Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992.
Afmæli
Jón R. Hjálmarsson
Jón R. Hjálmarsson, fyrrv. fræðslu-
stjóri, Lyngheiði 2, Selfossi, er sjö-
tugurídag.
Starfsferill
Jón fæddist í Bakkakoti í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði og ólst þar
upp. Á unglingsárunum stundaði
hann vinnumennsku og vegavinnu.
Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum
1942, stúdentsprófi frá MA1948,
stundaði nám í sögu, ensku og
þýsku við háskólann í Ósló 1948-52
og lauk þaðan cand. mag.-prófi 1952.
Hann lauk prófi í uppeldis- og
kennslufræði við HÍ1953 og cand.
philol.-prófi í sögu frá Óslóarhá-
skóla 1954. Þá hefur hann sótt nám-
skeið í skólastjórn og fleiru við
Northwestern University í Banda-
ríkjunum auk ýmissa námskeiða og
námsferða hér á landi og erlendis.
Jón vann við tilraunastöðina á
Sámsstöðum 1942, var farmaður á
ms. Kötlu í Ameríkusiglingum
1943-45, kenndi íslensku í ðsló á
vegum Studentersamfunnets fri
undervisnirtg 1951-52, stundakenn-
ari í Reykjavík 1952-53, skólastjóri
Héraðsskólans í Skógum 1954-68,
við Gagnfræðaskólann á Selfossi
1968-70 og aftur við Héraðsskólann
í Skógum 1970-75. Hann var
fræðslustjóri Suðurlandsumdæmis
með aðsetri á Selfossi 1975-90. Jón
hefur oft starfað sem leiðsögumaður
erlendra ferðamanna innanlands og
kennt við Leiðsöguskólann.
Jón var formaöur íslendingafé-
lagsins í Ósló 1953-54, formaður
áfengisvarnanefndar Austur-Eyja-
fjallahrepps 1954-75 og í stjórn
áfengisvarnanefnda í Rangárvalla-
sýslu 1955-68, formaður byggða-
safnsnefnda Vestur-Skaftafellssýslu
og Rangárvallasýslu 1955-68 og
1970-75, formaður þjóðhátíðar-
nefndar Rangárvallasýslu 1974 og
héraðsvökunefndar Rangæinga
1975-80, forseti Rotaryklúbbs
Rangæinga 1969-70, umdæmisstjóri
Rotary á Islandi 1977-78, í sóknar-
nefnd Selfosskirkju 1969-70, for-
maður Framsóknarfélags Rangæ-
inga 1970-77, í stjórn Kjördæmis-
sambands framsónarmanna á Suð-
urlandi 1969-76 og í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins 1970-75. Hann hef-
ur verið ritari úthlutunarnefndar
listamannalauna 1974-78 og frá 1980,
sat í stjórn Félags skólastjóra hér-
aðsskóla og Félags skólastjóra gagn-
fræðastigsskóla 1962-70 og var
formaður í Félagi fræðslustjóra frá
1988.
Meðal rita Jóns eru Atburðir og
ártöl, útg. 1957; Mannkynssaga I,
útg. 1961; Mannkynssaga II, útg.
1962; Af spjöldum sögunnar, sögu-
þættir, útg. 1969 og breytt útgáfa
1982; Frægir menn og fornar þjóðir,
útg. 1972; Brautryðjendur, 60 merkir
íslendingar á síöari öldum, útg. 1973;
Svipast um á Suðurlandi, útg. 1978;
Séð og heyrt á Suðurlandi, útg. 1979;
í sjónmáli fyrir sunnan, útg. 1980;
Séðafsjónarhóli, útg. 1981; Sögur
úr byggðum Suðurlands, útg. 1982;
Af spjöldum sögunnar, 16 þættir frá
síðari öldum, útg. 1983; Leiftur frá
landi og sögu, útg. 1985; Á meðal
fólksins, útg. 1987; A Short History
of Iceland, útg. 1988. Hann hefur rit-
stýrt tímaritum, hérðasritum og
þjóðhátíðarritum, flutt erindi og
skrifað fjölda greina í blöð og tíma-
rit. Hann er riddari íslensku fálka-
orðunnar frá 1983 og var sæmdur
Paul Harris Fellow oröu Rotarys
1986.
