Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Side 16
16 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Skák Því miður tefla allt of fáar konur skák á íslandi og raunar ótrúlega fáar miðað við þann mikla skáká- huga sem er í landinu. Síðustu árin hafa aðeins örfáar konur tekið þátt í kvennameistaramóti íslands og ekki hefur heldur þótt svara kostn- aði að senda kvennasveit á ólymp- íumót. En nú er ýmislegt sem bend- ir til að áhugi kvenna sé aftur að glæðast. Skemmst er að minnast hundrað kvenna skákmóts í MR þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir forseti lék fyrsta leikinn. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir íslandsmeistari stóð fyrir atburðinum og nú er hún aftur í eldlínunni þar sem hún freistar þess að verja titilinn frá því í fyrra á kvennameistaramóti ís- lands. Ellefu skákkonur taka þátt í mót- inu sem er betri þátttaka en mörg undanfarin ár. Þær eru Guðfríður Lilja, Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, Sólveig Snorradóttir, Guðný Hrund Karlsdóttir, Sigrún Þor- varðardóttir, Ragnheiður Kristj- ánsdóttir, Helga Guðrún Eiríks- dóttir, Berghnd Aradóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Halla Gunnarsdótt- ir og Svava Bjarney Sigbertsdóttir, sem er yngsti keppandinn, aðeins 12 ára gömul. Stúlkurnar tefla fimm umferðir eftir Monrad-kerfi og lýkur mótinu í dag með tveimur síðustu umferð- unum sem hefjast kl. 10 og 14.30 í húsakynnum Skáksambands ís- lands, Faxafeni 12. Forvitnilegt verður að sjá hvort Guðfríður Lilja, sem eins og fram hefur komið í DV hyggur á nám við Harvard-háskóla í haust, fær meistaranafnbótina í veganesti vestur um haf. Án efa verður keppnin þó hörð og spenn- andi. T.a.m. teflir Áslaug Kristins- dóttir, margfaldur landsliðsmaður, nú aftur í kappmóti eftir flmm ára hlé og gæti gert stóra hluti. Eftir tvær umferðir höfðu þær einar unniö báðar sínar skákir. En víkjum að körlimum. Er þetta birtist ætti að liggja ljóst fyrir hvor þeirra hlýtur nafnbótina „Skák- iuvitii Guðfriður Lilja Grétarsdóttir freistar þess í dag aö verja íslandsmeistaratitil kvenna en fleiri konur taka nú þátt i skákþinginu en mörg undanfarin ár. 15. Rf3 Dc5 16. De4! Forleikurinn að því sem koma skal. Drottningin stefnir til h4 þar sem hún kemst í tæri við svarta kónginn. 16. - Db4! I M. I# 1 k iii i 1 k A A m A ^ A A A A A g IH fi $ ABCDEFGH Líklegt er að þetta sé afrakstur heimavinnu Hollendingsins. Jíftir drottningakaup má svartur vel við una og þiggi hvítur peðsfórnina með 17. Bxd5 exd5 18. Dxd5 kemur 18. - Be6 og svörtu mennirnir vakna til lífsins. Short finnur frum- lega lausn á vandanum. 17. Bc4! Rb618. b3! Rxc419. bxc4 He8 Hvítur hótaði 20. Ba3. Þótt peða- staða hvíts hafi riðlast eihtið við uppskiptin á c4 er meira um vert að svartur situr uppi með óvirka stöðu' Svarti kóngurinn er nú ákjósanlegt skotmark. 20. Hdl Dc5 21. Dh4 b6 22. Be3 Dc6 23. Bh6 Bh8 24. Hd8 Bb7 Ef 24. - Bd7 gefur Short 25. Rd4 Haxd8 26. Rxc6 Bxc6 27. Df4 Hd7 28. Bg5 með yfirburðum á hvítt. 25. Hadl Bg7 Eftir 25. - Dxa4 hefði getað teflst 26. De7! Bxf3 27. Hxa8 Bxa8 28. Hd8 Dal+ 29. Kh2 Bxe5+ 30. f4 Bxf4 + 31. Bxf4 Hxd8 32. Dxd8+ Kg7 33. Dxa8 með sigurstranglegri stöðu. 26. H8d7! Hf8 Svarið við 26. - Bxe5, eða 26. - De4 yrði 27. Hxf7! og riddaragaffall hggur í loftinu. 27. Bxg7 Kxg7 28. Hld4 Hae8 29. Kvennameistaramóti f slands lýkur í dag: íslandsmeistaratit- illinn til Harvard? meistari íslands 1992“, Helgi Ólafs- son eða Margeir Pétursson - eða hvort einvígi þeirra í milli þurfl til að skera úr. Lokaumferö mótsins var tefld í gærkvöldi og var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Þessi stutta skák var tefld í níundu um- ferö: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Sævar Bjarnason Pirc-vörn. