Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. Fréttir______________________________________________________________________________pv Baráttan innan stjómar Stöðvar 2: Aðalf undinum f lýtt með atkvæði varamanns - oddamaöurinn, Jóhann Óli Guðmundsson, gekk af fundi í mótmælaskyni Tillagan á stjórnarfundi íslenska útvarpsfélagsins síðastliöinn þriðju- dag um að halda aðalfund sinn með aöeins viku fyrirvara, eða 1. apríl, fékkst í gegn með varamanni í stjórn félagsins, Sigurði G. Guðjónssyni. Sigurður er lögfræðingur Fjölmiðl- unar sf., félagi meirihluta-hluthafa, aðallega verslunarmanna, í Stöðinni. Þeir Jón Ólafsson, Haraldur Har- aldsson og stjómarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins, Jóhann J. Ólafsson, eru forráðamenn þessa fé- lags svo og Jóhann ÓU Guðmunds- son, aðaleigandi Securitas. Á stjómarfundinum voru greidd atkvæöi um aðalfundartillöguna eft- ir að Jóhann Óli Guðmundsson, aðal- eigandi Securitas, og stjómarmaður í Islenska útvarpsfélaginu, gekk af fundi í mótmælaskyni við hugmynd- ir um að aðalfundurinn skyldi hald- inn með svo skömmum fyrirvara. Tillagan vannst með fjórum gegn tveimur Eftir voru þá á fundinum aðeins sex stjómarmenn. Tillagan vannst með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Með tillögunni greiddu þeir Jóhann J. Ólafsson, Jón Ólafsson, Haraldur Haraldsson og varamaðurinn Sig- urður G. Guðjónsson. Gegn tillög- unni greiddu þeir Páll Kr. Pálsúon, forstjóri Coca-Cola á íslandi og full- trúi Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans hf., og Stefán Gunnarsson, múrari og raunar fyrrum þekktur handboltamaður með landsliðinu. Varamaðurinn í stjóm, Sigurður G. Guðjónsson, kom inn á fundinn í stað Gunnsteins Skúlasonar, aðaleig- anda Sólningar hf. og hluthafa í Stöð 2. Draga má þá ályktun að hefði Gunnsteinn verið á fundinum hefði tillagan um dagsetninguna 1. apríl ekki náðst í gegn enda þá fjórir á móti henni og þrír með. Þeir Jóhann J„ Jón og Haraldur hefðu orðið und- ir. Jóhann ÓU Guðmundsson hefur verið í meirihlutasamstarfi í stjórn íslenska útvarpsfélagsins með þeim Jóhanni, Jóni og Haraldi. Fulltrúi Eignarhaldsfélagsins, Páll Kr. Páls- son, á að tryggja að núverandi meiri- hluta-hluthafar haldi styrk sínum. Þetta er samkvæmt sérstökum samningi sem rennur út 1. maí. I minnihluta hafa verið Gunnsteinn Þeim Jóhanni J. Ólafssyni, Jóni Ólafssyni og Haraldi Haraldssyni, oddvitum Stöðvar 2, tókst að keyra í gegn með atkvæði varamanns að aðalfundur íslenska útvarpsfélagsins yrði nokkrum klukkustundum á undan aðalfundi Eign- arhaldsfélags Verslunarbankans. og Stefán en þeir tilheyra svonefnd- um Ólafs H. Jónssonar armi. Sættum ekki lagi að Gunnsteini fjarstöddum Jóhann J. Ólafsson, stjómarformað- ur íslenska útvarpsfélagsins, fullyrti við DV í gær að það væri af og frá að sætt hefði verið lagi með tímasetn- ingu aðalfundarins á meðan Gunn- steinn Skúlason væri fjarverandi. Hann sagði jafnframt að hann teldi að ef Gunnsteinn hefði verið á fund- inum hefði Jóhann Óli greitt atkvæði með sér, Jóni og Haraldi. „Ég tel aö Jóhann Óh hefði greitt atkvæði með okkur. Hann hefur yflr- leitt unnið með okkur að málum. Ég efast um að hann hefði komið í veg fyrir þessa afgreiðslu." - En þið hefðuð augljóslega, miðað við skoðun Jóhanns í málinu, getað lent í því að verða undir? „Það hefði aldrei gerst.