Fjölskylda
Jón kvæntist 25.9.1954, Guðrúnu
ÓlöfuHjörleifsdóttur, f. 10.4.1927,
dómritara á skrifstofu bæjarfógeta
á Selfossi. Hún er dóttir Hjörleifs
Ólafssonar, stýrimanns í Reykjavík,
og konu hans, Halldóru Narfadóttur
húsfreyju.
Börn Jóns og Guðrúnar eru Hall-
dóra, f. 10.5.1957, BA, cand.fil. og
stundakennari viö HÍ og víðar;
Hjálmar Andrés, f. 26.1.1960, húsa-
smiður, iðnfræðingur og nemi við
Tækniskóla íslands; Hjörleifur
Rafn, f. 11.9.1961, BA, MA og viö
framhaldsnám við Cornell-háskóla
í Bandaríkjunum; Oddný Sigurrós,
Jón R. Hjálmarsson.
f. 1.6.1963, BA, viðframhaldsnám
við Kielarháskóla í Vestur-Þýska-
landi; Gúörún Helga, f. 9.1.1967,
nemi viðHÍ.
Jón á tvö alsystkini, eina hálfsyst-
ur, samfeðra, og þrjú hálfsystkini,
sammæðra.
Foreldrar Jóns voru Hjálmar
Jónsson, f. 14.4.1889, d. 17.6.1922, b. _
í Bakkakoti í Skagafirði, og Oddný
Sigurrós Sigurðardóttir, f. 30.9.1890,
d. 15.1.1984, húsmóðir.
Jón og Guðrún taka á móti gestum
í Hótel Selfossi klukkan 15.30-17.30
laugardaginn 28.3.
Sigurður S. Friðriksson
Sigurður Stefán Friöriksson sjó-
maður, Miðtúni 9, Seyðisfirði, verð-
ur sextugur á morgun.
Fjölskylda
Sigurður er fæddur á Siglufirði og
ólst þar upp til tólf ára aldurs en
flutti þá með foreldrum sínum til
Seyðisfjarðar.
Hann hefur stundað sjómennsku
frá fermingu. Sigurður vann hjá
Vélsmiðju Seyðisfiarðar í nokkur
ár en hefur síðustu árin verið á tog-
aranum Gullveri NS.
Starfsferill
Sigurður kvæntist 19.10.1957
Önnu Maríu Haraldsdóttur, f. 18.9.
1933, húsmóður. Foreldrar hennar:
Haraldur Guðmundsson og Maria
Þórðardóttir, en þau eru bæði látin,
þau bjuggu á Seyðisfirði.
Böm Sigurðar og Önnu: María, f.
5.8.1958, húsmóðir, maki Þráinn E.
Gíslason trésmiöur, þau eru búsett
á Akranesi og eiga þrjú börn; Har-
aldur, f. 14.7.1959, starfsmaöur ál-
verins í Straumsvík, maki Aldr-
ianne Roman húsmóðir, þau eru
búsett í Reykjavík og eiga einn son,
Haraldur á tvo syni frá fyrra hjóna-
bandi; Unnar Friðrik, f. 13.7.1960,
vélvirki, hann er búsettur á Seyðis-
firði; Ingibjörg, f. 18.8.1962, húsmóð-
ir, maki Trausti Marteinsson sjó-
maður, þau eru búsett á Seyðisfirði
og eiga þijú börn; Björg, f. 5.2.1965,
verkakona, hún er búsett á Seyðis-
firði og á tvær dætur.
Systkini Sigurðar: Jónhildur, f.
25.5.1936, húsmóðir, maki Guð-
mundur Gíslason bankamaður, þau
era búsett á Seyöisfirði og eiga þrjú
böm; Óskar, f. 17.11.1938, hafnar-
vörður, maki Hugrún Ólafsdóttir
húsmóðir, þau eru búsett á Seyðis-
firði og eiga fiögur börn; Ólafur, f.
15.5.1949, sjómaður, maki Sigrún
Sigurður S. Friðriksson.
Þorbjörnsdóttir húsmóðir, þau eru
búsett á Seyðisfirði og eiga þrjá syni.
Foreldrar Sigurðar: Friörik Björg-
vin Jónsson, f. 28.3.1896, d. 1960, sjó-
maður, og Unnur Jónsdóttir, f. 12.8.