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rf6 5. Rf3 Ra6?! 6. e5 dxe5 7. fxe5 Rd7 8. h4 c5 9. Be3 Da5?! 10. h5 gxh5? 11. Bc4! cxd4 x i * X i Á 4 A ii 1 m A 1 ÉL i th A A A A S tgr 5 ABCDEFGH 12. BxU+! KxU 13. Rg5+ Kg8 14. Dxh5 Rxe5 15. De8+ BfB 16. 0-0 Bf5 17. Dxa8 Rc6 18. Re6 Kf7 19. Dxb7 De5 20. Hxf5+ Dxf5 21. Hfl - og svartur gafst upp. Áskorendumir tefldu bestu skákina Garrí Kasparov heimsmeistari mun setjast andspænis nýjum áskoranda í Los Angeles í ágúst- mánuði á næsta ári. Hvort sá heitir Jan Timman eða Nigel Short kem- ur í ljós í janúarmánuði er þeir heyja einvígi um áskorunarréttinn. Margt bendir til þess að einvígi Shorts og Timmans verði fjörugt og skemmtilegt. Þeir kappar eru þekktir fyrir annað en þunglama- legan skotgrafahernað og semja heldur ekki um jafntefli fyrr en að fuhreyndu. Eins hefur þeim fram að þessu tekist bærilega upp í inn- byröisskákum. Júgóslavneska skákritið Inform- ator, eða Ljóstri, eins og nefna mætti það á íslensku, er öllum skákáhugamönnum vel kunnugt. Það hefur komið út tvisvar sinnum árlega síðan 1966 og þrisvar á ári síöan í fyrra. Þar eru helstu skákir tímabilsins á undan birtar með skýringmn meistaranna. Fyrir skömmu kom 54. hefti Ljóstra út sem hefur að geyma 628 Umsjón Jón L. Árnason skákir frá fyrri hluta ársins og ýmsilegt fleira áhugavert. Meðal þess sem jafnan vekur nokkra at- hygli er listi yfir bestu skákimar úr síðasta hefti sem níu manna dómnefnd stórmeistara velur. Að þessu sinni hlaut skák Shorts og Timmans frá Interpohs-skák- mótinu í Tilburg sl. vetur flest stig dómnefndarmanna, sem eru Larry Christiansen, Artur Jusupov, Lubomir Kavalek, Viktor Kortsnoj, Milan Matulovic, Oscar Panno, Zoltan Ribli, Jan Smejkal og Jonat- han Speelman. Þeir Jusupov, Mat- ulovic og Speelman gefa skákinni hæstu einkunn eða 10 stig og sam- tals fær hún 73 stig. í 2. sæti er sig- urskák Anands gegn Kasparov frá Reggio Emilia með 70 stig og sigur- skák Kasparovs gegn Anand frá Tilburg kemm- í 3. sæti með 64 stig! Nafn eins íslendings er að flnna á hstanum. Það er Jóhann Hjartar- son, sem er í hlutverki þolandans gegn Vaganjan, en skák þeirra, sem tefld var í Þýskalandi, hafnar í 12. sæti yfir bestu skákir tímabilsins. Short tefldi verðlaunaskákina við Timman frá Tilburg af miklu list- fengi. Þetta er léleg skák en þó auð- ug af frumlegum hugmyndum. Mörgum mun eflaust þykja ein- kennhegt hvemig Short gerir sér það að leik í miðtafhnu að „skemma" peðastöðu sína og gefa meira að segja biskupaparið um leið. En þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að við þetta fær hann frjálst sph fyrir menn sína og nær að beina spjótum sínum að svarta kónginum. Þetta eitt hefði þó varla nægt th verðlauna. Lokin á skák- inni eru sérlega skondin - ekki á hveijum degi sem Timman fær slíka meðferð. Hvítt: Nigel Short Svart: Jan Timman Aljekínsvörn 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 Bg7 7. De2 Rc6 8. 0-0 0-0 9. h3 a5 10. a4 dxe5 11. dxe5 Rd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Hel e6 14. Rd2 Rd5 Þessi leikur er endurbót Tim- mans á eldri skák Shorts frá breska meistaramótinu þar sem svartur lék 14. - Bd7 en náði ekki aö jafna taflið. Df6+ Kg8 30. h4 h5 31. Kh2 Hc8? Skásta vömin er 31. - Bc8 en Short rekur þá taflið áfram til vinn- ings á hvítt á eftirfarandi hátt: 32. g4! hxg4 (ef 32. - Bxd7 33. gxh5 gxh5 34. Dg5+ og vinnur) 33. Rg5 (hótar 34. h5) g3+! 34. fxg3 Bb7 35. Re4 Dxa4 36. h5 Dxc2+ 37. RÍ2 gxh5 (ef 37. - Df5 38. hxg6! og vinnur) 38. Hd3 Be4 (hvaö annað?) 39. Hd2 Dbl 40. Hdl Dc2 41. H7d2 Dc4 42. Hd4 og hvítur vinnur. 33. Kg3! Hce8 34. Kf4! Bc8 35. Kg5! - Og eftir þessa óvæntu „kóngs- sókn“ gafst Timman upp. Hvítur leikur næst 36. Kh6 og óveijandi mát á g7 blasir við. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.