Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 25 Helgarpopp Bruce Springsteen. Sony fer varlega í framleiðslu á plötum með honum. Hilmar örn Hilmarsson. Virgin og MCA vilja gefa tónlist hans út um allan heim. Tónlistin úr Bömumnáttúr- unnargefinút Tónlistin úr kvikmyndinni Böm náttúrunnar er væntanleg á markað- inn á geisladiski í takmörkuðu upp- lagi innan nokkurra vikna. Höfund- urinn, Hilmar Öm Hilmarsson, stendur sjálfur að útgáfunni og er þegar búinn að selja meginMuta upp- lagsins í Bretlandi. Að hans sögn hafa tvö fyrirtæki, Virgin og MCA, áhuga á að gefa tóníistina út um allan heim. Ljóst er að markaður fyrir tónhst- ina er talsverður og stækkar veru- lega ef Böm náttúrunnar hljóta ósk- arsverðlaunin eftir helgi. Hilmar Örn telur að ef svo fer geti plata með tónlistinni jafnvel selst í um hundrað þúsund eintökum í Bandaríkjunum einum. Þess er skemmst að minnast að Hilmar hlaut Felixverðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni. Talsverður markaður er fyrir plötur með kvik- myndatónlist í Evrópu, sérstaklega í Frakklandi. Tregasveitarblús tilbúinn til útgáfu - diskur með Pinetop Perkins og félögum á næstu grösum Tregasveitin I sveiflu. Hún verður á djasshátíðinni á Egilsstöðum I sum- ar. DV-mynd RASI Tveir blúsdiskar em væntanleg- ar frá Platonic Records, systurfyr- irtæki Skífunnar, á næstunni. Þetta eru diskar Tregasveitarinnar og Pinetop Perkins sem var hér á ferð í fyrra og hljóðritaði nokkur lög með Chicago Beau og Vinum Dóra. „Viö verðum með tvö frumsamin Umsjón: Ásgeir Tómasson lög á diskinum," segir Pétur Tyrf- ingsson, gítarleikari og söngvari Tregasveitarinnar. Annað lagið er eftir hann. Hitt samdi Guðmundur, sonur hans. Önnur lög em erlend, eftir kunna blúskappa svo sem Muddy Waters, Wiilie Dixon, Howl- in’ Wolf, B.B. King, Ray Charles, Elmore James og Little Walter. „Við höfum sneitt hjá erlendum lögum sem hvítir menn setja gjarn- an á sínar plötur," segir Pétur. „Þess í stað höfum við lagt okkur fram við að hafa uppi á lögum sem era vel frambærileg en þó tiltölu- lega fáheyrð." Grannupptökur Tregasveitar- innar voru unnar á tveimur dögum síðastliðið sumar. Síðan dunduöu liðsmenn hljómsveitarinnar sér við að bæta við gítar- og munnhörpu- sólóum og söng. Platan var að mestu tilbúin fyrir áramót en eigi að síður var ákveöið aö setja hana ekki á markað fyrir jól. Þess í stað kemur hún út í maílok eða júní- byrjun. í júnímánuði leikur Tregasveitin einmitt á djasshátíöinni á Egils- stöðum. Þar átti hún að vera í fyrra en varð að fresta spilamennskunni um eitt ár. Og Tregasveitin fer víð- ar um landsbyggðina. Hún er bók- uð á Hvammstanga um páska. Annars er starfsvettvangurinn fyrst og fremst klúbbar í höfuð- borginni. „Við höfum aöallega komið fram um helgar, á fóstudags- og laugar- dagskvöldum upp á síðkastið en eram að hugsa um að hætta því,“ segir Pétur Tyrfmgsson. „Á þeim kvöldum kemur fólk ekki til að hlusta á tónlist heldur til að drekka, spjalla saman og þess hátt- ar. Það er miklu betur hlustaö á fimmtudags- og sunnudagskvöld- um og þar af leiðandi mun skemmtilegra fyrir okkur að spila þau kvöld en þegar einhverjir era að slangra upp að sviði og spyija hvort við kunnum ekki eitthvað með Phil Collins!" Með þeim feðgum Pétri og Guð- mundi í Tregasveitinni eru Sigurð- ur Sigurðsson, söngvari og munn- hörpuieikari, Bjöm Ingi Þórarins- son bassaleikari og Guðvin Flosa- son sem spilar á trommur. Músíktilraunir '92 í Tónabæ eru komnar af stað: Færri hljómsveitir