Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. Myndbönd Fæddur kastari TALENT FOR THE GAME Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Robert M. Young. Aðalhlutverk: Edward James Olmos, Lorraine Bracco og Jeff Corbett. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 96 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Hafnabolti (Baseball) er mjög vinsæl íþrótt í Bandaríkjunum og hafa á undanförnum árum verið gerðar ágætar kvikmyndir sem eru tileinkaðar íþrótt þessari og má þar nefna The Natural og Field of Dreams. Það sem hefur einkennt myndir um hafnabolta er að íþrótt- in er sveipuð dulúð og kraftaverk- um og er Talent for the Game eng- in undanteknig. Edward James Olmos leikur mann sem ferðast um landið í leit að leikmönnum. Dag einn, þegar bíllinn hans bilar úti í sveit, sér hann ungan saklausan pilt sem er gæddur þeirri orku sem skapar góðan leikmann og fer með hann til borgarinnar. Talent for the Game er ekki eins góð og fyrnnefndar kvikmyndir en er engu að síður hin besta aíþrey- ing þótt maður skilji lítið hvaða reglur gilda í íþróttinni. Alltfyrirfrelsið JUDGEMENT IN BERLIN Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Leo Penn. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Sam Wannamaker og Sean Penn. Bandarísk, 1988 - sýningartimi 94 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Nú er ekkert austur og vestur til í Berlín lengur en Judgement in Berlin gerist þegar kalda stríðið var við lýði og múrinn aðskildi frjálsa og ófrjálsa. Fjallar myndin um réttarhöld yfir austur-þýskum flugræningíum sem rændu pólskri flugvél og létu hana lenda á her- flugvelli Bandaríkjamanna í V- Þýskalandi. Þessi atburður kom Bandaríkjamönnum í mikinn vanda en þeir voru nýbúnir að undirrita samning um að skila flugræningjum. Martin Sheen leikur dómara sem fenginn er til að taka að sér málið og er honum næstum skipað að dæma flugræningjana til fangelsis- vistar. Margt verður þó til þess að dómarinn fer að efast um réttmæti þess að fóíkið sé dæmt. Judgement in Berlin er nokkuð laus viö fordóma gagnvart þeim í austri og er greinilegt að þíðan er farin að segja til sín. í heild er um ágæta og raunsæja mynd að ræða án þess að hún skilji mikið eftir. Riddari og skáld CYRANO DE BERGERAC Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: Jean-Paul Rappenaeau. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Anne Brochet og Vincent Perez. Frönsk, 1990 - sýningartimi 138 min. Leyfð öllum aldurshópum. Rúm fjörutíu ár eru síðan fyrsta kvikmyndaútgáfan af hinni víð- frægu skáldsögu og leikriti, Cyrano de Bergerac, var fyrst gerð og fékk Jose Ferrer óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Sú mynd þyk- ir mikil gæðamynd. Steve Martin gerði síðan fyrir fáum árum nú- tímaútgáfu í gamansömum stíl sem hann kallaði Roxanne og þótti sú mynd einnig takast mjög vel og ekki hefur franska leikstjóranum Jean-Paul Rappenau tekist síður upp en hann leikstýrir stórleikar- anum Gerard Depardieu í hlut- verki riddarans með stóra nefið og er Cyrano de Bergerac mikil gæða- mynd. Söguþráöurinn er vel þekktur.. Cyrano er riddari og mikið skáld sem er mjög ástfanginn af frænku sinni. Roxanne aftur á móti tjáir Cyrano að hún sé yfir sig ástfangin af hermanni sem er undir hans stjórn og biður hann aðstoðar við að koma á sambandi þeirra. Til að fá útrás fyrir ást sína skrifar Cyr- ano bréf hermannsins til Roxanne og verður hún svo hrifm af skáld- legri innsýn unnustans að hún heimtar að hann tali til sín á jafn ; *fH M ‘iff' n Jf ,J Jil£1 Cyrano de Bergerac (Gerard Depardieu) gerir gys að aðalsmanni á leiksýningu. skáldlegan hátt og hann skrifi. Þarna fara vandræðin að byrja fyr- ir alvöru því ungi maöurinn er alls ófær um að tjá sig í orðum... Cyrano de Bergerac er mikið sjónarspil gamans og alvöru. Ger- ard Depardieu fer á kostu.m og er eins og hlutverkiö hafi verið skrif- að með hann í huga. Depardieu er stór og mikill og með stórt nef, þótt aðeins hafi þurft að bæta við DV-myndbandalistiim I þriðja sætí á vinsældalistanum þessa vikuna er Backdraft sem er spennumynd og fjallar um líf slökkviliðsmanna i stórborg. Aðalhlut- verkin leika Kurt Russell og Wiiliam Baldwin. 