Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 41 dv_________________________________________Trimm Kraftur í skokkurum hjá Námsflokkum Reykjavíkur: Stefnan sett á skemmtiskokkið - segir Jakob Bragi Hannesson „Yfirskriftin er „Trimm fyrir alla“ og hugmyndin á bak við þetta er að fá fólk, sem hefur aldrei hreyft sig, til að skokka og svo spratt upp sú tillaga í kjölfarið að koma öllum hópnum í gegnum Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn' fyrsta en það hlaup er fjórir kílómetrar. Kappið í mannskapnum er reyndar svo mikið og árangurinn svo góður að nú hafa karlamir stefnt að því að hlaupa tíu kílómetra og konumar f]óra í svo- kölluðu Stefánshlaupi 4. apríl nk. en hlaupið er kennt við kunnan bónda og hlaupagarp í Vorsabæ,“ sagði Jak- ob Bragi Hannesson, skokkleiðbein- andi hjá Námsflokkum Reykjavíkur, í samtali við DV. Hjá Námsflokkum Reykjavíkur í Miðbæjarskólanum er nú hópur vaskra karla og kvenna sem kemur saman tvisvar í viku og skokkar undir handleiðslu Jakobs Braga Hannessonar en hann er einmitt sjálfur kunnur hlaupari. Jakob gerir ýmislegt fleira en að láta mannskap- inn fara út að hlaupa. í upphafi hvers tíma heldur hann stutta tölu um fyr- irfram ákveðið efni. „Ég er yfirleitt með smáfyrirlestur á undan og tek þá fyrir eitthvað sem tengist þessu, t.d. útbúnaö skokkara, teygjuæfmg- ar, mataræði o.s.frv." Árangurinn er gífurlegur Skokkararnir koma saman á mánudögum og fimmtudögum og þegar DV leit inn sl. mánudag voru átta skokkarar samankomnir ásamt leiðbeinandanum. Hópurinn er þó yfirleitt fjölmennari en um fjórtán manns mæta reglulega í skokkiö. Átján manns byrjuðu hjá Jakobi fyrr í vetur en fjórir hafa helst úr lest- inni. Ástandið í byrjun var ekki upp á marga fiska hjá sumum, svona eins og við var að búast, og nokkrir þátt- takendanna áttu í hinu mesta basli með að hlaupa smáspöl. Nú, nokkr- um mánuðum síðar, er annað upp á teningnum og hinir sömu eru farnir að hlaupa fjóra kílómetra í einni lotu. Það verður því ekki annað sagt en að árangurinn sé gífurlegur. „Það er áhugi hjá Námsflokkunum að halda þessu áfram og þá yrði hugsanlega boðið upp á tvenns konar námskeið, þ.e. fyrir byijendur og lengra komna. Þaö fer bara eftir áhuganum en hér í Miðbæjarskólan- skokkaranna sjálfra leituðum viö til Arndísar Steinþórsdóttur, skrif- stofumanns í sjávarútvegsráðuneyt- inu, en hún er í þessum fjórtán manna kjama sem mætir reglulega. Reyndar vildi svo til að Arndís mætti ekki þegar trimmsíðuna bar að garði en við fyrirgefum henni það enda var þetta fyrsta „skrópið". í staðinn fyrir skokkið fór Amdís á skíði og það er ekkert verri líkamsrækt en hvað annað. „Ætli það hafi ekki bara verið al- menn þörf á líkamshreyfingu sem varð þess valdandi að ég fór að skokka á vegum Námsflokkanna. Kannski líka samviskubit en það er algjör nauðsyn fyrir kyrrsetufólk að hreyfa sig eitthvað. Ég er nú ekki á kafi í útivistinni en ég skokka og fer á skíði. Þetta er alveg óstjórnlega skemmtilegt og manni líður ákaflega vel þegar maður er búinn að pína sig svohtið og ég finn ótrúlega mikinn mun á mér núna og þegar ég byrj- aði,“ sagði Amdís. -GRS Sumir gátu varla hlaupið smáspöl í byrjun, segir Jakob. um er kjörin aðstaða. Salur til upp- hitunaræfmga er hér ásamt baðað- stöðu og þetta er lítið sem ekkert notað á kvöldin. Annars byggi ég þetta upp á stuttu spjalli um eitt- hvert ákveðið efni í byrjun tímans. Síðan er hitað upp og farið út að skokka. Við hlaupum frá fjórum kíló- metrum en þeir sem fara lengst hlaupa tíu kílómetra og svo er endað á svokallaðri stöðvaþjálfun.“ í hópnum hjá Jakobi er fólk á aldr- inum 30-55 ára og er kynjaskiptingin heldur konunum í hag. Flestir höfðu aldrei hlaupið áður og einhveijir nota þetta sem leið í baráttunni við að hætta að reykja. Mikill hugur er í mannskapnum og flestir ef ekki all- ir hafa sett stefnuna á skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþonsins í sumar og einhverjir era jafnvel að gæla við hálfmaraþon. Nauðsynlegt fyrir kyrrsetufólk Til að forvitnast örlítið um viðhorf Hópur vaskra karla og kvenna stundar nú skokk hjá Námsflokkum Reykjavíkur og hér má sjá hluta af hópnum á fleygiferð við Tjörnina. Skokkararnir samankomnir á tröppum Miðbæjarskólans en þegar DV leit inn vantaði sex af „fastagestunum". DV-myndir Brynjar Gauti Það er greinilegt á öllu að upphitunaræfingar þurfa ekki að vera leiðinleg- ar og hér hafa þátttakendurnir gaman af þvi sem fyrir þá er lagt. Reykj aví kurmaraþon Maraþonáætlun þessi miðast við byijendur sem ætla aö þreyta fullt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni 23. ágúst nk. Auðvitaö er það svo að flestir telja ráðlegt að byija á styttri vegalengd- um, s.s. hálfu maraþoni eða skemmtiskokki. Einnig er ráðlegt að viökomandi hafi hlaupið reglulega í að minnsta kosti eitt ár. Samt sem áður vitum við ósköp vel að ofur- kappið grípur oft íslendinginn og hann telur sig ávallt vera færan í flestan sjó. Ég ætla því að koma til móts við þarfir þeirra' sem vilja leggja það á sig aö ná settu marki á styttri tíma. Æfingaáætlun þessi fer mjög ró- lega af staö enda er hún miðuð við algjöra byijendur. Hafa her þó í huga að þótt fyrstu sjö vikurnar séu mjög rólegar er gott að viðkomandi stundi einhverja aðra líkamsþjálfun með, s.s. sund o.fl. Áætlun þessi miðar að því að viðkomandi geti hlaupið maraþon á íjórum til fjórum og hálfri klukkustund, þægilega og án þess að örmagnast. Ég mun gefa ráðlegging- ar síðar þegar alvaran tekur við en það er í sjöundu viku héðan í frá. Jakob Bragi Hannesson Áætlun fyrir fyrstu vikuna: Sunnudagur: Ganga í 45 mínútur Þriðjudagur: Skokka í 10 mínútur Fimmtudagur: Skokka í 5 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.