komust að en vildu Dauðarokk er aðalstefnan sem hljótnar á Músíktilraunum Tónabæj- ar þétta árið. Alls era 24 hljómsveitir skráðar til leiks. Af þeim spilar rúm- lega helmingurinn dauðarokk. Hinar halda sig aðallega við þungt rokk. Músíktilraunir ’92 hófust á fimmtudagskvöldið var. Annar liður í undanúrslitum fer fram annan apríl og sá þriðji þann níunda. Úrslitin ráðast síðan kvöldið á eftir, föstudag- inn tíunda apríl. Þá koma fram sigur- hljómsveitir kvöldanna þriggja, tvær til Jnjár frá hveiju kvöldi. Áhugi ungra hljómsveitarmanna til að komast á Músíktilraunir var meiri aö þessu sinni en oft áður. Hafna varð tíu hljómsveitum einfald- lega vegna þess að þær komust ekki fyrir. Af þeim 24, sem era með, kem- ur tæpur helmingur frá landsbyggð- inni. Þegar listinn yfir þær hljóm- sveitir, sem hafa sigrað á Músíktil- raunum frá upphafi, er skoðaður kemur í ljós að Reykjavíkurhljóm- sveitir hafa sigrað merkilega sjaldan. Þær eru raunar aðeins þijár: DRON (1982), Gipsy (1985), og Sororicide sem sigraði 1 fyrra og kallaðist þá raunar Infusoria. Aðrar sigurhljóm- sveitir tilraunanna eru Dúkkulísur (1983), Greifamir (1986), Stuðkomp- aníið (1987), Jójó (1988), Laglausir (1989) og Naflastrengir (1990). Á undanúrslitakvöldunum ráða atkvæði áheyrenda þvi hvaöa hljóm- sveitir komast áfram. Jafnframt er dómnefnd til staöar ef ske kynni að Greiiarnir, sigurvegarar Músíktilrauna 1986. ein efnileg hljómsveit, sem ekki fær nægilega mörg atkvæði, eigi samt skilið að komast á úrshtakvöldið. Á því fer dómnefnd meö sjötíu prósent atkvæða og gestir fara með þijátíu prósent. Vægi dómnefndar er meira en áður. Ástæða þess er sú að sumir hljómsveitamenn era duglegri að smala vinum og kunningjum í húsið en aðrir. Músíktilraunir hófust árið 1982. Þær hafa aðeins einu sinni fallið nið- ur. Það var árið 1984 þegar verkfall opinberra starfsmanna kom í veg ffyrir að af þeim yrði. Plötumar Human Touch og Lucky Town koma út á mánudag: Bruce Spring- steen í takmörk- uðu upplagi? Útgefandi Brace Springsteen platn- anna tveggja, sem koma út á mánu- daginn kemur, virðist ekkert allt of viss um að hann sé með góða sölu- vöru í höndunum. Plöturnar heita Human Touch og Lucky Town. Hvorri um sig verður dreift um heiminn í milljón eintökum til að forðast að útgefandinn, Sony Corp., sitji uppi með allt of mikið af óseldum eintökum ef undirtektir verða dræm- ar. Slái plöturnar í gegn má alltaf framleiða meira. Það er fyrst og fremst sagt áhuga- leysi smásalanna að kenna að for- ráöamenn Sony ákváðu að fara var- lega í sakimar. Menn era mjög á þ.ví að Brace Springsteen hafi tapað vin- sældunum verulega og það varan- lega. Hann er kominn á fimmtugsald- ur, byijaður að fá skalla og hefur ekki verið á vinsældalistum í fimm ár. Aðrir telja reyndar skýringuna á varkámi Sony aðra. Þeir segja að Springsteen vilji losna frá útgáfufyr- irtækinu og að plötumar tvær verði þær síðustu sem Sony gefur út með honum. Brace Springsteen var samn- ingsbundinn CBS og fylgdi með í kaupunum er Sony keypti risann. Talið er að Elektra vilji fá gamla rokk- arann í sínar raðir. Elektra er undir- fyrirtæki Time-Wamer, höfuðkeppi- nautar Sony á tónlistarmarkaðinum. HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . I . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það^ná því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á sveifarás sem dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. & ré//^'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.