Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. Sérstæö sakamál Ralph og kona hans, Gladys, á brúðkaupsdaginn. f hjónabandi með látnum manni Beryl Coates og Harry Pearce höfðu bæöi misst maka sína. Þau voru ensk, á sjötugsaldri og sáu enga ástæöu til þess aö búa ein það sem eftir væri ævinnar. Þvi skyldu þau þá ekki ganga í hjónaband? Og það var einmitt það sem þau gerðu í mars 1985. En hjónabandið stóð aðeins í fjóra mánuði. Morgun einn hringdi dyrabjallan g heimili þeirra og þegar Beryl fór til dyra sá hún að á tröppunum stóðu tveir menn. Þótt þeir væru óeinkennis- klæddir sá hún á svip þeirra og yfirbragði að þeir hlytu að vera lögreglumenn. „Býr Harry Pearce hér?“ spurði annar mannanna. Rödd hans var svo drungaleg aö Beryl fannst sem maðurinn talaði úr grafhýsi. Mest langaði hana til að segja honum að hann hlyti að vera kominn að röngu húsi en engu að síður kink- aði hún kolli og vísaði mönnunum inn í setustofuna. Sjálf gekk hún fram í eldhús til þess að þeir gætu borið upp erindi sitt í friði. Hún stóðst hins vegar ekki þá freistingu að leggja eyrun við því sem sagt var í stofunni. Tvíkvæni „Harry Pearce. Þú ert handtek- inn fyrir tvíkvæni. Má ég biðja þig um að koma með okkur á lögreglu- stöðina?" Harry svaraði rólega á þá leið að hér hlyti að vera um einhvern mis- skilning að ræða. Fyrrverandi kona hans væri látin fyrir mörgum árum. „Nei,“ sagði annar mannanna. „Konan þín, Carmel Pearce, sem þú kvæntist árið 1955, er alls ekki látin. Og þótt þið hafið ekki búið saman síðustu tólf árin hafiö þið aldrei fengið skilnað hvort frá öðru.“ Beryl stóð sem lömuð frammi í eldhúsinu. Þegar hún hatöi kynnst manni sínum haföi hann sagt henni að hann hefði orðið ekkjumaöur áriö 1983 og að fyrrverandi kona hans hefði heitið Giadys. Það var allt annað nafn en það sem rann- sóknarlögreglumaðurinn hafði nefnt. Gat það verið að Harry hefði sagt henni ósatt? Harry Pearce var leiddur út úr húsinu en eftir sat Beryl og vissi ekki hvað hún skyldi til bragðs taka. Loks ákvað hún að reyna að komast til botns í málinu 4 eigin spýtur. Hún hafði samband við lög- regluna og bað um aðstoð hennar og nokkrum dögum síðar var orðiö ljóst að Beryl hafði ekki gifst þeim manni sem hún hafði talið sig vera að ganga í hjónaband meö. Hún var gift látnum manni. Bræður skulu deilajafnt Harry, hinn raunverulegi Harry Pearce, hafði farið frá konu sinni, Carmel, eftir að ósætti kom upp í hjónabandinu. Það leiddi til harðra orðaskipta og eftir ákaft rifrildi fór hann frá henni. Honum fannst hann illa staddur í lífinu og vissi í raun ekki hvað hann ætti að gera. Hann var hjartveikur og fékk nokkrar örorkubætur en það var svo lítið fé að honum var ljóst að honum tækist ekki að draga fram lífið af því. Þess vegna greip hann til þess eina ráös sem honum kom til hugar og hélt heim til bróður síns og mágkonu, Ralphs og Glad- ys. Bróðirinn og kona hans hlýddu á sögu hans sem kom þeim ekki alveg á óvart. Þegar þeim varð ljóst að Harry átti hvergi höfði sínu að að halla buðu þau honum að vera um nóttina. En þessi nótt varð að vik- um, vikumar að mánuðum og mánuðimir að árum. Andlátið Þegar sex ár vom liðin frá því að Harry kom á heimili bróðurins haföi hann fyrir löngu tileinkað sér fastar venjur. Þannig fór hann ætíð á fætur á sama tíma á morgnana. En einn morguninn kom hann ekki fram á venjulegum tíma. Þegar langt var liðið fram yfir venjulegan fótaferðartíma hans opnaði Ralph rólega dyrnar á herbergi hans og leit inn fyrir. Harry lá í rúminu. Ralph gekk til hans og þegar hann snerti hann var hann kaldur. Hann hafði greinilega látist um nóttina. Ralph kallaði á lækni. Læknirinn skoðaði hinn látna og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði lát- ist á eðlilegan hátt. Hann gaf því út dánarvottorð og nafnið sem hann skráði á vottorðið skyldi vera Harry Pearce. Ralph Pearce væri vottur. Vottorðið var ekki frágeng- ið en það sem á vantaði skyldi skráð síðar. En það kom í ljós að læknirinn hafði verið að flýta sér einum of mikið því honum urðu á þau mistök að segja nafn látna mannsins Ralph