“ Gunnsteinn Skúlason sagði við DV í gær að það hefði komið sér mjög á óvart aö tímasetning aðalfundarins hefði verið tekin fyrir á stjómar- fundinum á þriðjudag. Aðalfundur- inn hefði alls ekki verið á dagskrá stjómarfundarins. Aðalfundurinn ekki í fundarboði Gunnsteins „Það kom mér algerlega í opna skjöldu að aðalfundurinn skyldi vera til umfjöllunar á fundinum og lívaö þá öll þessi tímapressa. Mér flnnst þetta einkennileg vinnubrögð gagn- vart öðram stjómarmönnum og hluthöfum félagsins. Það hlýtur að vera óeðlilegt að hluthöfum geflst ekki nema nokkrar klukkustundir til þess að koma fram með skriflegar tillögur til stjórnar. Stjómarfundurinn var haldinn síö- asthðinn þriðjudag, 24. mars, þar sem reikningar voru kynntir í fyrsta skiptið og tímasetning aðalfundarins ákveðin. Daginn eftir, 25. mars, birt- ist auglýsing til hluthafa um að aöal- fundurinn verði haldinn 1. apríl og Fréttaljós Jón G. Hauksson að tillögur frá hluthöfum þurfi að hafa borist skriflega í hendur stjóm- arinnar eigi síðar en viku fyrir aðal- fund. Hluthafar höfðu því aðeins nokkrar klúkkustundir til að koma með tihögur. Þetta er dónaskapur gagnvart öðram hluthöfum.“ Gunnsteinn segir að hann hafi ver- ið fjarverandi á fundinum þar sem hann hafi skyndilega á sunnudag þurft að fara til útlanda. „Aðalfund- urinn var ekki á dagskrá fundarins þegar ég var boðaður. Ef svo hefði veriö hefði ég frestað því aö fara út og setið stjórnarfundinn." Páll Kr. Pálsson Gunnsteinn sagði að hann hefði búist við að aðalfundur íslenska út- varpsfélagsins yrði í apríl eða maí. Páh Kr. Pálsson, fuUtrúi Eignar- haldsfélagsins, segir að þegar fund- urinn hafi verið boðaður munnlega í upphafi fyrir nokkru hafi aðeins verið minnst á stjórnarfund. Þegar hann hafi verið boðaður munnlega á stjómarfundinn síðasthðinn mánu- dag, daginn fyrir, hafi sér verið til- kynnt að reikningar og aðalfundur félagsins væri á dagskrá. Það hefði svo komið skýrt fram á skriflegri dagskrá á stjórnarfundinum sjálfum. Viðurðumað fá óróann á hreint Jóhann J. Qlafsson, stjómarfor- maður íslenska útvarpsfélagsins, sagði við DV í gær að aðalfundurinn hefði verið á dagskrá stjórnarfundar- ins. Hann segist hafa frétt það síðasthð- inn sunnudag, 22. mars, að það væri órói innan stjómar Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans. Hann hefði síðan fengið staðfestingu á því dag- inn eftir, 23. mars. Sá órói snerist um að barátta væri í gangi um að breyta stjóm félagsins. Vegna samstarfs- samnings meirihluta stjómar Stöðv- ar 2 við Eifenarhaldsfélagið hefði ver- ið nauðsynlegt að hafa máhð á hreinu og hcifa aðalfund islenska út- varpsfélagsins á undan aðalfundi Eignarhaldsfélagsins. Þess má geta að báðir aðalfundimir verða 1. aprU, næstkomandi miðvikudag. „Þegar við fengum óróann innan Eignarhaldsfélagsins staðfestan á mánudag var ekki nema vika til stefnu til að vera samhliða Eignar- haldsfélaginu. Þá gátum við ekki gert að því þótt Gunnsteinn væri ekki við. Þannig að við voram ekki að nýta okkur neitt tækifæri.“ - En hvað kemur það ykkur viö þó hugsanlega sé einhver órói innan Eignarhaldsfélagsins? „Þaö er samningur á mihi Fjölmiðl- unar og Eignarhaldsfélags Verslun- arbankans um að standa saman að kjöri í stjóm íslenska útvarpsfélags- ins. Þaö er mikUvægt að stjórn fé- lagsins sé sterk og samstUlt. Þess vegna verðum við að hafa það á hreinu við hvaöa stjóm Eignarhalds- félagsins við eram að ræða.