Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. „Ég lék nú á píanó sem krakki og spilaði í lúðrasveitum en það var engin alvara í þessu fyrr en ég varð fuliorðinn. Það er einhvern veginn þannig að maður ákveöur ekki hvað maður ætlar sér að verða þegar mað- ur er orðinn stór fyrr en maður er orðinn stór. Ég hafði lengi verið latur að æfa mig á hljóðfæri og það var borin von að ég yrði nokkum tíma atvinnuhljóöfæraleikari. Ég hafði stjórnað nokkrum kórum hér heima og ákvað loks í kjölfar þess að fara til Hollands og læra hljómsveitar- stjóm. Mig langaði að sjá hvert ég kæmist í því, ákvað að spenna bog- ann og sjá hve langt ég gæti skotið örinni,“ segir Guðmundur Óli Gunn- arsson hljómsveitarstjóri. Guðmundur Óli er sennilega yngsti hljómsveitarstjóri landsins með próf og framhaldsmenntun í því fagi, er á þrítugasta og fyrsta aldursári. Guð- mundur Óli er hlaöinn verkefnum þessa dagana en þar er uppsetning Ópemsmiðjunnar á óperunni La Bo- heme í Borgarleikhúsinu, í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur, einna fyrirferðarmest. La Boheme verður frumsýnd á sérstakri hátíðar- sýningu 3. apríl en fyrsta sýningin fyrir almenning verður 8. apríl. Uppsetning óperunnar er hefð- bundin, þetta er klassískt kassa- stykki sem gerist 1830. Yfir_ 100 manns koma við sögu í La Boheme, þar á meðal 47 manna hljómsveit, 35 manna kór, 24 í barnakór og 8 ein- söngvarar. Samkór Trésmiðafélagsins DV tókhús á Guðmundi Óla í vik- unni til að forvitnast um hann og þátttöku hans í uppsetningu þessar- ar óperu. Guðmundur Óli kom heim frá Finnlandi fyrir mánuöi en þar hefur hann stundað framhaldsnám í hijómsveitarstjórn síðastliðin tvö ár. Hann lauk prófi í hljómsveitarstjórn í Utrecht í Hollandi 1988, kom heim í eitt ár og fór síðan til Finnslands. „Ég fór að stjóma kórum upp úr 1980, stjórnaði Samkór Trésmiðafé- lags Reykjavíkur í eitt ár og síðan Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri ásamt eins árs dóttur sinni, Hrafnhildi Mörtu. DV-myndirGVA Ekki setið auðum höndum - Þú stjórnar mikið nútímaverkum? „Já, vegna áhuga á þeim og eins vegna þess að við flutning slíkra verka er oft meiri þörf fyrir stjórn- anda, jafnvel þó um litlar hljómsveit- ir sé að ræða. CAPUT-hópurinn er til dæmis ekki stór en hann spilar tónlist þar sem mikil þörf er fyrir stjórnanda.“ Þó Guðmundur Óli sé ungur stjórn- andi og nýkominn heim frá námi er ekki hægt að segja að hann sitji auð- um höndum eða hafi gert - öðm nær. Hann stjórnaöi tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrravetur og fór með henni í tónleikaferð um Suðurland í haust. Þá stjórnaði hann hljómsveitinni í upptöku fyrir útvarp á dögunum. Þá hefur hann unnið með Kammersveit Reykjavíkur en samstarfið með henni var fyrsta verkefni hans með atvinnumönnum í tónlist hér heima. Við vígslu Borg- arleikhússins stjórnaði Guðmundur Óli verki eftir Atla Heimi Sveinsson. Þá er hann meðlimur í nútímatón- listarhópnum CAPUT. Vegna 40 ára afmælis Tónmentaskóla Reykjavík- ur í aprfl mun Guðmundur stjórna hljómsveit sem fyrrverandi nemend- ur og kennarar