1905, þau bjuggu á Seyðisfirði og þar
býrUnnurenn.
Ólafur Tryggvason
Ólafur Tryggvason matreiðslu-
meistari, Móabarði 26, Hafnarfirði,
eráttræðurídag.
Starfsferill
Ólafur er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann hóf störf á sjó
aðeins 13 ára gamall. Hann var á
millilandaskipum hjá Eimskip og
síðar hjá Skipaútgerð ríkisins sem
matreiöslumaður. Ólafur sigldi á
togurum B.Ú.H. öll stríösárin,
Olafur hætti sjómennsku 1956 og
hóf þá störf í landi. Hann vann á
ýmsum veitingastöðum og hótelum
til 1965 en réðst þá til starfa hjá
Loftleiðum, síðar Flugleiðum. Þar
vannÓlafurí23ár.
Ólafur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir stéttarfélag sitt og var
lengi elsti starfandi félaginn í sínu
fagi.
Ólafur flutti til Hafnarfiarðar sem
ungur maður og hefur búið þar síð-
an.
Fjölskylda
Ólafurkvæntist24.4.1941 Mar-
gréti Jónsdóttur, f. 26.7.1918, d. 30.3.
1990. Foreldrar hennar voru Jón
Jónsson frá Gröf og Guðfinna M.
Einarsdóttir, en þau bjuggu á Öldu-
götu 4 í Hafnarfirði.
Ólafur og Margrét eignuðust fiög-
urböm.
Ólafur á fióra hálíbræður.
Foreldrar Ólafs: Jan Toftvik, sjó-
maður frá Noregi, og Jónína Guð-
jónsdóttir.
OlafurTryggvason.
Ólafur er staddur á Kanaríeyjum
umþessarmundir.
Til hamingiu
með afmaelið
28. mars
90 ára
Geir Gunnlaugsson,
Lundi v/Nýbýlaveg, Kópavogi.
Sæmundur Björnsson,
Álfheimum 50, Reykjavík.
Hanneraðheiman.
60 ára
Sigurður R. Bjárnason hafnar-
stjóri,
Norðurtúni 4, Sandgerði.
Konahanser
RósaD.Björns-
dóttir húsmóð-
ir.
Þau taka á móti
gestum á af-
mælisdaginn í
Slysavamahús-
inu í Sandgerði
kl. 18-21.
Hörður Sveinsson,
Réttarholtsvegi 81, Reykjavík.
Hanneraðheiman.
Guðjón B. Jónsson,
Vorsabæ 15, Reykjavík.
Tryggvi Karlsson,
Borgargötu 3, Hólmavik.
Jón Ástráður Thorarensen,
Síðumúla 21, Reykjavík.
50 ára
Hörður Gunnarsson,
Aðalbraut 6, Arnarneshreppi.
Þorsteinn Guðbjartsson,
Eyrarvegi 12, Flateyri.
Ragnheiður Björgvinsdóttir,
Hlugagötu 11, Vestmannaeyjum.
Magnús Steingrímsson,
Framnesvegi 59, Reykjavík.
40ára
Sigríður J. Hjaltested,
Malarási 11, Reykjavík.
Pálmi Kristmannsson,
Furuvöllum 2, Egilsstöðum.
Anna Ragnarsdóttir,
Krithóli 2, Lýtingsstaðahreppi.
Hrefna Brynja Gísladóttir,
Faxastíg 2b, Vestmannaeyjum.
Rafn Jónsson,
Löngumýri7, Garðabæ.
Guðrún Árnadóttir,
Litlagerðl 11, Hvolsvelli.
Margrét Vigfúsdóttir,
Fannafold 12, Reykjavík.
Guðrún Karlsdóttir,
Ránargötu 36, Reykjavík..
Sigtryggur Ómar Jónsson,
Sólheimum 27, Reykjavik.
Vicente Carrasco,
Víkurási3, Reykjavik.
80 ára
MITSUBISHI fca
Sérstakt tilboðsverð:
Mitsubishi FZ-129 D15 farsimi ásamt símtóli, tólfestingu, tólleiðsiu (5 m), sleöa,
rafmaansleiðslum, handfrjálsum hljóðnema, loftneti og loftnetsleiðslum.
Verð aöeins 97.500,- eÖa
rsi m ■
r
SKIPHOLT119
SÍMI29800