Pearce og vitnis- ins Harry Pearce. Ralph var því talinn látinn. Hugdettan Mistökin komu fyrst í ljós þegar Ralph og Gladys fengu send ýmis skjöl að lokinni líkskoðun en í þeim stóð að Ralph heföi látist af hjarta- bilun. Gladys var mjög brugðið við þessi mistök. Nú sagði hún að það kæmi í sinn hlut að fara til sjúkra- hússins til þess að láta leiörétta þennan misskilning. Ralph tók þetta hins vegar ekki eins nærri sér. Eftir nokkra umhugsun gekk hann að skrifboröinu sínu, dró fram skúffu í því og úr henni tók hann líftryggingu. „Ég lét líftryggja mig og hér stendur að falli ég frá fáir þú greidd eitt hundraö þúsund pund. Nú höf- um við í höndunum skjal sem segir að ég sé látinn. Ég skipti því um nafn við bróður minn og við getum sótt peningana." í fyrstu leist Gladys ekki vel á þá hugmyndin. En þegar hún haföi hugsað málið um hríð komst hún að þeirri niðurstöðu að það væri ekki slæm búbót að fá svo mikið fé. Loks féllst hún á hugmynd manns síns. Þannig varð Ralph að Harry. Skjótt skipast veður í lofti Gladys fór nú að kalla mann sinn Harry. Og innan tíðar höfðu þau fé til að gera flest af þvi sem þau hafði langað til. Þau gættu sín hins vegar mjög á því að kynnast engum náið. Fólk mætti ekki fá of nána vitneskju um þau svo að ekki yrði flett ofan af leyndarmálinu. Þegar Gladys var orðin fimmtíu og átta ára fór hún að finna til óþæginda í baki. Eftir nokkurn tíma fór hún til læknis og hann skýrði henni skömmu síðar frá því að hún væri með krabbameinsæxli við mænuna og væri sjúkdómurinn kominn á það stig að ekki yrði hægt að bjarga lífi hennar. Ætti hún í mesta lagi nokkra mánuði óhfaða. Læknirinn reyndist hafa rétt fyr- ir sér. Síðasta dag júlímánaðar 1983 lést Gladys. Þegar útförin haföi far-' ið fram leit maður hennar svo á að leyndarmál þeirra heföu farið í gröfina með henni. Annað hjónaband Um það bil ári eftir andlát Glad- ys, þegar „Harry“ var farinn að vera þreyttur á einlífinu, var hann dag einn á ferð í bO sínum. Þá sá hann konu standa við bfl og vera að reyna að skipta um dekk. Henni gekk það greinilega flla og hann bauð henni aðstoð sína. Þetta varð upphafið á kynnum þeirra og eftir nokkurn tíma ákváðu „Harry" og Beryl að ganga í hjónaband. Fjórum mánuðum eftir að þau giftu sig barst tilkynningin um að þau heföu verið gefin saman til Somerset House í London en þar eru skráðar allar fæðingar, dauðs- fóll og hjónabönd. Þegar skrá átti hjónabandið kom í ljós að „Harry“ var kvæntur konu að nafni Car- mel. Haft var samband við lögregl- una og varð það til þess að rann- sóknarlögreglumennirnir tveir komu fáum dögum síðar til að taka „Harry" fastan fyrir tvíkvæni. Hann byrjaði á því að reyna að hrekja ásökunina með því að segja að hann gæti sýnt fram á að Gladys væri látin og þess vegna hefði hann verið í fullum rétti með að kvænast aftur. Nei, annars. Hann var búinn - að gleyma að hann var ekki lengur Ralph heldur Harry. „Þetta er ekki maðurinn minn" Á lögreglustöðina kom svo Car- mel, lögleg eiginkona Harrys. Þangað hafði hún verið beðin að koma til að bera kennsl á mann sinn. Þegar hún var leidd til „Harrys" benti einn rannsóknarlögreglu- mannanna á hann og spuröi: „Er þetta maðurinn þinn?“ Undrandi starði Carmel á mann- inn fyrir framan hana. Hún vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta, enda hélt hún um stund að lögreglan væri aö beita hana brögð- um í einhverjum óþekktum til- gangi. „Þetta er ekki maðurinn minnn," sagði hún loks. „Þetta er bróðir hans, Ralph. Hvað er hér um að vera?“ Nú uröu rannsóknarlögreglu- mennirnir undrandi. Þeir báðu Ralph síðan um að segja sögu sína. Carmel fór að hágráta þegar hún frétti að maður hennar væri látinn og ekki grét hún minna þegar henni varð ljóst að bróðirinn hafði tekið upp nafn hans til að geta feng- ið greitt sitt eigið líftryggingarfé. Áætlun Ralphs var næstum því fullkomin. Þeir bræður voru líkir, svo líkir að það var hægt að villast á þeim. Og liklega heföi sannleikur- inn aldrei komið í ljós hefði hann ekki hitt Beryl og kvænst henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.