargar kvikmyndastjömur styrkja sýninguna en Patrick Duffy (Bobby úr Dallasþáttunum) bar mik- iö lof á íslenska hestinn eftir að hafa farið á bak einum þeirra. Sigurður Ragnarsson, hestamaður og hestaútflytjandi, sá um almanna- tengsl og önnur samskipti. „Það er mikilvægt að standa rétt að markaðssetningú íslenska hests- ins og það teljum við okkur hafa gert með því að koma honum á jafn þekkta sýningu. Við höfum ákveðið að hafda okkur við Kaliforníufylki en erum engu að síður að athuga möguleikann á að senda flokk hesta- manna með íslenska hestinn á sýn- ingar í fleiri fylkjum. Við höfum ákveðið að vera ekki með neinar yfir- lýsingar um stórkostlega möguleika eða árangur en viðbrögðin eftir sýn- inguna lofa óneitanlega góöu,“ sagði Sigurður. Sigurður og Ragnar segja að þeir hafi komist í samband við tvo um- boðsmenn sem mundu hafa íslenska hesta á sínum snærum og einn bú- garð. Þeir segja að eftir sýninguna sé mikilvægt að láta ekki deigan síga. Fjölhæfni hreif „Við þurfum mjög á stuðningi aö halda, fjárhagslegum og ekki síst mórölskum, til að missa ekki damp- inn. Nú er mjög mikilvægt að halda þessu starfi sem hafið er áfrarn," segja Þórarinn og Sigurður. A sýningarsvæðinu í Hollywood var íslenskur bás sem vakti athygh gesta. Margar fyrirspurnir komu varðandi keppni í tölti og hvemig slíkri keppni yrði háttað. „Töltkeppni mundi auka enn áhuga á íslenska hestinum en það er fleira sem kemur til. Fólk hreifst ekki síst af fjölhæfni íslenska hests- ins. Hér eru hestar sem keppa í gang- tegundum, „saddle-breed“-hestar en þeir notast nær eingöngu á sýning- um. íslenski hesturinn býður hins vegar upp á græna byltingu með fjöl- hæfni sinni. Hann verður fljótt vinur fjölhæfnin sem opnar íslenska hest- manns og öll fjölskyldan getur riðið inum leiðir vestra." út í náttúnmni. Það er umfram allt -hlh Einar öder Magnússon knapi hugar að einum íslensku hestanna fyrir hesta- sýninguna i Hollywood. Þú fœrð ríflegan skattafslátt og ríkulega raunávöxtun á Sparíleið 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.