skólans munu skipa. Þá ætlar skólinn að setja upp barna- óperu sem Hjálmar Ragnarsson er að skrifa og verður hún flutt í tón- leikaformi í Borgarleikhúsinu í. haust en á leiksviöi haustið 1993. „Ég hef mjög mikið að gera núna og á næstunni, það leggst vel í mig. Tónlistarlífið hér er ótrúlega lit- skrúðugt miðað við stærð þjóðfélags- ins. Það sem er sérstakt við þetta er kannski að maður lendir nær fyrir- varalaust í öllu mögulegu, alit frá því að stjórna kammermúsíksveit til þess að stjóma vinsælli óperu eftir Puccini.“ Vitlaust hönnuð hljómsveitargryfja Guðmundur segir vandamál hafa risið vegna hljómsveitargryíjunnar í Borgarleikhúsinu. Þau hafi reyndar verið leyst að mestu, meðal annars Ungur hljómsveitarstjóri heldur um taumana í óperunni La Bohéme: Mikil reynsla ad stjóma ópem kór Menntaskólans við Sund. Kór- stjóm er mjög tengd hljómsveitar- stjóm en það er hins vegar mun auð- veldara fyrir mann að fara úr hljóm- sveitarstjóm í kórstjórn heldur en úr kóstjórn í hljómsveitarstjórn." Guðmundur segist hafa stjórnað sinfónfluhljómsveit áhugamanna í Utrecht auk þess sem hann stjórnaði hér heima. Þannig stjórnaði hann Háskólakórnum í eitt ár. Hann var eitt ár hér heima áður en hann hélt til Finrflands. Þar segist Guðmundur hafa náð að þroskast mjög sem hljómsveitarstjóri. Hjá gúrú hljómsveitarstjóra „í Helsinki starfaði ég undir hand- leiðslu Jorma Panuia en hann er pró- fessor við Síbelíusarakademíuna. Þama nálguðust menn tónlistina öðmvísi en ég hafði lært í Holiandi. Finnar eiga marga hljómsveitarstjóra og þeim hefur yflrleitt gengið mjög vel. Skandinavía er þannig undirlögð af finnskum stjómendum, stjómend- um sem lært hafa hjá Jorma. Hann er háiferður' gúrú í þessum efnum. Undir handleiðslu Jorma lærði ég ýmislegt sem mig vantaði eftir strangfræðilegt uppeldi í Hollandi. Finnarnir eu frekar drifnir áfram af krafti og innblæstri en fræðilegum lærdómi. Ég hafði ágætan fræðilegan bakgrunn frá Hollandi. Kennari minn þar var ákaflega hollenskur, var „púritanisti" eins og Hollending- ar eru. Það er einkennileg þversögn í fari Holendinga sem felst í því að um leið og þeir em mjög frjálslyndir eru þeir einnig mjög „púritanískir". Hefðin er mjög sterk hjá þeim og mikiö af kenningafræðum í gangi. Menn læra ákveðna kenningar, ákveðna tækni, sem er nákvæmlega svona en ekki hinsegin. Menn em steyptir í ákveöið mót, settir fyrir framan hljómsveit og eiga að byija að stjórna. Samkvæmt bókinni á þetta að virka en það vantar bara svo margt annað. Finnarnir em svo ólíkir, þeir em uppfullir af hressileika og djöfulskap og láta mann bara gera hlutina, eru ekki með neitt röfl. Undir slíkum kringumstæðum ná menn að vinna mikiö með sjálfa sig og þroskast." Fyrsta alvöru óperuverkefnið - Hvað kom til að þú fórst að vinna með Óperusmiðjunni? „Þau höfðu samband við mig og báðu mig um að taka þetta verkefni að mér. Síðastliðin 2-3 ár hef ég stjórnað töluvert hér heima og þau þekktu mig. En ég er græningi í óperu. Það eina sem ég hef stjórnað af ópem var þegar kirkjuópera eftir John Speight var sett upp á síðustu