“ Enginn órói, segir Einar Sveinsson Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá- Almennra trygginga og stjómar- formaður Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans, sagði við DV í gær að núverandi stjórnarmenn í Eignar- haldsfélagi Verslunarbankans hefðu áhuga á því aö verða í stjórn áfram og það ríkti eindrægni í stjórninni. Orðrómur um einhvem óróa væri á misskUningi byggður. Tímasetningin til að tryggja áfram völdin Loks má geta þess að samstarfs- samningur Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans og Fíölmiðlunar sf„ sem gerður var 22. mars 1990, er end- urreisn Stöövar 2 hófst, rennur út hinn 1. maí næstkomandi. Þetta eru þvi síöustu forvöð núna hjá núver- andi meirihluta-hluthöfum í Stöð 2 til að tryggja sér stuðning Eignar- haldsfélagsins við stjórn félagsins. Þá má geta þess að Fiölmiðlun sf„ félag meirihluta-hluthafanna, verður leyst upp hinn 1. júlí í sumar. Þá kann samheldni núverandi meiri- hluta aö tvístrast og sumir sem nú tilheyra meirihlutanum að snúast allt eins í Uð með minnihlutanum, Gunnsteini og Stefáni. Það er því augljós hagur oddvita núverandi meirihluta að halda aöal- fundinn sem fyrst og tryggja þannig áframhaldandi setu núverandi stjórnar til eins árs. Að vísu hlýtur sú spuming að vakna hvort Jóhann Óli Guðmundsson nái kjöri aftur eft- ir atburði þessarar viku. Hann gekk af fundi... Hæstiréttur 1 máli piltsins sem réð manni bana og rændi við bakhús í Bankastræti: Sýknaður af manndrápi en sakf elldur fyrir árásina Hæstiréttur hefur dæmt 18 ára pilt sem varð manni að bana með hnúa- jámum við bakhús að Bankastræti 14 þann 3. mars í fyrra í 5 ára fang- elsi. 16 ára stúlka sem var í vitoröi með honum var dæmd í 3 ára skil- orðsbundið fangelsi. Verulegur mun- ur er á niðurstöðum Hæstaréttar og héraðsdóms í málinu. í Sakadómi Hafnarfjarðar var pilt- urinn dæmdur í 6 ára og 5 mánaða fangelsi fyrir manndráp með svo- köliuöum líkindaásetningi, svo og fyrir aö hafa rænt manninn sem lést og annan mann síöar sömu nótt. Hæstiréttur sakfelldi piltinn hins vegar fyrir stórfellda líkamsárás á þeim forsendum að ósannað hefði verið aö hann heíði séð afleiðingarn- ar fyrir. Hann var einnig dæmdur fyrir ránin eins og í héraði. í héraöi var stúlkan dæmd í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundið, fyrir að hafa átt aöild að ránunum tveimur. Hæstiréttur dæmdi hana hins vegar fyrir aöild sína að atlögum piltsins með hnúa- jámunum, svo og fyrir ránin tvö. Við ákvörðun refsingar piltsins tók Hæstiréttur mið af ungum aldri hans þegar brotið var framið, að hann hafði ekki hlotið refsidóm áður og að hann skýrði hreinskilnislega frá öllum atvikum málsins. Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmt eitt ár. Sú vist kemur tfi frádráttar hinni dæmdu 5 ára refsingu. Þetta þýðir að hann mun hugsanlega losna úr afþlánun efdr helming refsingar, að hðnu einu og hálfu ári. Við ákvöröun á skilorðsbindingu allrar refsingar stúlkunnar var hhð- sjón höfð af ungum aldri hennar, hegöunar og þeirrar meðferðar sem hún hefur hlotið frá því að brot henn- ar komst upp. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni í máhnu. Haraldur Henrysson hæstaréttardómari var ósammála meirihlutanum um það atriöi að stúlkuna ætti aö dæma fyrir aðhd að sjálfri árásinni á manninn sem lést. Hjörtur Torfason taldi hins veg- ar að með hliðsjón af ungum aldri piltsins, ásamt upplýsingum um hagi hans, teldi hann nægar ástæður fram komnar tíl aö skhorösbinda einnig refsingu hans. í meirihluta Hæsta- réttar í máhnu vora hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur. Kr. Haf- stein. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.