1 (8) Teen Agent 2 (1) TheHardWay 3 (11) Backdraft 4 (3) Fjörkáltar 5 (4) Hudson Hawk 6(2) Shattered 7(6) Arachnophobia 8(5) NewJackCity 9 (5) The Two Jakes 10(9) Naked Gun VA 11 (12) Kiss before Dying 12 (14) The Stranger Within 13 (15) Once around 14 (13) Hrói höttur, prins þjófanna 15 (10) State of Grace ★★ ÆM í fótspor James Bond TEEN AGENT Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: William Dear. Aðalhlutverk: Richard Grieco, Linda Hunt og Roger Rees. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 85 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þeir sem hafa fylgst með þátta- röðinni Booker á Stöð 2 kannast sjálfsagt við Richard Grieco sem leikur aðaðlhlutverkið í Teen Ag- ent. Hann var einnig einn af ungu mafíuforingjunum í Mobster. í Teen Agent, sem upprunalega hét If Looks Could Kill þegar henni var dreift í Bandaríkjunum, leikur Gri- eco ungan skólanema, Michael Corben, sem nýlega hefur veriö felldur á prófi. Foreldrar hans ákveða að senda hann til Frakk- lands á námskeið. Á flugvellinum verður misskilningur og e’r haldið að Corben sé hættulegur njósnari sem ferðast undir þessu nafni. Þeg- ar til Frakklands kemur er honum tekið með kostum og kynjum, feng- inn lúxusbíll og nægir peningar en í leiöinni sagt að hann eigi komast að því hver það sé sem er að myrða háttsetta þingmenn innan Evrópu- bandalagsins og að hans hlutverk sé einnig að verja Augustus Ster- anko (Roger Rees) en búist er við að hann verði næsta fórnarlamb morðingjans. Staðreyndin er aftur á móti sú að Steranko er maöurinn á bak við moröin og lætur hann hina stuttu en hættulegu Ilsu Grunt (Linda Hunt) gera skítverkin fyrir sig. Eins og við er að búast lendir Corben í miklum hættum og ævintýrum. Söguþráðurinn í Teen Agent er hið mesta bull og vitleysa. Það er greinilegt að fyrirmyndin að allri umgjörð myndarinnar er Bond myndirnar eins og þær voru þegar Roger Moore lék 007 þar sem húm- orinn var í hávegum hafður. Og stundum tekst að halda uppi mik- illi keyrslu en Grieco er engin Rog- er Moore og er heldur tilþrifalítill. Það er aftur á móti gaman að fylgj- ast með Lindu Hunt sem fer á kost- um. -HK það, en þrátt fyrir það tapar hann aldrei þeim sjarma sem einkennir hann í hlutverkinu. Öll sviðsetning er sérstaklega vel gerð og er eitt af mörgu sem hjálpar að gera Cyr- ano de Bergerac að sérlega eftir- minnilegri kvikmynd. -HK ★★★ HIDDEN A6ENDA ' k' M.ui'der... Torture... CpvmpUönl:J ■ Ógnaröld HIDDEN AGENDA Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Ken Loach. Aðalhlutverk: Frances McDormand, Brian Cox og Brad Dourif. Bresk, 1990 - sýningartimi 103 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Ken Loach er breskur leikstjóri sem undanfarin tuttugu ár hefur verið sér á báti í breskri kvik- myndagerð. Það líður langt á milli kvikmynda hjá honum og hann fer sínar eigin leiðir. Eru myndir hans yfirleitt mjög pólitískar og Hidden Agenda, sem sýnd var hér á kvik- myndahátíð og fékk sérstök verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes, er engin undantekning. Hidden Agenda fjallar um atburð á Norður-írlandi sem gerðist 1982. Paul Sullivan er bandarískur lög- fræðingur sem er að rannsaka rétt- indabrot bresku lögreglunnar í Belfast. Daginn, sem hann er að yfirgefa landið, fær hann upp- hringingu og fer til móts við dular- fullan aðila en er drepinn af lög- reglunni. Opinberlega er moröið skýrt sem réttlætanlegt dráp á að- ila sem liggur undir grun að styðja IRA. Morð þetta vekur mikinn póli- tískan ótta og er lögreglumaður sendur frá London til að rannska málið og kemst hann ásamt unn- ustu Pauls brátt að sannleikanum og að morðin tengjast miklu hneykslismáli innan bresku leyni- þjónustunnar. Hidden Agenda er geysisterk og áhrifamikil kvikmynd og lýsir vel því viðkvæma og hættulega ástandi sem ríkir á Norður-írlandi. Myndin er spennandi og ekki eyðileggur sterkur og góður leikur Brians Cox og Frances McDormand. .HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.