listahátíð. Það var 40 mínmútna verk, verk sem fólk „þekkir" ekki frá upphafi til enda og er allt annars eðlis en La Boheme. Þetta er í fyrsta skipti sem ég stjórna alvöru óperu og er mjög mik- il reynsla fyrir mig. En ég bý sem betur fer að því að hafa komið ná- lægt alls kyns hlutum eins og kór- stjórn. í Helsinki hitti ég nokkra hljómsveitarstjóra sem aldrei höfðu staöið fyrir framan kór og satt að segja fannst mér það svolítið skrítið." Vaxtarverkir Guðmundur Óli segir að óneitan- lega fylgi því ýmsir vaxtarverkir og ýmislegt gangi á þegar verið sé að byggja upp fyrirbæri eins og Óperu- smiðjuna. Hann segir Óperusmiðj- una vera meira eins og fijálsu leik- hóparnir, lausa við stofnanabrag. Þar séu allir að vasast í öllu. „En það er ekki nóg að hafa söngv- ara, hljómsveit, leikstjóra, hljóm- sveitarstjóra og hús til að setja upp óperu. Það er ekki ópera. Til að skýra þetta verður mér hugsað til píanó- verkstæðis sem ég heimsótti oft með- an 'ég var í Hollandi. Þar vann maður sem hafði mjög gaman af að segja frá því sem hann var að gera. Hann sagði mér frá rússneskum flygli þar sem smiðimir virðast ekki hafa verið al- veg með á nótunum. Þeir hafi haldið að nóg væri að hafa fina hamra, fína strengi, fínan ramma, góðan hljóm- botn og góða lykla til að smíða góðan flygil. Það væri hins vegar mesti mis- skilningur. Þessir hlutir væru bara hráefni sem hægt væri að gera góðan flygil úr. Með þeim væri aðeins hálf sagan sögð. Þessi maður eyddi heil- miklum tíma í að nostra við að hækka strengina í flyglinum aðeins, forma hamrana og stilla hitt og þetta eftir öllum kúnstarinnar reglum. Að þeirri vinnu lokinni sagðist hann fyrst sjá úrvalsflygil. Sama má segja um Óperusmiðjuna, það er svo mikil vinna eftir áður en hún getur farið að rúlla almennilega. En það er nú einmitt uppbyggingarstarfið sem er svo spennandi." með hjálp tæknimanna leikhússins. Enginn hljóðfæraleikari hefur komið í gryfjuna fyrr en nú og var heilmikið mál aö koma öllum fyrir svo vel færi. „Gryfjan hefur verið afgangsstærð í hönnun leikhússins. Hún er í sjálfu sér nógu stór en er mjög vitlaus í laginu, alla vega allt öðruvísi en þær gryfjur sem ég hef séð í leikhúsum. Vanalega ganga gryfjurnar beint inn undir sviðið og stjórnandinn sér því alla hljómsveitarmeðlimi án þess að beita sér sérstaklega. Fyrir löngu var steyptur grunnur fyrir hringsviðið sem gerir að verkum að gryfjan ligg- ur eiginlega í öfugum boga út til beggja hliða. Fyrir framan mig er einn sellóleikari en allir hinir í hljómsveitinni raðast eiginlega í boga inn undir sviðið báðum megin. Þáð er gjörsamlega ómögulegt að sjá alla hljómsveitina í einu. Til að fá alla hljóðfæraleikarana í sjónlínu þurfti að byggja palla undir þá þar sem gryfjan er frekar djúp. Síðan var hljóðrænum vandamálum bjargað með hátölurum, „mónitorum", í gryfjunni, hljóöfæraleikararnir báð- um megin í gryfjunni heyra þá hverj- ir í öðrum. Eftir prufur virðist hljóð- ið annars ætla að skila sér ágætlega út í salinn og það er náttúrlega fyrir mestu.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.